#viðskipti#tækni

Ótrúlegur uppgangur tækniframleiðanda frá Tævan

Markaðsvirði tævanska símahlutaframleiðands TSM er nú orðið meira en tvöfalt meira en Goldman Sachs. Hvernig gerðist þetta eiginlega?

Maður er nefndur Morris Chang og er 86 ára gam­all fjár­festir og fyr­ir­tækja­eig­andi í Tæv­an. Hann er stofn­andi og stjórn­ar­for­maður fyr­ir­tæk­is­ins Taiwan Semcond­uctor Manu­fact­uring (TSM), en gengi þess hefur rokið upp að und­an­förnu, eða um 27 pró­sent á aðeins þremur mán­uð­um, sam­kvæmt umfjöllun Bloomberg.

Millj­arða­mær­ingur á stuttum tíma

Hækk­unin hefur gert, Chang að millj­arða­mær­ingi í Banda­ríkja­dölum talið. Ástæðan fyrir hækk­un­inni er sú að fyr­ir­tækið gegnir mik­il­vægu hlut­verki við fram­leiðslu á iPhone sím­anum frá App­le, sem kemur á markað innan tíð­ar. Fyr­ir­tækið fram­leiðir hluti í síma, eins og vinnslu­minniskubba, örgjöva og sím­kort, og hefur vaxið hratt sam­hliða gríð­ar­lega hröðum vexti snjall­síma­iðn­að­ar­ins í heim­in­um. 

Það eru ekki aðeins tæknirisarnir sjálfir, sem hafa gengið í gegnum mikið vaxt­ar­skeið, heldur ekki síður mörg önnur fyr­ir­tæki sem fram­leiða auka­hluti í síma. 

Auglýsing

TSM er eitt þeirra. Mark­aðsvirði þess er nú 183 millj­arðar Banda­ríkja­dala, sem gerir það að lang­sam­lega verð­mætasta auka­hluta­fram­leið­anda heims. Foxconn, sem hefur vaxið með snjall­síma­fram­leiðslu Apple og Sam­sung ekki síst, er nú 66 millj­arða Banda­ríkja­dala virði, eða sem nemur um þriðj­ungi af virði TSM.

Lít­ill hlutur gulls í gildi

Chang á sjálfur 0,5 pró­sent hlut í fyr­ir­tæk­inu, og nemur virði hans því um 900 millj­ónum Banda­ríkja­dala. 

Til marks um hvað verð­mið­inn á TSM er orð­inn hár, þá nemur hann meira en tvö­földu virði Gold­man Sachs bank­ans, en mark­aðsvirði hans er 89 millj­arðar Banda­ríkja­dala. Margt bendir til þess að fram­leiðslu­fyr­ir­tækin að baki snjall­síma­iðn­að­in­um, sem mörg hver eru stað­sett í Asíu, muni vaxa enn meira á næstu árum, og verða þannig bak­beinið í kom­andi tækni­bylt­ingu. Það eru ekki aðeins símar sem eru und­ir, heldur ekki einnig ný tæki og tól, sem munu leiða kom­andi tækni­breyt­ing­ar.

Stjórn­völd hjálp­uðu til

Chang stofn­aði TSM árið 1986, með stuðn­ingi stjórn­valda í Tævan, og hefur fyr­ir­tækið vaxið jafnt og þétt síð­an, á rúm­lega 30 ára starfs­tíma. Mesti vaxtas­kipp­ur­inn er þó sá sem hefur sést á und­an­förnum mán­uð­um. Og útlit er fyrir að hann haldi áfram. 

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Joanne Rowling, höfundur Harry Potter- bókanna.
Tvær nýjar galdrabækur væntanlegar frá J.K. Rowling
Útgáfufyrirtæki J.K. Rowling birti yfirlýsingu um að tvær bækur tengdar Harry Potter- seríunni yrðu gefnar út þann 20. október næstkomandi.
22. júlí 2017
Sean Spicer stjórnar blaðamannafundi.
Sean Spicer hættur sem fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins
Spicer var fjölmiðlafulltrúi Trumps í sex mánuði og var margsinnis uppvís að augljósum rangfærslum. Hann hættir vegna ágreinings við nýskipaðan yfirmann sinn.
21. júlí 2017
Elon Musk er forstjóri fyrirtækisins Tesla.
Áhætta fólgin í fjárfestingu í Tesla
Neikvætt fjárstreymi Tesla gerir það að verkum að Citi-bankinn telur mikla áhættu fólgna í fjárfestingu í rafbílaframleiðandanum.
21. júlí 2017
Eignir Skúla í Subway kyrrsettar
Lögmaður Skúla og félags hans mótmælir kyrrsetningunni kröftuglega og segir að málinu verði vísað fyrir dóm.
21. júlí 2017
Norður-Kórea hleypir fáum ferðamönnum til landsins á hverju ári og þeir sem fá að heimsækja landið þurfa að uppfylla allskyns skilyrði.
Bandaríkjamönnum bannað að ferðast til Norður-Kóreu
Bandarískir ferðamenn verða að drífa sig ef þeir ætla að ferðast til Norður-Kóreu því brátt verður þeim bannað að fara þangað.
21. júlí 2017
Björn Teitsson
Um Borgarlínu, snakk og ídýfu og bíla sem eru samt bílar
21. júlí 2017
Reykjanesbær var skuldsettasta sveitarfélagið árið 2015.
Skuld Reykjanesbæjar var 249% af eignum
Skuldahlutfall A og B- hluta Reykjanesbæjar var 249% árið 2015, hæst allra sveitarfélaga. Gerð var sérstök grein fyrir stöðu þeirra í skýrslu innanríkisráðuneytisins.
21. júlí 2017
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra.
Augljósar deilur ríkisstjórnarflokka um krónuna
Innan ríkisstjórnarinnar eru augljóslega deildar meiningar um gjaldmiðlamál.
21. júlí 2017
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar