Mynd: Birgir Þór

Eitt myndrit: Kjötframleiðsla á Íslandi

Jafnvel þó kindakjötneysla hafi dregist saman á síðustu áratugum hefur framleiðslan aukist.

Laun sauð­fjár­bænda stefna í að verða 56 pró­sent lægri á þessu ári en í fyrra og nán­ast öll sauð­fjárbú verða rekin með tapi. Oddný Steina Vals­dótt­ir, for­maður Lands­sam­taka sauð­fjár­bænda, lýsir þessu í bréfi sem hún sendi Alþing­is­mönnum um miðjan síð­asta mán­uð.

Það myndi kosta íslensk stjórn­völd tæp­lega 1.859 millj­ónir króna að bæta sauð­fjár­bændum tap þeirra vegna sauð­fjár­rækt­un­ar­inn­ar, eins og Land­sam­tök sauð­fjár­bænda hafa farið fram á.

Fjallað var ítar­lega um málið í frétta­skýr­ingu í Kjarn­anum á dög­un­um.

„Þessi staða er grafal­var­­leg eins og bændur hafa ítrekað bent á. Margra mán­aða við­ræður við stjórn­­völd hafa hins vegar litlu skil­að. Lands­­sam­tök sauð­fjár­­bænda telja því ein­­sýnt að bændur og Alþingi taki höndum saman og bregð­ist við þessum bráða­­vanda án taf­­ar,“ segir í bréfi Odd­nýjar Steinu.

Stjórn­völd eru langt komin með að móta þær til­lögur sem lagðar verða fram til að mæta stöðu sauð­fjár­bænda. Þær munu, sam­­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans, snúa því að leysa þann bráða­­vanda sem felst í tug­­pró­­senta kjara­skerð­ingu til bænda og fela í sér umtals­verð útgjöld fyrir rík­­is­­sjóð verði til­­lög­­urnar sam­­þykkt­­ar.

Nær öll fram­leiðsla kinda­kjöts fer fram á haustin, lang mest í sept­em­ber og októ­ber. Þá þegar hafa bændur tekið á sig kostn­að­inn við ræktun sauð­fés­ins. Fram­leiðsla ann­arra kjöt­flokka, svo sem svín­um, ali­fugl­um, kálf­um, nautum og kúm er jafn­ari yfir allt árið, og skammt­arnir minni í hvert sinn.

Neysla kinda­kjöts hefur minnkað nokkuð á síð­ustu ára­tug­um. Árið 2015 – sem eru nýj­ustu aðgengi­legu tölur Hag­stofu Íslands – neytti hver Íslend­ingur að jafn­aði um 19,5 kílóum af kinda­kjöti. Mest neyttu Íslend­ingar af ali­fugla­kjöti, eða um 27,6 kílóum að jafn­aði. Næst mest neyttu Íslend­ingar af svína­kjöti, eða 14,1 kíló að jafn­aði.

Kjötneysla í kílógrömmum eftir tegund á hvern Íslending 1983-2015

Smelltu á kjötflokkana til þess að fela og birta línurnar.
Heimild: Hagstofa Íslands.

Á sama tíma og neysla kinda­kjöts á hvern íbúa hefur dreg­ist sam­an, hefur fram­leiðslan auk­ist tals­vert á und­an­förnum árum. Magn fram­leidds kinda­kjöts fór aftur upp fyrir 10 þús­und tonn árið 2014, í fyrsta sinn síðan 1988 þegar með­al­neysla kinda­kjöts á hvern Íslend­ing var 33,2 kíló.

Fram­leiðsla ann­arra kjöt­flokka hefur einnig auk­ist. Þar er helst að nefna svína­kjöt og ali­fugla­kjöt sem meira er fram­leitt af í takt við eft­ir­spurn og neyslu.

Kjötframleiðsla í tonnum eftir tegundum 1983-2015

Smelltu á kjötflokkana til þess að fela og birta línurnar.
Heimild: Hagstofa Íslands.

Ef tölum um heild­ar­neyslu og heild­ar­fram­leiðslu er umbreytt í vísi­töl­ur, þe. hlut­fall miðað við fram­leiðslu og neyslu árið 1983 sést glögg­lega að þróun kinda­kjöt­fram­leiðsl­unar er ekki í jöfnum takti við neyslu þess­arar land­bún­að­ar.

Vísitölur heildarframleiðslu og heildarneyslu kindakjöts bornar saman

Smelltu á kjötflokkana til þess að fela og birta línurnar.
Heimild: Hagstofa Íslands.

Sé heild­ar­neyslu- og heild­ar­fram­leiðslu­tölum ann­arra land­bún­að­ar­af­urða umbreytt á sama hátt má sjá mun eðli­legra sam­band eft­ir­spurnar og fram­leiðslu/fram­boðs. Hér að neðan hefur verið búin til vísi­tala úr neyslu- og fram­leiðslu­tölum ali­fugla­kjöts og svína­kjöts.

Eins og sjá má er aug­ljós fylgni milli fram­leiðslu­breyt­inga og neyslu­breyt­inga, jafn­vel þó aukn­ing í neyslu svína- og ali­fugla­kjöts sé meiri en í fram­leiðslu þess­ara teg­unda.

Vísitölur heildarframleiðslu og heildarneyslu alifuglakjöts og svínakjöts bornar saman

Smelltu á kjötflokkana til þess að fela og birta línurnar.
Heimild: Hagstofa Íslands.


Í upp­haf­legri útgáfu vísi­tölu­mynd­rit­anna voru vísi­tölur heild­ar­fram­leiðslu bornar saman við vísi­tölur neyslu á íbúa á hverju ári. Rétt­ari fram­setn­ing er nú hér í birt­ingu og mynd­ritin skýrð nán­ar. Nið­ur­staðan er á end­anum sú sama: Fram­leiðslu­breyt­ingar kinda­kjöts hald­ast ekki í hendur við neyslu­breyt­ingar kinda­kjöts, ólíkt því sem greina má á neyslu og fram­leiðslu ali­fugla­kjöts og svína­kjöts. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar