Hafnir og flugvellir eiga erfitt með að standa undir viðhaldi

Flestar hafnir Íslands munu eiga erfitt með að standa undir viðhaldi og þeim framkvæmdum sem nauðsynlegar eru á næstu árum og ljóst er að ekki verður komið til móts við áætlaða viðhalds- og fjárfestingarþörf á flugvöllum ef ekkert verður að gert.

7DM_9893_raw_2236.JPG
Auglýsing

Meiri háttar hindr­anir tak­marka getu ann­arra flug­valla en Kefla­vík­ur­vall­ar, lend­ing­ar­staða og hafna til að upp­fylla kröfur og þarfir sam­fé­lags­ins eftir tíu ár. Erfitt verður að sjá fram á að fyr­ir­hug­aðar fjár­fest­ingar muni mæta þessum kröf­um. 

Þetta kemur fram í skýrslu sem unnin var af Sam­­tökum iðn­­að­­ar­ins og Félags ráð­gjafa­verk­fræð­inga, þar sem fjallað er um inn­­viði í land­inu og stöðu ein­stakra þátta. 

Kjarn­inn fjall­aði um skýrsl­una en talin er þörf á því að ráð­­ast í inn­­viða­fjár­­­fest­ingar hér á landi. Upp­söfnuð við­halds­­þörf fjár­­­fest­inga í þeim er metin 372 millj­­arðar króna eða sem nemur um 11 pró­sentum af heild­­ar­end­­ur­stofn­virði inn­­viða í land­in­u. Til þeirra telj­­ast meðal ann­­ars hafn­ir, flug­­vell­ir, veg­ir, orku­­mann­­virki, veit­u­­kerfi, úrgangs­­mál og fast­eignir í eigu ríkis og sveit­­ar­­fé­laga. 

Auglýsing

Þarf að end­ur­nýja mal­bik á Egils­staða­flug­velli

Reykja­vík­ur­flug­völl­ur, Akur­eyr­ar­flug­völlur og Egils­staða­flug­völlur eru skil­greindir sem alþjóða­flug­vell­ir. Ástand þeirra er metið til ein­kunn­ar­innar 3, á skal­anum 1 upp í 5, mis­gott eftir þáttum þó. Ástand flug­brauta á Reykja­vík­ur­flug­velli er talið ágætt en önnur flug­brautin er þó með of þröngt örygg­is­svæði miðað við reglu­gerð Evr­ópu­sam­bands­ins sem kemur til inn­leið­ingar á árinu 2017. 

Í skýrsl­unni kemur einnig fram að ástand flug­brauta á Akur­eyr­ar­flug­velli sé einnig ágætt en ekki er sömu sögu að segja af Egils­staða­flug­velli en þar hefur mynd­ast mikil end­ur­nýj­un­ar­þörf mal­biks á flug­braut­inni. Þá þarf að stækka flug­hlöð á Akur­eyri og Egils­stöðum og end­ur­nýja flug­hlað í Reykja­vík en á öllum flug­völlum hefur borið á frá­vikum frá flug­vall­ar­reglu­gerð vegna ófull­nægj­andi skil­yrða. Ef fer fram sem horfir mun flug­hlaðið á Reykja­vík­ur­flug­velli t.d. ekki upp­fylla nýja reglu­gerð um varnir gegn olíu­mengun og þá er stækkun flug­hlaða á Akur­eyri og Egils­stöðum nauð­syn­leg vegna hlut­verks þeirra sem vara­flug­vell­ir. 

Mygla ógnar starf­semi á Reykja­vík­ur­velli

Hús­næði á Reykja­vík­ur­flug­velli hefur ekki fengið nægj­an­legt við­hald, leki hefur mynd­ast í ýmsum bygg­ingum og mygla ógnar starf­semi. Þörf hefur mynd­ast fyrir stækkun flug­stöðvar í Reykja­vík, á Akur­eyri og Egils­stöðum ásamt því að fjölga þarf bíla­stæð­um. Þá þarf nýja véla­geymslu á Reykja­vík­ur­flug­velli og færa þarf elds­neyt­is­stöðvar á Akur­eyr­ar­flug­velli. 

Reykjavíkurflugvöllur.

