Verður Straumsvíkurverið selt?

Álverið í Straumsvík er til sölu, en söluferlið verður þó langt og strangt. En hvaða möguleikar eru í boði?

Ketill Sigurjónsson
RioTinto.jpg
Auglýsing

Þær fréttir ber­ast að Rio Tinto vilji selja álver sitt í Straums­vík. Ásamt tveimur öðrum álver­um. Hér verður athygl­inni beint að stöðu áliðn­að­ar­ins í dag og því hver gæti séð tæki­færi í því að eign­ast Straums­vík­ur­ver­ið.

Mik­il­væg­asti við­skipta­vinur Lands­virkj­unar

Þó svo álverið í Straums­vík sé nú minnsta álverið á Íslandi er Straums­vík­ur­verið geysi­lega mik­il­vægur við­skipta­vinur fyrir Lands­virkjun. Álverið notar um fjórð­ung af allri þeirri raf­orku sem Lands­virkjun fram­leiðir en skilar Lands­virkjun um þriðj­ungi af öllum sölu­tekjum fyr­ir­tæk­is­ins. Þar með má segja að álverið í Straums­vík sé mik­il­væg­asti við­skipta­vinur Lands­virkj­un­ar.

Núgild­andi raf­orku­samn­ingur álvers­ins og Lands­virkj­unar gildir til 2036, en end­ur­skoð­un­ar­á­kvæði um raf­orku­verðið verður virkt 2024. Straums­vík­ur­verið er nú að greiða lang­hæsta orku­verðið af öllum álver­unum hér, enda með nýjasta samn­ing­inn (nýr samn­ingur Lands­virkj­unar og Norð­ur­áls verður ekki virkur fyrr en 2019). Raf­orku­verðið sem Straums­vík­ur­verið greiðir er samt ekk­ert mjög hátt í alþjóð­legu sam­hengi.

Auglýsing

Ekki er vitað hvort móð­ur­fyr­ir­tækið Rio Tinto ber ábyrgð á því að staðið sé við raf­orku­samn­ing álvers­ins á gild­is­tíma samn­ings­ins. Sá sem þetta skrifar álítur lík­legt að slík móð­ur­fé­lags­á­byrgð sé fyrir hendi, en ef svo er ekki gæti gjald­þrot álvers­ins orðið mikið áfall fyrir Lands­virkj­un. Slíkt gjald­þrot er vel að merkja ekki yfir­vof­andi; álverð yrði að verða mjög lágt tals­vert lengi til að slík hætta myndi skap­ast.

Offram­boð og óvissa

Með mik­illi aukn­ingu á álf­ram­leiðslu í Kína (sbr. grafið hér í lok grein­ar­inn­ar) hefur mynd­ast offram­boð af áli og vest­ræni áliðn­að­ur­inn haft vax­andi áhyggjur af álút­flutn­ingi frá Kína (og fengið stuðn­ing frá Trump Banda­ríkja­for­seta). Und­an­farin miss­eri hefur álverð engu að síður farið hækk­andi. Það bendir til þess að farið sé að draga úr því mikla offram­boði sem var fyrir fáeinum árum. Staðan er þó við­kvæm vegna veru­legra álbirgða í Kína, offjár­fest­ingar þar í álverum og sífelldrar hættu á offram­boði.

Kín­verski áliðn­að­ur­inn hefur ekki aðeins vaxið mjög hratt á örskömmum tíma, heldur starfa álbræðsl­urnar þar í afar sér­kenni­legu umhverfi sem er mjög háð mið­stýrðri ákvarð­ana­töku kín­verskra stjórn­valda hverju sinni. Fyrir vikið er í reynd ómögu­legt að sjá fyrir verð­þróun á áli. Jafn­vel þó svo álfyr­ir­tækjum á Vest­ur­löndum hafi mörgum gengið vel und­an­farið að skera niður kostnað og ná að aðlaga sig að breyttu rekstr­ar­um­hverfi, er offram­boð frá Kína sífellt yfir­vof­andi.

Þessi staða hefur gert það að verkum að und­an­farið hafa sum álfyr­ir­tæki á Vest­ur­löndum stefnt að því að losna við álver og draga þannig úr áhættu sinni. Þetta á senni­lega hvað helst við um BHP Billiton (Sout­h32) og Rio Tin­to, en þessa stefnu má líka greina hjá Alcoa. Á allra síð­ustu mán­uðum virð­ist þó sem bjart­sýni í vest­ræna áliðn­að­inum hafi heldur auk­ist og því kemur ákvörðun Rio Tinto núna svo­lítið á óvart.

Eign­ast Glencore Straums­vík­ur­ver­ið?

Þó svo þró­unin á álmark­aði sé óviss um þessar mund­ir, einkum vegna áhrifa Kína, er staðan núna þó vafa­lítið tals­vert betri en var fyrir u.þ.b. tveimur árum. Þess vegna er vissu­lega mögu­legt að kaup­andi finn­ist að Straums­vík­ur­ver­inu. Þar er þó varla um auð­ugan garð að gresja, enda erfitt að ná við­un­andi arði út úr rekstri álvers­ins nema að það sé í eigu stór­fyr­ir­tækis sem ræður yfir allri virð­is­keðju áliðn­að­ar­ins. Fyrir vikið virð­ist lík­leg­ast að kaup­andi álvers­ins yrði eitt­hvert af stóru álfyr­ir­tækj­un­um, en hvort það yrði t.a.m. norska Hydro eða rúss­neska Rusal skal ekk­ert full­yrt um.

Einnig er vert að hafa í huga að und­an­farið hafa birst fréttir um mögu­leg kaup hrá­vöruris­ans Glencore og álfyr­ir­tæk­is­ins Cent­ury Alu­m­inum á álverum Rio Tinto í Ástr­alíu og á Nýja Sjá­landi. Kannski er Rio Tinto áhuga­samt um að þar fylgi enn eitt álverið með í kaup­un­um, þ.e. álver þeirra í Straums­vík á Íslandi. Þar með yrði Cent­ury stærsti álf­ram­leið­andi á Íslandi, í sam­starfi við aðal­eig­anda sinn; gull­myll­una Glencore. En allt eru þetta vanga­velt­ur.

Tæki­færi fyrir Kína?

Í dag eru  ein­ungis tvö vest­ræn álfyr­ir­tæki í hópi fimm stærstu álfyr­ir­tækja í heimi; í þessum ljúfa hópi eru rúss­neska Rusal og ástr­alska/breska Rio Tinto ásamt kín­versku álris­unum Chalco, Hongqiao og Xinfa. Þetta er gjör­breyt­ing frá því sem var fyrir ein­ungis um ára­tug, þegar kín­verski áliðn­að­ur­inn var langt að baki vest­rænu álfyr­ir­tækj­un­um. Loks ber að hafa í huga að Persaflóa­ríkin hafa verið mjög vax­andi álf­ram­leið­andi.

Alkunna er að kín­versku álfyr­ir­tækin eiga mjög náið sam­starf við bæði kín­versk stjórn­völd og kín­verska risa­banka (sem oft eru rík­is­bankar). Kín­versku fyr­ir­tækin hafa verið órög við að tryggja kín­verska hags­muni með marg­vís­legum stra­tegískum kaupum í áliðn­aði utan Kína. Nú síð­ast var það einmitt Chalco sem ásamt kín­verskum orku­fyr­ir­tækjum til­kynnti um við­skipti upp á tugi millj­arða banda­ríkja­dala í Gíneu í vest­an­verðri Afr­íku. Þar eru kín­versku fyr­ir­tækin m.a. að taka yfir báxít­verk­efni sem ástr­alska BHP Billiton þótti ekki nógu arð­bært. Hver veit nema það verði einmitt kín­verskt álfyr­ir­tæki sem sjái tæki­færi í Straums­vík?

Óbreytt eign­ar­hald mögu­legt

Sá sem þetta skrifar er þó ekki að spá því að kín­verskt fyr­ir­tæki eign­ist álverið í Straums­vík. Það er reyndar svo að ef álverð helst áfram nálægt því sem nú er, er fátt því til fyr­ir­stöðu að ágætt verði fyrir Rio Tinto að eiga Straums­vík­ur­verið áfram. Þ.a. nið­ur­staðan gæti orðið sú að engin breyt­ing verði á eign­ar­hald­inu.

En allt minnir þetta okkur á það hversu mik­il­vægt er að stór­iðju­fyr­ir­tæki á Íslandi séu með öfl­ugan eig­anda, sem getur ábyrgst risa­vaxin raf­orku­kaupin til langs tíma. Því miður er nýlega til kom­inn kís­il­iðn­aður hér ekki með neitt slíkt að baki sér. Sem kann að vera áhyggju­efni.

Kínverjar hafa verið að gera sig breiða í áliðnaði.
Kínverjar hafa verið að gera sig breiða í áliðnaði.


Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.
Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar