Karl Wernersson skýtur lyfjakeðju undan...aftur

Lyf og heilsa er nú skráð í eigu rétt rúmlega tvítugs sonar Karls Wernerssonar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem faðir hans færir lyfjakeðjuna milli eigenda með hætti sem orkað hefur tvímælis. Það gerði hann líka í kringum hrunið.

Auglýsing
Karl Wernerson
Karl Wernerson

Í vik­unni var greint frá því að Karl Wern­ers­son hefði fært lyfja­fyr­ir­tækið Lyf og Heilsu yfir rúm­lega tví­tugan son sinn dag­inn eftir að Karl var dæmdur í þriggja og hálfs árs fang­els­is­dóm í Hæsta­rétti og tveir dómar féllu í einka­málum gegn hon­um. Engar upp­lýs­ingar hafa feng­ist um hvað var greitt fyrir Lyf og heilsu.

Karl, bróðir hans Stein­grímur og Guð­mundur Óla­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Milestone, skulda þrota­búi þess félags um tíu millj­arða króna. Sú skuld er gjald­fall­inn og í inn­heimtu. Ef Karl reyn­ist ekki borg­un­ar­maður þá verður hann að öllum lík­indum lýstur gjald­þrota og skip­aður skipta­stjóri yfir hon­um. Við­mæl­endur Kjarn­ans innan lög­fræð­i­stétt­ar­innar segja ein­boðið að sá muni reyna að rifta söl­unni á Lyfjum og heilsu ef í ljós komi að ekki hafi verið greitt sann­virði fyrir fyr­ir­tæk­ið. Reyn­ist salan á Lyfjum og heilsu hafa verið gjafagjörn­ingur gæti það einnig verið refsi­vert.

Sam­kvæmt efna­hags­reikn­ingi Lyfja og heilsu voru eignir fyr­ir­tæk­is­ins 3,5 millj­arðar króna í árs­lok 2015 og lang­tíma­skuldir um 1,2 millj­arðar króna.

En þetta er ekki fyrsti snún­ing­ur­inn sem Karl hefur tekið með Lyf og heilsu á und­an­förnum árum. Þvert á móti.

Færðu Lyf og heilsu til félags í sinni eigu

Karl og bróðir hans Stein­grímur voru aðal­eig­endur fjár­fest­inga­fé­lags­ins Milestone á upp­gangs­ár­unum fyrir banka­hrun. Félagið fór mik­inn í fjár­fest­ing­um. Þegar mestur völlur var á Milestone voru eignir þess sagðar vera 392 millj­arðar króna og eigið féð um 66 millj­arðar króna. Þar mun­aði mest um stóran hlut í Glitni banka, allt hlutafé í Sjó­vá, Moderna í Sví­þjóð, bank­inn Askar Capi­tal og Lyf og heilsa.

Mikið loft reynd­ist hins vegar vera í Milestone og félagið var tekið til gjald­þrota­skipta árið 2009. Lýstar kröfur í búið voru allt að 95 millj­arðar króna en lítið sem ekk­ert var til upp í þær af eign­um. Þess vegna réðst þrotabú Milestone í fjöl­mörg mál vegna ákvarð­ana sem teknar voru áður en Milestone var sett í þrot.

Auglýsing

Eitt þeirra mála var vegna „sölu“ á Lyfjum og heilsu. Þann 31. mars 2008 keypti nefni­lega Aur­láki ehf., félag í eigu Karls og Stein­gríms, 99,9 pró­senta eign­ar­hlut í Lyf og Heilsu á um 3,4 millj­arða króna. Selj­and­inn var L&H eign­ar­halds­fé­lag, sem aftur var í 100 pró­sent eigu Milestone.

Kaup­and­inn, Aur­láki ehf., var stofn­aður snemma árs 2008 og hét þá GÓ1 ehf. Þann 24 októ­ber 2008, nokkrum dögum eftir fall íslensku við­skipta­bank­anna, barst Fyr­ir­tækja­skrá til­kynn­ing um að á aðal­fundi félags­ins þann 31. mars 2008 hefði nafni félags­ins verið breytt í Aur­láka og þeir Karl og Stein­grímur sest í stjórn þess. Í þeirri til­kynn­ingu kemur auk þess fram að Aur­láki hefði keypt allt hlutafé í Lyf og Heilsu ehf. 

Greitt var fyrir með yfir­töku skulda upp á 2,5 millj­arða króna og 970 millj­óna króna selj­enda­láni sem átti að greið­ast við fyrsta hent­ug­leika.  Guð­mundur Óla­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Milestone, sagði við Morg­un­blaðið árið 2009 að lánið hafi verið gert upp fljót­lega eftir að við­skiptin hefðu átt sér stað. Stuðst hafi verið við verð­mat KPMG þegar kaup­verðið á Lyf og Heilsu var ákveð­ið.

Dæmdir til að greiða Milestone um millj­arð

Selj­enda­lánið var hins vegar aldrei greitt með hefð­bundnum hætti. Þvert á móti. „Greiðsla“ þess fór þannig fram að gerður var kaup­samn­ingur milli Milestone og félags sem hét Leiftri Ltd., og var einnig í eigu bræðr­anna Kars og Stein­gríms og skráð á Tortóla. Sam­kvæmt honum keypti Leiftri við­skipta­kröfu Milestone á hendur Aur­láka. Kaup­verðið var greitt með nið­ur­fell­ingu á við­skipta­kröf­unni sem Leiftri átti á hendur Milestone. Vert er að minna á að öll félögin þrjú voru á ein­hverjum tíma­punkti í eigu sömu aðila, Karls og Stein­gríms.

Hæstiréttur dæmdi Karl, Steingrím og Guðmund Ólason til fangelsisvistar fyrir umboðssvik í fyrra. MYND: Birgir Þór HarðasonSkipta­stjóri Milestone vildi ekki una þessu og rifti gjöf Milestone á 970 millj­ónum króna og krafð­ist greiðslu þeirra, enda hafi Lyf og heilsa verið færð út úr Milestone til félags bræðr­anna án þess að nokkur greiðsla hafi komið í stað­inn. Fyrir dómi hélt Karl Wern­ers­son því fram að „þeir gern­ingar sem um ræðir hafi verið fylli­lega lög­mætir og fram­kvæmdir í eðli­legum við­skipta­legum til­gangi. Allar ákvarð­anir hans hafi því verið teknar á við­skipta­legum for­sendum en ekki með ann­ar­lega hags­muni í huga“.

Hér­aðs­dómur Reyka­víkur var ósam­mála og í sept­em­ber 2016 var Aur­láka gert að greiða Milestone 970 millj­ónir króna auk drátt­ar­vaxta.

Skulda Milestone tíu millj­arða

Þegar hér var komið við sögu sátu þeir Karl og Stein­grím­ur, og Guð­mundur Óla­son, reyndar í fang­elsi. Þeir höfðu verið dæmdir fyrir að nota 4,8 millj­arða króna af pen­ingum Milestone til að borga systur sína, Ing­unni, út úr Milestone á árunum 2006 og 2007. Hæsti­réttur komst að þeirri nið­ur­stöðu að gern­ing­ur­inn hefði verið umboðs­svik. Karl hlaut þriggja og hálfs árs dóm, Guð­mundur þriggja ára dóm og Stein­grímur tvö og hálft ár. Þá hlutu Mar­grét Guð­jóns­dóttir og Sig­­ur­þór C. Guð­­munds­­son, end­­ur­­skoð­endur hjá KPMG, bæði níu mán­aða skil­orðs­bund­inn dóm.

Á grund­velli þessa dæmdi Hér­aðs­dómur Reykja­víkur Karl, Stein­grím og Guð­mund til að greiða þrota­búi Milestone 5,2 millj­arða króna auk drátt­ar­vaxta með dómi sem féll 8. mars síð­ast­lið­inn. RÚV greindi frá því í síð­ustu viku að menn­irnir þrír skuldi þrota­bú­inu um tíu millj­arða króna alls að með­töldum vöxt­um, að sú skuld sé gjald­fallin og sé í inn­heimtu­ferli. Komi í ljós að menn­irnir eigi ekki eignir til að greiða skuld­ina sé við­búið að þeir verði úrskurð­aðir gjald­þrota. Það gæti þó frest­ast ef þeir ákveða að áfrýja nið­ur­stöðu hér­aðs­dóms til Hæsta­rétt­ar. Frestur til þess rennur út snemma í næsta mán­uði.

Rúm­lega tví­tugur sonur eign­ast lyfja­keðju

Aur­láki, sem „keypti“ Lyf og heilsu í kringum hrun­ið, er nú í 100 pró­sent eigu Karls Wern­ers­son­ar. En Lyf og heilsa er ekki lengur í eigu Aur­láka.

RÚV greindi frá því í lið­inni viku að rúm­lega tví­tugur sonur Karls hefði eign­ast fyr­ir­tækið og aðrar eignir móð­ur­fé­lags þess. Þetta gerð­ist sama dag og Karl var dæmdur til fang­els­is­vistar í Hæsta­rétti í fyrra.

Dag­inn eftir að sá dóm­ur féll var nýjum og leið­réttum árs­­reikn­ingi fyrir móð­­ur­­fé­lag Lyfja og heilsu skilað til árs­­reikn­inga­­skrár. Félagið heitir Faxar ehf., en það er í eigu ann­­ars félag sem heitir Faxi ehf. Faxi ehf. er svo í eigu félags­­ins Toska ehf. Það félag, þ.e. Toska, var eini sinni í eigu Karl Wern­ers­sonar og komst í fréttir árið 2012 þegar það nýtti sér fjár­fest­inga­leið Seðla­banka Íslands til að flytja hund­ruð millj­óna króna erlendis frá hingað til lands. Með þessu fékk Karl greiða leið inn í landið fyrir pen­inga sem komið hafði verið fyrir utan land­stein­anna og um 20 pró­sent virð­is­aukn­ingu fyrir að skipta evrum í krón­ur.

Karl hafði verið skráður eig­andi Toska þegar árs­­reikn­ingi fyrir árið 2014 var skilað inn í nóv­­em­ber 2015. Í apríl 2016 var leið­réttum árs­­reikn­ingi skilað inn, og þar kom fram að í árs­­lok 2014 hefði sonur Karls, Jón Hilm­­­ar, verið 100 pró­sent eig­and­i.

Inni í félag­inu eru yfir þrjá­­tíu fast­­eign­ir, þar á meðal heim­ili Karls, og bíl­­ar. Ekki mun reyna á riftun á sölu Lyfja og heilsu frá Karli til sonar síns nema að Karl verði sjálfur lýstur gjald­þrota. Það mun ger­ast ef hann getur ekki greitt millj­arða­skuld­ina við Milestone og þá mun það koma í hlut skipta­stjóra sem skip­aður verður yfir þrotabú Karls að ákveða hvort að söl­unni á lyfja­keðj­unni verði rift eða ekki.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None