#efnahagsmál#bandaríkin

Dimon: „Við vitum ekkert hvað gerist“

Bankastjóri JPMorgan er áhyggjufullur vegna yfirvofandi skuldabréfasölu Seðlabanka Bandaríkjanna. Fordæmalaus staða hefur komið upp í kjölfar peningalegrar slökunar (magnbundin íhlutun) víða um hinn vestræna heim.

Búist er við að Janet Yellen, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, muni hefja skuldabréfasölu í haust.
Búist er við að Janet Yellen, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, muni hefja skuldabréfasölu í haust.

Jamie Dimon, banka­stjóri JPMorgan Chase, sagði viða­mikla skulda­bréfa­sölu Seðla­banka Banda­ríkj­anna vera áhyggju­efni á blaða­manna­fundi í síð­ustu viku. Salan er lokakafli aðgerða seðla­bank­anna sem kölluð er ­pen­inga­leg ­slök­un, en að sögn Dimon veit eng­inn nákvæm­lega hverjar afleið­ing­arnar verða í kjöl­far henn­ar.

Ójöfn inn­spýt­ing, en virkar

Pen­inga­leg slökun (Quantita­tive easing, stundum nefnd magn­bundin íhlutun) felur í sér að seðla­banki auki pen­inga­magn í umferð með umfangs­miklum kaupum á skulda­bréf­um. Þannig ætti láns­fjár­magn að aukast og vextir að lækka, svo ódýr­ara verði að taka lán. Seðla­bankar Banda­ríkj­anna, Eng­lands (Eng­lands­banki), Evr­ópu og Japan hafa allir beitt pen­inga­legri slökun und­an­farin ár sem inn­spýt­ingu í kóln­andi hag­kerfi sín eftir efna­hags­þreng­ing­arnar sem byrj­uðu árið 2008.  

Slök­unin hefur verið umdeild meðal hag­fræð­inga, meðal ann­ars vegna þess að hinir rík­ustu virð­ast gagn­ast hlut­falls­lega mest á henni. Þetta var einmitt nið­ur­staða Eng­lands­banka í skýrslu um áhrif pen­inga­legrar slök­unar þar í landi. Lægri vextir leiði til auk­inna fjár­fest­inga og hærra eigna­verðs, stór­eig­endum til hags­bóta. Hins vegar leiddi skýrslan einnig í ljós að slök­unin hafi í raun náð að efla efna­hag Eng­lands á tímum sam­drátt­ar.

Auglýsing

Áskor­an­ir fram und­an 

Ójafn­ari skipt­ing auðs er ekki eina vanda­málið sem fylgir pen­inga­legri slök­un. Kaup seðla­bank­anna á gríð­ar­legu magni skulda­bréfa vegna slök­un­ar­innar hefur marg­faldað eigna­safn þeirra, en sam­an­lagðar eignir seðla­banka Jap­ans, Banda­ríkj­anna og Evr­ópu nema nú tæpum 14 trilljónum Banda­ríkja­dala. Nú, þegar hag­vöxtur og verð­bólga eru vax­andi á heims­vísu, stefna seðla­bank­arnir að því að minnka eigna­safnið með því að selja skulda­bréfin sín aft­ur. 

Sölu­ferlið felur í sér ákveðna áskor­un, en gæta þarf þess að það fari fram án þess að lang­tíma­vextir land­anna hækki um of og hægi á efna­hags­líf­inu. Seðla­banki Banda­ríkj­anna verður lík­lega fyrstur að minnka við sig, en búist er við að fyrsta sölu­hrina þeirra byrji í sept­em­ber á þessu ári.„Við vitum ekk­ert hvað mun ger­ast“

Bloomberg greindi frá ummæl­um Jamie Dimon, banka­stjóra JPMorgan Chase, á blaða­manna­fundi síð­asta þriðju­dag. Á blaða­manna­fund­inum lýsti Dimon yfir áhyggjum vegna fyr­ir­hug­aðrar skulda­bréfa­sölu stóru seðla­bank­anna þar sem núver­andi staða þeirra sé for­dæma­laus. „Aug­ljós­lega segir það sitt um áhætt­una sem fylgir þessu ferli að við höfum aldrei upp­lifað annað eins,“ Sagði Dimon. „Þegar sölu­ferlið hefst að fullu gæti það valdið meiri rösk­unum en fólk held­ur. Við þykj­umst vita nákvæm­lega hvað muni ger­ast en við gerum það ekki.“

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Joanne Rowling, höfundur Harry Potter- bókanna.
Tvær nýjar galdrabækur væntanlegar frá J.K. Rowling
Útgáfufyrirtæki J.K. Rowling birti yfirlýsingu um að tvær bækur tengdar Harry Potter- seríunni yrðu gefnar út þann 20. október næstkomandi.
22. júlí 2017
Sean Spicer stjórnar blaðamannafundi.
Sean Spicer hættur sem fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins
Spicer var fjölmiðlafulltrúi Trumps í sex mánuði og var margsinnis uppvís að augljósum rangfærslum. Hann hættir vegna ágreinings við nýskipaðan yfirmann sinn.
21. júlí 2017
Elon Musk er forstjóri fyrirtækisins Tesla.
Áhætta fólgin í fjárfestingu í Tesla
Neikvætt fjárstreymi Tesla gerir það að verkum að Citi-bankinn telur mikla áhættu fólgna í fjárfestingu í rafbílaframleiðandanum.
21. júlí 2017
Eignir Skúla í Subway kyrrsettar
Lögmaður Skúla og félags hans mótmælir kyrrsetningunni kröftuglega og segir að málinu verði vísað fyrir dóm.
21. júlí 2017
Norður-Kórea hleypir fáum ferðamönnum til landsins á hverju ári og þeir sem fá að heimsækja landið þurfa að uppfylla allskyns skilyrði.
Bandaríkjamönnum bannað að ferðast til Norður-Kóreu
Bandarískir ferðamenn verða að drífa sig ef þeir ætla að ferðast til Norður-Kóreu því brátt verður þeim bannað að fara þangað.
21. júlí 2017
Björn Teitsson
Um Borgarlínu, snakk og ídýfu og bíla sem eru samt bílar
21. júlí 2017
Reykjanesbær var skuldsettasta sveitarfélagið árið 2015.
Skuld Reykjanesbæjar var 249% af eignum
Skuldahlutfall A og B- hluta Reykjanesbæjar var 249% árið 2015, hæst allra sveitarfélaga. Gerð var sérstök grein fyrir stöðu þeirra í skýrslu innanríkisráðuneytisins.
21. júlí 2017
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra.
Augljósar deilur ríkisstjórnarflokka um krónuna
Innan ríkisstjórnarinnar eru augljóslega deildar meiningar um gjaldmiðlamál.
21. júlí 2017
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar