Ríkisstjórnin var skammlífasta meirihlutastjórn lýðveldissögunnar

Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar var skammlífasta meirihlutastjórn sem setið hefur á Íslandi síðan 1944.

Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sat í 247 daga.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sat í 247 daga.
Auglýsing

Rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­sonar er skamm­lífasta meiri­hluta­stjórn sem ríkt hefur á Íslandi síðan Lýð­veldið Ísland var stofnað árið 1944. Aðeins þrjár aðrar rík­is­stjórnir hafa setið skem­ur, en allar hafa verið minni­hluta­stjórn­ir.

Nýtt Íslands­met hefur þess vegna verið sett með atburðum dags­ins. Rík­is­stjórnin sat í 247 daga.

Síðan Ísland varð lýð­veldi árið 1944 hafa 18 ráðu­­neyti verið mynduð með stuðn­­ingi aðeins tveggja flokka. Ell­efu þess­­ara ráðu­­neyta hafa verið mynduð síðan 1991. Hér er rétt að taka fram að jafn­­vel þó að rík­­is­­stjórnir á Íslandi séu skil­­greindar og taldar eftir því hver fór með for­­sæt­is­ráðu­­neytið hverju sinni þá segir það ekki alla sög­una. Davíð Odds­­son mynd­aði til dæmis fjórum sinnum ráðu­­neyti, þrisvar með stuðn­­ingi sömu flokka. Það fæst hugs­an­­lega betri mynd ef litið er á fjölda rík­­is­­stjórn­­­ar­­sam­­starfa síðan 1991.

Auglýsing
Fjöldi sam­­starfs­­flokka og líf­tími rík­­is­­stjórna Hér sést hversu margir flokkar mynd­uðu rík­­is­­stjórnir hér á landi síðan Lýð­veldið Ísland var stofnað árið 1944 og hversu lengi þær sátu.
Ráð­herra Dagar við völd Ár Stjórn­­­ar­­myndun # flokkar
Ólafur Thors III 98 0,3 1949 1
Jóhanna Sig­­urð­­ar­dóttir I 98 0,3 2009 2
Bene­dikt Grön­­dal 116 0,3 1979 1
Bjarni Bene­dikts­­son, jr. 247 0,7 2017 3
Sig­­urður Ingi Jóhanns­­son 280 0,8 2016 2
Emil Jóns­­son 332 0,9 1958 1
Geir Haarde I 343 0,9 2006 2
Stein­grímur Her­­mann­­son II 347 1 1988 3
Jóhann Haf­­stein 369 1 1970 2
Ólafur Jóhann­es­­son II 409 1,1 1978 3
Þor­­steinn Páls­­son 448 1,2 1987 3
Davíð Odds­­son IV 481 1,3 2003 2
Stein­grímur Her­­mann­­son III 597 1,6 1989 4
Geir Haarde II 619 1,7 2007 2
Hall­­dór Ásgríms­­son 638 1,7 2004 2
Ólafur Thors II 836 2,3 1944 3
Her­­mann Jón­a­s­­son 882 2,4 1956 3
Stefán Jóhann Stef­áns­­son 1036 2,8 1947 3
Sig­­mundur Davíð Gunn­laugs­­son 1050 2,9 2013 2
Ólafur Thors IV 1109 3 1953 2
Ólafur Jóhann­es­­son I 1141 3,1 1971 3
Gunnar Thorodds­­sen 1203 3,3 1980 3
Stein­grímur Stein­þór­s­­son 1277 3,5 1950 2
Davíð Odds­­son I 1454 4 1991 2
Ólafur Thors V 1455 4 1959 2
Davíð Odds­­son III 1456 4 1999 2
Geir Hall­gríms­­son 1465 4 1974 2
Jóhanna Sig­­urð­­ar­dóttir II 1474 4 2009 2
Davíð Odds­­son II 1496 4,1 1995 2
Stein­grímur Her­­mann­­son I 1504 4,1 1983 2
Bjarni Bene­dikts­­son 2430 6,7 1963 2

Ef við gefum okkur að rík­­is­­stjórn­­­ar­­sam­­starfi sé sjálf­krafa lokið við kosn­­ingar þá hafa orðið til sjö meiri­hluta­­sam­­störf með tveimur flokkum síðan 1991. Davíð Odds­­son var for­­sæt­is­ráð­herra í rík­­is­­stjórnum Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins og Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins þrisvar sinnum sinnum frá 1995 til 2004 þegar hann gerð­ist utan­­­rík­­is­ráð­herra og fól Hall­­dóri Ásgríms­­syni for­­sæt­is­ráðu­­neyt­ið. Hall­­dór sat í 638 daga þar til hann hætti í stjórn­­­málum og Geir Haarde varð for­­sæt­is­ráð­herra í 343 daga. Á kjör­­tíma­bil­inu 2003 til 2007 sátu þess vegna þrjár rík­­is­­stjórnir með stuðn­­ingi sömu flokka.

Rík­is­stjórn Bjarna mun hugs­an­lega sitja áfram sem starfs­stjórn fram að kosn­ing­um. Það mun, í þessum sam­an­burði, lengja líf­tíma rík­is­stjórn­ar­innar um sex vikur eða svo. Það mun hins vegar ráð­ast í dag eða á næstu dögum hvernig stjórn lands­ins verður háttað fram að kosn­ing­um.

Sé tekið til­­lit til þess þá hefur líf­­tími rík­­is­­stjórn­­­ar­­sam­­starfa síð­­­ustu 25 árin verið að með­­al­tali 3,6 ár. Þar til árið 2007 var með­­al­líf­­tími sam­­starf­anna 4,0 ár, eða jafn lengi og kjör­­tíma­bil eru hér á landi. Hér eru tvö sam­­störf sem draga með­­al­talið nið­­ur. Eftir aðeins 619 daga baðst annað ráðu­­neyti Geirs Haarde lausnar og minn­i­hluta­­stjórn Sam­­fylk­ingar og Vinstri grænna tók við og sat fram að kosn­­ingum í apríl árið 2009. Þessir sömu flokkar mynd­uðu svo meiri­hluta sem sat í fjögur ár. Þá var kjör­­tíma­bilið sem hófst 2013 stytt um um það bil hálft ár eftir að Sig­­mundur Davíð Gunn­laugs­­son hrökkl­að­ist frá völdum í apríl 2016.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.
Kjarninn 13. júlí 2020
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar