Fráveitur og vegir í versta ástandinu – Mikil þörf á úrbótum

Samkvæmt nýrri skýrslu um innviði samfélagsins og stöðu einstakra þátta fá fráveitur og vegagerð lélegustu ástandseinkunnina. Í henni kemur fram að mikil þörf sé á endurbótum í lagnakerfum og stór hluti vegakerfisins sé kominn á líftíma.

Fjárfesta þarf í vegakerfi landsins 110 til 130 milljörðum króna til að koma því upp í ágætiseinkunn.
Fjárfesta þarf í vegakerfi landsins 110 til 130 milljörðum króna til að koma því upp í ágætiseinkunn.
Auglýsing

Frá­veit­ur, þjóð­vegir og sveit­ar­fé­laga­vegir fá léleg­ustu ástandsein­kun­ina í skýrslu sem unnin var af Sam­­tökum iðn­­að­­ar­ins og Félags ráð­gjafa­verk­fræð­inga, þar sem fjallað er um inn­­viði í land­inu og stöðu ein­stakra þátta. Mik­illa útbóta sé þörf á báðum víg­stöðum og sam­tals er reiknað með að þörf sé á fjár­fest­ingum upp á 160 til 210 millj­arða króna til þess að gera stöðu þeirra góða.

Telja skýrslu­höf­undar að stórir hlutar þjóð­vega­kerf­is­ins upp­fylli ekki lág­mark­s­við­mið sem lúta að hrörnun slit­lags, hjólfara­dýpt, sprungu­myndun og holu­mynd­un, kantskemmd­um, og fleiri þátt­um. Ef fer fram sem horfir verður erfitt að upp­fylla ítr­ustu gæða­kröfur til fram­tíðar með til­liti til örygg­is, aðgengis og umferð­ar­flæð­is, segir í skýrsl­unn­i. 

Þrátt fyrir að frá­veitur á Íslandi telj­ist með góðar fram­tíð­ar­horf­ur, sam­kvæmt skýrsl­unni, þ.e. að fyr­ir­hug­aðar séu fjár­fest­ingar sem gerir það að verkum að þær muni mæta kröfum og þörfum eftir tíu ár, þá fá þær lága ástands­ein­kunn. Til þess að koma þeim í ágæt­is­ein­kunn þá þarf að fjár­festa 50 til 80 millj­örðum króna. Íslend­ingar eigi langt í land með að inn­leiða skólp­hreinsun í sam­ræmi við skuld­bind­ingar sem ríkið hefur und­ir­geng­ist vegna aðildar að Evr­ópska efna­hags­svæð­inu.

Auglýsing

Stór hluti vega­kerf­is­ins kom­inn á líf­tíma

Ástand vega­mann­virkja á for­ræði sveit­ar­fé­laga hefur ekki verið metið með kerf­is­bundnum hætti síð­ustu ár né farið fram ítar­leg og sam­kvæm grein­ing á ástand­inu, sam­kvæmt skýrsl­unni. Upp­lýs­ingar um ástand sveit­ar­fé­laga­vega séu því af skornum skammti en þó feng­ust upp­lýs­ingar á vinnslu­stigi frá stærri sveit­ar­fé­lög­um. Þegar álykt­anir séu dregnar um ástand sveit­ar­fé­laga­vega á land­inu öllu er gengið út frá þeirri for­sendu að lík­legt sé að ástandið í öðrum sveit­ar­fé­lögum sé litlu betra. Ljóst er þó að stór hluti vega­kerf­is­ins er kom­inn á líf­tíma og ástandið jafn­vel ívíð verra en á þjóð­veg­um. Mikil þörf hefur mynd­ast fyrir end­ur­nýjun gatna, styrk­ingar og end­ur­bætur í kerf­in­u. 

Fjár­þörf vegna reglu­bund­ins við­halds bund­inna slitlaga er áætluð um 2,2 til 3,4 millj­arðar króna á ári. Þá bæt­ast við að með­al­tali um 100 kíló­metra langra vega á hverju ári sem þarfn­ast styrk­inga og end­ur­bóta og er áætluð fjár­þörf vegna slíks 3 millj­arðar króna. Miðað er við að árleg fjár­þörf vegna við­halds brúa sé 2 pró­sent af end­urstofn­virði eða um 1,8 millj­arðar króna. Ekki var unnt að meta við­halds­þörf jarð­ganga á þessu stig­i. 

Sam­tals er fjár­þörf vegna reglu­bund­ins við­halds því metin 7 til 8 millj­arðar króna á ári. Á árunum 2017 til 2027 má því áætla að heild­ar­kostn­aður vegna reglu­bund­ins við­halds verði 70 til 80 millj­arðar króna, með fyr­ir­vara um óvissu. Þessu til við­bótar er fjár­þörf vegna upp­safn­aðs við­halds um 70 millj­arðar króna eins og áður kom fram, alls 140 til 150 millj­arðar króna. Sam­kvæmt sam­göngu­á­ætlun 2015 til 2026 er áformað að verja um 86 millj­örðum króna til við­halds á tíma­bil­inu þannig að ein­göngu er verið að mæta litlum hluta af upp­safn­aðri þörf þegar fjár­munum hefur verið varið í reglu­bundið við­hald. Í ljósi þessa eru fram­tíð­ar­horfur metnar stöðug­ar. 

Óvíst hvort nóg sé aðhafst í sveit­ar­fé­lög­unum

Í skýrsl­unni kemur fram að minna sé um gögn fyrir sveit­ar­fé­laga­vegi og erfitt að fjöl­yrða um fram­tíð­ar­horfur þeirra og hvort fram­tíð­ar­sam­þykktir komi til móts við þörf­ina. Þau gögn sem bár­ust benda þó til að verið sé að efna til átaks í gatna­kerf­inu á næstu árum, m.a. innan Reykja­víkur en þar er áætlað að verja meira en 8 millj­örðum króna til end­ur­nýj­unar og við­gerða fram til árs­ins 2021. Lík­legt er því að horfur séu stöðugar í til­felli sveit­ar­fé­laga­vega einnig en mikil óvissa er um það mat. 

Þá ber að athuga, segir í skýrsl­unni, að áherslur sveit­ar­fé­laga eru um margt frá­brugðnar áherslum rík­is­ins en áskor­anir þétt­býlis hafa leitt til þess að meiri áhersla hefur verið lögð á að auka hlut­deild almenn­ings­sam­gangna og virkra sam­gangna í ferða­máta­vali í stað þess að auka veg einka­bíls­ins ein­göngu.

Fjórð­ungur íbúa lands­ins búa við enga skólp­hreinsun

Íslend­ingar eiga langt í land með að inn­leiða skólp­hreinsun í sam­ræmi við skuld­bind­ingar sem ríkið hefur und­ir­geng­ist vegna aðildar að Evr­ópska efna­hags­svæð­inu. Að mati Umhverf­is­stofn­unar frá árinu 2013 eru kröfur um hreinsun skólps upp­fylltar að fullu, eða svo gott sem, á aðeins 5 af þeim 15 þétt­býl­is­svæðum sem skoðuð eru sér­stak­lega í sam­an­tekt stofn­un­ar­innar vegna umfangs skólplos­unar á þessum stöð­um. Miðað við mat stofn­un­ar­innar á umfangi skólplos­unar þá losa þessar fimm frá­veit­ur, þar sem segja má að ástandið sé í lagi, um 60 pró­sent skólp­magns í land­inu. Fram kemur í sam­an­tekt­inni að mat stofn­un­ar­innar er að fjórð­ungur íbúa lands­ins búi við enga skólp­hreins­un. Þessar tölur mið­ast við árið 2010. Ein­hverjar fram­farir hafa verið frá þeim tíma, en þær eru ekki veru­legar í sam­an­burði við það sem upp á vant­ar. Ljóst er að þörf er á miklum úrbótum í þessum málum svo upp­fylla megi reglu­gerðarkröf­ur.

Þörf er á útbótum í lagnakerfi. Mynd: Bára Huld Beck



Enn­fremur segir í skýrsl­unni að ófull­nægj­andi hreinsun skólps geti haft áhrif á umhverf­ið. Sem dæmi megi nefna að gera má ráð fyrir að mikið magn úrgangs á borð við plast ber­ist með frá­veitu­vatni út í umhverfið hér á landi vegna engrar eða lít­illar hreins­unar þess víða um land. Einnig sé ekki úti­lokað að mengun frá frá­veitum hafi áhrif á við­kvæm vatna­vist­kerfi á borð við Mývatn en vatnið hefur sýnt merki ofauðg­unar und­an­farin ár. Víða um land liggi ekki fyrir mat á ástandi lagna­kerfa byggt á kerf­is­bund­inni myndun og ástands­grein­ingu. Þrátt fyrir það megi gera ráð fyrir að til staðar sé upp­söfnuð þörf á við­haldi lagna, þar sem hlutar lagna­kerfa hafa náð ráð­gerðum end­ing­ar­tíma þeirra án þess að lögnum hafi verið skipt út eða þær fóðr­að­ar.

Við­haldi lagna­kerfa ábóta­vant

Ónógt við­hald lagna­kerfa veldur því að afköst lagna­kerf­is­ins minn­ka, rekstr­ar­kostn­aður eykst, úr sér gengnar frá­veitu­lagnir geta hrunið auk þess sem gera má ráð fyrir að tjón verði tíð­ari. Algeng­ast er hér á landi að ofan­vatn í þétt­býli sé leitt í frá­veit­ur. Með ofan­vatni er átt við regn­vatn og snjó­bráð. Mik­il­vægt er að slík kerfi anni rennsli vegna mik­illar úrkomu eða leys­inga, til að ekki verði tjón vegna vatns­elgs. Dæmi eru um að afköst frá­veitna lág­lendra þétt­býl­is­svæða séu ófull­nægj­andi og vatns­tjón því óvenju­al­geng. Þar er þörf á úrbót­u­m. 

Í eldri byggðum er ofan­vatn í frá­veitum blandað skólpi. Ónóg afköst frá­veitna við þær aðstæður valda því að skólp flæðir óhreinsað úr frá­veit­unum um yfir­föll, þrátt fyrir að ekki verði tjón á eignum vegna flóða. Þar sem upp­lýs­ingar um það liggja fyrir hefur losun um yfir­föll í flestum til­fellum staðið yfir í minna en 5% hvers árs á tíma­bil­inu frá 2010 til 2016. Slík losun er innan marka reglu­gerðar um frá­veitur og skólp. Ekki liggja fyrir sam­an­teknar upp­lýs­ingar um ástand frá­veitna í dreif­býli í land­inu. Víð­ast er gerð krafa um rot­þrær og sit­ur­beð við slíkar aðstæð­ur. 

Gera má ráð fyrir að all­stór hluti einka­frá­veitna upp­fylli ekki kröfur um full­nægj­andi stærð og útfærslu rot­þróa og sit­ur­beða. Þar sem kröfur eru um ítar­legri hreinsun skólps í dreif­býli vegna við­kvæms við­taka eru ein­göngu örfá dæmi um að slíkum kröfum hafi verið mætt. Losun líf­ræns úrgangs í frá­veitur felur í sér mikla sóun, meðal ann­ars á verð­mætum nær­ing­ar­efnum og orku. Víð­ast er seyru úr skólp­hreinsi­virkjum fargað án nokk­urrar nýt­ing­ar. Þó dæmi séu um nýt­ingu seyru til land­græðslu er það magn nær­ingar - efna sem er end­ur­nýtt í slíkum verk­efnum smá­vægi­legt í sam­an­burði við heild­ar­magn nær­ing­ar­efna sem glat­ast í íslenskum frá­veit­um. Slá má á að magn upp­leysts fos­fórs sem glat­ast í hafið umhverfis landið frá Íslend­ingum nemi að minnsta kosti um 200 tonnum á ári. Fram­leiðsla lífgass úr seyru er sömu­leiðis hverf­andi hér á land­i. 

Mik­il­vægt að end­ur­nýja gamlar lagnir

Athygli vekur að skýrslu­höf­undar meta fram­tíð­ar­horfur góðar þrátt fyrir að mikil þörf sé á end­ur­bótum í lagna­kerf­inu. Í ský­sl­unni segir að gera megi ráð fyrir að lofslags­breyt­ingar stuðli að hækk­uðu sjáv­ar­borði og auk­inni úrkomu. Hækkun sjáv­ar­borðs hefur aug­ljós nei­kvæð áhrif á frá­veitur lág­lendra þétt­býl­is­svæða og kann að kalla á auknar fjár­fest­ingar til að við­halda afköstum þeirra. Aukin úrkoma hefur einnig áhrif. Gera má ráð fyrir að lagnir í nýrri hverfum þoli í nær öllum til­fellum vel aukið rennsli vegna úrkomu en ljóst er að þörf verður á auknum fjár­fest­ingum í ein­hverjum eldri byggð­u­m. 

Þær hreinsi­stöðvar sem þegar hafa verið byggðar til að upp­fylla hreinsi­kröfur reglu­gerða eru flestar til­tölu­lega nýjar og munu anna auknu rennsli í fyr­ir­sjá­an­legri fram­tíð. Það má slá á að allar lagnir sem náð hafa 50 til 60 ára aldri án þess að þeim hafi verið skipt út eða þær fóðr­aðar séu svo gott sem ónýt­ar. Mikil upp­bygg­ing var hér á landi um miðja síð­ustu öld og því má gera ráð fyrir að stór hverfi í flestum þétt­býlis - stöðum lands­ins hafi náð þessum aldri eða geri það á allra næstu árum. Því er mikil þörf á end­ur­bótum á lagna­kerf­um, ef þau eiga ekki að bresta.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar