Stjörnuhrap

Stundum er það kallað stjörnuhrap þegar einstaklingur sem hlotið hefur skjótan frama fellur af stallinum.

Milena
Auglýsing

Stundum er það kallað stjörnu­hrap þegar ein­stak­lingur sem hlotið hefur skjótan frama fellur af stall­in­um. Þetta á sann­ar­lega við um Milenu Pen­kowu, sem misst hefur bæði dokt­ors­nafn­bót og lækn­inga­leyfi.

Milena Pen­kowa hefur iðu­lega verið kölluð undra­barnið frá Óðins­véum þar sem hún fædd­ist 15. apríl 1973. Móð­irin af búl­görskum ættum en fað­ir­inn dansk­ur.

Milena vakti ung athygli fyrir náms­hæfi­leika og keppn­is­skap. Frá barns­aldri var hún á kafi í hesta­mennsku og var um tíma að hugsa um að leggja þjálfun og keppni í hesta­í­þróttum fyrir sig. Það varð þó ekki og Milena lauk emb­ætt­is­prófi í lækn­is­fræði frá Hafn­ar­há­skóla árið 1998, varð aðjúnkt við sama skóla í kjöl­farið og skipuð lektor árið 2002. Allt slétt og fellt.

Auglýsing

Dokt­ors­rit­gerðin

Árið 2003 lagði Milena Pen­kowa fram dokt­ors­rit­gerð við Lækna­deild Hafn­ar­há­skóla. Rit­gerðin fjall­aði um áhrif próteins­efn­is­ins metallot­hionein (metal oþjonen) á starf­semi heil­ans, einkum í tengslum við Alzheimer sjúk­dóm­inn. Dóm­nefnd fann margt athuga­vert við rit­gerð­ina og vildi ekki sam­þykkja hana, Milena var mjög ósátt við nið­ur­stöð­una en dóm­nefnd­inni varð ekki hagg­að. For­seti lækna­deildar Hafn­ar­há­skóla var á þessum tíma Ralf Hemm­ingsen, sem átti eftir að koma mjög við sögu í sam­skiptum Milenu og háskól­ans. Eftir að Milena hafði skilað dokt­ors­rit­gerð­inni og dóm­nefndin hafði hana til umfjöll­unar skrif­aði Milena Ralf Hemm­ing­sen og greindi honum frá því að móðir sín, ásamt systur sinni, hefðu lát­ist í bílslysi í Belg­íu. Þetta hefði fengið mjög á sig og ekki síður allt umstangið í kjöl­far­ið. Nokkrir pró­fess­orar og vís­inda­menn lýstu efa­semdum um rann­sókn­irnar sem dokt­ors­verk­efnið byggði á, og lögðu til að vinnu­brögð Milenu yrðu rann­sök­uð. Vegna þessa hót­aði Ralf Hemm­ingsen, sem þegar þetta gerð­ist var orð­inn rektor háskól­ans, einum pró­fess­or­anna brott­rekstri.

Vegna kvart­ana og óánægju Milenu varð­andi matið á dokt­ors­rit­gerð­inni, sem sögð var byggð á rann­sóknum á rott­um, fékk Ralf Hemm­ing­sen tvo erlenda sér­fræð­inga til að yfir­fara rit­gerð­ina. Sér­fræð­ing­arnir dæmdu rit­gerð­ina full­nægj­andi og Milena Pen­kowa hlaut dokt­ors­nafn­bót­ina árið 2006, við hátíð­lega athöfn. 

Mikla athygli vakti að meðal við­staddra voru móðir Milenu og syst­ir, þær sem Milena hafði áður sagt að lát­ist hefðu í bílslysi árið 2003, um það leyti sem hún var að skila dokt­ors­rit­gerð­inni. Þær voru semsé þarna sprell­lif­andi og hefðu getað tekið undir fræg ummæli Mark Twain ,,fréttir af and­láti mínu eru stór­lega ýkt­ar“.

Pró­fessor og stóri vís­inda­styrk­ur­inn

Árið 2009 var Milena Pen­kowa skipuð pró­fessor við Hafn­ar­há­skóla og sama ár hlaut hún svo­nefndan Elite­Forsk styrk. Þessi styrkur (var þá 1,1 milljón danskra króna) er veittur fram­úr­skar­andi vís­inda­mönnum í yngri kant­in­um, þykir mikil upp­hefð og ryður iðu­lega braut­ina fyrir aðra og stærri styrki. Síðar kom í ljós að Milena Pen­kowa hafði sjálf til­nefnt sig til að hljóta Elite­Forsk styrk­inn en slíkt er ólög­legt. Danskir blaða­menn komust enn­fremur að því að Milena hafði hlotið dóm fyrir fjár­drátt og skjala­fals. Ralf Hemm­ing­sen þrætti fyrir að hafa vitað um þessi mál, en blaða­menn vissu betur og lögðu fram sönn­un­ar­gögn þar að lút­andi.

Skikkuð í leyfi og sagði upp pró­fess­ors­stöð­unni

Vorið 2010 var Milena Pen­kowa skikkuð í leyfi frá háskól­anum og sagði síðar á árinu upp pró­fess­ors­stöð­unni. Þá hafði einn af virt­ustu pró­fess­orum háskól­ans skilað langri athuga­semda­skýrslu um rann­sóknir henn­ar. Helge Sand­er, þáver­andi vís­inda­ráð­herra lagði hart að Ralf Hemm­ing­sen rektor að ráða Milenu aftur til starfa. Danskir fjöl­miðlar full­yrtu á þessum tíma að Milena og Helge Sander hefðu átt í nánu sam­bandi og nokkur dag­blöð létu að því að liggja að hún hafi tekið Ralf Hemm­ing­sen rektor á löpp.

Skjala­fals og einka­neysla

Í des­em­ber 2010, nokkrum dögum áður en Milena sagði upp pró­fess­ors­stöð­unni, var hún í und­ir­rétti í Kaup­manna­höfn dæmd fyrir skjala­fals, stjórn sjóðs sem félag áhuga- og vís­inda­manna á og rekur hafði kært hana. Milena hafði fengið úthlutað fé úr sjóðnum til ákveð­ins verk­efnis í tengslum við rann­sóknir en í ljós kom að pen­ing­arnir höfðu farið í einka­neyslu. Dóm­ur­inn hljóð­aði uppá þriggja mán­aða skil­orðs­bundið fang­elsi. Þessi dómur mark­aði í raun upp­haf alls­herjar rann­sóknar á störfum Milenu Pen­kowu. Sú rann­sókn, eða rétt­ara sagt rann­sókn­ir, leiddu í ljós að víða var maðkur í mys­unni varð­andi þennan fyrrum efni­lega vís­inda­mann. Það gilti bæði um pen­inga­mál og ekki síður vís­inda­rann­sókn­irn­ar. Engin leið er að gera grein fyrir öllum þeim málum í pistli sem þessum en lang alvar­leg­asta málið sneri að Hafn­ar­há­skóla og dokt­ors­verk­efn­inu áður­nefnda.

Week­enda­visen og kæra Hafn­ar­há­skóla

Í nóv­em­ber 2010 birti viku­blaðið Week­enda­visen langa grein (og síðar fleiri) um Milenu Pen­kowu. Umfjöllun blaðs­ins vakti mikla athygli. Í kjöl­farið leystu margir fyrr­ver­andi sam­starfs­menn Milenu við Hafn­ar­há­skóla frá skjóð­unni en það höfðu þeir ekki áður þorað af ótta við að hljóta bágt fyr­ir. Ralf Hemm­ing­sen háskóla­rekt­or, sem margir sök­uðu um að halda ætíð hlífi­skildi yfir Milenu, var bein­línis neyddur til að kæra hana, fyrir hönd háskól­ans. Sú kæra var lögð fram 3. febr­úar 2011 í kjöl­far greina­flokks Week­enda­visen. Í umfjöllun blaðs­ins kom fram að spænskt fyr­ir­tæki sem að sögn Milenu hefðu fram­kvæmt rann­sókn­irnar (á rott­um) sem dokt­ors­rit­gerðin byggði á hafði aldrei verið til, og nið­ur­stöð­urnar bein­línis fals­að­ar.

Dómar

Mála­ferlin voru bæði löng og flókin og það var ekki fyrr en í lok sept­em­ber 2015 að Bæj­ar­réttur Kaup­manna­hafnar (neðsta dóm­stig af þrem­ur) dæmdi í mál­inu, dóm­ur­inn hljóð­aði uppá níu mán­aða skil­orð­bundið fang­elsi fyrir gróft skjala­fals. Milena áfrýj­aði dómnum til Eystri- Lands­réttar sem kvað upp sinn dóm 8. sept­em­ber 2016.

Eystri- Lands­réttur breytti dómi Bæj­ar­rétt­ar­ins úr grófu skjala­falsi í skjala­fals. Sökum þess að þrír dóm­arar af sex í Eystri- Lands­rétti töldu að Milena hefði ekki gerst sek um gróft skjala­fals taldi rík­is­lög­maður ekki for­sendur fyrir að kæra nið­ur­stöð­una til Hæsta­rétt­ar, ástæðan lög um fyrn­inga­frest. Hægt hefði verið að sækja um sér­stakt leyfi til að fá málið tekið fyrir hjá Hæsta­rétti en rík­is­lög­maður ákvað að gera það ekki.  

Svipt dokt­ors­nafn­bót­inni og lækn­inga­leyf­inu

Fyrir rúmum mán­uði var Milena Pen­kowa svipt lækn­inga­leyf­inu. Þá ákvörðun tók sér­stök nefnd sem um slík mál fjall­ar. Leyf­is­svipt­ingin gildir í tvo mán­uði en að þeim tíma liðnum verður málið metið á ný. Hinn 5. sept­em­ber ákvað Vís­inda­ráð Hafn­ar­há­skóla að svipta Milenu Pen­kowu dokt­ors­nafn­bót­inni. Þetta er fyrsta skipti frá stofnun háskól­ans árið 1479 sem slíkt ger­ist.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Íslandsmótið í knattspyrnu flautað af – efstu liðin krýnd Íslandsmeistarar
Valur er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna.
Kjarninn 30. október 2020
Þríeykið og aðrir sérfróðir viðbragðsaðilar njóta yfirburðatrausts hjá Íslendingum – en á bilinu 94-96 prósenst segjast treysta því að fá áreiðanlegar upplýsingar um veirufjárann þaðan.
Íslendingar treysta sérfróðum yfirvöldum og fjölmiðlum vel í tengslum við COVID-19
Vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hefur skilað af sér skýrslu. Þar kemur m.a. fram að traust til þríeykisins og annarra sérfróðra yfirvalda er afgerandi og traust til innlendra fjölmiðla sömuleiðis mjög mikið.
Kjarninn 30. október 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti hertar aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi fyrr í dag. Efnahagsaðgerðirnar eru afleiðing af þeirri stöðu.
Tekjufallsstyrkir útvíkkaðir, viðspyrnustyrkir kynntir og rætt um áframhald hlutabótaleiðar
Ríkisstjórn Íslands boðar enn einn efnahagspakkann. Sá nýjasti er sniðinn að mestu að þeim minni fyrirtækjum og einyrkjum sem þurfa að loka vegna kórónuveirufaraldursins.
Kjarninn 30. október 2020
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni
Segir umfram eigið fé ekki hafa tengingu við úrræði stjórnvalda
Bankastjóri Arion banka segir viðskiptavini sína hafið notið góðs af minni álagningum stjórnvalda á bankakerfið og litla tengingu vera á milli þess og umfram eigin fé bankans.
Kjarninn 30. október 2020
Frá aðalmeðferð málanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í haust.
Seðlabankinn sýknaður af kröfum Samherja en þarf að borga Þorsteini Má persónulega
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í dag upp dóm í skaðabótamálum Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra fyrirtækisins á hendur bankanum. Seðlabankinn var sýknaður af kröfu fyrirtækisins, en þarf að borga forstjóranum skaðabætur.
Kjarninn 30. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þetta eru áhyggjur Þórólfs
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tínir til margvísleg áhyggjuefni sín í minnisblaðinu sem liggur til grundvallar hertum samkomutakmörkunum sem eru þær ströngustu í faraldrinum hingað til.
Kjarninn 30. október 2020
Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.
Tíu manna fjöldatakmarkanir næstu vikur
Hertar sóttvarnaráðstafanir taka gildi strax á miðnætti og eiga að gilda til 17. nóvember. Einungis 10 mega koma saman, nema í útförum, matvöruverslunum, apótekum og almenningssamgöngum. Skólar verða áfram opnir.
Kjarninn 30. október 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – AMD svarar NVidia og Airpods-lekar
Kjarninn 30. október 2020
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar