Bjarni baðst lausnar fyrir ráðuneytið en þing verður ekki rofið

Bjarni Benediktsson fundaði með forseta Íslands sem veitti ráðuneyti Bjarna lausn. Ríkisstjórnin starfar áfram sem starfsstjórn.

Bjarni Benediktsson verður forsætisráðherra í starfstjórn þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð.
Bjarni Benediktsson verður forsætisráðherra í starfstjórn þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son gekk á fund for­seta Íslands í morgun og baðst lausnar fyrir sig og sitt ráðu­neyti. Guðni Th. Jóhann­es­son, for­seti Íslands, féllst á það og óskaði eftir því að rík­is­stjórnin myndi starfa í starfs­stjórn þar til ný rík­is­stjórn verði mynd­uð.

­Bjarni óskaði ekki eftir því að Guðni myndi stað­festa þing­rof. Alþingi starfar þess vegna áfram fram að kosn­ing­um. Ný rík­is­stjorn verður ekki mynduð fyrr en eftir kosn­ing­ar, sem Bjarni hefur lagt til að fari fram 4. nóv­em­ber næst­kom­andi. Bjarni von­ast til þess að geta samið um þá dag­setn­ingu við þing­flokka á Alþingi.

Spurður hvort honum sé stætt í rík­is­stjórn segir Bjarni að það sé venjan að ráð­herrar eru beðnir um að sitja áfram. Ráð­gjafa­ráð Við­reisnar hefur ályktað um að Við­reisn geti ekki starfað í rík­is­stjórn þar sem Bjarni og Sig­ríður And­er­sen gegna ráð­herra­emb­ætti. Bjarni seg­ist ekki sækja umboð sitt til ráð­gjafa­ráðs­ins.

Auglýsing

„Menn verða að rísa undir þeirri skyldu að starfa áfram,“ segir Bjarni. Spurður um hvað þeir Guðni hafi rætt sagði Bjarni: „Við áttum bara mjög fínan fund, ræddum um stjórn­málin og þessa atburði sem hafa verið á und­an­förnum árum.“

Spurður hvort þetta mál hafi haft per­sónu­leg áhrif á Bjarna og fjöl­skyldu hans, þar sem faðir hans hefur verið til umfjöll­unar vegna þess að hann vott­aði með­mæli fyrir dæmdan barn­a­níð­ing. „Það getur ekk­ert mál komið upp á milli okkar feðganna, sem truflar okkar trúnað og traust,“ svar­aði Bjarni.

„Mín von­brigði eru ekki per­sónu­leg von­brigði. Ég er ekki í stjórn­málum til þess að upp­fylla per­sónu­legan metn­að. Mín von­brigði eru ein­fald­lega brosnar vonir fyrir það ráðu­neyti sem ég var að skila inn umboði fyrir nún­a.“

Þétt dag­skrá á Bessa­stöðum

Guðni Th. Jóhann­es­son, for­seti Íslands, tekur á móti öllum for­mönnum stjórn­mála­flokka sem eiga sæti á Alþingi í dag. Næstur for­mann­ana er Katrín Jak­obs­dóttir sem á tíma hjá for­seta klukkan 13 í dag.

  • 11:00 – Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins
  • 13:00 – Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri hreyf­ing­ar­innar græns fram­boðs
  • 13:45 – Birgitta Jóns­dótt­ir, for­maður þing­flokks Pírata
  • 14:30 – Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins
  • 15:15 – Bene­dikt Jóhann­es­son, for­maður Við­reisnar
  • 16:00 – Ótt­arr Proppé, for­maður Bjartrar fram­tíðar
  • 16:45 – Logi Már Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Krefur yfirvöld um betri upplýsingar um faraldurinn á erlendum tungum
„Við erum ekki öll almannavarnir ef upplýsingarnar ná ekki til okkar allra,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir í bréfi til forsætisráðherra, þar sem þess er krafist að bætt verði úr upplýsingamiðlun um faraldurinn til aðfluttra íbúa á Íslandi.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Greiðslumiðlunarfyrirtækið Borgun var nýlega selt til erlendra eigenda. Ábyrgð á mögulegum blekkingum fortíðar situr eftir hjá fyrri eigendum.
Íslandsbanki mun áfram bera ábyrgð á fjártjóni í Borgunarmálinu
Þrátt fyrir að Íslandsbanki hafi selt hlut sinn í Borgun í síðasta mánuði mun bankinn áfram bera ábyrgð á að greiða hinum ríkisbankanum, Landsbankanum, bætur ef Borgunarmálið tapast. Matsmenn í málinu telja að upplýsingar hafi vantað í ársreikning.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Níu ný smit – 91 í einangrun
Níu ný tilfelli COVID-19 greindust hér á landi í gær. 91 er því með virk smit af kórónuveirunni og í einangrun. Öll smitin greindust í rannsóknum veirufræðideildar Landspítalans.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Leita lífs og svara
Það er talað um slys. En á sama tíma liggur fyrir að spenna milli Ísraela og Hezbollah-skæruliða hefur aukist að undanförnu. Eiturgufur og ryk liggur enn yfir borginni – París Miðausturlanda – og lífs er leitað í rústunum sem og svara við því sem gerðist.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Í fyrsta sinn frá árinu 2012 fluttu fleiri erlendir ríkisborgarar af landinu en til þess
Þegar mest lét starfaði rúmur fjórðungur erlends vinnuafls í ferðaþjónustu en almennt atvinnuleysi erlendra ríkisborgara hérlendis var 18,5 prósent í júní síðastliðnum. Á árunum eftir hrun fækkaði erlendum ríkisborgurum sem búsettir voru hér á landi.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Viðskipti með hlutabréf lækkuðu um 60 prósent milli ára
Mest viðskipti voru með hlutabréf í Marel í nýliðnum mánuði en flest viðskipti voru með hlutabréf í Icelandair.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur segir „komið að stjórnvöldum“ að taka ákvarðanir
Við þurfum að læra að lifa með kórónuveirunni næstu mánuði og jafnvel ár og því er komið að hafa sjónarmið annarra en sóttvarnalæknis í ákvarðanatöku. „Ég held að það sé komið að stjórnvöldum að koma meira inn í það,“ segir Þórólfur Guðnason.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Það verður ekkert Reykjavíkurmaraþon í ár.
Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka aflýst
Reykjavíkumaraþoni Íslandsbanka, sem fram átti að fara 22. ágúst, hefur verið aflýst. Allar skráningar í hlaupið verða færðar fram um eitt ár, en þeir sem þess óska geta fengið endurgreiðslu.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent