Frekar tíðindalítið fjárlagafrumvarp án mikilla stefnubreytinga

Frestun á hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu sparar geiranum níu milljarða, veiðigjöld verða tíu milljarðar og byrjað verður á nýjum Landsspítala. Framlög til velferðarmála hækka um 31 milljarð. Kjarninn fer yfir aðalatriði nýs fjárlagafrumvarps.

Um er að ræða fyrsta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar.
Um er að ræða fyrsta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar.
Auglýsing

„Meg­in­verk­efni rík­is­stjórnar og Alþingis á næsta ári er að varð­veita þann góða árangur í efna­hags­málum sem náðst hefur á und­an­förnum miss­er­um.“ Þetta kemur fram í fjár­laga­frum­varpi árs­ins 2017. Það end­ur­speglar það sjón­ar­mið rík­is­stjórn­ar­innar að í efna­hags­legu til­liti sé staðan hér mjög góð, og að henni megi lítið raska. Þess vegna er lítið um stefnu­breyt­ing­ar, og hvað þá kúvend­ing­ar, í þessu fyrsta fjár­laga­frum­varpi rík­is­stjórnar Bjarna Bene­dikts­son, sem Bene­dikt Jóhann­es­son, fjár­mála- og efna­hags­mála­ráð­herra, kynnti í morg­un.

Stóru tíð­indin eru ann­ars vegar þau að haf­ist verður handa við bygg­ingu nýs Lands­spít­ala á seinni hluta næsta árs og að heitið sé 2,8 millj­örðum króna í það verk­efni. Hins vegar hefur fyr­ir­hug­aðri hækkun á virð­is­auka­skatti í ferða­þjón­ustu verið frestað vegna þess að ferða­þjón­ustu­geir­inn gagn­rýndi hana harð­lega. Nú verður skatt­ur­inn hækk­aður 1. jan­úar 2019 í stað þess að hækka um mitt næsta ár. Við þetta lækka tekjur rík­is­sjóðs á árinu 2018 um níu millj­arða króna. Með öðrum orðum verða níu millj­arðar króna, sem ann­ars hefðu farið til rík­is­sjóðs, áfram hjá fyr­ir­tækjum í ferða­þjón­ustu.

Útgjöld eru aukin um 4,1 pró­sent á milli ára. Þar munar lang­mest um að útgjöld vegna heil­brigð­is- og vel­ferð­ar­mála hækka um 17,6 millj­arða króna, eða 4,4 pró­sent.

Veiði­gjöld verða tíu millj­arðar

Á tekju­hlið­inni er fátt sem kemur mikið á óvart. Gert er ráð fyrir því að veiði­gjöld verði um tíu millj­arðar króna, en þau voru 6,4 millj­arðar króna í ár. Sjáv­ar­út­veg­ur­inn þarf því að greiða 3,6 millj­örðum krónum meira í sam­neysl­una á næsta ári að óbreyttu.

Áætl­aðar arð­greiðslur og hlut­deild í tekjum rík­is­fyr­ir­tækja eru áætl­aðar 18,7 millj­arðar króna. Það er umtals­vert minna en í ár og skýrist það að mestu vegna þess að að áætl­aðar arð­greiðslur banka í rík­i­s­eigu munu verða lægri. Alls lækkar sá liður um 21 millj­arð króna.

Auglýsing
Tekjur rík­is­sjóðs vaxa sam­tals um 33 millj­arða króna á milli ára og verða 834 millj­arðar króna. Þær hafa aldrei áður verið jafn háar. Þar skiptir lyk­il­máli að skattar á vörur og þjón­ustu eiga að skila 30 millj­örðum krónum meira í kass­ann en í á, þar af mun aukn­ing á inn­heimtum virð­is­auka­skatti skila 20 millj­örðum króna. Þá aukn­ingu má rekja að mestu til fjölg­unar ferða­manna og auk­innar einka­neyslu lands­manna. Tekju­skattur ein­stak­linga á að skila um 15 millj­örðum króna til við­bótar á næsta ári. Þá verða tekjur rík­is­sjóðs um níu millj­örðum krónum lægri en rík­is­fjár­mála­á­ætlun gerði ráð fyr­ir, í ljósi þess að hækkun virð­is­auka­skatts á ferða­þjón­ustu verður frestað fram til byrjun árs 2019.

Áætl­aður afgangur af rekstri rík­is­sjóðs er 44 millj­arðar króna.

Tekjur til vel­ferð­ar­mála aukast um 31,3 millj­arða

Á útgjalda­hlið­inni eru helstu tíð­indin að fram­lög til vel­ferð­ar­mála eru aukin veru­lega. Alls verða fram­lög til heil­brigð­is­mála 208 millj­arðar króna á árinu 2018, eða 13,5 millj­örðum krónum meiri en í ár. Það er aukn­ing upp á 6,9 pró­sent.

Mestu munar um 2,8 millj­arða króna fram­lag til þess að hefja bygg­ingu á nýjum Lands­spít­ala við Hring­braut. Þá munu um 200 millj­ónir króna fara í rekstur jáeindaskanna sem Íslensk erfða­grein­ing gaf Lands­spít­al­anum fyrir nokkru síð­an. Fram­lög til sjúkra­húss­þjón­ustu, heil­brigð­is­þjón­ustu utan sjúkra­húsa, hjúkr­un­ar- og end­ur­hæf­ing­ar­þjón­ustu og til kaupa á lyfjum og lækna­vöru hækka öll.

Þá munu fram­lög til félags­mála hækka um 17,8 millj­arða króna. Þar skiptir mestu að bætur almanna­trygg­inga og atvinnu­leys­is­bóta hækka um 4,7 pró­sent um kom­andi ára­mót og að fram­færslu­við­mið líf­eyr­is­þega sem búa einir verður fært úr 280 þús­und króna í 300 þús­und krón­ur, sem er aukn­ing um sjö pró­sent. Alls nemur aukn­ing útgjalda vegna almanna­trygg­inga 12,5 millj­örðum króna.

Þá á að hækka hámarks­greiðslur úr Fæð­ing­ar­or­lofs­sjóði úr 500 þús­und krónum í 520 þús­und krón­ur. Stefnt er að því að þær fari í 600 þús­und krónur árið 2020. Hámarks­greiðslur voru hækk­aðar úr 370 þús­und krónur í 500 þús­und krónur í októ­ber í fyrra.  Þær munu því hafa hækkað um 40 pró­sent á rúmu ári þegar nýja hækk­unin tekur gildi um næstu ára­mót. Alls mun rík­is­sjóður greiða 11,6 millj­arða króna í kostnað vegna fæð­ing­ar­or­lofs á næsta ári, sem er 1,2 millj­arði krónum meira en áætlað er að hann greiði til mála­flokks­ins í ár.

Þá er ótalið mikið hita­mál, rekstr­ar­fram­lög til útlend­inga­mála. Þau verða 3,7 millj­arðar króna á næsta ári, en sá liður var ekki til staðar á fjár­lögum árs­ins 2017. Í nýbirtu upp­­­gjöri rík­­is­­sjóðs fyrir fyrstu sex mán­uði árs­ins 2017 kemur fram hins vegar fram að hrein útgjöld vegna rétt­inda ein­stak­l­inga hafi verið  2,2 millj­­arðar króna sem var 1.251 millj­­ónum meira en áætlað var. Þar seg­ir: „Í fjár­­heim­ildum vegna árs­ins 2017 voru veru­­lega van­á­ætl­­aðar í fjár­­laga­­gerð fyrir árið 2017 í ljósi for­­dæma­­lausrar fjölg­unar hæl­­is­um­­sókna á síð­­­ustu mán­uðum árs­ins 2016. Kostn­aður vegna þess­­ara umsókna hefur að mestu leyti fallið til á yfir­­stand­andi ári.“

Þá verða vextir af lánum áfram stór hluti af útgjöldum rík­is­sjóðs, eða 73 millj­arðar króna á árinu 2018. Hinn umtals­verði afgangur sem er áætl­aður af rekstri rík­is­sjóðs á næsta ári, 44 millj­arðar króna, mun verða ráð­stafað til nið­ur­greiðslu skulda og lækka þar með vaxta­kostnað rík­is­ins. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar