Endurkjör Rouhani og opnun Íran

Hassan Rouhani vann stórsigur í forsetakosningunum í Íran um síðustu helgi. Rouhani, sem er umbótasinni, hefur heitið því að halda áfram opnun Íran eftir tímamótasamninga við Bandaríkin um afnám verslunarþvingana gegn stöðvun á kjarnorkuáætlun landsins.

Hassan Rouhani, nýkjörinn forseti Íran.
Hassan Rouhani, nýkjörinn forseti Íran.
Auglýsing

Strangar reglur gilda fyrir kosn­ingar í land­inu og þurfa allir fram­bjóð­endur að fá sam­þykki vernd­ara­ráðs­ins (e. Guar­dian Council) svo­kall­aðs, sem sam­anstendur af tólf guð­fræð­ing­um, til að geta boðið sig fram. Af sextán hund­ruð manns sem skráðu sig í fram­boð að þessu sinni voru ein­ungis sex sam­þykktir af ráð­in­u. Rou­hani bar sigur af hólmi í for­seta­kosn­ing­unum eftir að hafa hlotið 57% atkvæða, afger­andi fleiri en þau 38% sem meg­in­and­stæð­ingur hans, Ebra­him Raisi, hlaut. Kjör­sókn var heil 73% og því ljóst að Rou­hani mun halda áfram að gegna næst­valda­mesta emb­ætti Írans næstu fjögur árin en það er mikil tog­streita sem bíður hans bæði inn­an­lands sem utan.



Æðsti klerkur klerka­stjórn­ar­innar í Íran, Aya­tollah Ali Khamenei, er tal­inn hafa stutt harð­línu­fram­bjóð­and­ann Raisi í kosn­ing­unum en fyr­ir­hug­aðar umbæt­ur Rou­hani munu þurfa stuðn­ing Khamenei til að ganga í gegn. Hins vegar er ekki ólík­legt að afdrifa­ríkar breyt­ingar muni eiga sér stað í æðstu valda­stétt lands­ins á næsta kjör­tíma­bil­i. Khamenei er sjö­tíu og sjö ára gam­all og gekk undir upp­skurð fyrir krabba­mein í blöðru­háls­kirtli árið 2014. Ef Khamenei hverfur frá mun tíma­bundið ráð gegna emb­ætti hans en Rou­hani er einn þriggja emb­ætt­is­manna sem situr í ráð­inu. Þá mun eft­ir­mað­ur Khamenei verða kos­inn af svoköll­uðu Sér­fræð­inga­ráði (e. Ass­embly of Experts) en bæði Rou­hani og Raisi eru með­limir þar og taldir eiga góða mögu­leika á emb­ætt­inu. Nýyf­ir­stöðnu for­seta­kosn­ing­arnar gáfu því Rou­hani ekki ein­ungis fjögur ný ár heldur voru þær einnig mik­il­væg ummerki um fram­tíð írönsku bylt­ing­ar­inn­ar.

Auglýsing



Á síð­ustu for­seta­tíð Rou­hani veitti kjarn­orku­samn­ingur hans við þáver­andi for­seta Banda­ríkj­anna, Barack Obama, Írönum marga millj­arða ­Banda­ríkja­dali ­sem áður höfðu verið „fryst­ir“ sem hluti af við­skipta­þving­unum gegn land­inu, og hef­ur Rou­hani náð að lækka 40% verð­bólgu niður í 8%. Sam­kvæmt opin­berum tölum jókst atvinnu­leysi hins vegar úr 10% í 12,7% á for­seta­tíð hans og mun atvinnu­sköpun vera for­gangs­at­riði næstu fjögur árin. 



Lyk­ill­inn að aukn­um hag­vext­i og atvinnu­sköpun fyrir Íran til skamms tíma veltur mikið á því hvernig landið nær að end­ur­reisa olíu­iðnað lands­ins. Olíu­fram­leiðsla í Íran hefur auk­ist í kjöl­far afnáms við­skipta­þving­ana og er nú um 3,8 millj­ónir tunna á dag, jafn mikil og hún var áður en við­skipta­þving­un­unum var komið á. Áfram­hald­andi fram­leiðslu­aukn­ing mun hins veg­ar krefj­ast nýrrar fjár­fest­ingar er­lendis frá en það verður lyk­il­at­riði í efna­hags­stefnu Rou­hani á þess­ari for­seta­tíð. Erlendir fjár­festar anda léttar í kjöl­far end­ur­kjörs Rou­hani gegn harð­línu­fram­bjóð­endum en skil­virkni stefnu Rou­hani sem miðar að því að styrkja tengsl við umheim­inn og laða að fjár­fest­ingar mun velta mikið á því hvort Banda­ríkin munu afnema eft­ir­stand­andi við­skipta­þving­an­ir sem koma í veg fyrir fjár­fest­ingar frá banda­ríska banka­kerf­inu.



Bylur hæst í tómri tunnu?



Dag­inn eftir að stuðn­ings­menn Rou­hani fögn­uðu sigri hans í kosn­ing­unum á götum úti flutti Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, ræðu í opin­berri heim­sókn sinni til­ Sá­di-­Ar­ab­íu þar sem hann kall­aði eftir auk­inni ein­angrun Íran í alþjóða­sam­skipt­um. Banda­rískir og sádi-­ar­ab­ískir ráða­menn keppt­ust um að for­dæma stuðn­ing rík­is­stjórnar Íran við hryðju­verka­sam­tök og þróun eld­flauga­vopna og köll­uðu eftir því að Íran dragi úr ítökum sínum á átaka­svæðum í Sýr­landi, Írak og Jemen. Andúð Don­ald Trump á Íran sýndi sig að miklu leyti í vali hans á Sádí-­Ar­abíu sem áfanga­stað fyrstu opin­beru heim­sóknar sínar erlendis en Íran er lík­lega skýrasta dæmið um utan­rík­is­mál þar sem Trump er ósam­mála for­vera sín­um, Barack ObamaTrump fyr­ir­lítur kjarn­orku­samn­ing­inn og sagði í ræðu í Ísr­ael, öðrum áfanga­stað utan­rík­is­ferðar sinn­ar, að Íran hafi sýnt óþakk­læti eftir að hafa náð frá­bærum kjörum í samn­ingnum við Obama með því að halda stuðn­ingi sínum við hryðju­verka­sam­tök áfram.



Van­þókn­un Trump á Íran hefur þó hingað til fyrst og fremst sýnt sig í orðum frekar en gjörðum og verður að hluta til að skoða í sam­hengi þess að þókn­ast gest­gjöfum sín­um. Trump við­hélt stefnu Obama með því að und­ir­rita vopna­sölu­samn­ing að and­virði 110 millj­arða ­Banda­ríkja­dala við Sádí-­Ar­abíu og virð­ist vera að Trump reyni að nota sterk tengsl sín við stjórn­völd Ísra­els og Sádí-­Ar­abíu með andúð gagn­vart írönskum stjórn­völdum sem sam­nefn­ara sem ákveðnar stoðir í Mið­aust­ur­landa­stefnu sinni og verk­færi til að hraða hugs­an­legum frið­ar­samn­inga­við­ræðum Ísra­ela og Palest­ínu­manna. 



Ljóst er hins vegar að Íran er ekki eins jað­ar­sett alþjóð­lega í dag og það var í stjórn­ar­tíð Mahmoud Ahma­di­nejad 2005-2013. Önnur vest­ræn ríki á borð við Þýska­land undir stjórn Ang­ela Merkel, Frakk­land undir stjórn Emmanuel Macron, og Japan undir stjórn Shinzo Abe líta ekki ógn­ina frá Íran jafn alvar­legum augum og Trump og munu að öllum lík­indum vilja halda áfram styrk­ingu við­skipta­tengsla við Íran á næstu árum. Skort­ur­inn á sam­stöðu vest­rænna ríkja í við­skipta­stefnu gagn­vart Íran mun tak­marka svig­rúm Trump til að brjóta eða breyta kjarn­orku­samn­ingn­um.



Margt bendir því til að næstu fjögur ár verði fjörug fyr­ir Rou­hani í emb­ætti for­seta en hann hefur fleiri spil á hendi en var til­fellið fyrir fjórum árum til að hraða opnun lands­ins til fram­búðar og mæta auknum vænt­ingum íranskra kjós­enda. Erfið tengsl við Trump gætu gert honum erfitt fyr­ir, sér­stak­lega þegar kemur að því að skapa fyr­ir­sjá­an­legt við­skiptaum­hverfi til að laða að fjár­fest­ing­ar, en þró­un síð­ustu ára sýna skýrt að Íran er ekki lengur hluti af „öxli hins illa“ í augum Vest­ur­landa; við­horf Trump er að mörgu leyti und­an­tekn­ingin frekar en regl­an.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar