Bjarni til Bessastaða og formenn funda á Alþingi

Lykilatriði í boðun fyrirhugaðra þingkosninga og við framkvæmd Alþingis fram að kosningum munu ráðast í dag.

Unnur Brá Konráðsdóttir er forseti Alþingis.
Unnur Brá Konráðsdóttir er forseti Alþingis.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, for­sæt­is­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, á fund með Guðna Th. Jóhann­essyni, for­seta Íslands, á Bessa­stöðum klukkan 11 í dag. Þar mun hann leggja til að þing verði rofið og boðað til kosn­inga 28. októ­ber.

Unnur Brá Kon­ráðs­dótt­ir, for­seti Alþing­is, fundar með öllum for­mönnum stjórn­mála­flokka sem eiga sæti á Alþingi um fram­kvæmd þings­ins fram að kosn­ing­um. Ekki er víst að þingið muni starfa, en það veltur að öllum lík­indum á þessum fundi og því að flokk­arnir geti komið sér saman um mál sem eiga að fá umfjöll­un.

Á Bessa­stöðum klukkan 11:00

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra á fund með Guðna Th. Jóhann­essyni, for­seta Íslands, klukkan 11 í dag. Fund­ur­inn fer fram að Bessa­stöðum eins og hefð gerir ráð fyr­ir.

Á fund­inum mun Bjarni leggja til beiðni um þing­rof og kosið verði til Alþingis innan 45 daga. Þess vegna er útlit fyrir að kosn­ingar fari fram 28. októ­ber, en ekki 4. nóv­em­ber eins og for­menn stjórn­mála­flokka höfðu rætt um við for­seta á laug­ar­dag­inn.

Ef kosn­ing­arnar fara fram 28. októ­ber þurfa stjórn­mála­flokkar að skila fram­boðs­listum eigi síðar en 13. októ­ber. Það er þess vegna ljóst að kosn­inga­bar­áttan verður snörp og ekki mik­ill tími fyrir mikla yfir­legu yfir fram­boðs­listum og mál­efna­skrám.

Í til­kynn­ingu frá for­seta­emb­ætt­inu segir að Guðni muni ávarpa full­trúa fjöl­miðla eftir fund­inn.

Afar ólík­legt verður að telj­ast að Guðni hafni þing­rofs­beiðn­inni. Það hefur eng­inn for­seti í lýð­veld­is­sög­unni gert, og miðað við orð lög­spek­inga þá er það jafn­vel and­stætt stjórn­ar­skrá því ráð­herrar fara með vald for­seta, eins og þekkt er orð­ið.

Á Alþingi klukkan 12:30

Unnur Brá Kon­ráðs­dótt­ir, for­seti Alþing­is, ræðir við for­menn allra stjórn­mála­flokka sem eiga sæti á Alþingi í dag klukkan 12:30. Á þeim fundi mun ráð­ast hvort Alþingi muni starfa áfram, næstu vik­urn­ar, eða þar til flokk­arnir þurfa að ein­henda sér í kosn­inga­bar­áttu.

Jafn­vel þó rík­is­stjórnin sé fallin og umboðs­laus – þar sem hún hefur ekki lengur stuðn­ing meiri­hluta þing­manna – þá hefur Alþingi enn sitt umboð í rúm­lega þrjú ár í við­bót.

Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son hefði tækni­lega séð getað reynt að mynda nýjan meiri­hluta á Alþingi, en reynsla síð­asta vetrar sýndi að slíkt yrði mikil þrauta­ganga og nær ómögu­legt. Á sama hátt hefðu aðrir flokkar í þing­inu getað reynt að mynda meiri­hluta um nýja rík­is­stjórn. Skjótasta lausnin á þessu vanda­máli er hins vegar að boða til kosn­inga.

Full­trúar stjórn­mála­flokk­ana hafa allir lýst yfir vilja til að ræða ákveðin mál. Ljóst er að Alþingi mun ekki kom­ast yfir öll málin sem for­menn­irnir leggja til og þess vegna veltur áfram­hald­andi þing­hald á því hvort flokk­arnir geti komið sér saman um fáein brýn mál­efni til að fjalla um.

Hér að neðan má sjá þau mál sem hver flokkur hefur lagt til í umræð­unni síð­ustu daga.

Sjálf­stæð­is­flokkur

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, utan­rík­is­ráð­herra og þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði í fréttum RÚV í gær að það þyrfti að ganga frá ákveðnum málum í þing­inu en stóra málið sé að kosn­inga­bar­áttan er haf­in. Hann segir að huga þurfi að því að ekki sé búið að mæla fyrir neinum mál­um, þau séu ekki farin til nefnd­ar, til umsagnar og að ein­ungis sé búið að tala fyrir fjár­laga­frum­varp­inu. „Þannig að það er ekki eins og menn hafi frjálst val um það að keyra stór mál í gegn,“ segir hann.

Vinstri græn

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, vill sjá breyt­ingu á Útlend­inga­lög­um. Að rétt­ar­á­hrif frest­ist gagn­vart hæl­is­leit­endum og börnum í hópi hæl­is­leit­enda.

Píratar
  • Frum­varp um að veita tveimur stúlkum á flótta og fjöl­skyldum þeirra sem vísa á úr landi rík­is­borg­ara­rétt,
  • Frum­varp sem þolendur kyn­ferð­is­af­brota hafa kallað eftir um að barn­a­níð­ingar geti ekki starfað sem lög­menn, og
  • Frum­varp um eina breyt­ingu á stjórn­ar­skránni svo hægt verði á næsta kjör­tíma­bili að breyta stjórn­ar­skrá Íslands með aðkomu kjós­enda án þess að rjúfa þing og boða til kosn­inga.
Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn

Þór­unn Egils­dótt­ir, þing­flokks­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, segir að ekki komi annað til greina en að það verði sam­eig­in­leg nið­ur­staða allra flokk­ana að taka mál fyr­ir. Það verði ekki gert öðru­vísi.

Við­reisn

For­maður Við­reisn­ar, Bene­dikt Jóhann­es­son, telur að breið sam­staða gæti náðst um ákveðin vel­ferð­is­mál. Við­reisn vill sjá auð­linda­á­kvæðið stjórn­ar­skrár­innar tekið fyr­ir. Að hans mati verða fjár­lög ekki afgreidd á þessum tíma. Til þess að málin nái fram að ganga þarf breiða sam­stöðu en óljóst er hvort hún náist.

Björt fram­tíð

Ótt­arr Proppé, heil­brigð­is­ráð­herra og for­maður Bjartar fram­tíð­ar, segir að mörg mik­il­væg mál hafi verið sett fram eins og frum­varp um not­enda­stýrða per­sónu­lega aðstoð. Yfir­lýst frum­vört í sam­bandi við beit­ingu Dyfl­in­ar­reglu­gerð­ar­innar gagn­vart flótta­mönn­um. Að hans mati væri gott að ná sátt um á þing­inu og klárað sem allra fyrst.

Sam­fylk­ingin

Logi Már Ein­ars­son greindi frá því í gær á Face­book-­síðu sinni að kald­lynt væri ef fall stjórn­ar, vegna með­ferðar mála sem varða ofbeldi gegn börn­um, verði til þess að öðrum börnum í neyð verður varpað út á gadd­inn.

„Nú verður þingi slitið fljót­lega og óvíst hvenær nýtt þing getur tryggt þeim og öðrum börnum sann­gjarna með­ferð. Ég mun því leggja kapp á að fá frum­varp um rík­is­borg­ara­rétt til handa Mary, Hanyie og fjöl­skyldum þeirra sam­þykkt fyrir kosn­ing­ar,“ segir hann. Einnig telur hann að taka þurfi afstöðu til stjórn­ar­skrár­inn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar