Gengissveiflur og háir vextir uppspretta deilna og ójafnvægis

Mikil óánægja er hjá atvinnurekendum með þá ákvörðun peningastefnunefndar um að halda meginvöxtum óbreyttum.

króna
Auglýsing

Geng­is­sveiflur íslensku krón­unnar eru nú farnar að valda tölu­verðum titr­ingi í íslenska hag­kerf­inu, enn eina ferð­ina. Evran kostar nú 127 krónur en hún kost­aði 110 krónur í júní. Veik­ingin hefur því verið þó nokkur að und­an­förnu, og það á mesta háanna­tíma í ferða­þjón­ust­unn­i. 

Inn­flæði magnar upp sveiflur

Eitt af þvi hefur verið að magna upp geng­is­sveiflur að mati Agn­ars Tómasar Möll­ers, sjóðs­stjóra hjá Gamma, eru höft á inn­flæði fjár­magns. Þau gera það að verkum að erlendir fjár­festar koma ekki inn á skulda­bréfa­mark­að, og það er að ger­ast á sama tíma og líf­eyr­is­sjóð­irnir hafa verið að beina fjár­fest­ingum sínum ann­að, meðal ann­ars úr landi. Í við­tali við Við­skipta­Mogg­ann í vik­unni nefndi hann þetta sem eina af skýr­ing­unum á auknum sveiflum og óró­leika þegar gengi krón­unnar væri ann­ars veg­ar. „Von­andi bregst Seðla­bank­inn við með skyn­sam­legum hætti og afnemur inn­flæð­is­höft­in. Ef af yrði gæti krónan fundið jafn­vægi og dregið yrði úr geng­is­sveifl­u­m,“ sagði hann meðal ann­ars. Þar sem erlendir aðilar hafa nær ein­göngu fjár­fest í óverð­tryggðum skulda­bréfum hefur þessi þróun ásamt geng­is­veik­ing­unni ýtt veru­lega upp verð­bólgu­á­lagi á skulda­bréfa­mark­aði und­an­far­ið.

Auglýsing



Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.

Seðla­bank­inn vill halda háum raun­vöxtum



Ákvörðun Seðla­banka Íslands, um að halda meg­in­vöxtum óbreyttum í 4,5 pró­sent­um, var illa tekið í atvinnu­líf­inu og segir í pistli á vef Sam­taka atvinnu­lífs­ins að svo virð­ist sem bank­inn sé stað­ráð­inn í að halda raun­vöxtum háum. „Seðla­bank­inn virð­ist stað­ráð­inn í því að halda raun­vaxta­stig­inu háu og eru meg­in­rök fyrir óbreyttum vöxtum nú að raun­vaxta­stigið hafði lækk­að. Það er þó mik­il­vægt að hafa í huga að nú hefur verð­bólga verið undir mark­miði sam­fleytt í 42 mán­uði og á sama tíma hefur Seðla­bank­inn kerf­is­bundið spáð meiri verð­bólgu en raunin hefur orð­ið. Aðhald pen­inga­stefn­unnar hefur því þegar reynst meira en upp­haf­lega var lagt upp með. Þá hafa lang­tíma­verð­bólgu­vænt­ingar á skulda­bréfa­mark­aði verið undir eða við mark­mið síð­astaliðið ár. Ekki verður betur séð en að geng­is­veik­ing krón­unnar sé meg­in­skýr­ingin að baki óbreyttu vaxta­stigi þrátt fyrir að flestar und­ir­liggj­andi hag­stærðir gefi til­efni til ann­ars. Það er eðli­legt að spurt sé hvað ger­ist þegar góð­ær­inu lýkur og efna­hags­slaki myndast, krónan veik­ist og verð­bólgu­horfur versna - mun Seðla­bank­inn þá lækka vexti veru­lega? Það má efast um það,“ segir í pistl­in­um.

Spenna og breyttar horfur



Meg­in­rök pen­inga­stefnu­efndar fyrir ákvörð­un­inni eru þau, spenna sé í þjóð­ar­bú­skapnum og sem kalli á pen­inga­legt aðhald. Þá séu blikur á lofti í hag­kerf­inu, meðal ann­ars á hús­næð­is­mark­aði. „Frá síð­asta fundi pen­inga­stefnu­nefndar hafa skamm­tíma verð­bólgu­vænt­ingar hækkað lít­il­lega sem lík­lega end­ur­speglar að hluta áhrif lækk­unar á gengi krón­unnar að und­an­förnu. Verð­bólgu­vænt­ingar til langs tíma hafa hins vegar lítið breyst sé miðað við nýlega könnun Seðla­bank­ans á verð­bólgu­vænt­ingum mark­aðs­að­ila. Lengri tíma verð­bólgu­á­lag á skulda­bréfa­mark­aði hefur þó hækkað und­an­farna daga en það sem af er þessum árs­fjórð­ungi er það í ágætu sam­ræmi við verð­bólgu­mark­mið bank­ans.



Spenna í þjóð­ar­bú­skapnum kallar á pen­inga­legt aðhald svo að tryggja megi verð­stöð­ug­leika til með­al­langs tíma. Hrær­ingar hafa verið á gjald­eyr­is­mark­aði og vís­bend­ingar eru um að breyt­ingar gætu verið framundan í utan­rík­is­við­skiptum og á hús­næð­is­mark­aði. Of snemmt er að full­yrða um umfang og afleið­ingar þeirra. Raun­vextir bank­ans hafa lækkað lít­il­lega frá síð­asta fundi nefnd­ar­innar en virð­ast við núver­andi aðstæður sam­rým­ast því sem þarf til að verð­bólga verði að jafn­aði við mark­mið. Aðhalds­stig pen­inga­stefn­unnar á kom­andi miss­erum mun ráð­ast af fram­vindu efna­hags­mála og annarri hag­stjórn,“ segir í til­kynn­ingu pen­inga­stefnu­nefnd­ar­inn­ar.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.



Óboð­legt



Sam­tök atvinnu­lífs­ins segja að það sé „óboð­legt“ fyrir heim­ili og fyr­ir­tæki að fá þessa ákvörðun fram nú, um að halda vöxtum óbreytt­um. „Með eina af hæstu raun­vöxtum í heimi og inn­flæð­is­höft við lýði er verið að grafa undan efna­hags­legu jafn­vægi. Vaxta- og hafta­stefna Seðla­bank­ans dregur úr fjár­fest­ingu í land­inu og hvata til nýsköp­un­ar. Á sama tíma og líf­eyr­is­sjóðir og íslensk fyr­ir­tæki og kjósa nú að fjár­festa erlendis eftir að hafa verið lokuð innan hafta í átta ár þá eru hömlur settar á erlenda fjár­fest­ingu inn í land­ið. Það er óboð­legt fyrir fyr­ir­tæki og heim­ili í land­inu að halda stýri­vöxtum óbreytt­u­m.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar