1% líkur á 27 þingmönnum Vinstri grænna

Mestar líkur eru á að Vinstri græn muni verða stærsti flokkurinn á þingi eftir kosningar. 69 prósent líkur eru á að Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn munu samanlagt geta myndað meirihluta á þinginu. Annars eru meirihlutar þriggja flokka líklegastir.

Vinstri hreyfingin - grænt framboð mælist enn vinsælasta framboðið á landsvísu í kosningaspá Kjarnans og Baldurs Héðinssonar. Miðað við niðurstöður nýjustu kosningaspárinnar, sem unnin var í morgun, má í fyrsta sinn rýna í líklegan þingmannafjölda út frá niðurstöðum á landsvísu í svokallaðri þingsætaspá.

Þingsætaspáin er reiknilíkan sem framkvæmir 100.000 „sýndarkosningar“ þar sem niðurstöður fyrirliggjandi kannana eru hafðar til grundvallar. Niðurstöður kosningaspárinnar á landsvísu eru notaðar sem líklegasta niðurstaða kosninga, en til þess að gera ráð fyrir misræmi í fylgi flokka á milli kjördæma er munstur síðustu þriggja Alþingiskosninga haft til hliðsjónar.

Í þessum 100.000 sýndarkosningum fékk vinsælasta framboðið, Vinstri græn, 27 þingmenn í eitt prósent tilvika. Til samanburðar, og til þess að undirstrika hversu öflugur stuðningur við flokk Katrínar Jakobsdóttur er þá fékk Sjálfstæðisflokkurinn mest 23 þingmenn í einu prósent tilvika í sýndarkosningunum.

Stuðningur við framboð 4. október 2017

Mældur stuðningur við stjórnmálaflokka sem bjóða fram í Alþingiskosningunum næstkomandi, miðað við kosningaspána.

Sögulega hefur Sjálfstæðisflokkurinn oftast haft mest fylgi allra framboða í kosningum. Eftir þingkosningarnar í fyrra fékk Sjálfstæðisflokkurinn flest atkvæði og réð stærsta þingflokknum á þingi með 21 þingmann, miðað við 10 þingmenn Vinstri grænna.

Líkur á fjölda þingsæta fyrir helstu framboðÍ töflunni má sjá dreifingu á fjölda tilvika þar sem flokkur fékk ákveðinn fjölda þingmanna kjörinn í 100.000 sýndarkosningum, miðað við fylgi flokka á landsvísu í kosningaspánni.
Þingmenn A B C D F M P S V
27
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
1%
26
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
1%
25
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
2%
24
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
2%
23
0%
0%
0%
1%
0%
0%
0%
0%
4%
22
0%
0%
0%
1%
0%
0%
0%
0%
6%
21
0%
0%
0%
3%
0%
0%
0%
0%
7%
20
0%
0%
0%
5%
0%
0%
0%
0%
10%
19
0%
0%
0%
7%
0%
0%
0%
0%
12%
18
0%
0%
0%
9%
0%
0%
0%
0%
12%
17
0%
0%
0%
11%
0%
0%
0%
0%
12%
16
0%
0%
0%
12%
0%
0%
0%
0%
10%
15
0%
0%
0%
12%
0%
0%
0%
0%
8%
14
0%
0%
0%
12%
0%
0%
0%
0%
5%
13
0%
0%
0%
10%
0%
0%
1%
0%
4%
12
0%
0%
0%
7%
0%
0%
2%
1%
2%
11
0%
1%
0%
4%
1%
0%
4%
2%
1%
10
0%
2%
0%
3%
2%
1%
7%
5%
1%
9
0%
3%
0%
2%
4%
2%
11%
8%
0%
8
1%
6%
1%
1%
7%
4%
14%
11%
0%
7
2%
10%
2%
0%
10%
8%
15%
14%
0%
6
4%
13%
4%
0%
13%
12%
14%
15%
0%
5
7%
15%
8%
0%
15%
17%
11%
14%
0%
4
12%
18%
13%
0%
15%
18%
9%
12%
0%
3
9%
13%
11%
0%
8%
10%
4%
5%
0%
2
2%
9%
2%
0%
2%
4%
1%
1%
0%
1
17%
7%
18%
0%
9%
11%
3%
5%
0%
0
47%
3%
41%
0%
15%
13%
3%
6%
0%
Samanlagðar líkur á fjölda þingmanna eftir flokkumGögnin úr töflunni hér á undan má einnig setja fram á þennan hátt. Hér er búið að leggja saman líkurnar á því að fjöldi þingmanna er kjörinn. Í tilfelli Bjartrar framtíðar þá eru 53% líkur á að flokkurinn fái í það minnsta einn þingmann kjörinn, 36% líkur á að fá tvo eða fleiri og svo koll af kolli.
Þingmenn A B C D F M P S V
>=27
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
1%
>=26
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
2%
>=25
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
3%
>=24
0%
0%
0%
1%
0%
0%
0%
0%
6%
>=23
0%
0%
0%
2%
0%
0%
0%
0%
10%
>=22
0%
0%
0%
3%
0%
0%
0%
0%
16%
>=21
0%
0%
0%
6%
0%
0%
0%
0%
23%
>=20
0%
0%
0%
10%
0%
0%
0%
0%
33%
>=19
0%
0%
0%
18%
0%
0%
0%
0%
45%
>=18
0%
0%
0%
27%
0%
0%
0%
0%
57%
>=17
0%
0%
0%
38%
0%
0%
0%
0%
69%
>=16
0%
0%
0%
50%
0%
0%
0%
0%
79%
>=15
0%
0%
0%
62%
0%
0%
0%
0%
87%
>=14
0%
0%
0%
74%
0%
0%
1%
0%
93%
>=13
0%
0%
0%
84%
0%
0%
2%
1%
96%
>=12
0%
1%
0%
91%
1%
0%
4%
2%
98%
>=11
0%
1%
0%
95%
1%
0%
8%
4%
99%
>=10
0%
3%
0%
97%
3%
1%
15%
9%
100%
>=9
0%
7%
0%
99%
7%
3%
26%
17%
100%
>=8
1%
13%
1%
100%
14%
7%
40%
27%
100%
>=7
3%
23%
3%
100%
23%
15%
55%
41%
100%
>=6
6%
35%
7%
100%
37%
27%
69%
56%
100%
>=5
13%
51%
16%
100%
51%
44%
81%
70%
100%
>=4
25%
69%
29%
100%
67%
62%
89%
82%
100%
>=3
34%
82%
40%
100%
75%
72%
93%
87%
100%
>=2
36%
91%
42%
100%
76%
76%
94%
89%
100%
>=1
53%
97%
59%
100%
85%
87%
97%
94%
100%

Þriggja flokka stjórn í kortunum

Þegar líkur á fjölda þingsæta þessara framboða eru lagðar saman eru 69 prósent líkur á því að ríkisstjórnarsamstarf Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins geti orðið að praktískum möguleika. Þá ætti auðvitað eftir að semja um málefnin milli þessara flokka, sem raða sér á sinn vænginn hvor í íslenskum stjórnmálum.

Ólíklegt er að hægt verði að mynda meirihlutasamstarf annarra tveggja flokka en Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Fimm prósent líkur eru á að Píratar og Vinstri græn fái að minnsta kosti 32 þingmenn, 3 prósent líkur á að hægt verði að endurnýja ríkisstjórnarsamstarf Vinstri grænna og Samfylkingar.

Mun líklegra er að þrjá flokka þurfi til að mynda meirihluta eins og staðan er núna. Þannig eru 25 prósent líkur á að Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin og Vinstri græn geti myndað meirihluta á þingi eftir kosningar. Samanlagt gátu Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Miðflokkurinn myndað meirihluta í þrjú prósent tilvika í sýndarkosningunum 100.000.

Líkur á samanlögðum þingmannafjöldaLíkur á að samanlagður þingmannafjöldi framboðslista nái meirihluta á þingi. Til að fá eins manns meirilhuta á Alþingi þarf samanlagður fjöldi að vera 32 þingmenn. Rauða strikið í töflunni hér að neðan er sláin sem þarf að komast yfir.
Þingmenn ACD BD BDM BSV DV PV SV VF
>=46
0%
0%
0%
0%
1%
0%
0%
0%
>=45
0%
0%
0%
0%
1%
0%
0%
0%
>=44
0%
0%
0%
0%
2%
0%
0%
0%
>=43
0%
0%
0%
0%
2%
0%
0%
0%
>=42
0%
0%
0%
0%
4%
0%
0%
0%
>=41
0%
0%
0%
0%
6%
0%
0%
0%
>=40
0%
0%
0%
1%
9%
0%
0%
0%
>=39
0%
0%
0%
1%
13%
0%
0%
0%
>=38
0%
0%
0%
2%
18%
0%
0%
0%
>=37
0%
0%
0%
3%
25%
0%
0%
0%
>=36
0%
0%
0%
5%
33%
0%
0%
0%
>=35
0%
0%
1%
8%
41%
1%
0%
0%
>=34
0%
0%
1%
12%
51%
1%
1%
0%
>=33
0%
0%
2%
18%
61%
3%
2%
1%
>=32
0%
0%
3%
25%
69%
5%
3%
1%
>=31
0%
0%
6%
33%
78%
7%
5%
2%
>=30
1%
1%
9%
42%
85%
12%
8%
4%
>=29
1%
2%
14%
52%
90%
17%
12%
7%
>=28
2%
3%
20%
61%
94%
25%
18%
11%
>=27
4%
5%
28%
70%
96%
34%
25%
16%
>=26
6%
8%
37%
78%
98%
44%
34%
23%
>=25
9%
13%
47%
84%
99%
55%
44%
31%
>=24
14%
19%
57%
89%
99%
64%
55%
41%
>=23
19%
27%
67%
93%
100%
74%
65%
51%
>=22
27%
36%
75%
96%
100%
82%
74%
61%
>=21
36%
47%
82%
98%
100%
88%
82%
70%
>=20
46%
57%
88%
99%
100%
92%
88%
79%
>=19
57%
68%
92%
99%
100%
95%
92%
85%
>=18
67%
77%
95%
100%
100%
97%
95%
90%

Tæplega helmings líkur á að falla út

Ríkisstjórnarflokkarnir Björt framtíð og Viðreisn hafa mælst með lítið fylgi undanfarnar vikur og hafa ekki náð að afla stuðnings eftir að ríkisstjórn þeirra og Sjálfstæðisflokksins féll 15. september síðastliðinn.

Í þingsætaspá kosningaspárinnar sem unnin var í morgun kom það í ljós að nærri því helmings líkur eru á því að Björt framtíð falli af þingi, eða 47 prósent. Viðreisn á meiri möguleika á að halda í það minnsta einu þingsæti, en fékk engan þingmann í 41 prósent tilvika sýndarkosninganna.

Þróun stuðnings við stjórnmálaflokka í kosningaspánni

Mældur stuðningur við stjórnmálaflokka sem bjóða fram í Alþingiskosningunum næstkomandi, miðað við kosningaspána.

A B C D F M P S V Aðrir

Þingsætaspáin var unnin út frá fyrirliggjandi könnunum sem mældu fylgi framboða á landsvísu. Þegar kannanir á fylgi framboða innan hvers kjördæmis liggja fyrir verður hægt að gera nákvæmari þingsætaspá, þar sem reiknaðar verða líkur á því að hver og einn frambjóðandi nái kjöri. Kjarninn birti samskonar spá í aðdraganda kosninganna í fyrra.

Hvað er kosn­inga­spá­in?

Fyrir hverjar kosningar um allan heim birta fjölmiðlar gríðarlegt magn af upplýsingum. Þessar upplýsingar eru oftar en ekki tölfræðilegar, byggðar á skoðanakönnunum þar sem fólk hefur verið spurt hvernig það upplifir stjórnmálin og hvað það getur ímyndað sér að kjósa. Stjórnmálafræðingar og fjölmiðlar keppast svo við að túlka niðurstöðurnar og veita almenningi enn meiri upplýsingar um stöðuna í heimi stjórnmálanna.

Allar þessar kannanir og allar mögulegar túlkanir á niðurstöðum þeirra kunna að vera ruglandi fyrir hinn almenna neytanda. Einn kannar skoðanir fólks yfir ákveðið tímabil og annar kannar sömu skoðanir á öðrum tíma og með öðrum aðferðum. Hvor könnunin er nákvæmari? Hverri skal treysta betur? Svarið er oftar en ekki óljóst því vandinn er að hinn almenni kjósandi hefur ekki forsendur til að meta áreiðanleika hverrar könnunar.

Þar kemur kosningaspáin til sögunnar.

Kosn­­inga­­spálíkan Bald­­urs Héð­ins­­sonar miðar að því að setja upp­­lýs­ing­­arnar sem skoð­ana­kann­­anir veita í sam­hengi. Fyr­ir­liggj­andi skoð­ana­kann­­anir eru teknar saman og þeim gefið vægi til þess að spá fyrir um úrslit kosn­­inga. Niðurstöður spálíkansins eru svo birtar hér á Kjarnanum reglulega í aðdraganda kosninga.

Til útskýringar má segja að vægi kannana er gefið eftir því hversu næmur könnunaraðilinn og aðferðir hans eru á raunverulegar hreyfingar í samfélaginu. Kosningar eru auðvitað eini mælikvarðinn á það hversu vel könnunaraðilum tekst upp svo miðað er við söguleg gögn og þau borin saman við kosningaúrslit til að ákvarða áreiðanleika. Þá skiptir máli hversu langt er liðið síðan könnunin var gerð og hversu margir tóku þátt í henni.

Kjarn­inn birti Kosn­­inga­­spá Bald­­urs fyrst í aðdraganda sveit­­ar­­stjórn­­­ar­­kosn­­ing­­a 2014 og reynd­ist sú til­­raun vel. Á vefnum kosn­­inga­­spá.is má lesa nið­­ur­­stöður þeirrar spár og hvernig vægi kann­ana var í takt við frá­­vik kann­ana miðað við kosn­­inga­úr­slit­in.

Kosn­­inga­­spá Kjarn­ans og Bald­­urs Héð­ins­­sonar er nú keyrð í aðdraganda Alþingiskosninga 28. október í annað sinn. Kosningaspáin fékk mikla athygli fyrir síðustu Alþingiskosningar 2016, ekki síst fyrir þingsætaspána þar sem spáð var um hvaða frambjóðendur myndu ná kjöri. Nánar um það hér að neðan.

Í nýj­­ustu kosn­­inga­­spánni hverju sinni eru nýjustu kannanir könnunaraðila vegnar eftir áreiðanleika. Fylgi einstakra framboða er svo fundið með vegnu meðaltali úr þeim könnunum sem liggja til grundvallar hverri spá fyrir sig. Spálíkanið sem Baldur hefur útbúið byggir að verulegu leyti á aðferðum Nate Silver. Um það má lesa hér. Vægi hverrar könnunar fyrir sig er metið út frá fyrirfram gefnum forsendum, eins og stærð úrtaks, fjölda svarenda, lengd könnunartímabils og áreiðanleika könnunaraðila. Áreiðanleiki könnunaraðila byggir á því hversu nærri kannanirnar hafa komist niðurstöðum kosninga á undanförnum árum.

Þær kannanir sem teknar eru gildar í kosningaspánni verða að uppfylla lágmarks skilyrði tölfræðilegrar aðferðafræði. Þar er litið til stærðar úrtaksins, fjölda svarenda, könnunartímabils og þess hvort úrtakið standist kröfur til að reynast marktækt, svo fátt eitt sé nefnt.

Þingsætaspáin

Þingsætaspáin er ítarlegri greining á gögnum kosningaspárinnar sem mælir líkindi þess að einstaka frambjóðandi nái kjöri í Alþingiskosningum. Niðurstöðurnar byggja á fyrirliggjandi könnunum á fylgi framboða í öllum sex kjördæmum landsins hverju sinni og eru niðurstöðurnar birtar hér á vefnum.

Fyrir kjördæmin

Líkur á því að einstaka frambjóðandi nái kjöri byggja á reiknilíkani stærðfræðinganna Baldurs Héðinssonar og Stefáns Inga Valdimarssonar. Í stuttu máli er aðferðafræðin sú að fylgi framboða í skoðanakönnunum er talin líklegasta niðurstaða kosninga að viðbættri óvissu sem byggir á sögulegu fráviki kannana frá kosningaúrslitum. Söguleg gögn sýna að fylgni er á milli þess að ofmeta/vanmeta fylgi flokks í einu kjördæmi og að ofmeta/vanmeta fylgi flokksins í öðrum kjördæmum. Frávikið frá líklegustu niðurstöðu fyrir flokk er því ekki óháð milli kjördæma. Ef frávikið er neikvætt í einu kjördæmi fyrir ákveðinn flokk aukast líkurnar á að það sé sömuleiðis neikvætt í öðrum kjördæmum.

Reiknilíkanið hermir 100.000 „sýndarkosningar“ og úthlutar kjördæma- og jöfnunarsætum út frá niðurstöðunum. Líkur frambjóðanda á að ná kjöri er þess vegna hlutfall „sýndarkosninga“ þar sem frambjóðandinn nær kjöri.

Tökum ímyndað framboð X-listans í Norðvesturkjördæmi sem dæmi: Framboðið mælist með 20 prósent fylgi. Í flestum „sýndarkosningunum“ fær X-listinn 2 þingmenn en þó kemur fyrir að fylgið í kjördæminu dreifist þannig að niðurstaðan er aðeins einn þingmaður. Sömuleiðis kemur fyrir að X-listinn fær þrjá þingmenn í kjördæminu og í örfáum tilvikum eru fjórir þingmenn í höfn.

Ef skoðað er í hversu mörgum „sýndarkosningum“ hver frambjóðandi komst inn sem hlutfall af heildarfjölda fást líkurnar á að sá frambjóðandi nái kjöri. Sem dæmi, hafi frambjóðandinn í 2. sæti X-listans í Norðvesturkjördæmi náð kjöri í 90.000 af 100.000 „sýndarkosningum“ þá reiknast líkurnar á því að hann nái kjöri í Alþingiskosningunum 90 prósent.

Skoðanakannanir í aðdraganda Alþingiskosninga 2009 og 2013 voru notaðar til að sannprófa þingsætaspánna, þar sem spáin er borin saman við endanlega úthlutun þingsæta. Þingsætaspáin var jafnframt birt í fyrsta sinn í aðdraganda Alþingiskosninga 2016.

Fyrir landið í heild

Þegar niðurstöður í öllum kjördæmum liggja fyrir er hægt taka niðurstöðurnar saman fyrir landið í heild og reikna út líkur á því hversu marga þingmenn hver flokkur fær á landsvísu. X-listinn gæti, svo dæminu hér að ofan sé haldið áfram, fengið:

 • 8 þingmenn í 4% tilfella
 • 9 þingmenn í 25% tilfella
 • 10 þingmenn í 42% tilfella
 • 11 þingmenn í 25% tilfella
 • 12 þingmenn í 4% tilfella

Þetta veitir tækifæri til þess að máta flokka saman reyna að mynda meirihluta þingmanna og skoða líkur á því hvaða flokkar muni ná meirihluta á þingi að afstöðnum kosningum. Ef X-listinn er einn af þeim flokkum sem myndar meirihluta að loknum kosningnum er þingmannaframlag hans til meirihlutans aldrei færri en 8 þingmenn, í 96% tilfella a.m.k. 9 þingmenn, í 71% tilfella a.m.k. 10 þingmenn o.s.frv. Landslíkur X-listans eru því settar fram á forminu:

 • = > 8 þingmenn í 100% tilfella
 • = > 9 þingmenn í 96% tilfella
 • = > 10 þingmenn í 71% tilfella
 • = > 11 þingmenn í 29% tilfella
 • = > 12 þingmenn í 4% tilfella
 • = > 13 þingmenn í 0% tilfella

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar