Mikil óvissa um hvort greiddur sé skattur af Airbnb-leigu

Heimagisting í gegnum Airbnb velti um 6,6 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2017. Talið er að slík gisting sé með 50 prósent markaðshlutdeild. Og vafi er á hvort skattur sé greiddur af tekjum af henni.

7DM_4198_raw_1619.JPG
Auglýsing

Mik­ill óvissa ríkir um hvort þeir sem leigi út íbúð­irnar sínar í gegnum Air­bnb greiði skatt af þeirri leigu. Alls velti heimagist­ing í gegnum Air­bnb í Reykja­vík um 46 millj­ónum evra í fyrra, eða um 6,1 millj­arði króna. Á fyrstu átta mán­uðum árs­ins 2017 er áætlað að veltan sé 50,5 millj­ónir evra, eða um 6,6 millj­arðar króna, sam­kvæmt tölum sem Hag­fræði­deild Lands­bank­ans hefur aflað í gegnum grein­inga­fyr­ir­tækið Air­dna, sem safnar sam­tíma­gögnum af vef­síðu Air­bnb.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í ítar­legri efna­hags­grein­ingu Lands­bank­ans á ferða­þjón­ustu á Íslandi sem birt var í dag.

Alls óvíst að greiddur sé skattur

Talið er að um 15 pró­sent af velt­unni fari beint til Air­bnb. Á fyrstu átta mán­uðum árs­ins í ár er það um millj­arður króna en allt árið í fyrra var sú upp­hæð um 900 millj­ónir króna. Lands­bank­inn telur alls óvíst að fyr­ir­tæki eins og Air­bnb greiði nokkurn skatt af starf­semi sinni hér­lend­is. Þá liggur heldur ekk­ert fyrir um hversu margir þeirra sem leigja út íbúð­irnar sínar í gegnum deili­hag­kerfið greiði skatt af tekjum sínum vegna þeirrar útleigu. Raunar bendir flest til þess að ansi margir geri slíkt ekki.

Auglýsing

Sam­kvæmt lögum eiga allir ein­stak­lingar sem ætla að bjóða heimagist­ingu að til­kynna sýslu­manni um slíkt. Við skrán­ingu ber við­kom­andi aðila að stað­festa að hús­næðið upp­fylli kröfur í reglu­gerð um bruna­varn­ir, það hafi hlotið sam­þykki sem íbúð­ar­hús­næði og að hús­næðið sé full­nægj­andi með til­liti til holl­ustu­hátta sam­kvæmt lögum um holl­ustu­hætti og meng­un­ar­varn­ir. Alls eru 927 með skráða heimagist­ingu. Inni­falið í því eru aðilar sem reka gisti­heim­ili og bændag­ist­ingu. Þar er því alls ekki ein­ungis um Air­bn­b-út­leigj­endur að ræða. Í þessu sam­hengi má nefna að 3.049 fast­eignir í Reykja­vík voru skráðar til útleigu á Air­bnb í ágúst 2016. Þeim hafði þá fjölgað um 80 pró­sent á milli ára. Og miðað við aukna veltu á árinu 2017 má ætla að þeim fast­eignum hafi síst fækk­að.

Í skýrslu Lands­bank­ans seg­ir: „Air­bnb greiðir gest­gjöf­unum inn á banka­reikn­ing hér­lendis eða erlend­is, eða inn á Payp­al-­reikn­ing. Mikil óvissa ríkir um hversu hátt hlut­fall af þeim tekjum er gefið upp til skatts hér á land­i.“

Allt að 50 pró­sent mark­aðs­hlut­deild

Lands­bank­inn áætlar því, út frá þeim tölum sem hann byggir grein­ingu sína á, að Airn­bnb sé með um 40 pró­sent mark­aðs­hlut­deild í hót­el­geir­anum í Reykja­vík. Ef Air­bn­b-g­ist­ing í nágranna­sveit­ar­fé­lögum Reykja­víkur er tekin inn í dæmið sé ekki ólík­legt að mark­aðs­hlut­deildin sé nálægt 50 pró­sent.

Í skýrsl­unni seg­ir: „Hver er t.d. ábyrgð stjórn­valda á að skapa sann­gjarna sam­keppn­is­stöðu á milli Air­bn­b-g­ist­ingar og hót­ela, að tryggja að eft­ir­lit sé sann­gjarnt og íþyngi ekki einni teg­und gist­ingar (hót­elum og gisti­heim­il­um) umfram aðra (s.s. Air­bnb). Það telst líka tæp­ast sann­gjarnt að hótel og gisti­heim­ili þurfi að greiða fyrir leyfi, greiði skatta og þurfi að taka til­lit til ýmissa sam­fé­lags­legra þátt í þéttri íbúa­byggð o.s.frv. á meðan Air­bn­b-g­ist­ing fær nán­ast frjálsar hend­ur.“

Hefur áhrif á inn­lendan hús­næð­is­markað

Útleiga á heim­ilum til ferða­manna hefur gert það að verkum að Ísland hefur getað tekið á móti þeim gríð­ar­lega fjölda ferða­manna sem hefur komið hingað til lands á und­an­förnum árum, þar sem upp­bygg­ing hót­ela hefur ekki getað haldið í við þá aukn­ingu. Skýrslu­höf­undar benda á að nýt­ing á hót­elum hér­lendis hafi dreg­ist saman í byrjun sum­ars, þrátt fyrir að við blasi að skortur sé á hót­el­rýmum til að þjón­usta síauk­inn fjölda ferða­manna sem sækir Ísland heim. Ástæðan sé sú að fram­boð af Air­bnb íbúðum sé enn að aukast. Það hefur áhrif á rekstr­ar­hæfi hót­ela og getu þeirra til að greiða þeim sem fjár­magna bygg­ingu þeirra, t.d. bönkum eins og Lands­bank­an­um.

Önnur alvar­leg hlið­ar­verkun af auk­inni Airn­bn­b-út­leigu er sú að hún hefur spilað stóra rullu í því að hús­næð­is­verð hefur hækkað gríð­ar­lega á örfáum árum með því að draga veru­legu úr fram­boði á mark­aði þar sem eft­ir­spurn er gríð­ar­leg. Þar spila vit­an­lega aðrir þættir líka stóra, og jafn­vel stærri rullu. Mestu máli skiptir að ein­fald­lega hefur ekki verið byggt nægj­an­lega mikið nægj­an­lega hratt til að halda í við eft­ir­spurn eftir íbúð­ar­hús­næði. Þá hefur inn­koma hagn­að­ar­drif­inna leigu­fé­laga einnig haft áhrif.

Afleið­ingin er sú að hús­næð­is­verð á öllu íbúð­ar­hús­næði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur hækkað um 91 pró­sent frá því í des­em­ber 2010. Íbúða­lána­sjóður metur það sem svo að það vanti um 9.000 íbúðir á næstu þremur árum, eða til loka árs 2019, til að anna eft­ir­spurn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar