Niðurstaða komin í plastbarkamálið í Svíþjóð

Paolo Macchiarini verður ekki ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Fyrsti sjúklingurinn sem hann framkvæmdi plastbarkaaðgerð á Karolinska-sjúkrahúsinu var á vegum íslenskra heilbrigðisyfirvalda.

Paolo Macchiarini
Paolo Macchiarini
Auglýsing

Paolo Macchi­ar­ini, ítalski skurð­lækn­ir­inn sem græddi plast­barka í þrjá ein­stak­linga á Karol­inska-­sjúkra­hús­inu, verður ekki ákærður fyrir mann­dráp af gáleysi. Þetta eru nið­ur­stöður sænskra dóm­stóla sem birtar voru í gær­morg­un. Macchar­ini var sá eini sem hafði stöðu sak­born­ings í þessu umdeilda máli. Rann­sóknin tók ein­göngu til þeirra aðgerða sem fram­kvæmdar voru á Karol­inska-­sjúkra­hús­inu. Fyrsti sjúk­ling­ur­inn til að und­ir­gang­ast slíka aðgerð var Eretr­íu­mað­ur­inn Andemariam Beyene sem var á vegum íslenskra heil­brigð­is­yf­ir­valda og var sendur af þeim til­rauna­að­gerð­ina. Áður hafði Macci­har­ini gert aðgerðir með barka úr látnum gjöfum sem allar mistók­ust.

Sak­sókn­arar komust að þeirri nið­ur­stöðu að ekki væru nægar sann­anir til að krefj­ast sak­fell­ingar Macchi­ar­ini á dauða BeyeneMacci­har­ini hafi þó sýnt mikla van­rækslu, eins og And­ers Tor­dai, sak­sókn­ari orð­aði það. Macci­har­ini græddi einnig plast­barka á árunum 2011-2013 í tvo aðra ein­stak­linga, Banda­ríkja­mann og konu frá Tyrk­landi en allar aðrar ákærur verða látnar niður falla og rann­sóknir á mál­unum sömu­leið­is. Dóms­nið­ur­stöður ná ekki til vís­inda­legra þátta í þessu máli.

Til­rauna­að­gerðir á fólki 

Andemariam Beyene var greindur með ill­kynja æxli í hálsi og eftir að meinið hafði tekið sig upp var talið að engin hefð­bundin með­ferð myndi gagn­ast honum og hann því sendur í plast­barka­ígræðsl­una til að lengja líf hans. Anemariam Beyene voru gefnar vonir um að geta lifað í átta ár með plast­bark­ann en hann lifði tæp þrjú ár. Innan við ári eftir til­rauna­að­gerð­ina var búið að setja stoð­net í plast­barka hans til að önd­un­ar­veg­ur­inn félli ekki saman þar sem aðgerðin mistókst. Sú aðgerð var gerð í Sví­þjóð og var Macci­har­ini við­staddur hana. Beyene var illa hald­inn og leið kvalir síð­asta árið, eftir því sem eig­in­kona hans hefur lýst í þætti Bosse Lindquists í sænska sjón­varp­inu.

Auglýsing

Aðgerðin á Beyene var til­rauna­að­gerð og ekk­ert sem lá fyrir um að hún myndi heppn­ast. Þessi nýstár­lega aðgerð byggð­ist á með­höndlun plast­barka sem var bað­aður í stofn­frumum sem ein­angr­aðar höfðu verið úr sjúk­lingnum í um 36 klst. og átti þetta að leiða til mynd­unar önd­un­ar­færa­vefs í bark­an­um. Þar með átti bark­inn að vera sveigj­an­leg­ur,og því sem næst eðli­leg­ur.  Hann ætti jafn­framt að starfa eðli­lega. 

Kostn­að­ur­inn við aðgerð­ina hefur ekki feng­ist upp­gef­inn en Trygg­inga­stofnun  rík­is­ins segir að aðgerðin sjálf hafi ekki verið greidd af þeim. Eins og fram kom í grein í Kjarn­anum hafði Macchar­ini ekki stað­fest til­skilin leyfi, hvorki til að nota plast­bark­ann né að gera aðgerð­ina og hann hafði heldur ekki gert þær til­raunir á dýrum sem hann full­yrti að hann hefði gert áður en hann gerði aðgerð á lif­andi ein­stak­lingi. 

„Við Íslend­ingar verðum að skoða vel okkar eigin aðkomu að þessu máli“

„Við verðum að hafa í huga að hér er um að ræða mjög alvar­legt mál sem felur í sér grun um óboð­lega og lífs­hættu­lega lækn­is­með­ferð, rann­sóknir á fólki þar sem ekki var gætt til­hlýði­legrar var­úðar og jafn­framt ásak­anir um mis­ferli eða jafn­vel svik í rann­sóknum sem hafa hugs­an­lega haft alvar­legar afleið­ingar og jafn­vel leitt til þess að fjöldi manns hefur lát­ist. Þetta mál teygir anga sína til fjöl­margra landa og er mjög flók­ið,“ segir Ástríður Stef­áns­dótt­ir, læknir og dós­ent í hag­nýtri sið­fræði.

Vís­indasið­fræði­legur þáttur þess­ara aðgerða hefur verið harð­lega gagn­rýndur en rann­sókn hefur staðið yfir hér á landi á vegum Land­spít­ala og Háskóla Íslands og er Páll Hreins­son hæsta­rétt­ar­dóm­ari for­maður nefnd­ar­innar sem vinnur að henni. Í grein í hinu virta lækn­is­fræði­tíma­riti Lancet voru jákvæðar nið­ur­stöður aðgerð­ar­innar á fyrsta sjúk­lingn­um, Beyene, sem fékk ígrædd­an plast­parka kynntar en greinin var svokölluð „Proof of concept“-grein sem þýðir að nið­ur­stöð­urnar ráða miklu um hvort um fram­hald verður að ræða  eða ekki. Frek­ari aðgerð­ir Macci­har­ini byggðu á meintum jákvæðum nið­ur­stöðum sem kynntar voru í Lancet-­grein­inni. Tveir íslenskir læknar eru með­höf­undar grein­ar­innar og hafa þeir hafa báðir óskað eftir að nöfn þeirra verði fjar­lægð af ­grein­inn­i en ekki fengið það sam­þykkt.

Vil­hjálmur Árna­son, pró­fessor í heim­speki við HÍ, sagði í við­tali við Kjarn­anní fyrra að Íslend­ingar þurfi að ræða þær sið­ferði­legu spurn­ingar sem þessi til­rauna­með­ferð veki. Vil­hjálmur sagði jafn­framt: „Sú umræða þarf bæði að snú­ast um breytni heil­brigð­is­starfs­manna og þau kerfi eða ferli sem við búum yfir til að hafa eft­ir­lit með með­ferð og rann­sókn­um. Þetta þarf að gera óháð því hverjar nið­ur­stöð­ur rann­sókn­ar­máls­ins um ábyrgð ein­stakra starf­manna eða stofn­ana verða. Þetta er hörmu­legt mál þar sem virð­ist hafa verið brotið gegn grund­vall­ar­at­riðum í vís­indasið­ferð­i.“ 

Rann­sókn­ar­nefndin á vegum Land­spít­ala og Háskóla Íslands mun senda frá sér skýrslu um þetta mál á næstu vik­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar