Kerfisbreytingin á íslenskum raforkumarkaði

Þvert á það sem margir halda hefur raforkumarkaðurinn verið að breytast að undanförnu.

Ketill Sigurjónsson
hvalfjorur_17819112229_o.jpg
Auglýsing

Hefð­bundin við­horf til raf­orku­mála hafa verið að breyt­ast. Hér áður fyrr var það við­tekin skoðun að hið opin­bera hefði óhjá­kvæmi­lega lyk­il­hlut­verki að gegna á öllum sviðum þeirra vegna þess að mark­aðs­lausnir ættu þar ekki við, meðal ann­ars vegna einka­réttar í starf­semi af þessu tagi. Á síð­ustu árum hafa hins vegar verið þró­aðar aðferðir þar sem mark­aðs­öflum hefur verið beitt á þessu sviði, einkum í vinnslu og sölu raf­orku. Þessar aðferðir hafa í aðal­at­riðum reynst vel og er nú almennt talið að meiri árangur náist að jafn­aði í vinnslu og sölu þar sem sam­keppni ríkir en þar sem hefð­bund­inn einka­réttur er alls­ráð­andi.

Ofan­greindur texti er vel að merkja ekki eftir grein­ar­höf­und, heldur er þetta úr athuga­semdum með frum­varpi því sem varð að raf­orku­lögum nr. 65/2003. Í þess­ari grein er athygl­inni beint að því hvernig raf­orku­mark­að­ur­inn hér hefur verið að breyt­ast úr opin­berum og mjög stýrðum mark­aði yfir í frjáls­ari sam­keppn­is­mark­að. Og hvernig sú þróun er lík­leg til að halda áfram í átt að því sem hefur gerst á nor­rænum raf­orku­mark­aði. Enda ein­kenn­ist bæði gild­andi lög­gjöf, stefna Lands­nets og stefna Lands­virkj­unar (LV) af  mark­miðum í þessa veru.

Þar með mun íslenskur raf­orku­mark­aður ekki aðeins fær­ast nær nor­ræna raf­orku­mód­el­inu, heldur um leið svipa sífellt meira til ýmissa ann­arra raf­orku­mark­aða í vest­an­verðri Evr­ópu. Þró­unin mun m.a. að öllum lík­indum birt­ast í hækk­andi raf­orku­verði hér og auk­inni arð­semi í íslenska raf­orku­geir­an­um. Um leið skapar þetta aðhald, þ.a. að bæði raf­orku­notkun og hag­kvæmni virkj­un­ar­kosta fái meira athygli en verið hef­ur, sem hvort tveggja mun halda aftur af verð­hækk­un­um. Heild­ar­nið­ur­staðan ætti að verða aukin þjóð­hags­leg hag­kvæmni af nýt­ingu orku­auð­lind­anna.

Auglýsing

Grunda­vall­ar­breyt­ing á íslenskum raf­orku­mark­aði

Það eru breyttir tímar á íslenskum raf­orku­mark­aði frá því sem var fyrir fáeinum árum. Laga­setn­ingin árið 2003 var þar mjög mik­il­væg, en það er ekki nema um ára­tugur síðan full sam­keppni var inn­leidd. Fram að þeim tíma hafði það verið meg­in­stef í íslenskri orku­stefnu að laða hingað stór­iðju með því að bjóða slíkum fyr­ir­tækjum raf­orku á mjög lágu verði (ásamt ýmsum öðrum íviln­un­um). Þetta má kalla rík­is­styrkta stór­iðju­stefnu, þar sem lágt raf­orku­verð orku­fyr­ir­tækja í opin­berri eigu lék eitt af lyk­il­hlut­verk­un­um.

Í dag er ekki lengur laga­lega mögu­legt að raf­orku­fyr­ir­tæki í opin­berri eigu bjóði rík­is­styrki í því formi að arð­semi virkj­ana verði undir því sem einka­fyr­ir­tæki hefðu geta boð­ið. Þetta hefur þrengt að gömlu stór­iðju­stefn­unni, en þó kannski fyrst og fremst fært hana til í hinu opin­bera kerfi.  Stjórn­völd hér hafa haldið áfram að veita alls­konar íviln­anir til stór­iðju, en gera það ekki lengur í því formi sem kalla má und­ir­verð­lagða raf­orku. Í dag er það mik­il­vægur þáttur í stefnu rík­is­orku­fyr­ir­tæk­is­ins LV að reyna að tryggja sem bestan arð af nýt­ingu orku­auð­lind­anna. Það sjón­ar­mið er vafa­lítið ráð­andi hjá öðrum raf­orku­fyr­ir­tækjum hér, hvort sem þau eru í opin­berri eigu eða einka­fyr­ir­tæki.

Kerf­is­breyt­ingar má rekja til EES

Mik­il­væg for­senda þeirrar þró­unar að gera raf­orku­fram­leiðslu hér ábata­sam­ari en verið hef­ur, er sem sagt sú kerf­is­breyt­ing sem varð á íslenskum orku­mark­aði vegna aðildar Íslands að Evr­ópska efna­hags­svæð­inu (EES), sbr. og áður­nefnd raf­orku­lög frá árinu 2003. Aðildin að EES hafði það í för með sér að raf­orku­mark­að­ur­inn þurfti að upp­fylla ákveðnar sam­keppn­is­reglur og opin­ber fyr­ir­tæki hafa ekki lengur frjálsar hendur til að selja raf­orku með svo lágri arð­semi að það sé skil­greint sem rík­is­styrk­ur.

Að vísu eru til ein­hver dæmi um nýleg raf­orku­verk­efni sem senni­leg munu skila frekar slakri arð­semi, sbr. einkum Þeista­reykja­verk­efnið vegna PCC (treg­lega gekk að sann­færa ESA um að raf­orku­samn­ing­ur­inn þar fæli ekki í sér rík­is­að­stoð). En almennt er nú lögð rík áhersla á að sér­hvert orku­verk­efni fyr­ir­tækja í opin­berri eigu skili við­un­andi arð­semi, enda er hið opin­bera að öðrum kosti að nið­ur­greiða raf­orku­verðið til við­kom­andi útvaldra við­skipta­vina. Í dag er slíkt almennt óheim­ilt, einkum vegna aðild­ar­innar að EES og vegna lög­gjafar sem sett hefur verið til að ná mark­miðum þeirrar aðild­ar.

Áhuga­verð­ari tímar

Þó svo ennþá sé nokkuð í land með að með­al­verð á raf­orku til stór­iðju á Íslandi geti talist við­un­andi fyrir orku­fyr­ir­tækin hér, þá eru góðar líkur á að þetta verð fari hækk­andi. Og raf­orku­fram­leiðsla hér verði þar með ábata­sam­ari og nýt­ing á íslenskum orku­auð­lindum geti almennt farið að skila betri arð­semi. Í kjöl­far hins mik­il­væga orku­samn­ings LV og RTA/Í­SAL frá 2010 hefur smám saman kom­ist þarna meiri skriður á að auka arð­semi í raf­orku­söl­unni. Sam­keppn­is­rekstur á íslenskum raf­orku­mark­aði og aðgætni gegn offram­boði hefur skipt máli gagn­vart því að skapa þau skil­yrði að gera þennan markað áhuga­verð­ari fyrir bæði fjár­festa og lána­fyr­ir­tæki. Þar er um að ræða mikla breyt­ingu frá því sem áður var.

Nor­ræna heild­sölu­verðið á raf­orku er orðið við­miðun á Íslandi

Í dag eru ýmis mik­il­væg samn­inga­verk­efni framundan um end­ur­skoðun á raf­orku­verði við stór­iðju. Þar má bæði nefna samn­inga sem eru að renna út og samn­inga sem eru með end­ur­skoð­un­ar­á­kvæðum um raf­orku­verð. Þarna eru mik­il­vægar dag­setn­ingar framundan hjá LV vegna  ár­anna  2019, 2023, 2024 og 2028. Við þetta bæt­ast svo samn­ingar ON og HS Orku; einkum samn­ing­arnir við Norð­urál.

Í dag virð­ist lík­legt að leið­ar­ljósið í þeirri vinnu verðI að íslenski raf­orku­mark­að­ur­inn fær­ist nær þeim nor­ræna. Sú við­miðun kemur skýrt fram í nýjum samn­ingi LV og Norð­ur­áls sem gerður var á liðnu ári (2016). Og ekki ólík­legt að sams­konar við­miðun verði í nýjum samn­ingi LV og Elkem (nema Elkem sam­þykki lang­tíma­samn­ing þar sem yrði samið um fast en nokkuð hátt verð). Í þessu sam­bandi er áhuga­vert að for­stjóri LV gaf það nýverið sterk­lega til kynna að það sé einmitt mark­mið fyr­ir­tæk­is­ins að semja um verð­teng­ingu við nor­ræna mark­að­inn, þó svo fáir hafi álitið að það yrði mögu­legt fyrir LV að ná fram slíkri teng­ingu.

Hrauneyjarfossvirkjun.

Skyndi­mark­aður með raf­orku fæli í sér ávinn­ing

Með aukn­ingu slíkrar verð­teng­ingar við nor­ræna raf­orku­mark­að­inn yrði/ verður meira um skamm­tíma­samn­inga við stór­iðj­una. Almenni raf­orku­mark­að­ur­inn hér gæti líka þró­ast í átt að því sem ger­ist á nor­ræna mark­aðnum og þá eftir atvikum að hér verði komið á fót raf­orku­kaup­höll (spotmark­aði eða skyndi­mark­aði með raf­orku). Til­gang­ur­inn með slíkri kaup­höll er að mynda hér mark­aðs­torg fyrir raf­orku­við­skipti í heild­sölu með örugg­um, áreið­an­legum og hag­kvæmum hætti og með sama aðgangi fyrir alla. Þar myndu bæði fram­leið­end­ur, sölu­fyr­ir­tæki og not­endur geta átt við­skipti með raf­orku og verð­mynd­unin yrði skilj­an­legri, eðli­legri og gegn­særri en nú er. Þar með yrði verð á raf­orkunni senni­lega eitt­hvað sveiflu­kennd­ara en er í dag, enda myndu marg­vís­legir þættir í fram­boði og eft­ir­spurn geta hreyft tals­vert við verð­inu.

Þjóð­hags­legur ávinn­ingur af slíkum mark­aði gæti orðið af ýmsu tagi líkt og lýst er í skýrslu Hag­fræði­stofn­unar Háskóla Íslands frá 2013. Slíkur mark­aður myndi m.a. auka vit­und um þau verð­mæti sem fel­ast í raf­orkunni og um leið myndi þetta fyr­ir­komu­lag ýta undir hag­kvæm­ari nýt­ingu á orku­auð­lind­un­um. Í umræddri skýrslu HÍ kemur fram að slíkur mark­aður leiði til þess að hag­kvæm­ari kostir verði nýttir til raf­orku­vinnslu og ávinn­ingur sam­fé­lags­ins kæmi líka fram í því að núver­andi nýt­ing­ar­kostir og eignir yrðu nýttar bet­ur. Í gögnum frá Lands­neti má sjá að fyr­ir­tækið álítur mik­il­vægt að finna leiðir sem auka virkni mark­aðsum­hverf­is­ins og hefur Lands­net unnið  að því að und­ir­búa rekstur skyndi­mark­aðar svo verð­myndun raf­orkunnar hér geti orðið gegn­særri. Þeirri vinnu hefur að vísu miðað hægar en gert var ráð fyrir fyrir í upp­hafi, en vænt­an­lega kemst hún brátt aftur á skrið.

Verð­mæta­aukn­ing mögu­leg

Í nýlegri skýrslu Copen­hagen Economics var m.a. bent á að með því að raf­orku­verð á Íslandi end­ur­spegli verðið á nor­ræna raf­orku­mark­aðnum geti mynd­ast veru­leg verð­mæta­aukn­ing í íslensku sam­fé­lagi. Sá þjóð­hags­legi við­bót­ará­vinn­ingur er af Copen­hagen Economics met­inn á bil­inu u.þ.b. 130-550 millj­ónir USD á ári hverju; sem sagt jafn­gildi hátt í 60 millj­arða ISK árlega. Þró­ist raf­orku­mark­að­ur­inn hér í átt að þeim nor­ræna eru því sann­ar­lega áhuga­verð tæki­færi framundan í raf­orku­fram­leiðslu á Íslandi.

Meiri upp­lýs­ingar um þróun raf­orku­verðs og -vinnslu á Íslandi má sjá á vef grein­ar­höf­undar á Medi­um.com.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flugfreyjur og flugþjónar fella nýjan kjarasamning
Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafa fellt nýjan kjarasamning milli félagsins og SA vegna Icelandair. Niðurstaðan var afgerandi. „Mikil vonbrigði,“ segir forstjóri flugfélagsins.
Kjarninn 8. júlí 2020
Ef veiran getur borist í lofti þarf mögulega að hvetja til þess að  nota andlitsgrímur á mannmörgum stöðum og í lokuðum rýmum.
WHO viðurkennir hættu á smiti í lofti
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur brugðist við opnu bréfi yfir 200 vísindamanna sem kalla eftir endurskoðun leiðbeininga WHO um að nýja kórónuveiran geti borist í lofti og smitast manna á milli.
Kjarninn 8. júlí 2020
Sjö sóttu um tvö embætti dómara við Landsrétt
Þann 19. júní 2020 auglýsti dómsmálaráðuneytið laus til umsóknar tvö embætti dómara við Landsrétt.
Kjarninn 8. júlí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Leiðin að stafrænu ökuskírteini
Kjarninn 8. júlí 2020
Ungt fólk á ströndinni í Ísrael.
Brúðkaupsveislur urðu að „útungunarstöðvum“ fyrir veiruna
Ísraelar stóðust ekki freistinguna að safnast saman þegar takmörkunum vegna faraldursins var aflétt í lok maí. Opnun bara og stranda eru þó ekki helsta ástæða stórkostlegrar fjölgunar smita síðustu vikur heldur brúðkaupsveislur.
Kjarninn 8. júlí 2020
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn boðar aðför að fjölbreyttri frjálsri fjölmiðlun
Kjarninn 8. júlí 2020
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Pólitíkin og eiginhagsmunirnir á bak við stríðið gegn offitu – II. hluti
Kjarninn 8. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Kærunefnd jafnréttismála verði einnig stefnt en ekki bara kæranda einum
Forsætisráðherra hefur lagt fram drög að breytingum á stjórnsýslu jafnréttismála, sem fela meðal annars í sér að kærendum í jafnréttismálum verði ekki lengur stefnt einum fyrir dóm, uni gagnaðili ekki niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 7. júlí 2020
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar