Nýtt yfirtökutilboð komið í Refresco – Íslenskir fjárfestar gætu grætt milljarða

Hópur sem keypti stóran hlut í Stoðum, áður FL Group, í vor mun hagnast mikið á fjárfestingu sinni ef tilboði í einu eign félagsins, Refresco, verður tekið. Hann er m.a. samansettur af hluthöfum í TM og mönnum sem áður gegndu lykilstöðum hjá FL Group.

Refresco er hollenskur drykkjavöruframleiðandi.
Refresco er hollenskur drykkjavöruframleiðandi.
Auglýsing

Fjár­fest­inga­fé­lagið PAI Partners SAS gerði í dag nýtt yfir­tökutil­boð í hol­lenska drykkja­vöru­fram­leið­and­ann Refresco. Til­boðið hljóðar er upp á 1,6 millj­arða evra og er 14 pró­sent hærra en fyrra yfir­tökutil­boð, sem hafnað var í apríl síð­ast­liðn­um. Miðað við gengi evru í dag er til­boðið upp á um 200 millj­arða íslenskra króna.

­Stærsti ein­staki hlut­hafi Refresco eru Stoð­ir, sem áður hétu FL Group. Verði yfir­tökutil­boðið sam­þykkt myndu Stoðir fá um 17,7 millj­arða króna í sinn hlut. Hlut­ur­inn var met­inn á 12,7 millj­arða króna um síð­ustu ára­mót í bókum Stoða og því ljóst að hlut­hafar Stoða munu fá mun meira en það fyrir hann verði til­boðið sam­þykkt.

Greint er frá yfir­tökutil­boð­inu í til­kynn­ingu frá Refresco til mark­að­ar­ins í Hollandi í dag.

Græða millj­arða á nokkrum mán­uðum

Refresco er eina eft­ir­stand­andi eign Stoða. Í vor áttu sér stað umtals­verð við­skipti með hluti í félag­inu. Tvö félög, S121 ehf. og S122 ehf., eign­­uð­ust meiri­hluta í Stoð­­um. Sam­an­lagt eiga þessi tvö félög 50,15 pró­sent hlut.

Fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­ingar úr fyr­ir­tækja­skrá benda til þess að félögin tvö hafi greitt 4,8 millj­arða króna fyrir 48,73 pró­sent hlut. Miðað við það verð má ætla að  mark­aðsvirði Stoða væri um tíu millj­arðar króna þegar við­skiptin áttu sér stað.

Miðað við yfir­tökutil­boðið  virð­ist ljóst að hóp­­ur­inn sem keypti hlut­inn í Stoðum snemma á þessu ári, í við­­skiptum sem litlar upp­­lýs­ingar fást um, hefur hagnað mjög vel á fjár­­­fest­ingu sinni. Og verði yfir­tökutil­boð­inu tekið munu þeir geta leyst það fé út. Alls ætti hlutur þeirra að verða 8,9 millj­arðar króna. Hóp­ur­inn hefur því tæp­lega tvö­faldað fjár­fest­ingu sínu á örfáum mán­uðum miðað við þær tölur sem gefnar eru upp í gögnum sem skilað var inn til fyr­ir­tækja­skrá­ar.

Gamlir lyk­il­­menn úr FL og stjórn­­­ar­­menn TM

En hverjir eru í þessum hópi? S121 og S122 eru í eigu fjög­­urra einka­hluta­­fé­laga og eins skráðs félags, Trygg­inga­mið­­stöðv­­­ar­inn­­ar.  Fé­lögin fjögur heita Helg­ar­fell ehf., Esju­­­borg ehf., Einir ehf. og GGH ehf. Þrjú þeirra, eru í eigu aðila sem eru líka stórir hlut­hafar í Trygg­ing­ar­mið­stöð­inni. Og eig­endur þeirra voru margir hverjir lyk­il­­menn í FL Group á árunum fyrir hrun.

Esju­­­borg er í 50 pró­­­sent eigu félags sem heitir Jökla­­­borg. Það er skráð í 100 pró­­­sent eigu Jóhanns Arn­­­ars Þór­­­ar­ins­­­son­­­ar, for­­­stjóra og eins stærsta eig­anda veit­ing­­­aris­ans Foodco. Hinn helm­ing­­­ur­inn í Esju­­­borg er í eig Riverside Capi­tal SARL, félags sem er skráð í Lúx­em­borg. Sam­­­kvæmt Pana­ma­skjöl­unum er það félag í end­an­­­legri eigu For­town Corp, félags skráð á Möltu. Eig­andi þess félags er Örvar Kærne­sted. RiversideCapi­tal á líka 2,63 pró­­­sent hlut í Trygg­inga­mið­­­stöð­inni í gegnum íslenska félagið Riverside Capi­tal ehf. Hann situr einnig í stjórn Trygg­inga­mið­­­stöðv­­­­­ar­inn­­­ar. Örvar var yfir starf­­­semi FL Group í London um tíma fyrir banka­hrun og þar áður hjá Kaup­­­þingi í níu ár.  Hann er nú umsvifa­­­mik­ill fjár­­­­­fest­­­ir. Hann sett­ist í stjórn Stoða á síð­­­asta aðal­­­fundi félags­­­ins, se fór fram 21. apríl síð­­­ast­lið­inn.

Auglýsing
Einar Örn Ólafs­­­son er líka á meðal eig­enda Trygg­inga­mið­­­stöðv­­­­­ar­inn­­­ar. Hann á 2,76 pró­­­sent hlut í henni í gegnum félag sitt Einir ehf. Það félag er líka á meðal þeirra sem náð hafa yfir­­­ráðum í Stoð­­­um. Einar starf­aði hjá Glitni og síðar Íslands­­­­­banka á árum áður. Hann var meðal ann­­­ars for­­­stöð­u­­­maður fyr­ir­tækja­ráð­gjafar Íslands­­­­­banka fyrstu mán­uð­ina eftir að bank­inn var end­­­ur­reistur eftir hrun­ið. Hann gerð­ist síðan for­­­stjóri Skelj­ungs í maí 2009 eftir að hafa hætt hjá bank­­­anum vegna trún­­­að­­­ar­brests. Hann er í dag umsvifa­­­mik­ill fjár­­­­­fest­­­ir.

Stærsti ein­staki eig­andi að hlutum í Trygg­inga­mið­­­stöð­inni, að und­an­­­skildum líf­eyr­is­­­sjóðum og sjóðs í stýr­ingu Stefn­is, er félag sem heitir Helg­ar­fell ehf. með 6,34 pró­­­sent hlut. Helg­ar­fell er líka á meðal þeirra félaga sem keyptu stóran hlut í Stoðum með Trygg­ing­ar­mið­stöð­inni á síð­­­­­ustu mán­uð­­­um.

Eig­endur Helg­ar­fells eru Björg Fen­ger, Kristín Fen­ger Ver­­­munds­dóttir og Ari Fen­ger. Björg er eig­in­­­kona Jóns Sig­­­urðs­­­son­­­ar, fyrr­ver­andi for­­­stjóra FL Group/­Stoða. Jón tók við sem stjórn­­­­­ar­­­for­­­maður Stoða á síð­­­asta aðal­­­fundi félags­­­ins fyrir tæpum mán­uði síð­­­­­an.

Fjórða félagið sem er stór eig­andi í S122 og S121 heitir GGH ehf.  Eig­endur þess eru Gruppen ehf. (í eigu hol­­­lenska félags­­­ins Golden Gate Mana­gement BV, sem teng­ist Magn­úsi Ármann), Ágúst Már Ármann (faðir Magn­úsar Ármann), og BNB Consulting (fé­lag í eigu Bern­hards Boga­­­son­­­ar, fyrr­ver­andi fram­­­kvæmda­­­stjóra lög­­­fræð­is­sviðs FLGroup) sem á eitt pró­­­sent hlut. Magnús Ármann var á meðal hlut­hafa í FL Group fyrir hrun og sat í stjórn félags­­­ins.

Sam­­­starfs­að­ili hóps­ins er félagið Tavira Securities sem er í eigu óþekkts hol­­­lensk fjár­­­­­fest­­­is.

Tengsl við for­tíð­ina

Félögin sem notuð voru til að kaupa hluti í Stoðum hafa þegar skipt um stjórn­­­­­ir. Í S121 er Gunnar Sturlu­­­son lög­­­­­maður í stjórn. Hann var lengi vel náinn sam­­­starfs­­­maður Hann­esar Smára­­­son­­­ar, fyrr­ver­andi for­­­stjóra FL Group, var lög­­­­­maður hans, sat í stjórnum og var skráður fram­­­kvæmda­­­stjóri félaga í eigu Hann­es­­­ar. Gunnar er líka í stjórn S122. Þar situr hann ásamt Þor­­­steini M. Jóns­­­syni, sem á árum áður var oft­­­ast kenndur við kók. Þor­­­steinn átti hlut í FL Group fyrir banka­hrun­ið, sat í stjórn félags­­­ins og tók við sem stjórn­­­­­ar­­­for­­­maður Glitnis um tíma eftir að FL Group og tengdir aðilar náðu yfir­­­ráðum yfir bank­an­­­um.

Bæði Jón Sig­­­urðs­­­son og Þor­­­steinn M. Jóns­­­son hafa setið í stjórn Refresco fyrir hönd íslenskra eig­enda. Jón situr þar raunar enn og hefur gert frá 2009.

Glitn­ir­Holdco seldi

Stærsti selj­andi þeirra hluta sem félögin tvö keyptu í vor var Glitn­ir­Holdco, eign­­ar­halds­­­fé­lag utan um eft­ir­stand­andi eignir Glitn­is, banka sem FL Group og tengdir aðilar voru með tögl og haldir í á loka­­metrum íslenska góð­ær­is­ins fyrir hrun.

Félagið sjálft átti 32 pró­­sent hlut í Glitni. Banka sem lán­aði FL Group sam­­stæð­unni tugi millj­­arða króna sem leiddi svo til þess að kröf­u­hafar bank­ans eign­uð­ust stærstan hluta í félag­inu eftir að það fór í gegnum nauða­­samn­ing sum­­­arið 2009.

Glitn­ir­Holco hefur ekk­ert viljað  gefa upp um hvað hefði verið greitt fyrir hlut­inn í Refresco sem félagið seldi, en það  hafði átt 40,28 pró­­sent hlut. Raunar hafa ekki feng­ist upp­­­lýs­ingar um hvenær hóp­­­ur­inn sem nú á meiri­hluta í Stoðum hóf upp­­­­­kaup sín á bréf­um, hvað hann greiddi fyrir hlut­inn né hvernig þau kaup voru fjár­­­­­mögn­uð utan þeirra upp­lýs­inga sem hægt er að nálg­ast í skrán­ing­ar­skjölum félag­anna í fyr­ir­tækja­skrá,­sem fjallað er um hér að ofan.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Algeggjuð“ hugmynd um sameiningu banka
Í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda á föstudaginn, er fjallað um þá hugmynd að sameina tvo af kerfislægt mikilvægu bönkum landsins.
Kjarninn 15. desember 2019
SMS og MMS ganga í endurnýjun lífdaga
Eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir nýjum samskiptaforritum á borð við Messenger og WhatsApp eru gömlu góðu SMS- og MMS-skilaboðin að eiga endurkomu. Þeim fjölgar nú eftir áralangan samdrátt.
Kjarninn 15. desember 2019
Ferðalag á mörkum ljóss og myrkurs, í átt til dögunar
Rökkursöngvar Sverris Guðjónssonar kontratenórs eru að koma út. Safnað er fyrir þeim á Karolina Fund.
Kjarninn 15. desember 2019
Ársreikningaskrá heyrir undir embætti ríkisskattstjóra.
Skil á ársreikningum hafa tekið stakkaskiptum eftir að viðurlög voru hert
Eftir að viðurlög við því að skila ekki ársreikningum á réttum tíma voru hert skila mun fleiri fyrirtæki þeim á réttum tíma. Enn þarf almenningur, fjölmiðlar og aðrir áhugasamir þó að greiða fyrir aðgang að ársreikningum.
Kjarninn 15. desember 2019
Hin harða barátta um sjónvarpið og internetið
Síminn fékk nýverið níu milljóna króna stjórnvaldssekt fyrir að hafa margbrotið ákvæði fjölmiðlalaga, með því að í raun vöndla saman sölu á interneti og sjónvarpi. Brotin voru sögð meðvituð, markviss og ítrekuð.
Kjarninn 15. desember 2019
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar