Ætla að mæta bráðavanda sauðfjárbænda með umtalsverðum útgjöldum

Tillögur um hvernig bráðavanda sauðfjárbænda verði mætt verða lagðar fram í vikunni. Í þeim felast umtalsverð útgjöld fyrir ríkissjóð en líka krafa um breytingar á kerfi sem leiðir sífellt af sér offramleiðslu. Krafist verður upptöku á búvörusamningi.

reykjarett_21780370219_o.jpg
Auglýsing

Stjórn­völd eru komin langt með að móta þær til­lögur sem lagðar verða fram til að mæta stöðu sauð­fjár­bænda. Til­lög­urnar verða lagðar fram í þess­ari viku, lík­lega á fimmtu­dag. Þær munu, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans, snúa því að leysa þann bráða­vanda sem felst í tug­pró­senta kjara­skerð­ingu til bænda og fela í sér umtals­verð útgjöld fyrir rík­is­sjóð verði til­lög­urnar sam­þykkt­ar.

Þau útgjöld verða þó ekki nálægt þeim 1,9 millj­arði króna sem Lands­sam­tök sauð­fjár­bænda hafa sagt að þurfti til að bæta sauð­fjár­bændum upp tap þeirra vegna fram­leiðslu árs­ins 2017. Auk þess munu stjórn­völd setja fram skýrar for­sendur fyrir þeim við­bót­ar­út­gjöld­um. Þar skiptir mestu að sauð­fjár­bændur sam­þykki að tak­marka fram­leiðslu til fram­tíðar þannig að offram­leiðsla hætti. Það verður t.d. gert með því að stjórn­völd greiði auka­lega fyrir ær sem verði slátrað í stað lamba, og þannig verði um 450 þús­und kinda­stofn lands­ins grisjað­ur.

Þá verður þess kraf­ist að búvöru­samn­ingur sauð­fjár­bænda, sem gildir til tíu ára, var und­ir­rit­aður í fyrra og afgreiddur af Alþingi skömmu fyrir þing­kosn­ing­ar, verði tek­inn upp í ljósi þess að hann hefur inn­byggðan hvata til að auka fram­leiðslu, ekki til að draga úr henni. Skýr krafa verður að hálfu stjórn­valda að það muni eiga sér stað hag­ræð­ing í sauð­fjár­rækt. Ef hægt verður að ná sam­komu­lagi um hana þá eru stjórn­völd til­búin að mæta t.d. þeim bændum sem muni hætta.

Auglýsing

Hug­myndum um að stjórn­völd kaupi ein­fald­lega kjöt­fjallið sem eftir mun standa vegna offram­leiðslu, eða að tekin verði aftur upp útflutn­ings­skylda, hefur verið hafnað með öllu af ráða­mönnum þjóð­ar­inn­ar. Við­mæl­andi Kjarn­ans, sem stendur nærri við­ræð­un­um, sagði: „Kerfið er galið. Það kallar alltaf eftir meira fjár­magn­i.“ Í stað þess að taka á kerfi sem skili slíku óhag­ræði þá hafi tíðkast að borga ein­fald­lega þegar bændur komi að hausti og kalli eftir auk­inni aðkomu rík­is­sjóðs. Það verði hins vegar ekki gert áfram.

Vilja útflutn­ings­skyldu sem ríkið keypti fyrir nokkrum árum

Við­ræður milli stjórn­valda og sauð­fjár­bænda um við­brögð við fyr­ir­sjá­an­legum vand­ræðum grein­ar­innar í haust hafa staðið yfir frá því í mars. Heim­ildir Kjarn­ans herma að upp­haf­leg krafa sauð­fjár­bænda hafi verið sú að útflutn­ings­skylda yrði sett aftur á til að mæta þeirri stöðu sem óum­flýj­an­legt væri að bændur myndu verða í. Auk þess var kallað eftir auknu fjár­magni í mark­aðs­mál. Þessar kröfur hafa líka verið teknar upp á vett­vangi atvinnu­vega­nefnd­ar. Hluti nefnd­ar­manna, sem koma m.a. úr Sjálf­stæð­is­flokkn­um, hafa talað fyrir þeim.

Stjórn­völd hafa hafnað báðum þessum leið­um. Við­mæl­endur sem eru nálægt við­ræð­unum segja að það sé mat ráða­manna að mark­aðs­mál sauð­fjár­bænda séu í ákveðnum ólestri. Mörg hund­ruð millj­ónir króna af því fé sem komið hefur úr rík­is­sjóði í formi bein­greiðslna til bænda hafi verið sett í mark­aðs­mál án þess að það hafi skilað við­un­andi árangri. Auk þess fengu sauð­fjár­bændur 100 millj­ónir króna á fjár­auka­lögum árs­ins 2016 í mark­aðs­mál sem átti að nota til að koma í veg fyrir verð­lækkun á lamba­kjöti hér­lend­is.

Útflutn­ings­skylda var afnumin hér­lendis fyrir tæpum ára­tug. Í henni fólst að sauð­fjár­bændur skuld­bundu sig til að selja hluta af fram­leiðslu sinni á erlenda mark­aði og fengu sér­stak­lega greitt frá rík­inu fyrir það. Verð­mið­inn sem greiddur var fyrir afnám hennar er tæpur hálfur millj­arður króna á núvirði.

Það hefur líka haft áhrif á við­ræð­urnar að stjórn­völd telja tals­menn sauð­fjár­bænda ekki hafa getað lagt fram nægi­lega góðar hag­tölur til að und­ir­byggja kröfur sín­ar. Þannig hafi umfang þess vanda sem þarf að taka á – offram­leiðsla á lamba­kjöti – breyst ítrek­að. Fyrst hafi verið talað um að offram­leiðslan hafi verið á milli tvö til þrjú þús­und tonn en nú sé komið í ljós að birgða­vand­inn verði svip­aður og und­an­farin ár, eða um 1.200 tonn.

Afurða­verð lækkað um tugi pró­senta

Vand­inn nú er m.a. til­komin vegna þess að ekki hefur verið hægt að selja lamba­kjöt til Nor­egs. Þar er ekki lengur eft­ir­spurn eftir íslensku lamba­kjöti, en þangað áttu að fara um 600 tonn. Þá hefur við­­skipta­­bann Rússa á íslenskar afurðir vegna stuðn­­ings Íslend­inga við efna­hags­þving­­anir Evr­­ópu­­sam­­bandið á landið út af stöð­unni á Krím­skaga líka haft áhrif.

Ráða­menn líta þó fyrst og síð­ast þannig á málið að um kerf­is­vanda sé að ræða. Afurða­verð til bænda var lækkað um tíu pró­sent árið 2016 og nú sé það lækkað um 35 pró­sent í við­bót. Það skapi sann­ar­lega bráða­vanda sem þurfi að takast á við en ekki sé hægt að gera það nema að fyrir liggi vilji til að breyta kerf­inu þannig að þessi staða hætti að koma upp.  Það geri ekk­ert gagn að borga bara þá upp­hæð sem beðið sé um árlega umfram skipu­lagðar greiðslur sam­kvæmt búvöru­samn­ingi ef ekki verði ráð­ist í breyt­ingar á kerf­inu á móti.

Tíu ára búvöru­samn­ingur und­ir­rit­aður í fyrra

Þær breyt­ingar sem mest áhersla er lögð á að koma í gegn eru meðal ann­ars fækkun afurða­stöðva, sem séu of margar og reknar í miklu tapi. Engin vit­ræn ástæða sé fyrir því að sam­eina þær ekki í hag­ræð­ing­ar­skyni. Grisja þurfi stofn­inn og fækka býlum sem stundi sauð­fjár­rækt. Og taka þurfi upp búvöru­samn­ing­inn sem und­ir­rit­aður var í fyrra af Sig­urði Inga Jóhanns­syni og Bjarna Bene­dikts­syni, fyrir hönd rík­is­ins, og sam­þykktur á Alþingi skömmu fyrir kosn­ing­ar. Hann gildir til tíu ára og hefur inn­byggðan hvata til auk­innar fram­leiðslu. Vanda­málið við samn­ing­inn er hins vegar sá að ein­ungis bændur geta breytt hon­um. Þ.e. þeir verða að sam­þykkja allar breyt­ingar í atkvæða­greiðslu. Þannig er breyt­ing­ar­valdið alfarið hjá öðrum samn­ings­að­il­um.

Tak­ist að ná saman um hag­ræð­ingu og breyt­ingar á búvöru­samn­ingi eru stjórn­völd til­búin að mæta þeim bráða­vanda sem sauð­fjár­bændur standa frammi fyr­ir, og þeir meta sjálfir sem 56 pró­sent launa­lækkun milli ára. Þriggja manna nefnd frá for­sæt­is­ráðu­neyti, fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti og sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráðu­neyti mun kynna til­lögur þar um í þess­ari viku, lík­lega á fimmtu­dag. Þær verða fyrst kynntar í rík­is­stjórn og fara þaðan til sauð­fjár­bænda sem þurfa að taka afstöðu til þeirra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar