Íslendingar áttu 32 milljarða á Tortóla...en eiga núna ekkert

Erlend fjármunaeign Íslendinga dróst saman um þriðjung á síðasta ári. Sú þróun er að hluta til vegna styrkingu krónunnar, en alls ekki að öllu leiti. Svo virðist sem að eignir Íslendinga á Bresku Jómfrúareyjunum hafi allar verið færðar annað.

aflandseyjar1
Auglýsing

Íslend­ingar áttu 32,2 millj­arða króna í beinni fjár­muna­eign á hinu þekkta lág­skatta­svæði Bresku Jóm­frú­areyj­unum í lok árs 2015. Um síð­ustu ára­mót var eign þeirra þar krónur núll. Þetta kemur fram í nýjum tölum Seðla­banka Íslands um beina fjár­muna­eign Íslend­inga erlend­is.

Í töl­unum kemur fram að eignir Íslend­inga utan heima­lands­ins hafi dreg­ist mikið saman á árinu 2016. Þar leikur mikil styrk­ing krón­unnar gagn­vart helstu gjald­miðlum ákveðið hlut­verki en króna styrkt­ist um 12 pró­sent gagn­vart Banda­ríkja­dal, um 16 pró­sent gagn­vart evru og heil 27 pró­sent gagn­vart breska pund­inu á árinu 2016. Geng­is­styrk­ingin útskýrir þó ekki sam­drátt á beinni fjár­muna­eign Íslend­inga erlendis að næstum því öllu leyti því hún dróst saman um þriðj­ung í fyrra og fór úr 990 millj­örðum króna í 664 millj­arða króna. Það bendir til þess að Íslend­ingar hafi verið að flytja fé heim á árinu 2016 sam­hliða því að fjár­magns­höft sem höfðu verið í gildi frá árinu 2008 voru losuð umtals­vert.

Íslend­ingar hafa ekki átt jafn lítið af fjár­muna­eign­um, í krónum talið, í útlöndum frá árinu 2005. Fjár­muna­eign Íslend­inga erlendis hefur raunar verið að drag­ast saman á und­an­förnum árum í krónum talið. Þar hefur áhrif að fallandi gengi krónu eftir banka­hrunið 2008 hafði mikið áhrif á eign­ina til hækk­un­ar. Mestar voru þær tæp­lega 1.600 millj­arðar króna í lok árs 2012 þegar krónan var enn afar veik. Umfang beinnar fjár­muna­eignar Íslend­inga erlendis hafði þá 6,5 fald­ast í krónum talið frá árinu 2004, þegar þjóðin átti um 245 millj­arða króna af beinum eignum í öðrum lönd­um.

Auglýsing

14 pró­sent eigna „óflokk­að­ar“

Skrán­ingu á erlendri fjár­­muna­­eign Íslend­inga var breytt fyr­ir­ nokkrum árum síð­­­an. Nú eru gefnar upp­­lýs­ingar um eign í færri löndum en áður en ­flokk­­ur­inn „óflokk­að“ hefur stækk­­að. Áður var hægt að sjá til að mynda hver bein fjár­­muna­­eign Íslend­inga er á Cayman-eyjum, Mön, Jersey, Guernsey og Má­ri­­tí­us. Það er ekki hægt leng­­ur. Alls áttu Íslend­ing­ar „óflokk­að­­ar“ eignir upp á 91,8 millj­arða króna um síð­ustu ára­mót. Það þýðir að um 14 pró­sent af öllum eignum Íslend­inga erlendis voru „óflokk­að­ar“.

Sem fyrr er mest af íslenskum eignum vistaðar í Hollandi, eða 282, 8 millj­arðar króna. 105 millj­arðar króna voru í Bret­landi en eignir Íslend­inga þar helm­ing­uð­ust á milli ára í krónum talið. Þar skiptir ugg­laust mestu máli að krónan hefur styrkst mikið á sama tíma og breska pundið hefur veikst. Þá eru 62 millj­arðar króna vistaðir á Kýpur og 32,7 millj­arðar króna í Lúx­em­borg.

Íslend­ingar stór­tækir í aflands­fé­laga­eign

Erlend fjár­muna­eign Íslend­inga var mjög í kast­ljósi heims­ins í fyrra í kjöl­far frétta úr gagna­leka frá panömsku lög­fræði­stof­unni Mossack Fon­seca sem gerður var opin­ber í apríl 2016. Í þeim kom fram að um 600 Íslend­ingar teng­ist um 800 aflands­fé­lögum sem koma fram í skjöl­un­um. Fyrir liggur að mestu er um að ræða við­skipta­vini Lands­banka Íslands sem stund­uðu aflands­við­skipti. Ekki liggur fyrir hvaða milli­göngu­liði Kaup­þing og Glitnir not­uðu, en sam­kvæmt við­mæl­endum Kjarn­ans sem þekktu vel til í starf­semi íslensku bank­anna fyrir hrun er ljóst að fjöldi aflands­fé­laga sem stofnuð voru fyrir íslenska við­skipta­vini eru mörg þús­und tals­ins.

Á meðal þeirra Íslend­inga sem koma fram í gögn­un­um, og eru með tengsl við aflands­­fé­lög, eru Sig­­mundur Davíð Gunn­laugs­­son, fyrr­ver­andi for­­sæt­is­ráð­herra, Bjarni Bene­dikts­­son, núver­andi for­sæt­is­ráð­herra , Ólöf Nor­dal heitin og nokkrir stjórn­­­mála­­menn af sveit­ar­stjórn­ar­stig­inu.

Í Panama­skjöl­unum var einnig að finna stjórn­­endur úr líf­eyr­is­­sjóða­­kerf­inu og fjöl­marga ein­stak­l­inga sem hafa verið áber­andi í íslensku við­­skipta­­lífi á und­an­­förnum árum. Þar á meðal voru Jón Ásgeir Jóhann­es­­son, Ing­i­­björg Pálma­dótt­ir, Lýður og Ágúst Guð­­munds­­syn­ir, Finnur Ing­­ólfs­­son, Sig­­urður Bolla­­son, Hannes Smára­­son, Björgólfur Thor Björg­­ólfs­­son ofl. Hluti þessa hóps er skráður með lög­­heim­ili erlend­­is.

Eignir útlend­inga á Íslandi vaxa

Bein fjár­muna­eign erlendra aðila á Íslandi vex milli ára og er nú 1.099 millj­arðar króna. Hún hefur ekki verið hærri síðan árið 2012, þegar íslenska krónan var mjög veik.

Eign­ar­haldið á þeim eignum er nær ein­vörð­ungu í gegnum Lúx­em­borg þar sem 920 millj­arðar króna eru skráð­ir. Um 113 millj­arðar króna eignir hér­lendis eru skráðir í eigu hol­lenskra aðila og 85 millj­arðar eru skráðir í eigu sviss­neskra aðila. Öll þessi þrjú lönd hafa verið mikið nýtt af íslenskum fjár­festum vegna skatta­hag­ræðis og banka­leyndar og því er hægt að slá því föstu að hluti þess­ara eigna séu raun­veru­lega í eigu í eigu íslenskra fjár­festa, ekki erlendra.

móti er eign banda­rískra fjár­festa hér­lendis nei­kvæð um 316 millj­arða króna. Þar er um að ræða skuld íslenskra dótt­ur­fé­laga við banda­rísk móð­ur­fé­lög.

Öryggisráðið samþykkir 30 daga vopnahlé í Sýrlandi
Neyðarástand er víða í Sýrlandi eftir blóðuga borgarastyrjöld árum saman.
24. febrúar 2018
Líf, Elín og Þorsteinn leiða lista VG í Reykjavík.
Líf, Elín og Þorsteinn leiða hjá VG í Reykjavík
Forvali Vinstri grænna lauk í dag. Þau Líf Magneudóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir og Þorsteinn V. Einarsson skipa þrjú efstu sætin. Kosið var um fimm efstu sæti á lista og greiddu tæplega 500 atkvæði í valinu.
24. febrúar 2018
Ólafur Helgi Jóhansson
Lestur, læsi og lesskilningur – grundvallaratriði náms
24. febrúar 2018
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Varðandi stöðu Hugarafls og Geðheilsu Eftirfylgdar
24. febrúar 2018
„Þetta eru allt íslensk börn“
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir það markmið sitt að börn af erlendum uppruna sem búa á Íslandi hafi sömu tækifæri í íslensku skólakerfi og önnur börn.
24. febrúar 2018
Þórður Snær Júlíusson
Höfum við ekki tíma til að sinna námi barnanna okkar?
24. febrúar 2018
Stóru málin
Stóru málin
Stóru málin – Reykvísk stjórnsýsla er eins og pítsa sem maður fær aldrei
24. febrúar 2018
Þórdís býður sig fram í varaformann Sjálfstæðisflokksins
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, býður sig fram til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram 16. - 18. mars þar sem kosið verður um forystu flokksins.
24. febrúar 2018
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar