Mesti Evrópusinninn og mesti Evrópuandstæðingurinn unnu

Á skömmum tíma hafa Frakkar hafnað tveimur forsetum og þremur forsætisráðherrum. Bergþór Bjarnason skrifar um úrslit fyrri umferðar forsetakosninganna í Frakklandi.

Emmanuel Macron á kosningafundi.
Emmanuel Macron á kosningafundi.
Auglýsing

Þann 7. maí í seinni umferð for­seta­kosn­ing­anna í Frakk­landi verða það Emmanuel Macron (23,9%) úr sam­tök­unum En Marché og Mar­ine Le Pen (21,4%) frá Þjóð­ar­fylk­ing­unni sem mæt­ast. Sögu­legt nú fimmtán árum eftir að Jean-Marie Le Pen, faðir Mar­ine Le Pen, komst í aðra umferð á móti Jacques Chirac for­seta. Hvorki klass­ískir hægri eða vinstri flokkar komust áfram að þessu sinni. François Fillon fram­bjóð­andi Repúblik­ana hlaut 19,9% og Ben­oit Hamon frá Sós­í­alista­flokknum aðeins 6,3%. Annað óvænt er að hinn vinstri­s­inn­aði Jean-Luc Mel­enchan fékk aðeins 0,3% minna en Fillon, 19,6% og hefði þurft minna en 2% í við­bót til að ýta Le Pen út.

Þótt skoð­ana­kann­anir hefðu hvorki séð Brexit né kosn­ingu Don­ald Trump fyrir þá höfðu margar þeirra nokkurn veg­inn séð fyrir úrslitin í fyrri umferð frönsku for­seta­kosn­ing­anna. Hvorki var búist við því í könn­unum til vinstri og hægri að Hamon eða Fillon myndu vinna. Því má segja að kann­anir hafi aðeins náð að rétta hlut sinn hvað trú­verð­ug­leika varð­ar. 

Margir tala um „Big bang“ í frönskum stjórn­málum í Frakk­landi. Á örfáum mán­uðum hafa Frakkar hafnað tveimur for­set­um, Nicolas Sar­kozy í for­kosn­ingum og François Hollande í skoð­ana­könn­un­um, sem olli því að hann bauð sig ekki fram. Einnig þremur fyrrum for­sæt­is­ráð­herrum, Alain Juppé til hægri, Manuel Valls sem sagði af sér og ætl­aði sér að vinna hjá Sós­í­alistum og svo á sunnu­dag François Fillon, for­sæt­is­ráð­herra Sar­kozys. 

Auglýsing

Macron sem á end­anum varð efst­ur, og nær allir stjórn­mála­leið­togar hafa lýst yfir stuðn­ingi við, fyrir seinni umferð­ina, er aðeins 39 ára og hefur aldrei boðið sig fram í kosn­ingum fyrr en nú. Hann kemur úr hinum fræga ENA stjórn­sýslu­skóla, þaðan hafa margir sem ná langt í opin­beru starfi komið og reyndar oft stjórn­mála­el­ít­an. Hann hætti hins vegar í opin­bera geir­anum og fór að vinna hjá einka­fyr­ir­tæki, í hinum fræga Rochild-­banka. Seinna varð hann ráð­gjafi Hollande for­seta í Elysée og efna­hags­ráð­herra hans í tvö ár. Það er ein­stakt í franskri stjórn­mála­sögu að fram­bjóð­andi hafi ekki verið þing­maður eða ráð­herra árum saman og að hann komi ekki heldur úr stjórn­mála­flokki. Fyrir aðeins þremur árum vissi eng­inn hver Emmanuel Macron var. 

Það að Mar­ine Le Pen komst í seinni umferð­ina var nokkuð fyr­ir­sjá­an­legt. Skoð­ana­kann­anir höfðu sýnt það síð­ustu þrjú ár.  Í hér­að­stjórna­kosn­ing­unum í Frakk­landi 2015 varð Þjóð­ar­fylk­ingin efst og hefur síðan þá verið stærsti flokkur lands­ins. Margir höfðu von­ast eftir því að Le Pen kæm­ist ekki áfram því það yrði blettur á ímynd lands­ins að öfga hægrifram­bjóð­andi hefði raun­veru­lega mögu­leika á að vinna kosn­ing­arn­ar. Góðu frétt­irnar eru þær að Mar­ine Le Pen hefur tapað sex pró­sentum á tveimur mán­uðum því hún var lang efst lengi vel og það eru þó jákvæð skila­boð. Sam­kvæmt könnun sem gerð var á sunnu­dags­kvöld mun Macron sigra með 62 pró­sentum en Le Pen fá 38 pró­sent í seinni umferð­inni.

Marine Le Pen

Fyr­ir­vara verður þó að hafa á öllu þessu því að nú hefst ný kosn­inga­bar­átta sem stendur í tvær vikur og margt getur breyst þó vissu­lega hafi Mar­ine Le Pen ekki mik­inn vara­sjóð í atkvæð­um. Sam­kvæmt því sem kjós­endur segja skipt­ast atkvæði Fillons í þrennt, einn þriðji til Le Pen, helm­ingur til Macrons og 20 pró­sent segj­ast ætla að skila auðu í annarri umferð. Sós­í­alistar munu fylkja sér bak við Macron og um 60 pró­sent þeirra sem kusu Melanchon. Því ætti Le Pen ekki að eiga mögu­leika á að vinna.

En það er EN í þess­ari grein­ingu. Kosn­inga­þátt­taka í fyrri umferð­inni var 77 pró­sent og því voru 23 pró­sent sem sátu heima. Ef stór hluti þeirra sem ekki kusu á sunnu­dag kjósa sunnu­dag­inn 7. maí og þá Le Pen, getur jafn­vægið breyst. Einnig verða þeir sem kusu í fyrri umferð­inni að skila sér og kjósa, sem auð­vitað er ekki öruggt. Svo má ekki gleyma því sem allir ótt­ast eftir skotárás­ina á Champs-Elysée-breið­göt­unni á fimmtu­dag og hand­töku mann­anna tveggja í Marseille á mánu­dag í síð­ustu viku sem voru að skipu­leggja hryðju­verka­árs­ás, að ef eitt­hvað slíkt myndi ger­ast að nýju er óvíst hvernig almenn­ingur mundi bregð­ast við. Mar­ine Le Pen hefur árum saman spilað inn á hræðslu fólks við inn­flytj­endur og nú sér­stak­lega múslima eftir þær árásir sem landið hefur upp­lifað síðan í jan­úar 2015. Emmanuel Macron hefur verið gagn­rýndur fyrir að hafa ekki nógu harða stefnu í örygg­is­málum og það gæti unnið gegn hon­um, ger­ist eitt­hvað óvænt sem eng­inn auð­vitað ósk­ar. 

Verð­bréfa­mark­aðir og Evr­ópu­sam­bands­lönd eru ánægð með úrslitin á sunnu­dag. Mark­aðir voru í upp­sveiflu við opnun í morg­un, í Frakk­landi hækk­uðu verð­bréf um 4,5%. Stjórn­mála­menn í Þýska­landi og ýmsir yfir­menn hjá Evr­ópu­sam­band­inu í Brus­sel eru ánægðir með að eini fram­bjóð­and­inn sem talar með jákvæðum hætti um Evr­ópu­sam­vinnu og vill auka hana, skuli hafa orðið efstur og eigi góða mögu­leika á að sigra. Bæði Sig­mar Gabriel og Ang­ela Merkel hafa lýst yfir stuð­ingi við Macron.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None