Ríkisstjórnin var skammlífasta meirihlutastjórn lýðveldissögunnar

Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar var skammlífasta meirihlutastjórn sem setið hefur á Íslandi síðan 1944.

Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sat í 247 daga.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sat í 247 daga.
Auglýsing

Rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­sonar er skamm­lífasta meiri­hluta­stjórn sem ríkt hefur á Íslandi síðan Lýð­veldið Ísland var stofnað árið 1944. Aðeins þrjár aðrar rík­is­stjórnir hafa setið skem­ur, en allar hafa verið minni­hluta­stjórn­ir.

Nýtt Íslands­met hefur þess vegna verið sett með atburðum dags­ins. Rík­is­stjórnin sat í 247 daga.

Síðan Ísland varð lýð­veldi árið 1944 hafa 18 ráðu­­neyti verið mynduð með stuðn­­ingi aðeins tveggja flokka. Ell­efu þess­­ara ráðu­­neyta hafa verið mynduð síðan 1991. Hér er rétt að taka fram að jafn­­vel þó að rík­­is­­stjórnir á Íslandi séu skil­­greindar og taldar eftir því hver fór með for­­sæt­is­ráðu­­neytið hverju sinni þá segir það ekki alla sög­una. Davíð Odds­­son mynd­aði til dæmis fjórum sinnum ráðu­­neyti, þrisvar með stuðn­­ingi sömu flokka. Það fæst hugs­an­­lega betri mynd ef litið er á fjölda rík­­is­­stjórn­­­ar­­sam­­starfa síðan 1991.

Auglýsing
Fjöldi sam­­starfs­­flokka og líf­tími rík­­is­­stjórna Hér sést hversu margir flokkar mynd­uðu rík­­is­­stjórnir hér á landi síðan Lýð­veldið Ísland var stofnað árið 1944 og hversu lengi þær sátu.
Ráð­herra Dagar við völd Ár Stjórn­­­ar­­myndun # flokkar
Ólafur Thors III 98 0,3 1949 1
Jóhanna Sig­­urð­­ar­dóttir I 98 0,3 2009 2
Bene­dikt Grön­­dal 116 0,3 1979 1
Bjarni Bene­dikts­­son, jr. 247 0,7 2017 3
Sig­­urður Ingi Jóhanns­­son 280 0,8 2016 2
Emil Jóns­­son 332 0,9 1958 1
Geir Haarde I 343 0,9 2006 2
Stein­grímur Her­­mann­­son II 347 1 1988 3
Jóhann Haf­­stein 369 1 1970 2
Ólafur Jóhann­es­­son II 409 1,1 1978 3
Þor­­steinn Páls­­son 448 1,2 1987 3
Davíð Odds­­son IV 481 1,3 2003 2
Stein­grímur Her­­mann­­son III 597 1,6 1989 4
Geir Haarde II 619 1,7 2007 2
Hall­­dór Ásgríms­­son 638 1,7 2004 2
Ólafur Thors II 836 2,3 1944 3
Her­­mann Jón­a­s­­son 882 2,4 1956 3
Stefán Jóhann Stef­áns­­son 1036 2,8 1947 3
Sig­­mundur Davíð Gunn­laugs­­son 1050 2,9 2013 2
Ólafur Thors IV 1109 3 1953 2
Ólafur Jóhann­es­­son I 1141 3,1 1971 3
Gunnar Thorodds­­sen 1203 3,3 1980 3
Stein­grímur Stein­þór­s­­son 1277 3,5 1950 2
Davíð Odds­­son I 1454 4 1991 2
Ólafur Thors V 1455 4 1959 2
Davíð Odds­­son III 1456 4 1999 2
Geir Hall­gríms­­son 1465 4 1974 2
Jóhanna Sig­­urð­­ar­dóttir II 1474 4 2009 2
Davíð Odds­­son II 1496 4,1 1995 2
Stein­grímur Her­­mann­­son I 1504 4,1 1983 2
Bjarni Bene­dikts­­son 2430 6,7 1963 2

Ef við gefum okkur að rík­­is­­stjórn­­­ar­­sam­­starfi sé sjálf­krafa lokið við kosn­­ingar þá hafa orðið til sjö meiri­hluta­­sam­­störf með tveimur flokkum síðan 1991. Davíð Odds­­son var for­­sæt­is­ráð­herra í rík­­is­­stjórnum Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins og Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins þrisvar sinnum sinnum frá 1995 til 2004 þegar hann gerð­ist utan­­­rík­­is­ráð­herra og fól Hall­­dóri Ásgríms­­syni for­­sæt­is­ráðu­­neyt­ið. Hall­­dór sat í 638 daga þar til hann hætti í stjórn­­­málum og Geir Haarde varð for­­sæt­is­ráð­herra í 343 daga. Á kjör­­tíma­bil­inu 2003 til 2007 sátu þess vegna þrjár rík­­is­­stjórnir með stuðn­­ingi sömu flokka.

Rík­is­stjórn Bjarna mun hugs­an­lega sitja áfram sem starfs­stjórn fram að kosn­ing­um. Það mun, í þessum sam­an­burði, lengja líf­tíma rík­is­stjórn­ar­innar um sex vikur eða svo. Það mun hins vegar ráð­ast í dag eða á næstu dögum hvernig stjórn lands­ins verður háttað fram að kosn­ing­um.

Sé tekið til­­lit til þess þá hefur líf­­tími rík­­is­­stjórn­­­ar­­sam­­starfa síð­­­ustu 25 árin verið að með­­al­tali 3,6 ár. Þar til árið 2007 var með­­al­líf­­tími sam­­starf­anna 4,0 ár, eða jafn lengi og kjör­­tíma­bil eru hér á landi. Hér eru tvö sam­­störf sem draga með­­al­talið nið­­ur. Eftir aðeins 619 daga baðst annað ráðu­­neyti Geirs Haarde lausnar og minn­i­hluta­­stjórn Sam­­fylk­ingar og Vinstri grænna tók við og sat fram að kosn­­ingum í apríl árið 2009. Þessir sömu flokkar mynd­uðu svo meiri­hluta sem sat í fjögur ár. Þá var kjör­­tíma­bilið sem hófst 2013 stytt um um það bil hálft ár eftir að Sig­­mundur Davíð Gunn­laugs­­son hrökkl­að­ist frá völdum í apríl 2016.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Páll Hermannsson
Sundabraut og Sundahöfn
Kjarninn 22. nóvember 2019
Samruninn bjargaði Hringbraut frá þroti
Hringbraut var á leið í þrot og því bjargaði samnruninn við Torg, útgáfufélags Fréttablaðsins, því sem bjargað varð.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Kraumandi óánægja hjá starfsfólki Hafró
Starfsfólk Hafrannsóknarstofnunar hefur miklar áhyggjur af því að hagræðing hjá stofnuninni muni höggva í kjarnastarfsemi stofnunarinnar.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Þóra Sveinsdóttir
Eru konur kannski menn?
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ilia Shumanov
Hægt að lágmarkað skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum
Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar