Platforstjórar senda póst

Vitað er um mörg tilvik þar sem svindlarar hafa náð að plata starfsmenn danskra fyrirtækja og stofnana. Upphæðin sem svindlarar hafa komist yfir á undanförnum tólf mánuðum nemur um það bil 200 milljónum danskra króna, tæplega 3,2 milljarðar króna.

Starfsmenn danska ríkislistasafnsins í Kaupmannahöfn eru á meðal þeirra sem hafa verið plataðir.
Starfsmenn danska ríkislistasafnsins í Kaupmannahöfn eru á meðal þeirra sem hafa verið plataðir.
Auglýsing

Hvað gerir starfs­maður „á gólfi“ þegar séf­finn sendir tölvu­póst og fyr­ir­skipar milli­færslu sem allra fyrst, nánar til­tekið strax? ­Mikið sé í húfi og málið þoli enga bið, ann­ars geti mik­il­væg við­skipti runnið út í sand­inn. Starfs­mað­ur­inn bregst vita­skuld við og milli­færir á stund­inni, án þess að spyrja spurn­inga. Sem hann hefði kannski betur gert. 

Fyrir nokkrum dögum greindu danskir fjöl­miðlar frá því að í vetr­ar­frí­inu svo­nefnda, um miðjan febr­ú­ar, hefðu starfs­menn Danska Rík­is­lista­safns­ins í Kaup­manna­höfn fengið fyr­ir­skip­anir um að milli­færa ­sam­tals kr. 805.000.- (12,8 millj­ónir íslenskar) af banka­reikn­ingi safns­ins Í tölvu­bréfum sem starfs­menn­irnir fengu frá „safn­stjór­an­um“, sem virt­ist vera í Englandi kom fram að mikið lægi á að þetta gengi sem allra greiðast, ann­ars myndi safnið missa af tæki­færi sem „ekki byð­ist aft­ur“. Tölvu­bréf­in, sem voru nokk­ur, voru öll mjög áþekk og alltaf getið sér­stak­lega um hraða afgreiðslu. Pen­ing­ana átti að milli­færa á nokkra mis­mun­andi banka­reikn­inga, í að minnsta kosti fimm lönd­um. Starfs­menn Rík­is­lista­safns­ins brugð­ust hratt og vel við þessum fyr­ir­mælum „safn­stjór­ans“ og áður en vetr­ar­frís­vikan var liðin höfðu áður­nefndar kr. 805.000.- verið lagðar inn á banka­reikn­ing­ana eins og um var beð­ið.

Auglýsing

Safn­stjór­inn á kontórnum

Á föstu­degi, síð­asta virka degi vetr­ar­frís­ins mætt­i einn starfs­maður Danska Rík­is­lista­safns­ins safn­stjór­an­um, Mikkel Bogh, á gang­inum við kaffi­stofu starfs­fólks­ins. Starfs­mað­ur­inn hafði orð á því að von­andi hefðu þessir pen­ingar sem safn­stjór­inn bað um að fá yfir­færða skilað sér í tæka tíð. Safn­stjór­inn rak upp stór augu og spurði hvaða pen­inga starfs­mað­ur­inn væri að meina. „Varst þú ekki í Englandi“ spurði starfs­mað­ur­inn. „Kontór­inn minn hefur aldrei heitið neitt, og allra síst England“ svar­aði safn­stjór­inn, „en á kontórnum hef ég verið alla vik­una eins og venju­lega.“ ­Starfs­mað­ur­inn kikn­aði í hnjálið­un­um. „Safn­stjór­inn“ sem hafði sent fyr­ir­skip­an­irnar um milli­færsl­urn­ar, í nafni Mikk­els Bogh, var ­sem sé svindl­ari sem kunni sitt fag og ástæða þess að hann valdi vetr­ar­frís­vik­una hugs­an­lega sú að þá eru margir í fríi. Safn­stjóri Rík­is­lista­safns­ins hafði reyndar ætlað að vera í fríi þessa viku en það breytt­ist svo á síð­ustu stundu og hann var í vinn­unn­i. 

Ekki eins­dæmi

Frétt­irnar af svindlinu hjá Rík­is­lista­safn­inu vöktu mikla athygli og brátt kom í ljós að þetta mál er síður en svo eins­dæmi. Mál af þessu tagi rata sjaldn­ast í fjöl­miðl­ana, bæði vegna þess að for­svars­menn fyr­ir­tækja og stofn­ana kæra sig lítt um að segja frá því að þeir hafi verið „plat­að­ir ­upp úr ­skón­um“ og danska lög­reglan telur að slíkar fréttir hafi „aug­lýs­inga­gildi“ fyrir aðra svindl­ara eins og einn yfir­manna lög­regl­unnar komst að orði í við­tali.

200 millj­ónir á einu ári

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum lög­regl­unn­ar er vitað um mörg til­vik þar sem svindl­arar hafa náð að ­plata starfs­menn danskra fyr­ir­tækja og stofn­ana. Upp­hæðin sem svindl­arar hafa kom­ist yfir á und­an­förnum tólf mán­uðum nemur um það bil 200 millj­ónum danskra króna (tæp­lega 3,2 millj­arðar íslenskir). Að­ferð­irn­ar ­sem svindl­ar­arnir nota eru nokkr­ar. 

Sú sem notuð var í til­viki Rík­is­lista­safns­ins, ­sem sé að senda fyr­ir­mæli sem ekki verður betur séð en séu frá fram­kvæmda­stjór­an­um, er algeng. Svindl­ar­arnir virðast, í mörgum til­vik­um, hafa upp­lýs­ingar um hvenær fram­kvæmda­stjór­inn er ekki á staðnum (eins og til stóð með safn­stjór­ann) og láta líta svo út að hann sé að senda fyr­ir­mæli til starfs­manna í fyr­ir­tæk­inu. Önnur aðferð er að senda reikn­inga, sem eru nákvæmar eft­ir­lík­ingar ekta reikn­inga. Stórt plast­fram­leiðslu­fyr­ir­tæki á Jót­landi fékk „reikn­ing“ sem virt­ist vera frá fyr­ir­tæki sem plast­fram­leið­and­inn skiptir mikið við, fær þaðan marga slíka reikn­inga í hverri viku. Eft­ir­lík­ingin var svo vel gerð að ekki var nokkur leið að átta sig á að um svindl væri að ræða, nema rann­saka málið sér­stak­lega. Sem ekki var gert í þessu til­vik­i. 

Tals­maður lög­regl­unnar sagði að þegar um mikil við­skipti sé að ræða, kannski marga reikn­inga í hverri viku, sé ákveðin hætta á „sjálf­virkni í afgreiðsl­unni“ eins og hann komst að orði. Reikn­ingur frá fyr­ir­tæki sem að jafn­aði er ekki skipt við myndi vekja meiri athygli og athug­aður bet­ur. 

Athygli svindl­ara hefur beinst að Dan­mörku

Kim Aarenstrup yf­ir­maður þeirrar deildar lög­regl­unn­ar, sem rann­sakar tölvu­af­brot sagði í við­tali við dag­blað­ið Politi­ken að tala afbrota eins og lýst var hér að framan hafi þre­fald­ast á árunum 2009 – 2015 og síðan fjölgað til muna á síð­ast­liðnu ári. 

Kim Aarenstrup segir að svo virð­ist sem athygli netaf­brota­manna hafi ein­hverra hluta vegna beinst í auknum mæli að Dan­mörku. Skýr­ing­una kvaðst hann ekki vita, kannski séu Danir ógætn­ari en margir aðrir í þessum efn­um.

Hvað er til ráða?

Áður­nefndur yfir­maður í lög­regl­unni telur eina ráðið til að láta ekki gabb­ast af svindl­ur­unum sé aukið eft­ir­lit, og árvekni, innan fyr­ir­tækja og stofn­ana. Til dæmis með því að ganga úr skugga um að reikn­ingar sem ber­ist séu ekta, það sé hægt að gera með sím­tali eða tölvu­pósti. Ef um sé að ræða vörur þurfi starfs­menn að stað­festa að þeir hafi mót­tekið þær. 

Sama gildi um unnið verk, þar þurfi stað­fest­ingu á því að vinnan hafi farið fram. Almenn­ingur þurfi líka að gæta sín, til dæmis ekki að ganga frá við­skiptum í gegnum síma eða á net­inu nema þekkja til við­kom­andi fyr­ir­tæk­is. „Við kærum okkur ekki um að Dan­mörk verði gósen­land netsvindl­ara, eða svindl­ara yfir­leitt“ sagði Kim Aarenstrup yf­ir­maður rann­sókn­ar­deildar tölvu­af­brota dönsku lög­regl­unn­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Íslandsmótið í knattspyrnu flautað af – efstu liðin krýnd Íslandsmeistarar
Valur er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna.
Kjarninn 30. október 2020
Þríeykið og aðrir sérfróðir viðbragðsaðilar njóta yfirburðatrausts hjá Íslendingum – en á bilinu 94-96 prósenst segjast treysta því að fá áreiðanlegar upplýsingar um veirufjárann þaðan.
Íslendingar treysta sérfróðum yfirvöldum og fjölmiðlum vel í tengslum við COVID-19
Vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hefur skilað af sér skýrslu. Þar kemur m.a. fram að traust til þríeykisins og annarra sérfróðra yfirvalda er afgerandi og traust til innlendra fjölmiðla sömuleiðis mjög mikið.
Kjarninn 30. október 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti hertar aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi fyrr í dag. Efnahagsaðgerðirnar eru afleiðing af þeirri stöðu.
Tekjufallsstyrkir útvíkkaðir, viðspyrnustyrkir kynntir og rætt um áframhald hlutabótaleiðar
Ríkisstjórn Íslands boðar enn einn efnahagspakkann. Sá nýjasti er sniðinn að mestu að þeim minni fyrirtækjum og einyrkjum sem þurfa að loka vegna kórónuveirufaraldursins.
Kjarninn 30. október 2020
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni
Segir umfram eigið fé ekki hafa tengingu við úrræði stjórnvalda
Bankastjóri Arion banka segir viðskiptavini sína hafið notið góðs af minni álagningum stjórnvalda á bankakerfið og litla tengingu vera á milli þess og umfram eigin fé bankans.
Kjarninn 30. október 2020
Frá aðalmeðferð málanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í haust.
Seðlabankinn sýknaður af kröfum Samherja en þarf að borga Þorsteini Má persónulega
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í dag upp dóm í skaðabótamálum Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra fyrirtækisins á hendur bankanum. Seðlabankinn var sýknaður af kröfu fyrirtækisins, en þarf að borga forstjóranum skaðabætur.
Kjarninn 30. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þetta eru áhyggjur Þórólfs
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tínir til margvísleg áhyggjuefni sín í minnisblaðinu sem liggur til grundvallar hertum samkomutakmörkunum sem eru þær ströngustu í faraldrinum hingað til.
Kjarninn 30. október 2020
Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.
Tíu manna fjöldatakmarkanir næstu vikur
Hertar sóttvarnaráðstafanir taka gildi strax á miðnætti og eiga að gilda til 17. nóvember. Einungis 10 mega koma saman, nema í útförum, matvöruverslunum, apótekum og almenningssamgöngum. Skólar verða áfram opnir.
Kjarninn 30. október 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – AMD svarar NVidia og Airpods-lekar
Kjarninn 30. október 2020
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None