Til að upp­fylla nýj­ustu reglu­gerðir þarf að end­ur­nýja aðflugs­ljós á flug­brautum á Akur­eyri, Egils­stöðum og í Reykja­vík. Hlað­lýs­ingu og akbraut­ar­ljósum á Reykja­vík­ur­flug­velli er ábóta­vant. End­ur­nýja þarf senda­hús og mastur á Reykja­vík­ur­flug­velli. Á öllum flug­völlum hefur mynd­ast mikil end­ur­nýj­un­ar­þörf tækja, m.a. snjó­hreinsi­tækja og snjó­blás­ara, sand­dreifara til hálku­varna, braut­ar­sópa, björg­un­ar­báta og slökkvi­bif­reiða.

Þörf er á miklum lag­fær­ing­um 

Ástand inn­an­lands­flug­valla og lend­ing­ar­staða fær lága ein­kunn. Lag­færa þarf yfir­borð flug­brauta í Vest­manna­eyjum og end­ur­nýja klæð­ingu á flug­braut í Bíldu­dal og á Ísa­firði. Á Ísa­firði þarf til við­bótar að lag­færa sjáv­ar­grjót­hleðslu til þess að hindra að sjó­gangur brjóti af örygg­is­svæði sem myndi leiða til lok­unar flug­vall­ar­ins. Vara­flug­völlur Ísa­fjarð­ar, Þing­eyri, er lok­aður á vet­urna vegna ónýts burð­ar­lags í flug­braut. End­ur­byggja þarf bíla­stæðin á Ísa­firði og veru­legra lag­fær­inga er þörf á örygg­is­svæðum í Vest­manna­eyj­um. Á Þórs­höfn þarf að end­ur­byggja hluta flug­brautar og komið er að end­ur­nýjun slit­lags á Stóra-Kroppi og á Sand­skeið­i. 

Stutt er í að end­ur­nýja þurfi slit­lag á Bakka og í Reykja­hlíð. Stækka þarf véla­geymslu á Horna­firði og tækjaog sand­geymslu vantar á Bíldu­dal ásamt því að flug­stöðin er í mik­illi við­halds­þörf. Flug­stöðin á Horna­firði þarfn­ast einnig við­halds. Bún­aður og tæki. End­ur­nýja þarf veð­ur­mæli­búnað á nær öllum völlum og komið er að end­ur­nýjun á aðflugs­bún­aði fyrir flug­völl­inn í Gjögri. End­ur­nýja þarf ljósa­búnað á Horna­firði og tækja­kostur Þing­eyr­ar­flug­vallar er langt frá því við­un­andi.

Fram­tíð­ar­horfur nei­kvæðar

Sam­kvæmt skýrslu­höf­undum vantar 2 til 3 millj­arða fjár­fest­ingu til að staðan verði góð. Gerð hefur verið áætlun til árs­ins 2025 um fjár­magns­þörf vegna rekst­urs inn­an­lands­flug­valla­kerf­is­ins, að frá­dregnum not­enda­gjöld­um. Ann­ars vegar er um að ræða rekstur og hins vegar fram­kvæmd­ir, þ.e. nýfjár­fest­ingar og meiri háttar við­hald. Til grund­vallar áætl­un­inni liggur far­þeg­a­spá, ástands­mat, núver­andi þjón­ustu­stig og full fram­fylgd gild­andi laga og reglu­gerða. Í öllum áætl­unum er miðað við ásætt­an­legt við­hald flug­brauta, bygg­inga, raf­bún­að­ar, véla og tækja. Heild­ar­kostn­aður við kerfið að frá­dregnum not­enda­gjöldum er áætl­aður um 40 millj­arðar króna fram til árs­ins 2025 en kostn­aður vegna nýfjár­fest­inga og við­halds ein­göngu er met­inn um 17 millj­arðar króna. 

Sam­kvæmt sam­göngu­á­ætlun 2015 til 2026 er áætlað að verja um 14 millj­örðum í við­hald og fjár­fest­ingar og um 18 millj­örðum í rekstur kerf­is­ins, sam­tals um 32 millj­örðum króna. Það er því ljóst að ekki verður komið til móts við áætl­aða við­halds- og fjár­fest­ing­ar­þörf að óbreyttu og erfitt verður að halda uppi ásætt­an­legu þjón­ustu­stigi. Fram­tíð­ar­horfur eru því metnar nei­kvæð­ar. Erfitt reyn­ist að áætla kostnað við að koma kerf­inu upp í ásætt­an­legt ástand en kostn­að­ur­inn hleypur lík­lega á millj­örðum króna. Upp­söfnuð þörf á við­haldi og fram­kvæmdum á inn­an­lands­flug­völlum er um 850 millj­ónir króna í mik­il­vægar aðgerðir og 320 millj­ónir í brýnar aðgerð­ir, sam­tals tæpir 1,2 millj­arðar króna. 

Reykjavíkurhöfn.

Ástandið nokkuð gott heilt yfir

Að draga upp heild­ar­mynd af ástandi hafn­ar­mann­virkja á Íslandi er mikið verk, segir í skýrsl­unni.  Í ljósi gagna­þurrðar og umfangs verk­efn­is­ins þótti rétt að taka fram að nokkur óvissa er um ástand­ið. Við mat á ástands­ein­kunn var ann­ars vegar not­ast við gögn frá Vega­gerð­inni og fyllt í eyð­urnar eftir fremsta megni og hins vegar leitað eftir áliti frá hafn­ar­sjóðum á Íslandi. Horft er til margra þátta í hverri höfn og er hverjum þætti gefin umsögn á eig­ind­legum skala. Þætt­irnir lúta að öryggi og afkasta­getu hafna, gæði við­legu- og lönd­un­ar­kanta, athafna­svæða á landi, dýpis í höfn og inn­sigl­inga­leið og ástands ytri mann­virkja. Hvert hafn­ar­mann­virki er þá greint niður í mis­mun­andi flokka.

Ástandsum­sagn­irnar taka til hafna sem sam­an­lagt anna um 70 pró­sent heild­ar­flutn­inga um allar hafnir en um 68 pró­sent ástandsum­sagna fyrir þá þætti sem nefndir voru að ofan eru á bil­inu frá gott til ágætt. Leiða má líkum að því að ástandið sé nokkuð gott heilt yfir. Hins vegar verður að líta til þess að hér er öllum höfnum gefið sama vægi en hafn­irnar hafa mis­mun­andi þjóð­hags­legt mik­il­vægi og kemur þar margt til, t.d. afla­magn sem landað er, verð­mæti afl­ans, afleidd atvinna, o.s.frv.

Mörg hafn­ar­mann­virki komin til ára sinna

Í skýrsl­unni segir að gert sé ráð fyrir mik­illi aukn­ingu í heild­ar­vöru­flutn­ingum um hafnir lands­ins til árs­ins 2027. Búast megi t.d við tölu­verðri upp­bygg­ingu í tengslum við iðnað eða til að koma til móts við breyt­ingar í fiski­skipa­flot­anum eða útgerð­ar­hátt­um. Áskor­an­irnar séu margar sam­fara þess­ari aukn­ingu og víða blasir við mikil upp­bygg­ing­ar­þörf. 

Á næstu 12 árum verða helstu fram­kvæmdir í höfnum end­ur­bygg­ing hafn­ar­mann­virkja, stofn­dýpk­anir og gerð nýrra við­legu- og hafn­ar­kanta með meira dýpi. Þá eru mörg hafn­ar­mann­virki komin til ára sinna og t.d. tölu­verð end­ur­bygg­ing­ar­þörf á tré­bryggjum og stál­þilskönt­um. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Hafna­sam­band­inu er tölu­verð þörf á fram­kvæmdum í höfn­um, bæði til við­halds og nýfram­kvæmda á næstu árum. 

Metið er að þörf sé á við­haldi sem nemur um 5,5 millj­örðum króna og nýfram­kvæmdum sem nema um 23 millj­örðum króna fram til 2020 eða um 4,7 millj­arðar króna alls á ári skv. áætl­un­inni sem gerð var fyrir árin 2015 til 2020. Ekki liggja þó fyrir upp­lýs­ingar um hvort þetta full­nægi allri upp­safn­aðri þörf eða hvort þetta end­ur­spegli ein­göngu þær aðgerðir sem telj­ast mest aðkalland­i. 

Flestar hafnir eiga erfitt með að standa undir við­haldi

Þegar töl­urnar eru skoð­aðar með hlið­sjón af fjár­hags­stöðu hafna­sjóða má sjá að heild­ar­fram­legð þeirra var um 3,3 millj­arðar króna árið 2015 en nettóskuldir um 9,6 millj­arðar króna. Sé gert ráð fyrir að lánin séu að með­al­tali greidd upp með 5 pró­sent jafn­greiðslu­láni til 20 ára má ætla að árleg við­bót­ar­fjár­þörf sé um 2,2 millj­arðar króna á næstu árum ef standa á undir áætl­aðri við­haldsog fram­kvæmda­þörf. Árleg fram­lög á tíma­bil­inu til 2027 eru rétt yfir millj­arður króna sam­kvæmt Sam­göngu­á­ætlun 2015 til 2016. 

Það er því ljóst, sam­kvæmt skýrslu­höf­und­um, að þegar þessar kostn­að­ar­tölur eru skoð­aðar með hlið­sjón af fjár­hags­stöðu hafna­sjóða þá eiga flestar hafn­irnar erfitt með að standa undir við­haldi og þeim fram­kvæmdum sem nauð­syn­legar eru á næstu árum. Hafn­ar­sjóð­irnir standa þó mis­sterkum fótum en Blöndu­ós­höfn, Hafnir Norð­ur­þings, Hvamms­tanga­höfn, Kópa­vogs­höfn, Reykja­nes­höfn, Voga­höfn, Hólma­vík­ur­höfn, Reyk­hóla­höfn og Sand­gerð­is­höfn voru með nei­kvætt veltufé frá rekstri á árinu 2015. Þá er hlut­falls­lega mjög mikil við­halds­þörf hjá Reyk­hóla­höfn, Djúpa­vogs­höfn og Þor­láks­höfn.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kórónuveiran sýkir Kauphöllina
Gengi nær allra félaga sem skráð eru á íslenskan hlutabréfamarkað hefur lækkað mikið það sem af er ári, og sérstaklega síðastliðinn mánuð. Um er að ræða mesta samdrátt frá því í hruninu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Hvetur verkalýðshreyfinguna til að standa saman og vinna af yfirvegun við úrlausn mála
Formaður Eflingar hefur gefið út yfirlýsingu vegna óróa í verkalýðshreyfingunni eftir að Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagði af sér embætti varaforseta ASÍ.
Kjarninn 1. apríl 2020
Tveggja metra fjarlægð skal ávallt vera milli fólks, hvar sem það kemur saman.
Ertu farin að ryðga í reglum um samkomubann? Hér er upprifjun
Meginlínan í samkomubanni er þessi: Það mega ekki fleiri en tuttugu koma saman og alltaf – sama hversu margir eru saman – skal halda tveggja metra fjarlægð frá næsta manni. Það gildir jafnt á vinnustað, úti í búð og í heimahúsum.
Kjarninn 1. apríl 2020
Hertar sóttvarnaaðgerðir á Vestfjörðum
Gripið hefur verið til hertra sóttvarnaaðgerða í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði. Leik- og grunnskólum verður lokað og samkomubann miðast við fimm manns.
Kjarninn 1. apríl 2020
Dóra Björt Guðjónsdóttir
Stafræn bylting bætir líf borgarbúa
Kjarninn 1. apríl 2020
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Starfsemi Hugarafls í samkomubanni
Kjarninn 1. apríl 2020
Steingrímur Ólafsson
Pestir, Inc. og Corp.
Kjarninn 1. apríl 2020
Alma Möller landlæknir á fundinum í dag.
Apple og Google eru að yfirfara íslenska smitrakningaforritið
Bandarísku stórfyrirtækin Apple og Google eru að yfirfara snjallsímaforritið Rakning C-19, sem heilbrigðisyfirvöld hafa látið smíða til að auðvelda smitrakningu á Íslandi. Appið verður aðgengilegt þegar þessari rýni er lokið.
Kjarninn 1. apríl 2020
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar