Íslendingar áttu 32 milljarða á Tortóla...en eiga núna ekkert

Erlend fjármunaeign Íslendinga dróst saman um þriðjung á síðasta ári. Sú þróun er að hluta til vegna styrkingu krónunnar, en alls ekki að öllu leiti. Svo virðist sem að eignir Íslendinga á Bresku Jómfrúareyjunum hafi allar verið færðar annað.

aflandseyjar1
Auglýsing

Íslend­ingar áttu 32,2 millj­arða króna í beinni fjár­muna­eign á hinu þekkta lág­skatta­svæði Bresku Jóm­frú­areyj­unum í lok árs 2015. Um síð­ustu ára­mót var eign þeirra þar krónur núll. Þetta kemur fram í nýjum tölum Seðla­banka Íslands um beina fjár­muna­eign Íslend­inga erlend­is.

Í töl­unum kemur fram að eignir Íslend­inga utan heima­lands­ins hafi dreg­ist mikið saman á árinu 2016. Þar leikur mikil styrk­ing krón­unnar gagn­vart helstu gjald­miðlum ákveðið hlut­verki en króna styrkt­ist um 12 pró­sent gagn­vart Banda­ríkja­dal, um 16 pró­sent gagn­vart evru og heil 27 pró­sent gagn­vart breska pund­inu á árinu 2016. Geng­is­styrk­ingin útskýrir þó ekki sam­drátt á beinni fjár­muna­eign Íslend­inga erlendis að næstum því öllu leyti því hún dróst saman um þriðj­ung í fyrra og fór úr 990 millj­örðum króna í 664 millj­arða króna. Það bendir til þess að Íslend­ingar hafi verið að flytja fé heim á árinu 2016 sam­hliða því að fjár­magns­höft sem höfðu verið í gildi frá árinu 2008 voru losuð umtals­vert.

Íslend­ingar hafa ekki átt jafn lítið af fjár­muna­eign­um, í krónum talið, í útlöndum frá árinu 2005. Fjár­muna­eign Íslend­inga erlendis hefur raunar verið að drag­ast saman á und­an­förnum árum í krónum talið. Þar hefur áhrif að fallandi gengi krónu eftir banka­hrunið 2008 hafði mikið áhrif á eign­ina til hækk­un­ar. Mestar voru þær tæp­lega 1.600 millj­arðar króna í lok árs 2012 þegar krónan var enn afar veik. Umfang beinnar fjár­muna­eignar Íslend­inga erlendis hafði þá 6,5 fald­ast í krónum talið frá árinu 2004, þegar þjóðin átti um 245 millj­arða króna af beinum eignum í öðrum lönd­um.

Auglýsing

14 pró­sent eigna „óflokk­að­ar“

Skrán­ingu á erlendri fjár­­muna­­eign Íslend­inga var breytt fyr­ir­ nokkrum árum síð­­­an. Nú eru gefnar upp­­lýs­ingar um eign í færri löndum en áður en ­flokk­­ur­inn „óflokk­að“ hefur stækk­­að. Áður var hægt að sjá til að mynda hver bein fjár­­muna­­eign Íslend­inga er á Cayman-eyjum, Mön, Jersey, Guernsey og Má­ri­­tí­us. Það er ekki hægt leng­­ur. Alls áttu Íslend­ing­ar „óflokk­að­­ar“ eignir upp á 91,8 millj­arða króna um síð­ustu ára­mót. Það þýðir að um 14 pró­sent af öllum eignum Íslend­inga erlendis voru „óflokk­að­ar“.

Sem fyrr er mest af íslenskum eignum vistaðar í Hollandi, eða 282, 8 millj­arðar króna. 105 millj­arðar króna voru í Bret­landi en eignir Íslend­inga þar helm­ing­uð­ust á milli ára í krónum talið. Þar skiptir ugg­laust mestu máli að krónan hefur styrkst mikið á sama tíma og breska pundið hefur veikst. Þá eru 62 millj­arðar króna vistaðir á Kýpur og 32,7 millj­arðar króna í Lúx­em­borg.

Íslend­ingar stór­tækir í aflands­fé­laga­eign

Erlend fjár­muna­eign Íslend­inga var mjög í kast­ljósi heims­ins í fyrra í kjöl­far frétta úr gagna­leka frá panömsku lög­fræði­stof­unni Mossack Fon­seca sem gerður var opin­ber í apríl 2016. Í þeim kom fram að um 600 Íslend­ingar teng­ist um 800 aflands­fé­lögum sem koma fram í skjöl­un­um. Fyrir liggur að mestu er um að ræða við­skipta­vini Lands­banka Íslands sem stund­uðu aflands­við­skipti. Ekki liggur fyrir hvaða milli­göngu­liði Kaup­þing og Glitnir not­uðu, en sam­kvæmt við­mæl­endum Kjarn­ans sem þekktu vel til í starf­semi íslensku bank­anna fyrir hrun er ljóst að fjöldi aflands­fé­laga sem stofnuð voru fyrir íslenska við­skipta­vini eru mörg þús­und tals­ins.

Á meðal þeirra Íslend­inga sem koma fram í gögn­un­um, og eru með tengsl við aflands­­fé­lög, eru Sig­­mundur Davíð Gunn­laugs­­son, fyrr­ver­andi for­­sæt­is­ráð­herra, Bjarni Bene­dikts­­son, núver­andi for­sæt­is­ráð­herra , Ólöf Nor­dal heitin og nokkrir stjórn­­­mála­­menn af sveit­ar­stjórn­ar­stig­inu.

Í Panama­skjöl­unum var einnig að finna stjórn­­endur úr líf­eyr­is­­sjóða­­kerf­inu og fjöl­marga ein­stak­l­inga sem hafa verið áber­andi í íslensku við­­skipta­­lífi á und­an­­förnum árum. Þar á meðal voru Jón Ásgeir Jóhann­es­­son, Ing­i­­björg Pálma­dótt­ir, Lýður og Ágúst Guð­­munds­­syn­ir, Finnur Ing­­ólfs­­son, Sig­­urður Bolla­­son, Hannes Smára­­son, Björgólfur Thor Björg­­ólfs­­son ofl. Hluti þessa hóps er skráður með lög­­heim­ili erlend­­is.

Eignir útlend­inga á Íslandi vaxa

Bein fjár­muna­eign erlendra aðila á Íslandi vex milli ára og er nú 1.099 millj­arðar króna. Hún hefur ekki verið hærri síðan árið 2012, þegar íslenska krónan var mjög veik.

Eign­ar­haldið á þeim eignum er nær ein­vörð­ungu í gegnum Lúx­em­borg þar sem 920 millj­arðar króna eru skráð­ir. Um 113 millj­arðar króna eignir hér­lendis eru skráðir í eigu hol­lenskra aðila og 85 millj­arðar eru skráðir í eigu sviss­neskra aðila. Öll þessi þrjú lönd hafa verið mikið nýtt af íslenskum fjár­festum vegna skatta­hag­ræðis og banka­leyndar og því er hægt að slá því föstu að hluti þess­ara eigna séu raun­veru­lega í eigu í eigu íslenskra fjár­festa, ekki erlendra.

móti er eign banda­rískra fjár­festa hér­lendis nei­kvæð um 316 millj­arða króna. Þar er um að ræða skuld íslenskra dótt­ur­fé­laga við banda­rísk móð­ur­fé­lög.

Áhrif Bláu plánetunnar láta á sér kræla
Eftir frumsýningu heimildaþátta BBC um lífríkið í hafinu hefur fólk í Bretlandi og víðar tekið við sér og ákveðin vitundarvakning virðist hafa átt sér stað. Sir David Attenborough segist vera furðulostinn yfir viðbrögðunum.
Kjarninn 23. júní 2018
Mænusótt snýr aftur
Þrátt fyrir jákvæð teikn á lofti um að mænusótt myndi brátt heyra sögunni til þá bárust þau tíðindi fyrir skömmu að veiran hefði greinst í Venesúela.
Kjarninn 23. júní 2018
Sama hver lausnin á vandamálum leigumarkaðsins er mun ekkert breytast nema að afstaða Íslendinga til húsnæðisleigu breytist.
Hvernig er hægt að gera leigumarkaðinn öruggari?
Leigumarkaðurinn á Íslandi er óstöðugur og hefur hækkað hratt á undanförnum árum. Hvaða ástæður liggja að baki því og hvernig getum við bætt hann að mati sérfræðinga?
Kjarninn 23. júní 2018
Tíu staðreyndir um strákana okkar
Strákarnir okkar hafa vakið mikla athygli á heimsmeistaramótinu í Rússlandi, hvort sem er fyrir glæsilega frammistöðu, miðað við og án höfðatölu, útlit Rúriks eða skemmtilega aðdáendur. Kjarninn tók saman tíu tölulegar staðreyndir um strákana okkar.
Kjarninn 23. júní 2018
HB Grandi
Ekkert verðmat á HB Granda í kjölfar tilboðs
Ekkert greiningarfyrirtæki í landinu hefur útbúið verðmat eða greiningu á HB Granda síðan Guðmundur Kristjánsson keypti stóran hlut í félaginu, samkvæmt fréttum Morgunblaðsins.
Kjarninn 23. júní 2018
Ahmed Musa, leikmaður nígeríska karlalandsliðsins í fótbolta
Nígeríumenn í skýjunum og Argentínubúar vongóðir
Nígerískir miðlar eru hæstánægðir með landsliðsmanninn sinn Ahmed Musa og vonarglæta hefur kviknað hjá Argentínumönnum um að komast upp úr riðlinum í eftir tap strákanna okkar fyrr í dag.
Kjarninn 22. júní 2018
Hæðir og lægðir á Twitter - Stemmningin snerist úr ofsagleði í angist
Twitter lætur sitt aldrei eftir liggja þegar þjóðin horfir saman á sjónvarpið, hvort sem um er að ræða íþróttaviðburði, söngvakeppnir eða íslenskar bíómyndir eða þáttaseríur. Mínúturnar 90 voru erfiðar þjóðarsálinni í dag.
Kjarninn 22. júní 2018
Ísland tapaði fyrir Nígeríu - Verðum að vinna Króatíu
Svekkjandi tap í Volgograd hjá strákunum okkar gegn Nígeríu 2-0. Íslenska liðið, sem náði sér aldrei á strik í leiknum, verður því að vinna Króatíu á þriðjudag. Annars er þetta búið spil.
Kjarninn 22. júní 2018
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar