Já, ráðherra!

Hvað gerir ráðherra sem verður undir í þinginu og getur ekki sætt sig við niðurstöðuna? Ja, hann getur sagt af sér eða kannski getur hann reynt að fá embættismennina í ráðuneytinu til að fara í kringum ákvörðun þingsins.

Lars Løkke Rasmussen er forsætisráðherra í Danmörku. Esben Lunde Larsen er umhverfis- og matvælaráðherra í ríkisstjórninni.
Lars Løkke Rasmussen er forsætisráðherra í Danmörku. Esben Lunde Larsen er umhverfis- og matvælaráðherra í ríkisstjórninni.
Auglýsing

Um alda­mótin síð­ustu var útlitið ekki bjart í danskri útgerð. Sífellt minni fiskur í sjónum en jafn­framt alltof stór floti til að veiða fisk­inn. Sjó­menn börð­ust í bökk­um, margir urðu gjald­þrota og misstu allt sitt. „Það voru dökk ský á himn­i,“ sagði einn tals­maður báta­sjó­manna. Lengi vel virt­ust stjórn­völd ekki láta sig sífellt lak­ari afkomu útgerð­ar­innar neinu varða en árið 2007 var lokst gripið til aðgerða. Kvóti í höndum sjó­manna sjálfra. Áður hafði danska sjáv­ar­út­vegs­ráðu­neytið og und­ir­stofn­anir þess úthlutað kvót­anum en þess­ari breyt­ingu var ætlað að gera fisk­veiðar í senn eft­ir­sókn­ar­verð­ari og arð­bær­ari.

Aðgerðin heppn­að­ist, það dró úr ofveið­inni, fiski­stofn­arnir réttu við og afkoma sjó­manna batn­aði. Margir þeirra, sem áður höfðu hangið á horrim­inni, höfðu skyndi­lega bæri­lega afkomu, sumir mjög góða.

Sala á bát­um, og þar með kvót­an­um, var heimil og afleið­ingin varð sú að fjár­sterkir kvóta­eig­endur (kall­aðir kvóta­kóng­ar) keyptu í stórum stíl báta og til­heyr­andi kvóta.

Með því sem sumir köll­uðu síðar „einka­væð­ingu kvót­ans“ færði ríkið í raun mörgum mikla fjár­muni því kvót­inn var tengdur ein­stökum bát­um. Sala á bát­um, og þar með kvót­an­um, var heimil og afleið­ingin varð sú að fjár­sterkir kvóta­eig­endur (kall­aðir kvóta­kóng­ar) keyptu í stórum stíl báta og til­heyr­andi kvóta. Þótt regl­urnar segðu að hver ein­stak­lingur mætti ekki eiga nema til­tekið magn kvóta fundu margir leiðir til að „sigla“ fram­hjá þeim. Kvót­inn færð­ist þannig á mun færri hend­ur.

Skipin sem fisk­inn veiddu urðu jafn­framt stærri, því þeir sem keypt höfðu kvót­ann fengu leyfi til að færa kvóta milli skipa, færðu kvót­ann frá smærri bátum (sem síðan voru úrelt­ir) yfir á stærri skip. Þetta þýddi að sjó­mönnum fækk­aði, eng­inn fiskur barst að landi í tugum smá­báta­hafna og ann­ars staðar minnk­aði afl­inn sem að landi kom, víða um helm­ing frá því sem áður var. Í dag eru starf­andi fiski­menn í Dan­mörku um það bil 3.300, sú tala hefur hald­ist nokkurn veg­inn óbreytt um nokk­urra ára skeið.

Poul Holm, pró­fessor við Trinity háskól­ann í Dublin á Írlandi, sagði í við­tali við danskt dag­blað, að allir væru sam­mála um að kvóta­kerfi sé nauð­syn­legt til að tak­marka fisk­veiðar en kvaðst undr­andi á því að danska ríkið skyldi hafa valið að færa til­teknum hópi gríð­ar­lega fjár­muni, nán­ast skil­yrð­is­laust. Pró­fess­or­inn sagð­ist líka undr­ast hvað þessi breyt­ing olli litlum deil­um, hann teldi hugs­an­legt að meiri­hluti dönsku þjóð­ar­innar hefði hrein­lega ekki áttað sig á afleið­ing­un­um.

Auglýsing

Þátt­ur­inn í danska sjón­varp­inu og styrkirnir

Árið 2015 sýndi DR, danska sjón­varp­ið, heim­ilda­þátt um kvóta­kerf­ið. Sjón­varps­menn höfðu lagt mikla vinnu í þátt­inn og beindu sjónum sínum að kvóta­kóng­unum svo­nefndu, þeim sem fundið höfðu leiðir til að fara fram hjá kvóta­lög­unum og eign­ast mik­inn kvóta. Í þætt­inum kom fram að í mörgum til­fellum voru makar og jafn­vel börn kvóta­kóng­anna skráðir sem eig­endur kvóta þótt við­kom­andi kæmu hvergi nærri veið­un­um.

Þátt­ur­inn í danska sjón­varp­inu vakti mikla athygli, ekki síst stjórn­mála­manna sem margir hverjir sögð­ust hrein­lega ekki hafa gert sér grein fyrir hvernig ástandið væri orð­ið. Um svipað leyti komst eitt dönsku dag­blað­anna á snoðir um að núver­andi stjórn­ar­flokk­ur, Ven­stre (sem er hægri miðju­flokk­ur), hafði þegið háar fjár­hæðir í formi styrkja frá mörgum kvóta­kóng­um. Þetta vakti grun­semdir því aðrir flokkar nutu ekki sam­bæri­legra styrkja. Ven­stre fór með stjórn­ar­for­mennsk­una frá 2001–2011 og svo aftur frá 2015.

Vildu „kíkja á“ fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerfið

Eftir miklar umræður og umfjöllun í þing­inu ákvað rík­is­stjórnin haustið 2015 að rétt væri að líta á fisk­veiði­stjórn­un­ar­fyr­ir­komu­lagið (kall­aði það servicetjek). Stjórnin boð­aði sam­vinnu við alla flokka á þingi. Margir þing­menn höfðu tak­mark­aða trú á þetta „servicetjek“ myndi ein­hverju skila og sumir héldu því bein­línis fram að kvóta­kóng­arnir hefðu stjórn rík­is­stjórnar Ven­stre, undir for­ystu Lars Løkke Rasmus­sen, í vas­anum og þeir hefðu afar tak­mark­aðan áhuga á að hróflað yrði við kerf­inu sem hafði fært þeim millj­arða á millj­arða ofan.

Margir þing­menn höfðu tak­mark­aða trú á þetta „servicetjek“ myndi ein­hverju skila og sumir héldu því bein­línis fram að kvóta­kóng­arnir hefðu rík­is­stjórn­ina í vas­an­um.

Við­ræður um fisk­veiði­stjórn­un­ina hófust í sept­em­ber 2016 undir stjórn Esben Lunde Larsen umhverf­is- og mat­væla­ráð­herra. Þessar við­ræður full­trúa flokk­anna á þing­inu skil­uðu litlum árangri, bæði Sós­í­alde­mókratar og Danski þjóð­ar­flokk­ur­inn töldu þetta „sýnd­ar­við­ræð­ur“ því stjórnin ætl­aði sér ekki að breyta neinu. Þessir tveir flokkar lögðu einkum áherslu á tvennt: breyt­ingar á kvóta­kerf­inu til að hindra að kvót­inn færð­ist á æ færri hendur og að strand­veið­ar, sem höfðu nær lagst af, yrðu heim­il­aðar á ný. Ráð­herr­ann tók lítt undir þetta.

Fóru fram­hjá stjórn­inni

Þegar kom fram í des­em­ber 2016 lögðu Sós­í­alistar og Danski þjóð­ar­flokk­ur­inn, ásamt Sós­íal­íska þjóð­ar­flokknum og Radikale ven­stre, fram frum­varp um breyt­ingar á kvóta­kerf­inu. Í and­stöðu við ráð­herr­ann sem vildi að beðið yrði eftir nið­ur­stöðu nefnd­ar­innar sem skoða átti kerf­ið. Frum­varpið flaug í gegnum þingið og vinna við fram­kvæmd nýju lag­anna átti að hefj­ast strax eftir síð­ast­liðin ára­mót.

Tví­skinn­ungur ráð­herr­ans

Í langri og yfir­grips­mik­illi umfjöllun í dag­blað­inu Berl­ingske undir yfir­skrift­inni „Kvot­er, kon­ger og kumpaner“ komu fram upp­lýs­ingar sem hafa valdið miklu fjaðrafoki (sporða­köstum mætti kannski segja) meðal danskra þing­manna. Blaða­menn Berl­ingske komust yfir gögn sem sýna, svart á hvítu, að sam­tímis því að emb­ætt­is­menn­irnir unnu að útfærslu lag­anna um fisk­veiði­stjórn­un­ina unnu þeir jafn­framt að því að finna leiðir til að koma í veg fyrir að lögin kæmust í fram­kvæmd.

Í gögnum sem blaða­menn­irnir hafa undir höndum kemur fram að margar leiðir væri hægt að fara til að vinna að þessu mark­miði. Allar mið­uðu þær að því að láta líta svo út að lögin væru flókin og and­stæð hags­munum sjó­manna og eina leiðin væri að ráð­herr­ann færi „sína leið“ í þessum efn­um. Fram kemur í gögnum blaða­manna Berl­ingske að ráð­herr­ann lagði blessun sína yfir þessar hug­mynd­ir, enda halda blaða­menn­irnir því fram að allt sé þetta runnið undan rifjum ráð­herr­ans og segj­ast hafa gögn sem sanni það.

Ráð­herr­ann fastur í net­inu og valtur í sessi

Aðeins eru örfáir dagar síðan greinin um kvót­ann og kóng­ana birt­ist í Berl­ingske. Margir þing­menn hafa tjáð sig um mál­ið, þeir eru nær allir á einu máli um að fram­koma ráð­herr­ans sé með öllu ólíð­andi, það nái engri átt að ráð­herr­ann ætli bara að fara sínar eigin leið­ir, þvert á ákvarð­anir þings­ins. „Hver togar hér í spott­ana?“ spurði þing­maður Danska þjóð­ar­flokks­ins og bætti við að margir vissu kannski svar­ið. Esben Lunde Larsen ráð­herra hefur verið boð­aður til yfir­heyrslu þing­flokk­anna (samraad) en sá fundur hefur þegar þetta er ritað ekki verið tíma­sett­ur.

Esben Lunde Larsen hefur ekki átt sjö dag­ana sæla í emb­ætti umhverf­is- og mat­væla­ráð­herra síðan hann tók við í lok febr­úar á síð­asta ári. Hann er jafn­framt sá ráð­herra rík­is­stjórn­ar­innar sem margoft hefur vermt botns­ætið þegar spurt er um vin­sældir og trú­verð­ug­leika ráð­herr­anna í núver­andi rík­is­stjórn.

Nokkrir þing­menn sem Berl­ingske hefur rætt við að und­an­förnu telja ráð­herr­ann mjög valtan í sessi og ekki kæmi á óvart þótt hann hrökkl­að­ist úr ráð­herra­stóln­um. Einn þing­manna Danska þjóð­ar­flokks­ins orð­aði það svo að „ráð­herr­ann væri fastur í eigin neti og við ætlum ekki að losa hann úr flækj­unni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hildur Björnsdóttir vill verða borgarstjóri – Ætlar að velta Eyþóri Arnalds úr oddvitasæti
Það stefnir i oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir ætlar að skora Eyþór Arnalds á hólm.
Kjarninn 8. desember 2021
Um þriðjungi allra matvæla sem framleidd eru í heiminum er hent.
Minni matarsóun en markmiðum ekki náð
Matarsóun Norðmanna dróst saman um 10 prósent á árunum 2015 til 2020. Í því fellst vissulega árangur en hann er engu að síður langt frá þeim markmiðum sem sett hafa verið. Umhverfisstofnun Noregs segir enn skorta yfirsýn í málaflokknum.
Kjarninn 8. desember 2021
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Þingmaður fékk netfang upp á 53 stafbil
Nýr þingmaður Pírata biðlar til forseta Alþingis að beita sér fyrir því að þingið „þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar“.
Kjarninn 8. desember 2021
Árni Stefán Árnason
Blóðmeraníðið – fjandsamleg yfirhylming MAST og fordæming FEIF – Hluti II
Kjarninn 8. desember 2021
Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu.
Fyrrverandi eiginkona Ragnar Sigurðssonar segir landsliðsnefndarmann ljúga
Magnús Gylfason, fyrrverandi landsliðsnefndarmaður hjá KSÍ, sagði við úttektarnefnd að hann hefði hitt Ragnar Sigurðsson og þáverandi eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að hann var talinn hafa beitt hana ofbeldi. Konan segir þetta ekki rétt.
Kjarninn 8. desember 2021
Róbert segist meðal annars ætla að fara aftur í fjallaleiðsögn.
Róbert hættir sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar – „Frelsinu feginn“
Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar mun hætta störfum um áramótin. Hann segist vera þakklátur fyrir dýrmæta reynslu með frábærum vinnufélögum en líka frelsinu feginn.
Kjarninn 8. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Samskiptasaga Kína og Íslands
Kjarninn 8. desember 2021
Stjórnmálaflokkar fá rúmlega 3,6 milljarða króna úr ríkissjóði á fimm árum
Níu stjórnmálaflokkar skipta með sér 728 milljónum krónum úr ríkissjóði árlega. Áætluð framlög voru 442 milljónum krónum lægri í upphafi síðasta kjörtímabils.
Kjarninn 8. desember 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar