Óbærilegur hiti í borgum vegna loftslagsbreytinga

Borgir eru viðkvæmastar fyrir hitabreytingum vegna hlýnunar jarðar. Gróðursæld á dreifbýlli svæðum gerir hitabreytingarnar mildari þar.

Sumur um víða ver­öld eru nú þegar orðin heit­ari en þau voru og útlit er fyrir að þau verði enn hlýrri við næstu alda­mót ef fram heldur sem horf­ir.

Og sumrin verða til­finn­an­lega heit­ari í borg­um.

Íbúa­fjöldi borga heims­ins vex með hverju árinu sem líður og vegna hita­polla á þétt­byggðum svæðum munu aukin hlý­indi auka líkur á dauðs­föllum vegna hita.

Hita­breyt­ing­arnar eru meiri í borgum en í dreif­býlli svæðum sem eru gróð­ur­sælli og vinda­sam­ari. Um það bil 54 pró­sent mann­kyns býr í borg­um. Gert er ráð fyrir því að árið 2050 muni 2,5 millj­arðar manna til við­bótar búa borgum heims­ins.

Með hlýnun jarðar verður veðrir óreglu­legra og líkur á gríð­ar­legum hita­bylgjum aukast veru­lega. Þetta hefur svo auð­vitað allt saman áhrif á heilsu íbúa og efna­hag sam­fé­laga.

Hér að neðan má sjá gagn­virkt kort, teiknað fyrir vef­inn Climate Center, sem sýnir með­al­hita í borgum miðað við spá Alþjóða­veð­ur­fræði­stof­unnar til árs­ins 2100.

Ef smellt er á, eða leitað að, borg má sjá hversu miklum mun hærra hita­stigið verður árið 2100 miðað við aðrar borg­ir. Í Kaup­manna­höfn er til dæmis gert ráð fyrir hita­stigið verði eins og í Búda­pest á sumr­in, um það bil 4,6 gráðum heit­ara en það er nú.

Borgir í Aust­ur-­Evr­ópu munu verða heit­ari að jafn­aði en aðrar borgir í heim­in­um, miðað við þessa spá. Sof­ía, höf­uð­borg Búlgar­íu, mun hitna mest á sumr­in; Um heilar 8,4 gráður ef ekki verður gert meira til að stemma stigu við lofts­lags­breyt­ing­ar.

Tíu hraðast hlýnandi borgir heimsMestu hitabreytingar í borgum til ársins 2100
Hlýnun að óbreyttu Hlýnun ef útblástur minnkar meira
1 Sofía – Búlgaríu 8.4°c 4.4°c
2 Skopje – Makedóníu 8.4°c 4.4°c
3 Belgrad – Serbíu 8.3°c 4.3°c
4 Madríd – Spáni 8.0°c 4.3°c
5 Búkarest – Rúmeníu 7.9°c 4.2°c
6 Jerevan – Armeníu 7.8°c 4.3°c
7 Zagreb – Króatíu 7.8°c 4.0°c
8 Sarajevó – Bosníu 7.8°c 4.0°c
9 Ljubljana – Slóveníu 7.7°c 3.9°c
10 Búdapest – Ungverjalandi 7.6°c 3.9°c

Ef ekki verður meira að gert í lofts­lags­málum er lík­legt að nokkrar borgir í heim­inum muni hitna upp í hæðir sem þekkj­ast ekki í dag. Hita­stig í Khartoum, höf­uð­borg Súd­an, verður að jafn­aði 44,1 gráða á sumr­in. Þetta und­ir­strikar að hita­stig á jörð­inni er lík­lega að hækka upp í þær hæðir sem mann­kynið hefur aldrei þekkt.

Jafn­vel þó útblástur gróð­ur­húsa­loft­teg­unda verði tak­mark­aður er ljóst að hita­stig mun hækka veru­lega í heim­in­um. Það er samt sem áður skipta veru­legu máli enda verður auð­veld­ara fyrir mann­kynið að aðlag­ast mild­ari hita­breyt­ingum og það verður ódýr­ara fyrir efna­hag ríkja heims.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar