Ríkisstjórnin var skammlífasta meirihlutastjórn lýðveldissögunnar

Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar var skammlífasta meirihlutastjórn sem setið hefur á Íslandi síðan 1944.

Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sat í 247 daga.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sat í 247 daga.
Auglýsing

Rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­sonar er skamm­lífasta meiri­hluta­stjórn sem ríkt hefur á Íslandi síðan Lýð­veldið Ísland var stofnað árið 1944. Aðeins þrjár aðrar rík­is­stjórnir hafa setið skem­ur, en allar hafa verið minni­hluta­stjórn­ir.

Nýtt Íslands­met hefur þess vegna verið sett með atburðum dags­ins. Rík­is­stjórnin sat í 247 daga.

Síðan Ísland varð lýð­veldi árið 1944 hafa 18 ráðu­­neyti verið mynduð með stuðn­­ingi aðeins tveggja flokka. Ell­efu þess­­ara ráðu­­neyta hafa verið mynduð síðan 1991. Hér er rétt að taka fram að jafn­­vel þó að rík­­is­­stjórnir á Íslandi séu skil­­greindar og taldar eftir því hver fór með for­­sæt­is­ráðu­­neytið hverju sinni þá segir það ekki alla sög­una. Davíð Odds­­son mynd­aði til dæmis fjórum sinnum ráðu­­neyti, þrisvar með stuðn­­ingi sömu flokka. Það fæst hugs­an­­lega betri mynd ef litið er á fjölda rík­­is­­stjórn­­­ar­­sam­­starfa síðan 1991.

Auglýsing
Fjöldi sam­­starfs­­flokka og líf­tími rík­­is­­stjórna Hér sést hversu margir flokkar mynd­uðu rík­­is­­stjórnir hér á landi síðan Lýð­veldið Ísland var stofnað árið 1944 og hversu lengi þær sátu.
Ráð­herra Dagar við völd Ár Stjórn­­­ar­­myndun # flokkar
Ólafur Thors III 98 0,3 1949 1
Jóhanna Sig­­urð­­ar­dóttir I 98 0,3 2009 2
Bene­dikt Grön­­dal 116 0,3 1979 1
Bjarni Bene­dikts­­son, jr. 247 0,7 2017 3
Sig­­urður Ingi Jóhanns­­son 280 0,8 2016 2
Emil Jóns­­son 332 0,9 1958 1
Geir Haarde I 343 0,9 2006 2
Stein­grímur Her­­mann­­son II 347 1 1988 3
Jóhann Haf­­stein 369 1 1970 2
Ólafur Jóhann­es­­son II 409 1,1 1978 3
Þor­­steinn Páls­­son 448 1,2 1987 3
Davíð Odds­­son IV 481 1,3 2003 2
Stein­grímur Her­­mann­­son III 597 1,6 1989 4
Geir Haarde II 619 1,7 2007 2
Hall­­dór Ásgríms­­son 638 1,7 2004 2
Ólafur Thors II 836 2,3 1944 3
Her­­mann Jón­a­s­­son 882 2,4 1956 3
Stefán Jóhann Stef­áns­­son 1036 2,8 1947 3
Sig­­mundur Davíð Gunn­laugs­­son 1050 2,9 2013 2
Ólafur Thors IV 1109 3 1953 2
Ólafur Jóhann­es­­son I 1141 3,1 1971 3
Gunnar Thorodds­­sen 1203 3,3 1980 3
Stein­grímur Stein­þór­s­­son 1277 3,5 1950 2
Davíð Odds­­son I 1454 4 1991 2
Ólafur Thors V 1455 4 1959 2
Davíð Odds­­son III 1456 4 1999 2
Geir Hall­gríms­­son 1465 4 1974 2
Jóhanna Sig­­urð­­ar­dóttir II 1474 4 2009 2
Davíð Odds­­son II 1496 4,1 1995 2
Stein­grímur Her­­mann­­son I 1504 4,1 1983 2
Bjarni Bene­dikts­­son 2430 6,7 1963 2

Ef við gefum okkur að rík­­is­­stjórn­­­ar­­sam­­starfi sé sjálf­krafa lokið við kosn­­ingar þá hafa orðið til sjö meiri­hluta­­sam­­störf með tveimur flokkum síðan 1991. Davíð Odds­­son var for­­sæt­is­ráð­herra í rík­­is­­stjórnum Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins og Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins þrisvar sinnum sinnum frá 1995 til 2004 þegar hann gerð­ist utan­­­rík­­is­ráð­herra og fól Hall­­dóri Ásgríms­­syni for­­sæt­is­ráðu­­neyt­ið. Hall­­dór sat í 638 daga þar til hann hætti í stjórn­­­málum og Geir Haarde varð for­­sæt­is­ráð­herra í 343 daga. Á kjör­­tíma­bil­inu 2003 til 2007 sátu þess vegna þrjár rík­­is­­stjórnir með stuðn­­ingi sömu flokka.

Rík­is­stjórn Bjarna mun hugs­an­lega sitja áfram sem starfs­stjórn fram að kosn­ing­um. Það mun, í þessum sam­an­burði, lengja líf­tíma rík­is­stjórn­ar­innar um sex vikur eða svo. Það mun hins vegar ráð­ast í dag eða á næstu dögum hvernig stjórn lands­ins verður háttað fram að kosn­ing­um.

Sé tekið til­­lit til þess þá hefur líf­­tími rík­­is­­stjórn­­­ar­­sam­­starfa síð­­­ustu 25 árin verið að með­­al­tali 3,6 ár. Þar til árið 2007 var með­­al­líf­­tími sam­­starf­anna 4,0 ár, eða jafn lengi og kjör­­tíma­bil eru hér á landi. Hér eru tvö sam­­störf sem draga með­­al­talið nið­­ur. Eftir aðeins 619 daga baðst annað ráðu­­neyti Geirs Haarde lausnar og minn­i­hluta­­stjórn Sam­­fylk­ingar og Vinstri grænna tók við og sat fram að kosn­­ingum í apríl árið 2009. Þessir sömu flokkar mynd­uðu svo meiri­hluta sem sat í fjögur ár. Þá var kjör­­tíma­bilið sem hófst 2013 stytt um um það bil hálft ár eftir að Sig­­mundur Davíð Gunn­laugs­­son hrökkl­að­ist frá völdum í apríl 2016.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar