Munum eftir Samstöðu

Flokkur fólksins hefur mælst með umtalsvert fylgi í sumar. Annað nýtt afl, Sósíalistaflokkurinn, mælist hins vegar vart með nokkurt fylgi. En skiptir þetta einhverju máli? Og er hægt að leita fordæma í sögunni sem máta mætti við stöðu flokkanna tveggja?

Inga Sæland er formaður Flokks fólksins.
Inga Sæland er formaður Flokks fólksins.
Auglýsing

Ein stærstu stjórn­mála­legu tíð­indi sum­ars­ins voru þau að í nýlegri könnun Gallup mæld­ist Flokkur fólks­ins, undir for­ystu Ingu Sæland, með 8,4 pró­sent fylgi. Ef þetta yrðu nið­ur­stöður kosn­inga þá myndi Flokkur fólks­ins ná inn fimm þing­mönn­um. Flokk­ur­inn bauð fram í síð­ustu Alþing­is­kosn­ingum og fékk þá 3,5 pró­sent atkvæða sem dugði ekki til að koma manni á þing en nægði til þess að kom­ast á fjár­lög. Flokkur fólks­ins fær10,3 millj­ónir króna á þessu ári og yfir 40 millj­ónir króna á kjör­tíma­bil­inu. Það fé nýt­ist vel til að skipu­leggja flokks­starf­ið.

Annað nýtt afl sem hefur fengið mikla athygli, Sós­í­alista­flokkur Íslands undir for­ystu Gunn­ars Smára Egils­son­ar, mæld­ist heldur verr í sömu könn­un. Ein­ungis fjórir aðspurðra sögð­ust myndu kjósa flokk­inn ef kosið yrði í dag. Það þýddi að flokk­ur­inn mæld­ist með 0,29 pró­sent fylgi.

En hvað þýða þessar tölur fyrir nýju flokk­anna sem eru að reyna að fóta sig í íslenskum stjórn­mál­um? Er þessi könnun ein­hver vísir á hvað þeir gætu gert í kosn­ing­um, í ljósi þess að ekki er fjórð­ungur lið­inn af kjör­tíma­bil­inu?

Auglýsing

Því fer nefni­lega fjarri að ný öfl, sem hafa boðað stórar popúl­ískar lausnir á djúp­stæðum og flóknum vanda, hafi ekki áður farið með him­in­skautum en síðan hrapað skarpt. Nær­tæk­asta dæmið sem vert er að minn­ast er Sam­staða, flokkur Lilju Mós­es­dótt­ur.

Lilja og Biggi lögga

Lilja var áber­andi í íslenskum stjórn­málum eftir hrun og eign­að­ist marga fylg­is­menn. Hún boð­aði óhefð­bundnar leiðir og rakst oft á við flokks­fé­laga sína í Vinstri græn­um. Lilja sagði sig svo úr þing­­flokki Vinstri grænna árið 2011 og tæpu ári síðar var stjórn­­­mála­­flokkur undir for­­mennsku henn­­ar, Sam­­staða - flokkur lýð­ræðis og vel­­ferð­­ar, stofn­að­­ur. Það var 7. febr­­úar 2012 og þremur dögum síð­­­ar, 10. febr­­ú­­ar, birt­ist könnun á fylgi flokk­anna í Frétta­­blað­inu. Þá mæld­ist flokk­­ur­inn með 21,3 pró­­senta fylgi og fjórtán þing­­menn.

Lilja Mós­es­dóttir og Birgir Örn Guð­jóns­son, Biggi lög­ga, á aðal­fundi Sam­stöðu haustið 2012. Mynd: Sam­staðaLilja var hins vegar ekki lengi í para­dís. Sam­staða hrundi í könn­unum næstu mán­uði og Lilja sagði af sér sem for­maður í ágúst 2012. Þannig ætl­aði hún að axla ábyrgð á fylgis­tap­inu. Í októ­ber það ár var kjör­inn nýr for­­mað­­ur, Birgir Örn Guð­jóns­­son, sem seinna varð frægur á Íslandi sem Biggi lögga.

Þetta breytti engu og í síð­ustu könnun sem Sam­staða var mæld í, hjá MMR í febr­úar 2013, var fylgið 0,7 pró­sent. Í sama mán­uði var ákveðið að bjóða ekki fram í kosn­ing­unum sem haldnar voru það vor­ið.

Hluti af ástæð­unni fyrir því að Sam­staða missti sér­stöðu sína var sú að einn meg­in­straums­flokk­anna, og sögu­legu valda­flokk­anna á Íslandi, bauð líka upp á útgáfu af stærsta popúl­íska kosn­inga­lof­orði flokks­ins, að nota fé rík­is­sjóðs til að greiða hluta þjóð­ar­innar skaða­bætur vegna þess að hann hafði verið með verð­tryggð hús­næð­is­lán.

Þjóð­vaki Jóhönnu og Borg­­ara­­flokkur Alberts hátt upp og niður

Það eru líka eldri dæmi um flokka sem byrja vel en missa fylgi fljótt. Þjóð­vaki Jóhönnu Sig­­urð­­ar­dóttur mæld­ist með 17,5 pró­­senta fylgi fyrst eftir að flokk­­ur­inn var stofn­að­­ur, sem klofn­ingur út úr Alþýð­u­­flokknum árið 1995. Fylgið minn­k­aði og var mán­uði síðar orðið 10,5 pró­­sent og þegar að kosn­­ingum kom var fylgið farið niður í 7,2 pró­­sent, en það þýddi þó fjóra menn inn á þing.

Sömu sögu má segja af Borg­­ara­­flokki Alberts Guð­­munds­­son­­ar, sem bauð fram í alþing­is­­kosn­­ing­unum árið 1987, sem mæld­ist fyrst með um 20 pró­­senta fylgi í könn­unum en end­aði með að fá 11 pró­­sent í kosn­­ing­un­­um. Þró­unin var eins hjá Banda­lagi jafn­­að­­ar­­manna, með Vil­­mund Gylfa­­son í for­ystu, sem byrj­­aði mjög hátt en end­aði með rúm­­lega sjö pró­­senta fylgi.

Besti flokk­ur­inn besta dæmið um góðan árangur

En það eru líka til dæmi af flokkum sem hafa náð miklum árangri í fyrstu kosn­ing­unum eftir að þeir urðu til. Píratar hafa til að mynda náð inn á þing í báðum kosn­ing­unum sem flokk­ur­inn hefur boðið fram í og aukið fylgið umtals­vert á milli þeirra, þótt að þeim hafi ekki tek­ist að halda við gríð­ar­legum vin­sældum sam­kvæmt skoð­ana­könn­unum sem um tíma sýndu þá með hátt í 40 pró­sent fylgi. Besti flokkur Jóns Gnarr er annað dæmi. Þegar hann sigr­aði borg­ina árið 2010 fékk flokk­ur­inn sem lof­aði því að svíkja öll lof­orð 34,7 pró­sent atkvæða.

Syst­ur­flokkur Besta flokks­ins, Björt fram­tíð, náði sömu­leiðis inn á þing í fyrstu til­raun með 8,2 pró­sent atkvæða. Það var reyndar mun lægra en fylgi flokks­ins hafði mælst í könn­unum þar sem það fór mest í 18,6 pró­sent. Og eftir að hafa varla mælst með lífs­marki allt síð­asta kjör­tíma­bil í könn­unum náði Björt fram­tíð að bjarga sér fyrir horn með and­stöðu gegn búvöru­samn­ingum á loka­metr­unum fyrir kosn­ing­ar, tryggja áfram­hald­andi veru á Alþingi og röt­uðu meira að segja í rík­is­stjórn.

Þar hitti Björt fram­tíð fyrir annað afl sem náði mjög góðum árangri í fyrstu til­raun, Við­reisn. Und­ir­bún­ingur að stofnun Við­reisnar sker sig reyndar aðeins úr, enda stóð hann yfir árum sam­an, var mjög vel fjár­magn­aður og hvert skref í átt að fram­boði þaul­skipu­lagt. Það skil­aði flokknum 10,5 pró­sent atkvæða í síð­ustu kosn­ingum og í lyk­il­stöðu til að mynda rík­is­stjórn annað hvort til hægri eða vinstri.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar