Flestir framboðslistar verða tilbúnir eftir næstu helgi

Nokkrir flokkar eru búnir að raða niður á lista hjá sér fyrir komandi alþingiskosningar og enn sem komið er eru konur í minnihluta.

alþingi þing
Auglýsing

Fram­boðs­listar tín­ast nú inn hjá flokk­unum og eins og staðan er núna eru konur í odd­vita­sætum í minni­hluta. Tíu konur leiða lista af þrjá­tíu í kom­andi þing­kosn­ingum þann 28. októ­ber næst­kom­andi. Á næstu dögum mun koma í ljós hvernig list­arnir í öllum flokkum muni líta út. 

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, Björt fram­tíð og Píratar eru allir búnir að kynna sína fram­boðs­lista fyrir öll kjör­dæm­in. Vinstri græn hafa til­kynnt um lista í tveimur kjör­dæmum af fjór­um. Við­reisn mun kynna sína lista um næstu helgi og fram­boðs­listar Fram­sókn­ar­flokks­ins verða kynntir á næstu dög­um. Flokkur fólks­ins er búinn að til­kynna odd­vita fram­boðs­lista sinna. Mið­flokk­ur­inn hefur ekki gefið út hvenær hann ætli að kynna sitt fólk. 

Auglýsing

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn

Ljóst er hvernig fram­boðs­listar Sjálf­stæð­is­flokks­ins í öllum kjör­dæm­unum líta út. Í Suð­vest­ur­kjör­dæmi leið­ir Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra. Bryn­dís Har­alds­dóttir alþing­is­maður skipar annað sæt­i, Jón Gunn­ars­son ráð­herra það þriðja, Óli Björn Kára­son alþing­is­maður það fjórða og Vil­hjálmur Bjarna­son alþing­is­maður það fimmta. 

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra skipar odd­vita­sætið í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur, Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir alþing­is­maður annað sæt­i, Birgir Ármanns­son alþing­is­maður það þriðja, Albert Guð­munds­son laga­nemi fjórða og Her­dís Anna Þor­valds­dóttir vara­borg­ar­full­trúi það fimmta. 

Ein­ungis í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður leiðir kona lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins og er það Sig­ríður Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra. Brynjar Níels­son alþing­is­maður er í öðru sæt­i, Hildur Sverr­is­dóttir alþing­is­maður í því þriðja, Bessí Jóhanns­dóttir fram­halds­skóla­kenn­ari fjórða og Jóhannes Stef­áns­son lög­fræð­ingur í því fimmta.

Í Suð­ur­kjör­dæmi er Páll Magn­ús­son alþing­is­mað­ur
 odd­viti flokks­ins, Ásmundur Frið­riks­son alþing­is­mað­ur
 í öðru sæti, Vil­hjálmur Árna­son alþing­is­mað­ur
 í því þriðja, Unnur Brá Kon­ráðs­dóttir alþing­is­maður í því fjórða og 
Kristín Trausta­dóttir end­ur­skoð­andi skipar fimmta sæt­ið. 

Í Norð­vest­ur­kjör­dæmi leið­ir Har­aldur Bene­dikts­son, Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir er í öðru sæti og Teitur Björn Ein­ars­son í því þriðja. Í Norð­aust­ur­kjör­dæmi er Krist­ján Þór Júl­í­us­son mennta­mála­ráð­herra í odd­vita­sæti, 
Njáll Trausti Frið­berts­son alþing­is­maður skipar annað sætið og Val­gerður Gunn­ars­dóttir alþing­is­maður það þriðja. 

Vinstri hreyf­ingin - grænt fram­boð

Enn á eftir að koma í ljós hverjir muni verða odd­vitar í fjórum kjör­dæmum en í Reykja­vík­ur­kjör­dæm­unum mun fram­boðs­listi vera kynntur mið­viku­dag­inn 4. októ­ber. Í Norð­vest­ur­kjör­dæmi verður list­inn kynntur í kvöld 3. októ­ber og í Norð­aust­ur­kjör­dæmi mánu­dag­inn 9. októ­ber. Eins og staðan er núna leiðir ein kona og einn karl listana í Suð­vest­ur­kjör­dæmi og Suð­ur­kjör­dæmi.

Í Suð­vest­ur­kjör­dæmi er Rósa Björk Brynj­ólfs­dóttir al­þing­is­maður odd­vit­i, Ólafur Þór Gunn­ars­son læknir í öðru sæt­i, Una Hild­ar­dóttir í því þriðja, Fjölnir Sæmunds­son í fjórða og Ester Bíbí Ásgeirs­dóttir í því fimmta. Ari Trausti Guð­munds­son leiðir list­ann í Suð­ur­kjör­dæmi, Heiða Guðný Ásgeirs­dóttir skipar annað sæt­ið, Dan­íel E. Arn­ar­son þriðja, Dagný Alda Leifs­dóttir það fjórða og Helga Tryggva­dóttir það fimmta. 

Þótt listar flokks­ins í Reykja­vík og í Norð­vest­ur­kjör­dæmi hafi enn ekki verið kynntir þá má sterk­lega búast við því að þeir verði allir leiddir af kon­um. Katrín Jak­obs­dótt­ir, Svan­dís Svav­ars­dóttir og Lilja Raf­ney Magn­ús­dóttir leiddu þá lista í síð­ustu kosn­ingum og munu að öllum lík­indum gera það aft­ur.

Píratar

Úrslit voru ljós í öllum próf­kjörum Pírata þann 30. sept­em­ber síð­ast­lið­inn. Konur leiða í tveimur kjör­dæm­um, öðru Reykja­vík­ur­kjör­dæm­inu og Norð­vest­ur­kjör­dæmi, þær Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir og Eva Pand­ora Bald­urs­dóttirÍ Suð­vest­ur­kjör­dæmi leiðir Jón Þór Ólafs­son lista Pírata. Í öðru sæti er Oktavía Hrund Jóns­dótt­ir, í því þriðja Dóra Björt Guð­jóns­dóttir og Andri Þór Sturlu­son í því fjórða. 

Í Reykja­vík­ur­kjör­dæm­unum var sam­eig­in­legt próf­kjör. Helgi Hrafn Gunn­ars­son og Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir munu leiða kjör­dæmin en þeir sem völd­ust á list­ann velja sér annað hvort suð­ur- eða norð­ur­kjör­dæmi. Þau eru í þess­ari röð: Björn Leví Gunn­ars­son, Hall­dóra Mog­en­sen, Gunnar Hrafn Jóns­son, Olga Mar­grét Cili­a, Snæ­björn Brynjars­son, Sara Oskars­son, Einar Stein­gríms­son og Katla Hólm Vil­berg- Þór­hild­ar­dótt­ir.

Smári McCarthy er odd­viti í Suð­ur­kjör­dæmi, Álf­heiður Eymars­dóttir í öðru sæt­i, Fanný Þórs­dóttir í því þriðja, Albert Svan í fjórða og Krist­inn Ágúst Eggers­son í því fimmta. Eva Pand­ora Bald­urs­dóttir leiðir list­ann í Norð­vest­ur­kjör­dæmi, Gunnar Ingi­berg Guð­munds­son er í öðru sæti og Rann­veig Ernu­dóttir í því þriðja. Í Norð­aust­ur­kjör­dæmi er Einar Brynj­ólfs­son odd­vit­inn, Guð­rún Ágústa Þór­dís­ar­dóttir skipar annað sæti og Urður Snæ­dal það þriðja. 

Sam­fylk­ingin

Í Suð­vest­ur­kjör­dæmi og Suð­ur­kjör­dæmi mun ­Sam­fylk­ingin leggja fram fram­boðs­lista til sam­þykkis í kvöld 3. októ­ber. Ein kona er í odd­vita­sæti hjá flokknum eins og komið er. 

Í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður mun Helga Vala Helga­dóttir lög­maður og leik­kona skipa fyrsta sæt­ið, Páll Valur Björns­son grunn­skóla­kenn­ari annað sæt­ið, Eva Bald­urs­dóttir lög­fræð­ingur það þriðja, Þór­ar­inn Snorri Sig­ur­geirs­son sagn­fræð­ingur og for­maður Ungra jafn­að­ar­manna fjórða og Nikólína Hildur Sveins­dóttir mann­fræði­nemi það fimmta. 

Ágúst Ólafur Ágústs­son háskóla­kenn­ari er odd­viti í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suð­ur. Jóhanna Vig­dís Guð­munds­dóttir fram­kvæmda­stjóri er í öðru sæt­i, Einar Kára­son rit­höf­undur í þriðja, Ell­ert B. Schram for­maður Félags eldri borg­ara í Reykja­vík og fyrrv. alþing­is­maður fjórða og Vil­borg Odds­dóttir félags­ráð­gjafi hjá Hjálp­ar­starfi kirkj­unnar í því fimmta. 

Í Norð­vest­ur­kjör­dæmi skipar Guð­jón S. Brjáns­son, alþing­is­maður fyrsta sæt­ið, Arna Lára Jóns­dóttir verk­efna­stjóri Nýsköp­un­ar­mið­stöðvar annað sæti og Jón­ína Björg Magn­ús­dóttir fisk­verka­kona það þriðja. Í Norð­aust­ur­kjör­dæmi er Logi Már Ein­ars­son odd­vit­i, Albertína Frið­björg Elí­as­dóttir í öðru sæti og María Hjálm­ars­dóttir í því þriðja. 

Björt fram­tíð

Björt fram­tíð kynnti fram­boðs­lista í gær, 2. októ­ber. Fleiri konur en karlar leiða listana hjá flokknum en fjórar konur leiða í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suð­ur, Suð­vest­ur­kjör­dæmi, Suð­ur­kjör­dæmi og Norð­vest­ur­kjör­dæmi.

Í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi Norður leiðir for­mað­ur­inn Ótt­arr Proppé list­ann. Í öðru sæti er Auður Kol­brá Birg­is­dóttir lög­mað­ur, í því þriðja er Sunna Jóhanns­dóttir við­skipta­fræð­ing­ur, í fjórða Ágúst Már Garð­ars­son kokkur og Sig­rún Gunn­ars­dóttir hjúkr­un­ar­fræð­ingur og dós­ent í þjón­andi for­ystu í því fimmta. 

Nichole Leigh Mosty þing­maður leiðir list­ann í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi Suð­ur. Hörður Ágústs­son eig­andi Macland skipar annað sæt­ið, Starri Reyn­is­son stjórn­mála­fræði­nemi þriðja, Þór­unn Pét­urs­dóttir land­græðslu­vist­fræð­ingur fjórða og Diljá Ámunda­dóttir KaosPilot og MBA það fimmta. 

Í Suð­vest­ur­kjör­dæmi er Björt Ólafs­dóttir odd­vit­inn, Kar­ólína Helga Sím­on­ar­dóttir mann­fræð­ingur í öðru sæt­i, Hall­dór Jörg­ens­son, fram­kvæmda­stjóri í þriðja sæt­i, G. Valdi­mar Valde­mars­son fram­kvæmda­stjóri í fjórða og Ragn­hildur Reyn­is­dóttir mark­aðs­stjóri í því fimmta. 

Jasmina Crnac stjórn­mála­fræði­nemi leiðir í Suð­ur­kjör­dæmi. Arn­björn Ólafs­son mark­aðs­stjóri Keilis skipar annað sæt­ið, Val­gerður Björk Páls­dóttir fram­kvæmda­stjóri þriðja sætið og Drífa Krist­jáns­dóttir bóndi það fjórða. Guð­finna Gunn­ars­dóttir fram­halds­skóla­kenn­ari er í fimmta sæt­i.  

Í Norð­vest­ur­kjör­dæmi er Guð­laug Krist­jáns­dóttir sjúkra­þjálf­ari og stjórn­ar­for­maður Bjartrar fram­tíðar odd­vit­i, Kristín Sig­ur­geirs­dóttir skóla­rit­ari í tón­list­ar­skóla í öðru sæti og Elín Matt­hildur Krist­ins­dóttir meist­ara­nemi í því þriðja. Í Norð­aust­ur­kjör­dæmi leið­ir Arn­grímur Viðar Ásgeirs­son hót­el­stjóri og íþrótta­kenn­ari list­ann, Halla Björk Reyn­is­dóttir flug­um­ferða­stjóri skipar annað sæti og Hörður Finn­boga­son ferða­mála­fræð­ingur það þriðja. 

Flokkur fólks­ins

Ein kona mun leiða lista Flokks fólks­ins en það er odd­viti Reykja­vík­ur­kjör­dæmis suð­urs, Inga Sæland. Dr. Ólafur Ísleifs­son mun leiða í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur, Guð­mundur Ingi Krist­ins­son Suð­vest­ur­kjör­dæmi, Karl Gauti Hjalta­son Suð­ur­kjör­dæmi, Magnús Þór Haf­steins­son Norð­vest­ur­kjör­dæmi og Sr. Hall­dór Gunn­ars­son í Norð­aust­ur­kjör­dæmi. 

Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar