Sjálfstæði Katalóníu – Eða borgarstyrjöld sem þarf að gera upp

Katalónía er í sjálfstæðisbaráttu. Auður Jónsdóttir rithöfundur veitir innsýn í þessa flóknu og djúpu deilu, þar sem blóði drifin saga valdabaráttu er ekki langt undan.

Auður Jónsdóttir
Katalónía Spánn sjálfstæðisbarátta
Auglýsing

Vinur minn lést úr lungna­krabba­meini í Barcelona aðeins fjöru­tíu og sex ára. Hann hét Pétur Leifur en bjó megnið af sínu alltof stutta lífi þar í borg. Ég var svo lánsöm að kynn­ast borg­inni í gegnum hann þegar ég bjó þar í tvö ár, frá 2006 til 2008. 

Pétur hafði þá búið á þriðja ára­tug í borg­inni, hann flutti þangað korn­ungur ásamt íslenskri kær­ustu og þau íleng­t­ust en gift­ust bæði Spán­verj­um. Hann gjör­þekkti borg­ina, alla leyndu lókal­stað­ina, en sakn­aði hennar eins og hún hafði verið fyrir ólymp­íu­leik­ana, áður en vin­sældir hennar urðu svona ofboðs­leg­ar. 

Pétur var áber­andi víð­les­inn, sæl­keri og fag­ur­keri fram í langa, mjóa fing­ur­góma; þáver­andi sam­býl­is­kona hans var ein þokka­fyllsta kona sem ég hef hitt, söng­kona í kab­ar­ettum sem vann líka við garð­yrkju, létt­stíg eins og hind en borð­aði kalt nauta­kjöt í morg­un­mat og drakk cafe solo með því. Þau voru bæði svo létt­stíg að það var draumkennt að horfa á eftir þeim svífa eftir þröngum strætum borg­ar­innar sem þau þekktu svo vel. Pétur átti til að segja að Barcelona væri púð­ur­tunna, einn dag­inn myndu Katal­anir krefj­ast sjálf­stæðis og þá yrðu átök. En Pétur sagði svo margt, hann spáði því líka að bráðum myndi efna­hags­lífið hrynja á Ísland­i. 

Auglýsing

Allt í einu var hann dáinn. Og nokkrum dögum eftir jarð­ar­för­ina byrj­aði íslenska krónan að falla og svo kom Hrunið og allt í einu var ég flutt heim og hef ekki komið síðan þá til Barcelona. 

Allt að springa

Hvað ætli Pétur hefði sagt núna? hugs­aði ég yfir nýj­ustu frétt­unum af ástand­inu í Barcelona og datt um leið í hug að hafa sam­band við sam­eig­in­lega vin­konu okk­ar, Hólm­fríði Matth­í­as­dótt­ur: stúlk­una sem flutti fyrir meira en þrjá­tíu árum með Pétri til Barcelona og hefur búið þar allar götur síð­an, þangað til hún tók nýverið við stjórn For­lags­ins sem útgef­and­i. 

Pétur sagði að þetta ætti allt eftir að springa, sagði ég við hana í sím­ann og hún svar­aði að bragð­i: Sem það er á leið­inni að gera.“  

Hólm­fríður var þá stödd á flug­velli í útlöndum að bíða eftir kvöld­flugi en til í morg­un­sopa. Dag­inn eftir drakk ég kaffi með henni og bústna kett­inum hans Jóhanns Páls og fékk að heyra allt sam­an. 

Andúð á Kata­lönum

Við héldum aldrei að þetta myndi ger­ast,“ sagði hún strax. Þjóð­ern­is­sinnar hafa alltaf talað um sjálf­stæði Kata­lóníu en manni fannst það aldrei vera raun­hæfur mögu­leiki því þeir voru í svo miklum minni­hluta. Það var erfitt að sjá fyrir þessa þróun síð­ustu árin. Þetta er svo flókin flétta sem fór af stað. Í kringum 2000 hafði Lýð­flokk­ur­inn verið við stjórn en með nauman meiri­hluta og þurfti stuðn­ing CIU (Con­vergència i Unió), hægri þjóð­ern­is­flokks sem var leiddur af Jordi Pujol. 

Hólmfríður Matthíasdóttir flutti til Barcelona fyrir um þrjátíu árum og hefur búið þar síðan, þangað til hún tók nýverið við stjórn For­lags­ins sem útgef­and­i.Í kosn­ing­unum 2000 náði Lýð­flokk­ur­inn svo þægi­legum meiri­hluta og þurfti ekki lengur á stuðn­ingi CIU að halda svo hann fjar­lægð­ist fyrrum stuðn­ings­flokk­inn, eins og af skömm. Um leið upp­hefst á Spáni hálf­gerð andúð á Kata­lón­um. Ég get ekki fest fingur á þetta en ég hef upp­lifað það hjá vin­unum mínum sem búa utan Kata­lón­íu. Þessi til­finn­ing: Kata­lónar vilja ekki vera með okkur – gýs upp. Og ég tengi það við tíma­punkt­inn þegar Lýð­flokk­ur­inn reyndi að fjar­lægj­ast CIU.“  

Greiðslur til Kata­lóníu drag­ast

Með stuðn­ingnum við Lýð­flokk­inn hafði CIU fengið vil­yrði fyrir auknum rétt­indum í Kata­lóníu – sem varð ekk­ert af,“ útskýrir Hólm­fríð­ur, píreyg af því að þýða spænskan veru­leika yfir í þann íslenska. Þeir eru óánægðir með það og hafa sóst eftir að fá þau.

Hér­uðin innan Spánar hafa mis­mikil rétt­indi. Kata­lónía er á pari við Madrid og Andalúsíu hvað rétt­indi varð­ar. En Baska­hér­uðin og Navarra hafa meiri rétt­indi en önnur af sögu­legum ástæð­um, þ.e. stjórn yfir eigin fjár­málum og skatta­mál­u­m. 

Skatt­inn­heimtan fer þannig fram að skatt­ur­inn, sem er inn­heimt­ur, skipt­ist á milli hér­aðs­ins og lands­ins. Ríkið inn­heimtir skatt­inn og útdeilir svo fé til Kata­lóníu á meðan þessu er öfugt farið í Baska­hér­uð­un­um. Þetta er nátt­úr­lega stjórn­un­ar­tæki. Kata­lónar hafa m.a. barist fyrir því að fá að inn­heimta skatt­inn sjálfir því þegar að spænska stjórnin inn­heimtir hann og borgar til þeirra drag­ast greiðsl­urnar og þá geta þeir ekki staðið við skuld­bind­ingar sínar innan kata­lónska stjórn­kerf­is­ins, eins og t.d. greiðslur til starfs­manna eða nið­ur­greiðslu á lyfjum í apó­tek­um.“  

Ný stjórn­ar­skrá felld

Bar­áttan fyrir þessum auknu rétt­ind­um, sem hófst árið 2000, krist­all­að­ist árið 2006 í því að ný stjórn­ar­skrá, L‘Esta­tut, fór í gegnum katal­anska þingið þar sem hún var rædd og sam­þykkt.

Þaðan fór hún til Madrid­ar. Sós­í­alistar voru þá við völd, hún var rædd á þing­inu og skorin niður en á end­anum sam­þykkt. Þessi stjórn­ar­skrá er mjög umdeild því fram í henni kom að Kata­lónar væru þjóð. Það fór fyrir brjóstið á hægri mönnum (Lýð­flokkn­um) og þeir stóðu fyrir und­ir­skrifta­söfn­un, kærðu L‘Esta­tut og fóru með stjórn­ar­skrána fyrir stjórn­ar­dóm­stól­inn. Sem felldi úr gildi marga meg­in­þætti hennar og end­ur­samdi aðra. 

Kata­lónum fund­ust þeir hafa verið lít­il­lækk­að­ir. Skjalið hafði farið í gegnum þingið þeirra og síðan spænska þingið og eftir að hafa verið sam­þykkt á báðum þingum fór það í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu í Kata­lóníu þar sem það var líka sam­þykkt, þannig að úrskurður stjórn­laga­dóm­stóls Spánar var mikið reiða­slag. Í kjöl­farið kemst rót­tæk­ari þjóð­ern­is­flokkur til valda í Kata­lóníu og síðan þá hefur verið upp­gang­ur  í þjóð­ern­is­hyggju í Kata­lón­íu. Vinstri þjóð­ern­is­flokk­ur­inn, ERC (Esquerra Repu­blicana de Cata­lunya), hefur til dæmis átt vax­andi fylgi að fagna.“ 

Bannað að tala kata­lónsku

Kata­lón­íu­mönnum finn­ast þeir vera sér­þjóð. Þeir hafa eigin tungu, eigin menn­ingu, eigin sögu. Meðan Franco var við völd var bannað að tala kata­lónsku opin­ber­lega, fólk tal­aði hana heima hjá sér. Í fjöru­tíu ár var hún ekki kennd í skól­um. Eldra fólk í Kata­lóníu kann ekki að skrifa rétt, það lærði aldrei rétt­ritun á móð­ur­máli sínu. Og enn þann dag í dag get­urðu lent í vand­ræðum ef þú talar kata­lónsku við þjóð­varð­liða í Kata­lón­íu. Und­ir­aldan er vissu­lega þung.

Í kringum 2010 kom upp mikið spill­ing­ar­mál í flokknum CIU og nýr for­mað­ur, Artur Mas, not­aði sér þessa vax­andi þjóð­ern­is­bylgju í póli­tískum til­gangi til að yfir­gnæfa umtal um spill­ing­una. Hann þrýsti á spænska ríkið til að auka hróður sinn sem stjórn­mála­manns í Kata­lóníu og það fór úr bönd­un­um. Hann fékk miklu meiri und­ir­tektir en hann átti von á og skriðan fór af stað. 

Spán­ar­stjórn hefur ekki sýnt neinn vilja, nokkur tím­ann, til að setj­ast nið­ur, ræða málin og semja. Þó svo maður sé ekki hlynntur þess­ari þjóð­ern­is­stefnu, þá verður að segj­ast eins og er, að þeir hafa marg­sinnis reynt að fá Spán­ar­stjórn í við­ræður en Mari­ano Rajoy, for­maður Lýð­flokks­ins og for­sæt­is­ráð­herra lands­ins, hefur alltaf neit­að.“  

Barist í Katlóníu.

Gamli Franco-Hundar í Lýð­flokknum

Lýð­flokk­ur­inn hefur aldrei gert upp við Franco-­tím­ann. Spánn er land þar sem málin eftir borg­ara­stríð hafa enn ekki verið gerð upp. Ennþá eru fjölda­grafir sem hefur ekki mátt grafa upp svo fólk geti jarðað ætt­ingja sína undir nafn­i. 

Það hefur ekki verið vilji fyrir því að gera upp þessi mál, fyrir vikið hefur verið full­komið skjól fyrir þessa gömlu Franco-ista innan Lýð­flokks­ins, þó að auð­vitað sé alls­konar fólk í þessum flokki. Það sem kemur öllum á óvart er hversu grunnt er á andúð, hatri og illsku. Ég held að það sé út af því að þetta hefur ekki verið gert upp. Gömul óvild kraumar undir niðri.“  

For­sæt­is­ráð­herra blessar ofbeldi

Á tímum Francos flúðu upp­lýstir hægri­menn land, rétt eins og vinstri menn, og eftir stóðu stuðn­ings­menn Francos, eða aft­ur­hald­ið, og arf­taki þeirra var Lýð­flokk­ur­inn, að sögn Hólm­fríð­ar.

Átökin í Kata­lóníu núna snú­ast ekki lengur aðeins um sjálf­stæði Kata­lóníu heldur fyrst og fremst um borg­ara­leg rétt­indi og lýð­ræði. Ég veit um mjög marga sem hafa engan áhuga á að Kata­lónía verði sjálf­stætt land en vilja samt láta kjósa um það. Þeim finnst það þeirra borg­ara­legi rétt­ur. 

Margir í Kata­lóníu segja að Rajoy for­sæt­is­ráð­herra sé búinn að sjá um kosn­inga­bar­átt­una fyrir aðskiln­að­ar­sinna því fylgi þeirra hefur vaxið svo eftir við­brögð spænskra yfir­valda. Lög­reglu­menn beittu ofbeldi og for­sæt­is­ráð­herra bless­aði það í sjón­varp­in­u. 

Það væri ennþá hægt að stöðva þessa fram­vindu ef að báðir aðilar væru reiðu­búnir að semja. Kata­lónska stjórnin hefur lengi gefið til kynna að hún vilji samn­inga en Lýð­flokk­ur­inn þver­tekur fyrir það að semja. Þeir ótt­ast það að hin hér­uðin fylgi í kjöl­farið og krefj­ist meiri íviln­anna.“  

Fyr­ir­tækin flýja

Raddir segja að átökin henti Lýð­flokknum ágæt­lega því á meðan er ekki talað um spill­ing­ar­málin sem hrjá báða aðila, Lýð­flokk­inn og CIU, heldur bara átök Spánar og Kata­lón­íu. 

Ræða kóngs­ins í vik­unni sem leið var olía á eld­inn. Kata­lónum fannst eins og kóng­ur­inn væri geng­inn í Lýð­flokk­inn svo ólík­leg­asta fólk fór að upp­lifa sig sem þjóð­ern­is­sinna. Kóng­ur­inn á auð­vitað að vera sam­ein­ing­ar­tákn fyrir flókna þjóð með langa og erf­iða sög­u. 

Nú eru fyr­ir­tæki farin að flytja höf­uð­stöðvar sínar út fyrir Kata­lóníu því hluta­bréf eru farin að lækka og sjálf­stæð væri Kata­lónía ekki innan ESB. Sabadell-­bank­inn flutti til dæmis höf­uð­stöðvar sínar til Alicante í vik­unni og hækk­aði á verð­bréfa­mark­aði í kjöl­far­ið. 

Kata­lónía gæti lýst yfir ein­hliða sjálf­stæði á næstu dög­um. Harðir þjóð­ern­is­flokkar ýta á að það verði gert núna meðan for­seti Kata­lóníu virð­ist ennþá vona að Spán­ar­stjórn semji.“ 

Lög gegn mót­mælum borg­ar­anna

Hólm­fríður tekur sér mál­hvíld til að strjúka kett­inum áður en hún segir að þau Pétur hafi komið til Barcelona 1982 þegar landið hafi rétt verið að skríða undan ein­ræð­inu en Franco dó 75. Ég upp­lifði svo mikið ein­stak­lings­frelsi þá en mér finnst þetta frelsi ekki vera jafn mikið í dag. 

Ástæðan fyrir því eru meðal ann­ars lög sem tóku gildi á Spáni 2015 þar sem að fólki er bannað að mót­mæla nálægt spænska þing­inu eða opin­berum bygg­ing­um, taka myndir af lög­reglu­mönnum við störf – eins og þjóð­varða­lið­unum sem börðu fólk um dag­inn. Það má ekki hindra að fólk sé borið út af heim­il­inu eftir gjald­þrot og eins er bannað að dýra­vernd­un­ar­fé­lög mót­mæli með­ferð á dýr­um. Þetta eru kölluð þögg­un­ar­lögin á Spáni, þau bein­ast gegn mót­mælum hins almenna borg­ara. 

Vegna hryðju­verka hafa lög­gæslu­menn fengið auknar heim­ildir til þess að rann­saka borg­ar­ana og þannig hefur frið­helgi einka­lífs­ins þurt að lúta í lægra haldi. Það er ekki verið að rann­saka mig en ég finn að það hefur dregið úr borg­ara­legum rétt­ind­um, þó að það hái mér ekki í dag­legu lífi,“  segir Hólm­fríður og byrjar að ókyrr­ast. Vinnan bíður jú, það liggur á að búa til bæk­ur. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eimskip staðfestir að félagið hafi verið kært til héraðssaksóknara
Eimskip hafnar ásökunum um að hafa brotið lög í tengslum við endurvinnslu tveggja skipa félagsins í Indlandi. Eimskip segist ekki hafa komið að ákvörðun um endurvinnslu skipanna tveggja.
Kjarninn 25. september 2020
Eftir að ferðamönnum tók að hríðfækka hérlendis vegna kórónuveirufaraldursins hefur atvinnuleysi vaxið hratt.
Almenna atvinnuleysið stefnir í að verða jafn mikið og eftir bankahrunið
Almennt atvinnuleysið verður komið í 9,3 prósent í lok október gangi spá Vinnumálastofnunar eftir. Það yrði jafn mikið atvinnuleysi og mest var snemma á árinu 2010. Heildaratvinnuleysið, að hlutabótaleiðinni meðtalinni, verður 10,2 prósent í lok október.
Kjarninn 25. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Telur rétt að skoða Félagsdómsmál ef Samtök atvinnulífsins segja upp lífskjarasamningnum
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins grípi til tæknilegra útúrsnúninga þegar þau segi forsendur lífskjarasamninga brostnar og telur rétt að skoða að vísa uppsögn samninga til Félagsdóms, ef af þeim verður.
Kjarninn 25. september 2020
45 ný smit – 369 greinst með COVID-19 á tíu dögum
Fjörutíu og fimm manns greindust með COVID-19 hér á landi í gær. Nýgengi innanlandssmita er nú komið yfir 100 á hverja 100 þúsund íbúa.
Kjarninn 25. september 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 43. þáttur: Sögulok
Kjarninn 25. september 2020
Skipulagsferli virkjunar í einu yngsta árgljúfri heims er hafið
Hún er ekki stór að afli, aðeins 9,3 MW, en mun rjúfa einstaka landslagsheild sem nýtur verndar í lögum og skal ekki raska nema brýna nauðsyn beri til. Sveitarstjórn Skaftárhrepps hefur samþykkt að hefja skipulagsgerð vegna virkjunar í Hverfisfljóti.
Kjarninn 25. september 2020
Mögulegt lögbrot vegna niðurrifs skipa Eimskips á Indlandi á borði stjórnvalda
Tvö skip Eimskips voru rifin í skipakirkjugarði í Indlandi þar sem umhverfisáhrif niðurrifsins, og starfsaðstæður þeirra sem vinna við það, uppfylla ekki evrópska staðla.
Kjarninn 24. september 2020
Khedr-fjölskyldan hefur fengið dvalarleyfi
Egypska fjölskyldan sem hefur verið í felum í rúma viku fær dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. „Réttlætið sigrar stundum,“ segir lögfræðingur fjölskyldunnar.
Kjarninn 24. september 2020
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar