Dimon: „Við vitum ekkert hvað gerist“

Bankastjóri JPMorgan er áhyggjufullur vegna yfirvofandi skuldabréfasölu Seðlabanka Bandaríkjanna. Fordæmalaus staða hefur komið upp í kjölfar peningalegrar slökunar (magnbundin íhlutun) víða um hinn vestræna heim.

Búist er við að Janet Yellen, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, muni hefja skuldabréfasölu í haust.
Búist er við að Janet Yellen, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, muni hefja skuldabréfasölu í haust.
Auglýsing

Jamie Dimon, banka­stjóri JPMorgan Chase, sagði viða­mikla skulda­bréfa­sölu Seðla­banka Banda­ríkj­anna vera áhyggju­efni á blaða­manna­fundi í síð­ustu viku. Salan er lokakafli aðgerða seðla­bank­anna sem kölluð er ­pen­inga­leg ­slök­un, en að sögn Dimon veit eng­inn nákvæm­lega hverjar afleið­ing­arnar verða í kjöl­far henn­ar.

Ójöfn inn­spýt­ing, en virkar

Pen­inga­leg slökun (Quantita­tive easing, stundum nefnd magn­bundin íhlutun) felur í sér að seðla­banki auki pen­inga­magn í umferð með umfangs­miklum kaupum á skulda­bréf­um. Þannig ætti láns­fjár­magn að aukast og vextir að lækka, svo ódýr­ara verði að taka lán. Seðla­bankar Banda­ríkj­anna, Eng­lands (Eng­lands­banki), Evr­ópu og Japan hafa allir beitt pen­inga­legri slökun und­an­farin ár sem inn­spýt­ingu í kóln­andi hag­kerfi sín eftir efna­hags­þreng­ing­arnar sem byrj­uðu árið 2008.  

Slök­unin hefur verið umdeild meðal hag­fræð­inga, meðal ann­ars vegna þess að hinir rík­ustu virð­ast gagn­ast hlut­falls­lega mest á henni. Þetta var einmitt nið­ur­staða Eng­lands­banka í skýrslu um áhrif pen­inga­legrar slök­unar þar í landi. Lægri vextir leiði til auk­inna fjár­fest­inga og hærra eigna­verðs, stór­eig­endum til hags­bóta. Hins vegar leiddi skýrslan einnig í ljós að slök­unin hafi í raun náð að efla efna­hag Eng­lands á tímum sam­drátt­ar.

Auglýsing

Áskor­an­ir fram und­an 

Ójafn­ari skipt­ing auðs er ekki eina vanda­málið sem fylgir pen­inga­legri slök­un. Kaup seðla­bank­anna á gríð­ar­legu magni skulda­bréfa vegna slök­un­ar­innar hefur marg­faldað eigna­safn þeirra, en sam­an­lagðar eignir seðla­banka Jap­ans, Banda­ríkj­anna og Evr­ópu nema nú tæpum 14 trilljónum Banda­ríkja­dala. Nú, þegar hag­vöxtur og verð­bólga eru vax­andi á heims­vísu, stefna seðla­bank­arnir að því að minnka eigna­safnið með því að selja skulda­bréfin sín aft­ur. 

Sölu­ferlið felur í sér ákveðna áskor­un, en gæta þarf þess að það fari fram án þess að lang­tíma­vextir land­anna hækki um of og hægi á efna­hags­líf­inu. Seðla­banki Banda­ríkj­anna verður lík­lega fyrstur að minnka við sig, en búist er við að fyrsta sölu­hrina þeirra byrji í sept­em­ber á þessu ári.„Við vitum ekk­ert hvað mun ger­ast“

Bloomberg greindi frá ummæl­um Jamie Dimon, banka­stjóra JPMorgan Chase, á blaða­manna­fundi síð­asta þriðju­dag. Á blaða­manna­fund­inum lýsti Dimon yfir áhyggjum vegna fyr­ir­hug­aðrar skulda­bréfa­sölu stóru seðla­bank­anna þar sem núver­andi staða þeirra sé for­dæma­laus. „Aug­ljós­lega segir það sitt um áhætt­una sem fylgir þessu ferli að við höfum aldrei upp­lifað annað eins,“ Sagði Dimon. „Þegar sölu­ferlið hefst að fullu gæti það valdið meiri rösk­unum en fólk held­ur. Við þykj­umst vita nákvæm­lega hvað muni ger­ast en við gerum það ekki.“

Endurkast af gljásteinsþökum hefur virkað sem ljóskastari á nágranna þeirra sem komið hafa komið sér upp slíkum þökum.
Glampandi þak
Leir er ekki alltaf á borði dómstóla. Hæstiréttur Danmerkur fjallaði um álitamál sem varðar þetta algenga byggingarefni á dögunum.
21. janúar 2018
Ásgerður leiðir á Seltjarnarnesi - Fimm konur í sjö efstu sætum
Sitjandi bæjarstjóri fékk örugga kosninga í efsta sætið.
21. janúar 2018
280 þúsund manns dáið úr of stórum skammti á 5 árum
Gífurleg aukning hefur verið á dauðsföllum úr of stórum skammti vímuefna. Tölur um dauðsföll á Íslandi hjá ungum fíklum þykja „ógnvekjandi“.
20. janúar 2018
Greiðslustöðvun ríkisins á ársafmæli forsetatíðar Trumps
Trump ætlaði sér að fagna árs dvöl sinni í Hvíta húsinu í dag, en fagnaðarviðburði með fjárhagslegum bakhjörlum hefur verið frestað.
20. janúar 2018
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Kjósum um Borgarlínuna
20. janúar 2018
Kísilmálmverksmiðja United Silicon í Helguvík.
Falsaðir reikningar, breyttir samningar og gervilén í fjárdráttarmáli Magnúsar
Fyrrverandi forstjóri United Silicon er talinn hafa látið leggja greiðslur inn á reikninga í Danmörku og Ítalíu og síðan notað þær í eigin þágu. Alls er grunur um 605 milljóna króna fjárdrátt.
20. janúar 2018
Eyþór á fyrirtæki úti á Granda og vill byggja í Örfirisey
Eyþór Arnalds frambjóðandi í oddvitakjöri Sjálfstæðisflokksins vill að borgin reisi íbúabyggð í Örfirisey. Hann á sjálfur fyrirtæki í rekstri svæðinu en telur hagsmunatengslin ekki þannig að honum sé ókleift að vera talsmaður uppbyggingar á svæðinu.
20. janúar 2018
Stóru málin
Stóru málin
Stóru Málin 19 - Viðar Guðhjonsen, Davíð Oddsson og Donald Trump
20. janúar 2018
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar