Stjórnarslit og kosningar: Hvað gerist í dag?

Hvaða spil hefur forseti Íslands á sinni hendi? Formenn stjórnmálaflokka hitta Guðna Th. Jóhannesson á Bessastöðum í dag.

Formenn stjórnmálmálaflokka ganga á fund forseta í dag.
Formenn stjórnmálmálaflokka ganga á fund forseta í dag.
Auglýsing

Föstu­dag­ur­inn 15. sept­em­ber var við­burða­ríkur dag­ur. Fjöl­miðlar keppt­ust við að fá úr því skorið hvort rík­is­stjórn­ar­sam­starfi Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar væri raun­veru­lega lok­ið, sem það svo reynd­ist vera og vel það.

Útlit er fyrir að þessir flokkar geti ekki einu sinni starfað saman lengur í starfs­stjórn, enda skutu flokks­ráð og for­kólfar flokk­ana fast á sam­starfs­flokka sína í lok dags í gær.

Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, virt­ist síður en svo ánægður með fram­göngu Bjartar fram­tíðar í þessu máli. Hann kall­aði flokk Ótt­arrs Proppé „smá­flokk“ og lagði áherslu á að við stjórn þessa lands þyrftu að vera flokkar með „djúpar ræt­ur, sem legð­ust ekki eins og strá í vind­i“. Það þykir varla góður dómur um stjórn­mála­flokk.

Auglýsing

Ráð­gjafa­ráð Við­reisnar ályktaði í gær að Bjarni Bene­dikts­son, Sig­ríður And­er­sen væri ekki stætt á ráð­herra­stóli á meðan rann­sakað væri hvernig farið hafi verið með per­sónu­upp­lýs­ingar í stjórn­ar­ráð­inu. Þau verði að víkja fram að kosn­ing­um. Við­reisn þykir Brynjar Níels­son, for­maður stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar, einnig þurfa að segja af sér sem slík­ur.

Guðni á leik

Nú er komið að Guðna Th. Jóhann­essyni, for­seta Íslands. Hann hygg­ist funda með öllum for­mönnum stjórn­mála­flokka sem eiga sæti á Alþingi í dag. Hann ætlar að gefa sér 45 mín­útur með hverjum og ein­um. Bjarni Bene­dikts­son gengur fyrstur á fund hans klukkan 11 í dag og svo koma þau koll af kolli til Bessa­staða eins og svo oft áður.

Það er ekki úr vegi að líta aðeins á þá leiki sem bjóð­ast for­set­anum í þeirri stöðu sem upp er kom­in.

Það verður örugg­lega ekki mik­illa tíð­inda að vænta fyrr en að þessum fundum Guðna með stjórn­málafor­ingj­unum lokn­um. Þá mun for­set­inn hafa fengið góða mynd á það hvernig er í pott­inn búið.

Hlut­verk Guðna verður í meg­in­at­riðum að tryggja að hér starfi rík­is­stjórn. Stjórn­ar­kreppur á borð við þá sem virð­ist blasa við – þegar aðstand­endur meiri­hluta­stjórnar þriggja flokka virð­ast vera svo í nöp við sam­starfs­fólk að það sýður upp úr með þeim hætti sem gerði í gær – eru fátíðar á Íslandi.

Guðni hefur nokkur spil á hendi í þeirri stöðu. Hans fyrsta útspil verður eflaust að bjóða sitj­andi rík­is­stjórn að sitja áfram fram að kosn­ing­um, hvenær sem þær verða. Ef sú til­laga fær ekki und­ir­tektir mun for­set­inn reyna að setja saman rík­is­stjórn með aðkomu ann­arra flokka.

Sú stjórn gæti þess vegna brugðið sér í allra kvik­inda líki; Hún gæti verið meiri­hluta­stjórn, minni­hluta­stjórn eða þjóð­stjórn ef Guðni nær að beisla óvild­ina sem ríkir milli stjórn­mála­flokka á Alþingi.

Utan­þings­stjórn er loka­úr­ræði

Eflaust er það aðeins loka­úr­ræði í huga for­set­ans að skipa utan­þings­stjórn. Aðeins ein slík rík­is­stjórn hefur setið á Íslandi. Sú stjórn sat í tvö ár á stríðs­ár­unum 1942 til 1944, áður en Lýð­veldið Ísland var stofn­að.

Utan­þings­stjórn kann hins vegar að hljóma sem kunn­ug­legt hug­tak enda hefur slíkt stjórn­ar­fyr­ir­komu­lag borið á góma í gegnum tíð­ina þegar ein­stak­lega erf­ið­lega hefur gengið að mynda rík­is­stjórn með hefð­bundnum hætti. Stundum er talað um að for­seti geti beitt tali um utan­þings­stjórn sem svipu á flokks­for­menn til það reka þá áfram í samn­inga­um­leitan og stjórn­ar­mynd­un.

Dag­skráin á Bessa­stöðum í dag

  • 11:00 – Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins
  • 13:00 – Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri hreyf­ing­ar­innar græns fram­boðs
  • 13:45 – Birgitta Jóns­dótt­ir, for­maður þing­flokks Pírata
  • 14:30 – Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins
  • 15:15 – Bene­dikt Jóhann­es­son, for­maður Við­reisnar
  • 16:00 – Ótt­arr Proppé, for­maður Bjartrar fram­tíðar
  • 16:45 – Logi Már Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Eigingirni - spilling - vald
Leslistinn 3. ágúst 2020
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir
Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Jújú, það er önnur bylgja hafin“
Sóttvarnalæknir segir að það sé hægt að sammælast um að kalla það ástand sem Ísland stendur frammi fyrir nýja bylgju. Það segi sig sjálft að aukning sé á tilfellum. Landlæknir segir tækifærið til að ráða niðurlögum ástandsins vera núna.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó
Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Átta ný innanlandssmit og fjölgar um yfir hundrað í sóttkví
Af 291 sýni sem greint var á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær reyndust átta jákvæð. Alls eru nú 80 í einangrun og 670 í sóttkví.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Ávöxtur olíupálma. Úr kjarnanum er unnin ljós, gegnsæ pálmaolía en einnig er hægt að vinna svokallaða rauða pálmaolíu úr ávextinum sjálfum.
Yfirvöld í Malasíu reyna að bæta ímynd pálmaolíu
„Pálmaolía er guðsgjöf“ er slagorð sem yfirvöld í Malasíu ætla að nota til að reyna að lappa upp á ímynd pálmaolíunnar. Ræktun pálmaolíu ógnar lífríki í regnskógum víða um heim og hefur varan mætt andstöðu til að mynda í Evrópu.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar