Hafnir og flugvellir eiga erfitt með að standa undir viðhaldi

Flestar hafnir Íslands munu eiga erfitt með að standa undir viðhaldi og þeim framkvæmdum sem nauðsynlegar eru á næstu árum og ljóst er að ekki verður komið til móts við áætlaða viðhalds- og fjárfestingarþörf á flugvöllum ef ekkert verður að gert.

7DM_9893_raw_2236.JPG
Auglýsing

Meiri háttar hindranir takmarka getu annarra flugvalla en Keflavíkurvallar, lendingarstaða og hafna til að uppfylla kröfur og þarfir samfélagsins eftir tíu ár. Erfitt verður að sjá fram á að fyrirhugaðar fjárfestingar muni mæta þessum kröfum. 

Þetta kemur fram í skýrslu sem unnin var af Sam­tökum iðn­að­ar­ins og Félags ráð­gjafa­verk­fræð­inga, þar sem fjallað er um inn­viði í land­inu og stöðu ein­stakra þátta. 

Kjarninn fjallaði um skýrsluna en talin er þörf á því að ráð­ast í inn­viða­fjár­fest­ingar hér á landi. Uppsöfnuð við­halds­þörf fjár­fest­inga í þeim er metin 372 millj­arðar króna eða sem nemur um 11 prósentum af heild­ar­end­urstofn­virði inn­viða í land­in­u. Til þeirra telj­ast meðal ann­ars hafn­ir, flug­vell­ir, veg­ir, orku­mann­virki, veitu­kerfi, úrgangs­mál og fasteignir í eigu ríkis og sveit­ar­fé­laga. 

Auglýsing

Þarf að endurnýja malbik á Egilsstaðaflugvelli

Reykjavíkurflugvöllur, Akureyrarflugvöllur og Egilsstaðaflugvöllur eru skilgreindir sem alþjóðaflugvellir. Ástand þeirra er metið til einkunnarinnar 3, á skalanum 1 upp í 5, misgott eftir þáttum þó. Ástand flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli er talið ágætt en önnur flugbrautin er þó með of þröngt öryggissvæði miðað við reglugerð Evrópusambandsins sem kemur til innleiðingar á árinu 2017. 

Í skýrslunni kemur einnig fram að ástand flugbrauta á Akureyrarflugvelli sé einnig ágætt en ekki er sömu sögu að segja af Egilsstaðaflugvelli en þar hefur myndast mikil endurnýjunarþörf malbiks á flugbrautinni. Þá þarf að stækka flughlöð á Akureyri og Egilsstöðum og endurnýja flughlað í Reykjavík en á öllum flugvöllum hefur borið á frávikum frá flugvallarreglugerð vegna ófullnægjandi skilyrða. Ef fer fram sem horfir mun flughlaðið á Reykjavíkurflugvelli t.d. ekki uppfylla nýja reglugerð um varnir gegn olíumengun og þá er stækkun flughlaða á Akureyri og Egilsstöðum nauðsynleg vegna hlutverks þeirra sem varaflugvellir. 

Mygla ógnar starfsemi á Reykjavíkurvelli

Húsnæði á Reykjavíkurflugvelli hefur ekki fengið nægjanlegt viðhald, leki hefur myndast í ýmsum byggingum og mygla ógnar starfsemi. Þörf hefur myndast fyrir stækkun flugstöðvar í Reykjavík, á Akureyri og Egilsstöðum ásamt því að fjölga þarf bílastæðum. Þá þarf nýja vélageymslu á Reykjavíkurflugvelli og færa þarf eldsneytisstöðvar á Akureyrarflugvelli. 

Reykjavíkurflugvöllur.

Til að uppfylla nýjustu reglugerðir þarf að endurnýja aðflugsljós á flugbrautum á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík. Hlaðlýsingu og akbrautarljósum á Reykjavíkurflugvelli er ábótavant. Endurnýja þarf sendahús og mastur á Reykjavíkurflugvelli. Á öllum flugvöllum hefur myndast mikil endurnýjunarþörf tækja, m.a. snjóhreinsitækja og snjóblásara, sanddreifara til hálkuvarna, brautarsópa, björgunarbáta og slökkvibifreiða.

Þörf er á miklum lagfæringum 

Ástand innanlandsflugvalla og lendingarstaða fær lága einkunn. Lagfæra þarf yfirborð flugbrauta í Vestmannaeyjum og endurnýja klæðingu á flugbraut í Bíldudal og á Ísafirði. Á Ísafirði þarf til viðbótar að lagfæra sjávargrjóthleðslu til þess að hindra að sjógangur brjóti af öryggissvæði sem myndi leiða til lokunar flugvallarins. Varaflugvöllur Ísafjarðar, Þingeyri, er lokaður á veturna vegna ónýts burðarlags í flugbraut. Endurbyggja þarf bílastæðin á Ísafirði og verulegra lagfæringa er þörf á öryggissvæðum í Vestmannaeyjum. Á Þórshöfn þarf að endurbyggja hluta flugbrautar og komið er að endurnýjun slitlags á Stóra-Kroppi og á Sandskeiði. 

Stutt er í að endurnýja þurfi slitlag á Bakka og í Reykjahlíð. Stækka þarf vélageymslu á Hornafirði og tækjaog sandgeymslu vantar á Bíldudal ásamt því að flugstöðin er í mikilli viðhaldsþörf. Flugstöðin á Hornafirði þarfnast einnig viðhalds. Búnaður og tæki. Endurnýja þarf veðurmælibúnað á nær öllum völlum og komið er að endurnýjun á aðflugsbúnaði fyrir flugvöllinn í Gjögri. Endurnýja þarf ljósabúnað á Hornafirði og tækjakostur Þingeyrarflugvallar er langt frá því viðunandi.

Framtíðarhorfur neikvæðar

Samkvæmt skýrsluhöfundum vantar 2 til 3 milljarða fjárfestingu til að staðan verði góð. Gerð hefur verið áætlun til ársins 2025 um fjármagnsþörf vegna reksturs innanlandsflugvallakerfisins, að frádregnum notendagjöldum. Annars vegar er um að ræða rekstur og hins vegar framkvæmdir, þ.e. nýfjárfestingar og meiri háttar viðhald. Til grundvallar áætluninni liggur farþegaspá, ástandsmat, núverandi þjónustustig og full framfylgd gildandi laga og reglugerða. Í öllum áætlunum er miðað við ásættanlegt viðhald flugbrauta, bygginga, rafbúnaðar, véla og tækja. Heildarkostnaður við kerfið að frádregnum notendagjöldum er áætlaður um 40 milljarðar króna fram til ársins 2025 en kostnaður vegna nýfjárfestinga og viðhalds eingöngu er metinn um 17 milljarðar króna. 

Samkvæmt samgönguáætlun 2015 til 2026 er áætlað að verja um 14 milljörðum í viðhald og fjárfestingar og um 18 milljörðum í rekstur kerfisins, samtals um 32 milljörðum króna. Það er því ljóst að ekki verður komið til móts við áætlaða viðhalds- og fjárfestingarþörf að óbreyttu og erfitt verður að halda uppi ásættanlegu þjónustustigi. Framtíðarhorfur eru því metnar neikvæðar. Erfitt reynist að áætla kostnað við að koma kerfinu upp í ásættanlegt ástand en kostnaðurinn hleypur líklega á milljörðum króna. Uppsöfnuð þörf á viðhaldi og framkvæmdum á innanlandsflugvöllum er um 850 milljónir króna í mikilvægar aðgerðir og 320 milljónir í brýnar aðgerðir, samtals tæpir 1,2 milljarðar króna. 

Reykjavíkurhöfn.

Ástandið nokkuð gott heilt yfir

Að draga upp heildarmynd af ástandi hafnarmannvirkja á Íslandi er mikið verk, segir í skýrslunni.  Í ljósi gagnaþurrðar og umfangs verkefnisins þótti rétt að taka fram að nokkur óvissa er um ástandið. Við mat á ástandseinkunn var annars vegar notast við gögn frá Vegagerðinni og fyllt í eyðurnar eftir fremsta megni og hins vegar leitað eftir áliti frá hafnarsjóðum á Íslandi. Horft er til margra þátta í hverri höfn og er hverjum þætti gefin umsögn á eigindlegum skala. Þættirnir lúta að öryggi og afkastagetu hafna, gæði viðlegu- og löndunarkanta, athafnasvæða á landi, dýpis í höfn og innsiglingaleið og ástands ytri mannvirkja. Hvert hafnarmannvirki er þá greint niður í mismunandi flokka.

Ástandsumsagnirnar taka til hafna sem samanlagt anna um 70 prósent heildarflutninga um allar hafnir en um 68 prósent ástandsumsagna fyrir þá þætti sem nefndir voru að ofan eru á bilinu frá gott til ágætt. Leiða má líkum að því að ástandið sé nokkuð gott heilt yfir. Hins vegar verður að líta til þess að hér er öllum höfnum gefið sama vægi en hafnirnar hafa mismunandi þjóðhagslegt mikilvægi og kemur þar margt til, t.d. aflamagn sem landað er, verðmæti aflans, afleidd atvinna, o.s.frv.

Mörg hafnarmannvirki komin til ára sinna

Í skýrslunni segir að gert sé ráð fyrir mikilli aukningu í heildarvöruflutningum um hafnir landsins til ársins 2027. Búast megi t.d við töluverðri uppbyggingu í tengslum við iðnað eða til að koma til móts við breytingar í fiskiskipaflotanum eða útgerðarháttum. Áskoranirnar séu margar samfara þessari aukningu og víða blasir við mikil uppbyggingarþörf. 

Á næstu 12 árum verða helstu framkvæmdir í höfnum endurbygging hafnarmannvirkja, stofndýpkanir og gerð nýrra viðlegu- og hafnarkanta með meira dýpi. Þá eru mörg hafnarmannvirki komin til ára sinna og t.d. töluverð endurbyggingarþörf á trébryggjum og stálþilsköntum. Samkvæmt upplýsingum frá Hafnasambandinu er töluverð þörf á framkvæmdum í höfnum, bæði til viðhalds og nýframkvæmda á næstu árum. 

Metið er að þörf sé á viðhaldi sem nemur um 5,5 milljörðum króna og nýframkvæmdum sem nema um 23 milljörðum króna fram til 2020 eða um 4,7 milljarðar króna alls á ári skv. áætluninni sem gerð var fyrir árin 2015 til 2020. Ekki liggja þó fyrir upplýsingar um hvort þetta fullnægi allri uppsafnaðri þörf eða hvort þetta endurspegli eingöngu þær aðgerðir sem teljast mest aðkallandi. 

Flestar hafnir eiga erfitt með að standa undir viðhaldi

Þegar tölurnar eru skoðaðar með hliðsjón af fjárhagsstöðu hafnasjóða má sjá að heildarframlegð þeirra var um 3,3 milljarðar króna árið 2015 en nettóskuldir um 9,6 milljarðar króna. Sé gert ráð fyrir að lánin séu að meðaltali greidd upp með 5 prósent jafngreiðsluláni til 20 ára má ætla að árleg viðbótarfjárþörf sé um 2,2 milljarðar króna á næstu árum ef standa á undir áætlaðri viðhaldsog framkvæmdaþörf. Árleg framlög á tímabilinu til 2027 eru rétt yfir milljarður króna samkvæmt Samgönguáætlun 2015 til 2016. 

Það er því ljóst, samkvæmt skýrsluhöfundum, að þegar þessar kostnaðartölur eru skoðaðar með hliðsjón af fjárhagsstöðu hafnasjóða þá eiga flestar hafnirnar erfitt með að standa undir viðhaldi og þeim framkvæmdum sem nauðsynlegar eru á næstu árum. Hafnarsjóðirnir standa þó missterkum fótum en Blönduóshöfn, Hafnir Norðurþings, Hvammstangahöfn, Kópavogshöfn, Reykjaneshöfn, Vogahöfn, Hólmavíkurhöfn, Reykhólahöfn og Sandgerðishöfn voru með neikvætt veltufé frá rekstri á árinu 2015. Þá er hlutfallslega mjög mikil viðhaldsþörf hjá Reykhólahöfn, Djúpavogshöfn og Þorlákshöfn.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar