Stuðningur við ríkisstjórnina lækkar bara og lækkar

Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar stýrir þjóðarskútunni á mesta efnahagslega velmegunarskeiði Íslandssögunnar. Vinsældir hennar minnka með hverri könnun og á fimm mánuðum hefur hún náð dýpri botni en flestar ríkisstjórnir náðu nokkru sinni.

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tók við 11. janúar 2017.
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tók við 11. janúar 2017.
Auglýsing

Stuðn­ingur við rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­sonar mæld­ist 30,9 pró­sent í könnun sem MMR gerði 6. til 14. júní síð­ast­lið­inn. Um er að ræða minnsta stuðn­ing sem hún hefur mælst með. Rík­is­stjórn­in, sem tók til starfa 11. jan­úar 2017, komst á þennan stað á fimm mán­uð­um.

Um er að ræða minni stuðn­ing en rík­is­stjórn Dav­íðs Odds­sonar var með í miðju fjöl­miðla­laga­mál­inu árið 2004, þetta er minni stuðn­ingur en rík­is­stjórn Geirs H. Haarde var með í des­em­ber 2008, tveimur mán­uðum eftir hrunið og minni en rík­is­stjórn Sig­urðar Inga Jóhanns­sonar var með þegar stuðn­ingur við þá skamm­lífu rík­is­stjórn var mældur í fyrsta sinn í lok apríl 2016. Rík­is­stjórn Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar var hins vegar með meiri stuðn­ing í síð­ustu stuðn­ings­mæl­ing­unni sem hún fékk áður en Sig­mundur Davíð sagði af sér í byrjun apríl 2016.

Þetta má lesa úr sögu­legum gögnum um stuðn­ing við rík­is­stjórnir síð­ustu ára og ára­tuga frá Gallup og MMR.

Auglýsing

Rík­is­stjórnir vana­lega vin­sælar í byrjun

Rík­is­stjórnir njóta vana­lega mik­ils stuðn­ings þegar þær setj­ast að völd­um. Þannig naut rík­is­stjórn Dav­íðs Odds­son­ar, sem í sátu Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn­ar­flokk­ur, um 60 pró­sent stuðn­ings sam­kvæmt könnun Gallup í jan­úar 2000, um níu mán­uðum eftir Alþing­is­kosn­ing­arnar 1999. Davíð hafði þá verið for­sæt­is­ráð­herra frá árinu 1991 og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafði setið í rík­is­stjórn með Fram­sókn­ar­flokknum frá árinu 1995.

Alþing­is­kosn­ingar fóru næst fram í maí 2003 og þar héldu stjórn­ar­flokk­arnir meiri­hluta sín­um. Eftir að ákveðið var að halda stjórn­ar­sam­starf­inu áfram mæld­ist stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina 61 pró­sent í Gallup-könn­un. Frá ald­ar­mótum og fram að þing­kosn­ingum 2007 mæld­ist stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina minnst 38 pró­sent í júlí 2004. Þá hafði Ólafur Ragnar Gríms­son, þáver­andi for­seti Íslands, nýverið hafnað því að stað­festa umdeilt fjöl­miðla­lög sem Alþingi hafði sam­þykkt, og sam­fé­lagið lék á reiði­skjálfi.

Rík­is­stjórn Geirs H. Haarde, sem sam­an­stóð af Sjálf­stæð­is­flokki og Sam­fylk­ingu, tók við völdum vorið 2007. Vin­sældir þeirrar rík­is­stjórnar voru for­dæma­lausar og í fyrstu mæl­ingu eftir að hún var mynduð sögð­ust 83 pró­sent lands­manna styðja hana. Síðan kom hrunið og sá stuðn­ingur féll eins og steinn. Sam­kvæmt Gallup var stuðn­ing­ur­inn kom­inn niður í 26 pró­sent í jan­úar 2009, þegar rík­is­stjórnin hrökkl­að­ist frá völdum í kjöl­far fjölda­mót­mæla. MMR mældi stuðn­ing­inn enn minni, eða 24,2 pró­sent. Vert er að taka fram að kann­anir Gallup sýna vana­lega meiri stuðn­ing við rík­is­stjórnir en kann­anir MMR.

Ices­ave og Wintris skópu dýpstu dal­ina

Rík­is­stjórn Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur tók við völdum 1. febr­úar 2009 sem minni­hluta­stjórn Sam­fylk­ingar og Vinstri grænna, varin af Fram­sókn­ar­flokkn­um. Rík­is­stjórn­ar­flokk­unum gekk vel í kosn­ing­unum 2009, fengu hreinan meiri­hluta saman og héldu áfram að starfa sam­an. Þegar rík­is­stjórn Jóhönnu tók við völdum studdu 56,1 pró­sent lands­manna hana sam­kvæmt könnun MMR.

Hún varð fljót­lega afar óvin­sæl og þar spil­aði eitt mál stærri rullu en nokkur önn­ur, Ices­ave. Í októ­ber 2010 stóð bar­áttan um það má sem hæst. Og þá fór stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina niður í 22,6 pró­sent hjá MMR. Það er minnsti stuðn­ingur sem íslensk rík­is­stjórn hefur nokkru sinni mælst með í könn­un­um. Þegar rík­is­stjórn Jóhönnu fékk sína síð­ustu mæl­ingu áður en hún missti völdin í kosn­ing­unum 2013 mæld­ist stuðn­ingur hennar 31,5 pró­sent.

Við tók rík­is­stjórn Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, sem í voru Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn. Í upp­hafi var stuðn­ingur við hana 59,9 pró­sent. Það tók þá rík­is­stjórn tvö ár að fara fyrir neðan 31 pró­sent í stuðn­ings­mæl­ingum MMR og stuðn­ingur hennar fór ein­ungis tví­vegis fyrir neðan 30 pró­sent. Fyrri skiptið var í júní 2015 (29,4 pró­sent) og það síð­ara var í kjöl­far Wintris-­máls­ins, sem varð til þess að Sig­mundur Davíð sagði af sér, en þá fór stuðn­ing­ur­inn niður í 26 pró­sent í könnun MMR.

Rík­is­stjórn flokk­anna tveggja náði að hífa sig aðeins upp í stuðn­ingi eftir að Sig­urður Ingi Jóhanns­son tók við sem for­sæt­is­ráð­herra. Stuðn­ingur við ríkis­stjórn Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks end­aði í 35 pró­sentum hjá MMR og 37,3 pró­sent hjá Gallup.

Óánægja á meðal kjós­enda stjórn­ar­flokk­anna

Þegar stuðn­ingur við rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­son­ar, sem sam­an­stóð af Sjálf­stæð­is­flokki, Við­reisn og Bjartri fram­tíð og tók við völdum 11. jan­úar 2017, var fyrst mældur í vik­unum eftir valda­tök­una kom í ljós að hún naut stuðn­ings 35 pró­sent lands­manna í könnun MMR en 43,6 pró­sent hjá Gallup.

Byrj­un­ar­punktur rík­is­stjórnar Bjarna Bene­dikts­sonar er því sam­bæri­legur enda­punkti síð­ustu rík­is­stjórnar þegar horft er til stuðn­ings. Rík­is­stjórnar sem kol­féll í kosn­ing­unum í októ­ber 2016. Og miklu lægri en vana­legt er hjá nýrri rík­is­stjórn. 

Rík­is­stjórnin er líka mjög óvenju­leg á margan máta. Hún er með minni­hluta atkvæða á bak við sig (46,7 pró­sent), það tók marga mán­uði að mynda hana og hún hefur ein­ungis eins manns meiri­hluta. En það vakti óneit­an­lega athygli að rík­is­stjórnin naut mun minni stuðn­ings en kjör­fylgi flokk­anna sem stóðu að henni sagði til um þegar hún hóf störf. Það þýðir að margir kjós­endur þeirra flokka sem að rík­is­stjórn­inni standa voru ekki ánægðir með það sam­starf sem þeir völdu sér eða þann stjórn­ar­sátt­mála sem flokk­arnir þrír komu sér saman um. Það á sér­stak­lega við um kjós­endur Bjartrar fram­tíðar.   

Stuðn­ing­ur­inn hefur bara farið nið­urá­við frá því sem liðið hefur frá valda­töku rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Í nýj­ustu könnun MMR er stuðn­ing­ur­inn ein­ungis 30,9 pró­sent og hefur aldrei mælst lægri. Hjá Gallup mælist hann 36 pró­sent og þar á það sama við, stuðn­ing­ur­inn hefur aldrei mælst lægri.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sumarið er tími malbikunarframkvæmda.
Nýja malbikið víða tilbúið í hefðbundinn hámarkshraða
Hámarkshraði hefur verið lækkaður á þeim vegarköflum sem eru nýmalbikaðir en nú eru þær takmarkanir brátt á enda víða á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir hraðann ekki hækkaðan fyrr en viðnám sé orðið ásættanlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Ætlast til þess að samfélagslegir hagsmunir ráði för en ekki hagsmunir peningaaflanna
Forseti ASÍ segir fjölmörg verkefni sem stjórnvöld gáfu loforð um í tengslum við núgildandi kjarasamninga út af standa. Þá segir hún að „sumargjöf“ Icelandair til flugfreyja muni lita þau verkefni sem fram undan eru hjá verkalýðshreyfingunni.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Það eina sem er alveg öruggt“ er að meiri útbreiðsla þýðir meira af alvarlegum veikindum
Vonbrigði. Áfall. Erfið staða. „Það er aldrei hægt að leggja of mikla áherslu á það að í þessari baráttu er veiran óvinurinn,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi þar sem okkur voru fluttar þungar fréttir.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Einn sjúklingur á gjörgæslu og í öndunarvél
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir upplýsti um það á upplýsingafundi almannavarna í dag að einn sjúklingur liggur nú á gjörgæslu vegna COVID-19. Hann er á fertugsaldri og í öndunarvél.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Faraldur skollinn á að nýju
Mögulega verða einhverjir lagðir inn vegna COVID-19. Annað hópsmitið hefur verið rakið til veitingastaðar í Reykjavík. Tæplega 50 manns eru í sóttkví í Vestmannaeyjum vegna smits sem greindist hjá einstaklingum sem þar voru um verslunarmannahelgina.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Ráðherra boðar til samráðs lykilaðila vegna COVID-19
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að boða til samráðsvettvangs í formi vinnustofu þann 20. ágúst. Þar verður rætt hvernig móta megi aðgerðir og stefnu til lengri tíma litið með tilliti til faraldurs COVID-19.
Kjarninn 7. ágúst 2020
109 virk smit – 914 í sóttkví
Sautján ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og þrjú í landamæraskimun. 109 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Stórir lífeyrissjóðir hafa ekki farið vel út úr fjárfestingu í Icelandair
Aðkoma stærstu hluthafa Icelandair, sem hafa það hlutverk að ávaxta lífeyri landsmanna, að félaginu síðastliðinn áratug hefur ekki skilað mikilli arðsemi, og í tveimur tilfellum miklu tapi. Þessir sömu sjóðir munu á næstu dögum þurfa að taka ákvörðun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar