Eru rafbílar hagkvæmir á Íslandi?

Rafbílar hafa verið áberandi í umræðunni og hlutdeild þeirra í bílaflota Íslendinga eykst jafnt og þétt. En borgar sig fyrir alla Íslendinga að eiga svona bíl?

Erna Gísladóttir forstjóri BL, umboðsaðila rafmagnsbílsins Nissan Leaf.
Erna Gísladóttir forstjóri BL, umboðsaðila rafmagnsbílsins Nissan Leaf.
Auglýsing

Hag­kvæmni raf­bíla mun aukast til muna undir lok þessa árs þegar hægt verður að keyra hring­veg­inn á raf­magni innan skamms, eins og fjallað var um fyrir tveimur vikum síð­an. Hins veg­ar, þótt gíf­ur­leg aukn­ing hafi verið í fjölda nýskráðra raf­bíla, eru þeir ein­ungis 1,5% af bíla­flota Íslend­inga. Meiri­hluti bíla­kaup­enda kjósa frekar bens­ín­bíl heldur en raf­bíl enn sem komið er, en hvor kost­ur­inn er hag­kvæm­ari?

Útreikn­ingar Kjarn­ans sýna að raf­bílar séu hag­kvæmir í vissum til­fellum vegna nið­ur­greiðslu rík­is­ins. Sam­kvæmt Hag­fræði­stofnun eru nið­ur­greiðslur til raf­bíla hins vegar ekki þjóð­hags­lega hag­kvæmar þessa stund­ina, en mögu­legt er að þær verði það í fram­tíð­inni.

Auglýsing

Dýrar græjur

Raf­bíla­kaup eru nokkuð dýr­ari en bens­ín­bíl­ar, þrátt fyrir að vera und­an­þegnir virð­is­auka­skatti og vöru­gjöld­um. Hærra inn­kaupa­verð stafar fyrst og fremst af lít­illi stærð­ar­hag­kvæmni bíl­anna, en stutt er síðan byrjað var að fjölda­fram­leiða þá og enn er ekki næstum því jafn­mikið fram­leitt af þeim og bens­ín­bíl­um. Með auk­inni fjölda­fram­leiðslu og stærri verk­smiðjum mun fram­leiðslu­kostn­aður á hvern bíl lækka, en búist er við að kaup­verð á raf­bíl muni að ­með­al­tali lækka um 8% á ári. 

Ef borin eru saman kaup­verð á tveimur raf­bílum (Nissan Leaf og e-Golf) við sam­bæri­lega bens­ín­bíla (Nissan Pulsar og Golf) hjá bíla­um­boðum á Íslandi kemur í ljós að kaup­verð raf­bíl­anna er um 800 þús­und krónum hærra, eða 125-133% af kaup­verð bens­ín­bíl­anna. 

Mun ódýr­ari í rekstri

Þrátt fyrir hærra inn­kaups­verð sparar eig­andi raf­bíls miklar fjár­hæðir við að þurfa ekki að kaupa bens­ín. Raf­magns­verð er mun ódýr­ara en bens­ín­verð, auk þess sem við­halds­kostn­aður er minni hjá raf­magns­bíl­um. Í sam­tali við VÍS fékk Kjarn­inn þær upp­lýs­ingar að not­endur raf­bíla og tvinn­bíla greiða lægri iðgjöld af bíla­trygg­ing­um, en ómögu­legt væri að segja hversu mikið lægri þau eru þar sem þau eru háð mörgum þátt­um.

Kjarn­inn bar saman kaup- og rekstr­ar­verð á tveimur raf­magns­bílum (Nissan Leaf og e-Golf) við tvo sam­bæri­lega bens­ín­bíla (Nissan Pulsar og Golf), en sam­an­burð­ur­inn bendir til þess að ódýr­ara sé að kaupa raf­magns­bíl heldur en bens­ín­bíl ef kaup- og rekstr­ar­kostn­aður eru tekin með í reikn­ing­inn. Útreikn­ing­ana ásamt gefnar for­sendur má sjá í töflu hér að neð­an:

Kostn­að­ar­sam­an­burður á raf­magns­bíl og bens­ín­bíl

Kostn­að­ar­liðirEin­ingarVið­mið
Raf­orku­verð14,43 Kr/kWstRaf­orku­verð 26. júlí
Bens­ín­verð195,7 Kr/LBens­ín­verð 26. júlí
Með­alakstur á dag32,16 KmTölur frá Sam­göngu­stofu
Afvöxt­un­ar­stuð­ull5,0% skýrsla Hag­fræði­stofn­unnar um raf­bíla
Árlegur vöxtur bens­ín­verðs5,1% Spá orku­mála­stofn­unnar Banda­ríkj­anna
Árlegur vöxtur raf­orku­verðs2% Í takti við vísi­tölu neyslu­verðs (Hag­fræði­stofnun 2016)
Kaup­verð bens­ín­bíls2.945.000 KrMeð­al­tal á verði Nissan Pulsar og Volkswagen Golf sam­kvæmt BL og Heklu
Kaup­verð raf­magns­bíls3.770.000 KrMeð­al­tal á verði Nissan Leaf og Volkswagen e-Golf sam­kvæmt BL og Heklu
Eyðsla bens­ín­bíls5,25 L/100 KmMeð­al­tal Nissan Pulsar og Volkswagen Golf sam­kvæmt BL og Heklu
Eyðsla raf­magns­bíls12,4 KWst/100 KmMeð­al­tal Nissan Leaf og Volkswagen e-Golf sam­kvæmt BL og Heklu
End­ing­ar­tími bíls­ins12,5 árMeð­al­aldur íslenska bíla­flot­ans 2016
Trygg­ing­ar, skattar og skoðun - bens­ín­bíll218.300 kr. hvert árFélag íslenskra bif­reiða­eig­enda
Trygg­ing­ar, skattar og skoðun - raf­magns­bíll218.300 kr. hvert árFélag íslenskra bif­reiða­eig­enda
Við­hald og við­gerðir - bens­ín­bíll190.000 kr. hvert árFélag íslenskra bif­reiða­eig­enda
Við­hald og við­gerðir - raf­magns­bíll170.000 kr. hvert ár*Félag íslenskra bif­reiða­eig­enda
Raun­kostn­aður bens­ín­bíls8.240.108 kr.
Raun­kostn­aður raf­magns­bíls7.549.600 kr.
Sparn­aður við að kaupa raf­magns­bíl690.508 kr.
*Hér er gert ráð fyrir að  við­halds­kostn­aður sé um 20.000 krónum minni á ári hjá raf­bíl­um, þar sem færri auka­hlutir eru í þeim. Ef gert er ráð fyrir að við­halds­kostn­að­ur­inn væri sá sami myndi sparn­aður við að eign­ast raf­magns­bíl vera 507.875 kr.

Ýmsar hindr­anir

Ekki er öll sagan sögð með þessum útreikn­ing­um, enn eru margir þættir sem standa í vegi fólks fyrir að kaupa raf­magns­bíl. Einn þeirra er drægnin, en flestir raf­bílar ná aðeins að keyra 100-300 kíló­metra á einni hleðslu. Þetta geti orðið vanda­mál utan þétt­býl­is­svæð­is­ins, þar sem langt og mis­fært er milli hleðslu­stöðva. Önnur hindrun er skortur á raf­teng­ingu við bíla­stæði í fjöl­býli, svo erfitt er fyrir marga blokkarí­búa að hlaða bíla sína á nótt­unni.

Umræddar hindr­anir gætu útskýrt að miklu leyti hvers vegna margir kjósa frekar að kaupa bens­ín­bíl, en búist er við að draga muni úr þeim í náinni fram­tíð. Hrað­hleðslu­stöðvum fjölgar ört víða um land og umhverf­is­ráðu­neytið vinnur nú að því að setja bind­andi ákvæði um tengi­bún­að ­fyrir raf­bíla í bygg­ing­ar­reglu­gerð.

Borgar þetta sig?

Kostn­að­ar­sam­an­burð­ur­inn sýnir að ódýr­ara sé að kaupa og reka raf­bíl en svip­aðan bens­ín­bíl ef drægni bíls­ins er ekki vanda­mál. Hins veg­ar, fyrir ein­stak­ling sem býr í fjöl­býli eða utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins er alls óvíst hvort raf­bíla­kaup borgi sig þessa stund­ina. Það mun að öllum lík­indum breyt­ast í náinni fram­tíð þar sem kaup­verð raf­bíla fer lækk­and­i, drægni eykst og hrað­hleðslu­stöðvum fjölgar um allt land. 

Óhag­kvæmt fyrir ríkið – enn sem komið er

Skýrsla Hag­fræði­stofn­unnar árið 2016 um þjóð­hags­legan kostnað raf­bíla gefur ekk­ert sér­stak­lega jákvæða nið­ur­stöðu fyrir nota­gildi raf­bíla. Sam­kvæmt henni eru raf­bílar of dýrir og bens­ín­verð of lágt til þess að nið­ur­greiðsla til þeirra borgi sig í þjóð­hags­legum skiln­ingi. Til séu hag­kvæm­ari leiðir til þess að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, til að mynda end­ur­heimt vot­lend­is. 

Ekki þarf þó mikið til að nið­ur­stöður skýrsl­unnar breyt­ist, lækki raf­bíll um 12% í verði að öllu óbreyttu muni hann verða hag­kvæm­ari en bens­ín­bíll fyrir sam­fé­lag­ið, að mati Hag­fræði­stofn­unn­ar. Ef fram­tíð­ar­spár um fram­leiðslu­kostnað ganga upp mætti því búast við að raf­bílar verði þjóð­hags­lega hag­kvæmir innan skamm­s. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar