Allir féllust á kosningar 4. nóvember – stjórnmálaleiðtogar funduðu með forseta

Kosningar munu að öllum líkindum fara fram 4. nóvember. Bjarni Benediktsson baðst lausnar og forsetinn skipaði starfsstjórn. Viðreisn gefur svar eftir helgi um samstarf í starfsstjórn.

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir, Birgitta Jónsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Óttarr Proppé, Benedikt Jóhannesson, Logi Már Einarsson.
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir, Birgitta Jónsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Óttarr Proppé, Benedikt Jóhannesson, Logi Már Einarsson.
Auglýsing

For­menn þeirra stjórn­mála­flokka sem eiga sæti á Alþingi fund­uðu með Guðna Th. Jóhann­essyni, for­seta Íslands, á Bessa­stöðum í dag. Fyrstu kom Bjarni Bene­dikts­son, for­sæt­is­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, og baðst lausnar fyrir ráðu­neyti sitt.

­For­set­inn veitti ráðu­neyti hans lausn en óskaði eftir því, eins og venja er, að rík­is­stjórnin myndi starfa áfram í starfs­stjórn. Bjarni varð við því, en óvissa er um þátt­töku ráð­herra Við­reisnar í starfs­stjórn­inni, enda gaf Bene­dikt Jóhann­es­son, for­maður Við­reisn­ar, for­set­anum ekki svar. Svarið mun ber­ast eftir helgi, þegar flokk­ur­inn hefur ráðið ráðum sín­um.

Allir for­menn flokk­ana sögð­ust reiðu­búnir að sam­þykkja til­lögur um að kosn­ingar verði haldnar 4. nóv­em­ber næst­kom­andi. Þangað til eru 49 dag­ar, eða sjö vik­ur. Þess vegna er ljóst að kosn­inga­bar­áttan verður snörp.

Auglýsing

Kosn­ing­arnar virt­ust jafn­framt leggj­ast vel í alla for­menn flokk­ana. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans hefur und­ir­bún­ings­vinna og hug­mynda­starf um mönnun lista og mál­efna­und­ir­bún­ingur þegar haf­ist í kjör­dæma­nefndum flokk­ana.

Hér að neðan er sam­an­tekt úr við­tölum og yfir­lýs­ingum allra for­mann­anna sem fund­uðu með Guðna í dag. Röð for­manna er í þeirri röð sem þeir komu til fundar við for­set­an.

Bjarni Bene­dikts­son – Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn

Bjarni Benediktsson.

Bjarni Bene­dikts­son gekk á fund for­seta Íslands í morgun og baðst lausnar fyrir sig og sitt ráðu­neyti. Guðni Th. Jóhann­es­son, for­seti Íslands, féllst á það og óskaði eftir því að rík­is­stjórnin myndi starfa í starfs­stjórn þar til ný rík­is­stjórn verði mynd­uð.

Ný rík­is­stjorn verður ekki mynduð fyrr en eftir kosn­ing­ar, sem Bjarni hefur lagt til að fari fram 4. nóv­em­ber næst­kom­andi. Bjarni von­ast til þess að geta samið um þá dag­setn­ingu við þing­flokka á Alþingi.

Spurður hvort honum sé stætt í rík­is­stjórn segir Bjarni að það sé venjan að ráð­herrar eru beðnir um að sitja áfram. Ráð­gjafa­ráð Við­reisnar hefur ályktað um að Við­reisn geti ekki starfað í rík­is­stjórn þar sem Bjarni og Sig­ríður And­er­sen gegna ráð­herra­emb­ætti. Bjarni seg­ist ekki sækja umboð sitt til ráð­gjafa­ráðs­ins.

„Menn verða að rísa undir þeirri skyldu að starfa áfram,“ segir Bjarni. Spurður um hvað þeir Guðni hafi rætt sagði Bjarni: „Við áttum bara mjög fínan fund, ræddum um stjórn­málin og þessa atburði sem hafa verið á und­an­förnum árum.“

Mín von­brigði eru ekki per­sónu­leg von­brigði.
Spurður hvort þetta mál hafi haft per­sónu­leg áhrif á Bjarna og fjöl­skyldu hans, þar sem faðir hans hefur verið til umfjöll­unar vegna þess að hann vott­aði með­mæli fyrir dæmdan barn­a­níð­ing. „Það getur ekk­ert mál komið upp á milli okkar feðganna, sem truflar okkar trúnað og traust,“ svar­aði Bjarni.

„Mín von­brigði eru ekki per­sónu­leg von­brigði. Ég er ekki í stjórn­málum til þess að upp­fylla per­sónu­legan metn­að. Mín von­brigði eru ein­fald­lega brostnar vonir fyrir það ráðu­neyti sem ég var að skila inn umboði fyrir nún­a.“

Guðni Th. Jóhann­es­son – For­seti Íslands

Það er „skylda og ábyrgð þing­manna að bregð­ast við þess­ari stöðu“ sagði Guðni Th. Jóhann­es­son, for­seti Íslands, þegar hann ávarp­aði blaða- og frétta­menn eftir fund sinn með Bjarna Bene­dikts­syni. „Það er í líka í mínum verka­hring,“ sagði hann enn frem­ur.

Guðni Th. Jóhannesson ávarpaði fjölmiðlafólk á Bessastöðum í dag.„Ég segi engum fyrir verkum í þessum efnum en ég minni á að þegar for­sæt­is­ráð­herra hefur beðist lausnar að þá er venjan sú og hefðin að ráð­herrar sinni sínum skyldum í sínum ráðu­neyt­unum þar til ný stjórn hefur verið mynd­uð. Ef þau telja það ómögu­legt þá er að taka því.“

Til­gang­ur­inn með fundi við leið­toga ann­ara flokka er að fá stað­fest sjón­ar­mið þeirra um þing­rof og kosn­ing­ar, útskýrði for­set­inn.

„Sé vilji til þess innan þings, að mynda nýja rík­is­stjórn, sem getur að minnsta kostið varist van­trausti, þá verður brugð­ist við því,“ sagði Guðni.

For­set­inn var beð­inn um að bregða sér í hlut­verk sagn­fræð­ings­ins og útskýra þá stöðu sem komin væri upp og hver næstu skref væru. Hann sagði að ætl­ast væri til þess starf­stjórn taki engar stefnu­mark­andi ákvarð­an­ir. Við slíkt ástand væri ekki að vænta stórra tíð­inda af Alþingi, fyrir utan það að for­sæt­is­ráð­herra þarf að leggja fram til­lögu um þing­rof og for­seti þarf að taka afstöðu til þeirra.

Spurður hvort það væru von­brigði að sjá þessa rík­is­stjórn falla sagði Guðni: „Já, vissu­lega. En þetta er gangur stjórn­skip­an­ar­innar í okkar land­i.“

Katrín Jak­obs­dóttir – Vinstri græn

Katrín JakobsdóttirÞað kom Katrínu Jak­obs­dótt­ur, for­manni Vinstri hreyf­ing­ar­innar græns fram­boðs, ekki á óvart að rík­is­stjórnin hafi fall­ið. Hún gekk á fund for­seta Íslands eftir hádegið í dag. Katrín sagð­ist ekki búast við því að þing yrði að störfum fram að kosn­ingum enda sitji starfs­stjórn í stjórn­ar­ráð­inu og flokk­arnir farnir að und­ir­búa sig fyrir kosn­ing­ar.

Spurð um þá stöðu sem er í stjórn­mál­unum í dag með það í huga hvernig nið­ur­stöður síð­ustu kosn­inga urðu sagð­ist Katrín vona að stjórn­mála­menn hefðu lært af þeirri reynslu. Hún hvatt til þess að breið­ara sam­starf yrði haft um mál­efni á Alþingi. Sam­starfsvilj­ann hafi skort í þeirri rík­is­stjórn sem var að falla, þrátt fyrir að sú stjórn hafi aðeins haft eins manns meiri­hluta á þingi.

„Flokk­arnir verða að gera það upp við sig fyrir kosn­ingar hvaða mála­miðl­anir þeir eru til­búnir að ger­a,“ sagði Katrín eftir fund­inn með for­set­an­um.

Birgitta Jóns­dóttir – Píratar

Birgitta Jóns­dóttir sagð­ist hafa átt gott sam­tal við Guðna for­seta. „Það er verið að fara yfir mögu­legan kosn­inga­dag, þing­rof og ann­að. Það kemur svo í ljós hvort fólk sé að tala sam­an.“

Hún sagði pírata ekki eiga aðild að neinum þreif­ingum um nýja rík­is­stjórn. Birgitta seg­ist hafa heyrt að ein­hverjir flokkar séu nú að ræða saman um hugs­an­legt stjórn­ar­sam­starf.

Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata.

Spurð hvort henni hugn­ist kosn­ingar 4. nóv­em­ber segir Birgitta: „Mér finnst það bara fín dag­setn­ing. Ég vona að það verði ekki kosn­ingar á hverju ári því það þýðir að mörg mál munu falla á milli.“

Birgitta hvatti kjós­endur til að láta ekki blekkj­ast af ástand­inu og sagð­ist vilja að hér verði reistar stjórn­mála­blokkir eins og gerst hefur í lönd­unum í kringum okk­ur. Á Birgitta að öllum lík­indum við að það verði skýrt fyrir kosn­ingar hver hugs­an­leg stjórn­ar­mynstur verði að kosn­ingum lokn­um.

Sig­urður Ingi Jóhanns­son – Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, telur eðli­legt að starfs­stjórn sitji við þær aðstæður sem nú er komin upp í íslenskri póli­tík. Heppi­leg­ast sé að ganga til kosn­inga sem fyrst.

Sigurður Ingi JóhannssonHann seg­ist heyra að það sé sam­hljómur með öllum for­mönnum stjórn­mála­flokka sem eiga sæti á Alþingi að kosn­ingar eigi að fara fram í byrjun nóv­em­ber.

Sig­urður Ingi sagði algeran ein­huga ríkja meðal fram­sókn­ar­manna að flokk­ur­inn myndi ekki taka laus sæti í rík­is­stjórn­inni.

Bene­dikt Jóhann­es­son – Við­reisn

Bene­dikt Jóhann­es­son, for­maður Við­reisn­ar, seg­ist ætla að gefa Guðna Th. Jóhann­essyni, for­seta Íslands, svar eftir helgi um það hvort ráð­herrar flokks hans taki sæti í starfs­stjórn­inni fram að kosn­ing­um.

Ráð­gjafa­ráð Við­reisnar hefur ályktað að núver­andi for­sæt­is­ráð­herra og dóms­mála­ráð­herra, þau Bjarni Bene­dikts­son og Sig­ríður And­er­sen, geti ekki setið áfram á ráð­herra­stólum á meðan rann­sókn máls­ins stend­ur. Við­reisn muni ekki starfa í rík­is­stjórn þar sem Bjarni og Sig­ríður starfa einnig.

Guðni félst á lausn­ar­beiðni Bjarna Bene­dikts­sonar í hádeg­inu og óskaði eftir því að ráð­herrar í ráðu­neyti hans myndi starfa áfram í svo­kall­aðri starfs­stjórn fram að kosn­ing­um. Bene­dikt seg­ist ekki hafa gefið svar af eða á um þetta á fundi sínum með for­set­anum í dag. Það muni hann gera eftir helgi.

Benedikt Jóhannesson

„Við munum taka þátt í starfs­stjórn­inni að minnsta kosti um helg­ina. Það þarf að vega og meta þetta. Starfs­stjórn er allt annað en venju­leg rík­is­stjórn. Starf­stjórn felst í því að manna ráðu­neyt­in,“ sagði Bene­dikt og ítrek­aði að póli­tísku sam­starfi þess­arar rík­is­stjórnar væri lok­ið. „Þessu meiri­hluta­sam­starfi er lok­ið. Það verða ekki einu sinni haldnir rík­is­stjórn­ar­fundir á þessu tíma­bili [fram að kosn­ing­um]. Við verðum að gera þennan skýra grein­ar­mun.“

Ráð­gjafa­ráð Við­reisnar er skipað stjórn Við­reisn­­­ar, þing­­flokkn­um, for­­mönnum mál­efna­­nefnda og stjórnum lands­hluta­ráða. Ráðið var kallað saman í dag. Í ljósi „þeirrar alvar­­legu stöðu og trún­­að­­ar­brests sem kom­inn er upp,“ telur ráð­gjafa­ráðið far­­sæl­­ast fyrir þjóð­ina að þing sé rofið og gengið sé til kosn­­inga að nýju.

Ótt­arr Proppé – Björt fram­tíð

Óttarr ProppéÓtt­arr Proppé, for­maður Bjartar fram­tíð­ar, segir það skrýtna til­finn­ingu að sitja í starfs­stjórn eftir að hafa gert til­raunir til að láta rík­is­stjórn­ar­sam­starfið ganga upp við erf­iðar aðstæð­ur.

Björt fram­tíð ætlar að taka þátt í starfs­stjórn. „Við gerum það að beiðni for­seta Íslands að það sé skylda okkar að manna þessa pósta fram að kosn­ing­um,“ sagði Ótt­arr þegar hann gekk af fundi for­set­ans.

Spurður hvort það kæmi til greina fyrir Bjarta fram­tíð að taka aftur þátt í rík­is­stjórn­ar­sam­starfi með Sjálf­stæð­is­flokknum sagði Ótt­arr það ekki koma til greina eins og stend­ur.

Logi Már Ein­ars­son – Sam­fylk­ingin

Logi Már Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, var síð­asti for­mað­ur­inn sem gekk á fund for­seta á Bessa­stöðum í dag. Hann sagði for­set­ann hafa spurt um afstöðu hans til kosn­inga og hvort hægt væri að mynda meiri­hluta á því þingi sem nú sit­ur.

Logi sagð­ist vera til­bú­inn í kosn­ingar 4. nóv­em­ber, eini gall­inn á þeirri dag­setn­ingu væri að það væri sama helgi og Iceland Airwa­ves-tón­lista­há­tíðin færi fram í Reykja­vík.

Logi Már EinarssonSam­fylk­ingin fyr­ir­hugar að halda lands­fund flokks­ins í lok októ­ber. Logi segir fram­kvæmda­stjórn flokks­ins ætla að koma saman á morgun og ákveða hvort lands­fund­inum verði flýtt vegna snemm­bú­inna kosn­inga.

„Ég er ágæt­lega stefnd­ur,“ sagði Logi um skoðun sína á kosn­ing­unum sem fram undan eru. Hann telur mörg sókn­ar­færi vera fyrir Sam­fylk­ing­una fyrir kosn­ing­ar.

Logi sagð­ist „ekki ætla að hafa stór orð“ um starfs­stjórn­ina sem mun að óbreyttu sitja fram að kosn­ing­um. Um það hvort Logi úti­loki sam­starf með ein­hverjum flokkum að loknum nýjum kosn­ingum og hvort Sam­fylk­ingin verði í kosn­inga­banda­lagi með nokkrum flokki sagð­ist Logi ekki vera til­bú­inn að tjá sig um það núna.

„Við munum hins vegar ekki fara í stjórn með flokkum sem setja á odd­inn mann­fjand­sam­leg við­horf,“ sagði hann og bætti við að hjarta hans slægi til vinstri. Hann seg­ist frekar vilja starfa í rík­is­stjórn undir for­sæti Katrínar Jak­obs­dóttur en nokk­urs ann­ars.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar