Mynd: Birgir Þór Harðarson Katrín Jakobsdóttir útklippt

Ríkisstjórn Katrínar frá miðju til vinstri langlíklegust

Mestar líkur eru á því að ríkisstjórn undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur, mynduð af Vinstri grænum og þremur miðjuflokkum, muni setjast að völdum eftir kosningarnar á morgun. Aukið fylgi Sjálfstæðisflokks á lokametrunum gæti þó skapað stjórnarkreppu.

Allar líkur eru á því að fjögurra flokka ríkisstjórn frá miðju til vinstri verði mynduð eftir kosningarnar á morgun verði niðurstöður þeirra í takt við það sem skoðanakannanir hafa sýnt á undanförnum dögum. Samkvæmt síðustu kosningaspá Kjarnans, eru Vinstri græn og Samfylking með samanlagt um 35 prósent fylgi og stefna að því að mynda ríkisstjórn með tveimur af þremur flokkum: Framsóknarflokknum, Pírötum eða Viðreisn.

Slík ríkisstjórn myndi, samkvæmt þingsætaspá Kjarnans, hafa 34 til 35 þingmenn og rúman meirihluta á þingi. Nokkuð ljóst þykir að Katrín Jakobsdóttir yrði forsætisráðherra í slíkri ríkisstjórn. Um það er raunar ekki deilt innan þeirra flokka sem gætu átt aðild að henni.

Það eru ekki bara kannanir sem sýna þetta sem líklegasta veruleikann. Viðmælendur Kjarnans í lykilstöðum innan ofangreindra flokka eru nær allir á því að fyrsti kostur allra fimm sé að vinna með öðrum en Sjálfstæðisflokki eða Miðflokki Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Í raun virðist helsti möguleiki Sjálfstæðisflokks og Miðflokks, að óbreyttu miðað við kannanir, að komast í ríkisstjórn vera sá að Viðreisn myndi fara með þeim og Framsóknarflokki.

Samkvæmt viðmælendum Kjarnans er þó nær ómögulegt að Viðreisn myndi líta á þann möguleika sem raunhæfan, að minnsta kosti ekki fyrr en eftir langvarandi stjórnarkreppu. Reynslan af stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn hafi að mörgu leyti ekki verið góð og verið nálægt því að gera út um flokkinn. Þá sé enginn stjórnmálaflokkur fjær Viðreisn málefnalega en Miðflokkur Sigmundar Davíðs.

Auk þess þyrfti að takast á við það að leiðtogar annars vegar Sjálfstæðisflokksins og hins vegar Framsóknarflokksins eru þeir tveir menn sem Sigmundur Davíð álítur að hafi að ósekju haft af sér annars vegar forsætisráðherrastólinn og hins vegar formennsku í Framsóknarflokknum. Það yrði flókið samstarf á báða bóga.

Miðjan kemur sterk út

Miðjan í íslenskum stjórnvöldum verður sterkasta aflið í þeim að loknum kosningunum á morgun ef fram fer sem horfir, bæði út frá samanlögðu fylgi og möguleikum í stjórnarsamstarfi. Samfylkingin næstum þrefaldar sig, fær í kringum 15 prósent atkvæða og tíu þingmenn. Viðreisn, sem skilgreinir sig sem frjálslynt og alþjóðlega sinnað miðjuafl sem vill umbætur á stjórnkerfum landsins, vinnur varnarsigur og fær að öllum líkindum að minnsta kosti fimm þingmenn, eða tveimur færri en flokkurinn hefur nú. Það er ansi mikill viðsnúningur fyrir flokk sem nánast allan októbermánuð, og síðast fyrir tíu dögum síðan, mældist með rétt um fjögur prósent fylgi.

Niðurstöður kosningaspár 27. október 2017
Kosningaspáin sýnir vegnar niðurstöður fyrirliggjandi skoðanakannana um fylgi stjórnmálaflokka í aðdraganda kosninga.

Nokkrar breytur skipta umtalsverðu máli þegar horft er á þá aukningu sem Viðreisn virðist ætla að ná í á lokasprettinum. Sú fyrsta eru formannsskiptin 11. október, þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir tók við af Benedikt Jóhannessyni. Á þeim degi mældist fylgi flokksins 3,3 prósent en hefur verið 7-8 prósent í síðustu könnunum. Til viðbótar má telja nokkuð líklegt að hluti þeirra sem ætluðu sér að kjósa Bjarta framtíð, sem er líka frjálslyndur miðjuflokkur með að mörgu leyti sambærilegar málefnaáherslur og Viðreisn, séu að færa sig yfir til Viðreisnar eða Samfylkingar svo að atkvæði þeirra falli ekki niður dauð. Þá dregur aukin styrking Viðreisnar úr vinstrislagsíðu á þeirri ríkisstjórn sem er líklegust eftir kosningar.

Á miðjuna raðast líka Píratar, bragð mánaðarins í aðdraganda kosninganna í fyrra, sem munu tapa umtalsverðu fylgi en samt ná inn sex þingmönnum. Fyrir liggur að Píratar munu ekki undir neinum kringumstæðum vinna með Sjálfstæðisflokki eða Miðflokknum í ríkisstjórn og eini möguleiki þeirra til stjórnarþátttöku því sá að vera hluti af fjögurra flokka stjórn með tveimur öðrum miðjuflokkum og Vinstri grænum.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir tók við formannstaumunum í Viðreisn fyrir rúmum tveimur vikum. Fylgi flokksins hefur gjörbreyst síðan þá.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Framsóknarflokkurinn er síðasti miðjuflokkurinn. Hann mun bíða afhroð í komandi kosningum í ljósi þess klofnings sem varð þegar Sigmundur Davíð stofnaði Miðflokkinn. Niðurstaðan verður versta útreið Framsóknarflokksins í rúmlega 100 ára sögu hans og allar líkur á að þingmenn flokksins verði ekki nema fimm. Mesta höggið verður að helsta vonarstjarna Framsóknarflokksins, varaformaðurinn Lilja Alfreðsdóttir, á nánast engar líkur á því að ná inn á þing.

Samtals eru þessir fjórir flokkar á miðju íslenskra stjórnmála með 22 þingmenn og í lykilstöðu til að vinna til vinstri með Vinstri grænum eða til hægri með Sjálfstæðisflokki.

Ekki margir sýnilegir samstarfskostir

Sjálfstæðisflokkurinn verður áfram sem oftast áður stærsti flokkur landsins að loknum kosningum. Kosningaspáin sýnir hann með tæplega 24 prósent atkvæða og þingsætaspá Kjarnans reiknar með að hann fái 16-17 þingmenn.

Sjálfstæðisflokkurinn er sá stjórnmálaflokkur sem er með með skipulagðasta flokksstarfið, sterkustu innviðina og best smurðu kosningavélina. Undanfarnar vikur hefur til að mynda fjölmennur hópur flokksmanna verið í úthringingum til að reyna að sannfæra sem flesta maður á mann að Sjálfstæðisflokkurinn sé besti kosturinn fyrir Ísland, og sá eini sem komi í veg fyrir vinstristjórn. Þetta, ásamt því að kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru að meðaltali eldri en kjósendur flestra annarra flokka og líklegri til að skila sér á kjörstað, er ekki óvarlegt að áætla að hann eigi lítillega inni og muni enda með aðeins hærra fylgi en kannanir segja til um.

En allt stefnir í að Sjálfstæðisflokkurinn sé að fara að tapa fylgi og að minnsta kosti nokkrum þingmönnum, en flokkurinn hefur 21 í dag. Hann er líka, að öllum líkindum, að fara að fá sína næst verstu niðurstöðu í kosningum síðan að flokkurinn var stofnaður árið 1929. Eina skiptið sem hann hefur áður fengið undir fjórðung atkvæða var vorið 2009 þegar Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk 23,7 pró­sent atkvæða. Þá voru kjósendur að refsa flokknum fyrir hrunið.

Þróun fylgis stjórnmálaflokka í kosningaspánni
Fylgi flokka miðað við kosningaspána frá og með 30. ágúst 2017.
B C D F M P S V Aðrir

Það eru ekki margir sýnilegir samstarfsmöguleikar fyrir Sjálfstæðisflokkinn eftir kosningar ef niðurstöður þeirra verða í takt við kannanir. Þótt nánast allir stjórnmálaflokkar útiloki ekkert fyrir fram þegar þeir eru spurðir að því opinberlega er ljóst á viðmælendum Kjarnans í lykilstöðum hjá miðjuflokkunum og Vinstri grænum að lítill sem enginn vilji er þar til að vinna með Sjálfstæðisflokknum.

Hinn flokkurinn sem hægt er að staðsetja í hægriblokkinni er Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Sá er raunar ekki með neina skýra stefnuskrá sem hægt er að raða á vinstri-hægri eða frjálslyndis-forræðishyggju kvarða heldur hverfist flokkurinn fyrst og síðast í kringum sértækar hugmyndir leiðtoga Miðflokksins. En best heima í þessari blokk þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er líklegastur til að stofna til samstarfs við hann af öllum flokkunum sem í framboði eru, og eru líklegir til að fá fólk kjörið á þing.

Einn flokkur á vinstri vængnum

Vinstri græn eiga vinstri væng stjórnmálanna skuldlaust um þessar mundir. Önnur framboð með sósíalískar áherslur á borð við Alþýðufylkinguna ná engu flugi. Eftir að hafa mælst stærsti flokkur landsins lengi framan af kosningabaráttunni hefur fylgi Vinstri grænna lækkað nokkuð skarpt á síðustu metrunum. Flokkurinn mældist með tæplega 28 prósent fylgi í kosningaspá 10. október síðastliðinn en er nú, degi fyrir kosningar að mælast með 20,4 prósent. Mest af fylginu er að rata til þess miðjuflokks sem er næst Vinstri grænum í áherslum, Samfylkingarinnar. Þessir tveir flokkar eru líka alltaf með það sem fyrsta kost að vinna saman í ríkisstjórn eins og sakir standa og því skiptir ekki öllu hvernig atkvæði skiptast á milli þeirri svo lengi sem að samanlagt fylgi flokkanna verði í kringum 35 prósent.

Viðmælendur Kjarnans innan Vinstri grænna segja að það sé nokkuð ljóst hver vilji flokksins sé í stjórnarsamstarfi. Hann sé sá að mynda fjögurra flokka stjórn sem innihaldi þá flokka sem nú sitja í stjórnarandstöðu, eða að annað hvort Píratar eða Framsókn víki fyrir Viðreisn.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verður að öllum líkindum einn helsti sigurvegari kosninganna á morgun. Afar ólíklegt er þó að hann, og Miðflokkur hans, bjóðist ríkisstjórnarsamstarf.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Tvennt muni skipta lykilmáli um hvaða mynstur verði ofan á, verði niðurstöður kosninganna eins og kannanir bendi til. Annað er það hversu mikið endanlegt fylgi flokkanna þriggja á miðjunni verður. Ef Píratar fá til að mynda umtalsvert minna upp úr kjörkössunum en kannanir benda til, sem varð til að mynda raunin fyrir ári síðan, þá veiki það stöðu flokksins. Hitt atriðið sem er mikilvægt er það að það muni skipta máli á hvaða stjórnmálaleiðtoga formenn flokkanna þriggja muni benda á þegar þegar þeir fara til fundar við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, eftir helgi til að ræða stjórnarmyndun. Fyrir liggur að næsti forsætisráðherra þjóðarinnar verður annað hvort Katrín Jakobsdóttir eða Bjarni Benediktsson. Ef einn flokkanna þriggja myndi til að mynda leggja til að Bjarni fengi umboðið þá myndi það skipta máli fyrir Vinstri græn í stjórnarmyndun.

Lítið þarf að gerast til að myndin riðlist verulega

Hið mikla rót stjórnmálanna heldur því áfram og ljóst að flokkarnir verða að finna nýjar leiðir til að vinna saman og mynda starfhæfar ríkisstjórnir. Allt er breytt og litlar sem engar líkur á því að gamla fjórir plús einn kerfið eigi afturkvæmt.  

Þrjár af síðustu fjórum hafa sprungið áður en kjörtímabilinu lauk og sú eina sem hefur náð að klára kjörtímabil eftir hrun gerði það sem eiginleg minnihlutastjórn. Nokkuð ljóst er að einokunartími fjórflokksins,sem lengi vel var samanlagt með yfir 90 prósent fylgi hérlendis, er liðinn. Í síðustu kosningum fengu flokkar sem stofnaðir voru 2012 eða síðar um 38 prósent atkvæða. Nú mælast slíkir flokkar með 32 prósent atkvæða.

Sem stendur eru þeir flokkar sem hafa stýrt Íslandi þorra sjálfstæðistímans, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, órafjarri því að mynda sína uppáhalds tveggja flokka ríkisstjórn. Sameiginlegt fylgi flokkanna er rétt um 30 prósent og samanlagður fjöldi þingmanna samkvæmt þingmannaspá Kjarnans einungis 22. Þótt að klofningsframboði Sigmundar Davíðs, sem virðist einungis taka fylgi frá ofangreindum tveimur flokkum, sé bætt við er Sjálfstæðis- og Framsóknarblokkin einungis með 28 þingmenn, eða einum færri en þau voru með í fyrra.

Það þarf hins vegar lítið að gerast í kosningunum á morgun til að ofangreind mynd riðlist verulega. Sjálfstæðisflokkurinn gæti bætti við sig nokkrum prósentum og þingmönnum og þá yrði myndin allt önnur.

Þá gæti Flokkur fólksins náð inn manni, eða jafnvel mönnum, með smávægilegri fylgisaukningu sem gæti riðlað stöðunni algjörlega eftir því hver myndi detta út í staðinn.

Niðurstaðan þá yrði nær örugglega stjórnarkreppa ef stærstu flokkarnir tveir, Vinstri grænir og Sjálfstæðisflokkur, myndu ekki finna sér samstarfsgrundvöll. Og fá einhvern til að vera þriðja hjólið undir þeim vagni.

Niðurstöður þingsætaspárinnar 27. október 2017
Þingsætaspáin sýnir líkur fyrir hvern fulltrúa á að hann nái kjöri. Miðað er við niðurstöðu nýjustu kosningaspárinnar og nýjustu kannanir upp úr kjördæmum. Nánar má lesa um aðferðafræði þingsætaspárinnar hér.
Norðausturkjördæmi
10 þingmenn kjörnir
FlokkarFramboðslistar
 • 7%
  Arngrímur Viðar Ásgeirsson
 • 0.2%
  Halla Björk Reynisdóttir
 • 0%
  Hörður Finnbogason
 • 85%
  Þórunn Egilsdóttir
 • 24%
  Líneik Anna Sævarsdóttir
 • 0.7%
  Þórarinn Ingi Pétusson
 • 21%
  Benedikt Jóhannesson
 • 0.3%
  Hildur Betty Kristjánsdóttir
 • 0%
  Jens Hilmarsson
 • 99%
  Kristján Þór Júlíusson
 • 74%
  Njáll Trausti Friðbertsson
 • 14%
  Valgerður Gunnarsdóttir
 • 0.4%
  Arnbjörg Sveinsdóttir
 • 22%
  Halldór Gunnarsson
 • 0.9%
  Pétur Einarsson
 • 0%
  Ástrún Lilja Sveinbjörnsdóttir
 • 100%
  Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
 • 87%
  Anna Kolbrún Árnadóttir
 • 24%
  Þorgrímur Sigmundsson
 • 28%
  Einar Aðalsteinn Brynjólfsson
 • 0.9%
  Guðrún Ágústa Þórdísardóttir
 • 0%
  Hrafndís Bára Einarsdóttir
 • 95%
  Logi Már Einarsson
 • 41%
  Albertína Friðbjörg Elíasdóttir
 • 2%
  María Hjálmarsdóttir
 • 100%
  Steingrímur Jóhann Sigfússon
 • 99%
  Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir
 • 65%
  Ingibjörg Þórðardóttir
 • 10%
  Edward H. Huijbens
 • 0.3%
  Óli Halldórsson
Norðvesturkjördæmi
8 þingmenn kjörnir
FlokkarFramboðslistar
 • 5%
  Guðlaug Kristjánsdóttir
 • 0.1%
  Kristín Sigurgeirsdóttir
 • 0%
  Elín Matthildur Kristinsdóttir
 • 76%
  Ásmundur Einar Daðason
 • 9%
  Halla Signý Kristjánsdóttir
 • 0.1%
  Stefán Vagn Stefánsson
 • 8%
  Gylfi Ólafsson
 • 0%
  Lee Ann Maginnis
 • 0%
  Haraldur Sæmundsson
 • 100%
  Haraldur Benediktsson
 • 87%
  Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
 • 19%
  Teitur Björn Einarsson
 • 0.5%
  Hafdís Gunnarsdóttir
 • 44%
  Magnús Þór Hafsteinsson
 • 4%
  Hjördís Heiða Ásmundsdóttir
 • 0%
  Júlíus Ragnar Pétursson
 • 93%
  Bergþór Ólason
 • 23%
  Sigurður Páll Jónsson
 • 0.3%
  Jón Þór Þorvaldsson
 • 61%
  Eva Pandora Baldursdóttir
 • 4%
  Gunnar I. Guðmundsson
 • 0%
  Rannveig Ernudóttir
 • 83%
  Guðjón S. Brjánsson
 • 11%
  Arna Lára Jónsdóttir
 • 0.1%
  Jónína Björg Magnúsdóttir
 • 100%
  Lilja Rafney Magnúsdóttir
 • 68%
  Bjarni Jónsson
 • 6%
  Rúnar Gíslason
Suðurkjördæmi
10 þingmenn kjörnir
FlokkarFramboðslistar
 • 6%
  Jasmina Crnac
 • 0.2%
  Arnbjörn Ólafsson
 • 0%
  Valgerður Björk Pálsdóttir
 • 99%
  Sigurður Ingi Jóhannsson
 • 70%
  Silja Dögg Gunnarsdóttir
 • 12%
  Ásgerður K. Gylfadóttir
 • 23%
  Jóna Sólveig Elínardóttir
 • 0.5%
  Arnar Páll Guðmundsson
 • 0%
  Stefanía Sigurðardóttir
 • 100%
  Páll Magnús­son
 • 98%
  Ásmund­ur Friðriks­son
 • 60%
  Vil­hjálm­ur Árna­son
 • 10%
  Unn­ur Brá Kon­ráðsdótt­ir
 • 42%
  Karl Gauti Hjaltason
 • 5%
  Heiða Rós Hauksdóttir
 • 0%
  Guðmundur Borgþórsson
 • 89%
  Birgir Þórarinsson
 • 26%
  Elvar Eyvindsson
 • 0.9%
  Sólveig Guðjónsdóttir
 • 62%
  Smári McCarty
 • 7%
  Álfheiður Eymarsdóttir
 • 0.1%
  Fanný Þórsdóttir
 • 94%
  Oddný G. Harðardóttir
 • 36%
  Njörður Sigurðsson
 • 2%
  Arna Ír Gunnarsdóttir
 • 97%
  Ari Trausti Guð­munds­son
 • 55%
  Heiða Guðný Ásgeirs­dótt­ir
 • 6%
  Dan­íel E. Arn­ars­son
 • 0.1%
  Dagný Alda Steins­dótt­ir
Reykjavíkurkjördæmi norður
11 þingmenn kjörnir
FlokkarFramboðslistar
 • 8%
  Óttarr Proppé
 • 0.6%
  Auður Kolbrá Birgisdóttir
 • 0%
  Sunna Jóhannsdóttir
 • 23%
  Lárus Sigurður Lárusson
 • 1%
  Kjartan Þór Ragnarsson
 • 0%
  Tanja Rún Kristmannsdóttir
 • 72%
  Þorsteinn Víglundsson
 • 19%
  Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
 • 0.5%
  Páll Rafnar Þorsteinsson
 • 100%
  Guðlaugur Þór Þórðarson
 • 88%
  Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
 • 15%
  Birgir Ármannsson
 • 3%
  Albert Guðmundsson
 • 37%
  Ólafur Ísleifsson
 • 5%
  Kolbrún Baldursdóttir
 • 0.1%
  Svanberg Hreinsson
 • 41%
  Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir
 • 3%
  Guðlaugur G. Sverrisson
 • 0%
  Sólveig Bjarney Daníelsdóttir
 • 91%
  Helgi Hrafn Gunnarsson
 • 46%
  Halldóra Mogensen
 • 5%
  Gunnar Hrafn Jónsson
 • 100%
  Helga Vala Helgadóttir
 • 89%
  Páll Valur Björnsson
 • 31%
  Eva H. Baldursdóttir
 • 2%
  Þórarinn Snorri Sigurgeirsson
 • 100%
  Katrín Jakobsdóttir
 • 100%
  Steinunn Þóra Árnadóttir
 • 80%
  Andrés Ingi Jónsson
 • 22%
  Halla Gunnarsdóttir
Reykjavíkurkjördæmi suður
11 þingmenn kjörnir
FlokkarFramboðslistar
 • 8%
  Nicole Leigh Mosty
 • 0.5%
  Hörður Ágústsson
 • 0%
  Starri Reynisson
 • 29%
  Lilja Dögg Alfreðsdóttir
 • 2%
  Alex B. Stefánsson
 • 0%
  Birgir Örn Guðjónsson
 • 83%
  Hanna Katrín Friðriksson
 • 40%
  Pawel Bartoszek
 • 3%
  Dóra Sif Tynes
 • 100%
  Sigríður Á. Andersen
 • 97%
  Brynjar Níelsson
 • 59%
  Hildur Sverrisdóttir
 • 11%
  Bessí Jóhannsdóttir
 • 30%
  Inga Sæland
 • 3%
  Guðmundur Sævar Sævarsson
 • 0%
  Linda Mjöll Gunnarsdóttir
 • 42%
  Þorsteinn B. Sæmundsson
 • 3%
  Valgerður Sveinsdóttir
 • 0%
  Baldur Borgþórsson
 • 93%
  Þórhildur Sunna Ævarsdóttir
 • 52%
  Björn Leví Gunnarsson
 • 6%
  Olga Cilia
 • 99%
  Ágúst Ólafur Ágústsson
 • 67%
  Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
 • 11%
  Einar Kárason
 • 100%
  Svandís Svavarsdóttir
 • 97%
  Kolbeinn Óttarsson Proppé
 • 58%
  Orri Páll Jóhannsson
 • 9%
  Eydís Blöndal
Suðvesturkjördæmi
13 þingmenn kjörnir
FlokkarFramboðslistar
 • 11%
  Björt Ólafsdóttir
 • 1%
  Karólína Helga Símonardóttir
 • 0%
  Halldór Jörgensson
 • 41%
  Willum Þór Þórsson
 • 7%
  Kristbjörg Þórisdóttir
 • 0.3%
  Linda Hrönn Þórisdóttir
 • 83%
  Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
 • 43%
  Jón Steindór Valdimarsson
 • 6%
  Sigríður María Egilsdóttir
 • 100%
  Bjarni Benediktsson
 • 100%
  Bryndís Haraldsdóttir
 • 100%
  Jón Gunnarsson
 • 87%
  Óli Björn Kárason
 • 45%
  Vilhjálmur Bjarnason
 • 30%
  Guðmundur Ingi Kristinsson
 • 5%
  Jónína Björk Óskarsdóttir
 • 0.2%
  Edith Alvarsdóttir
 • 81%
  Gunnar Bragi Sveinsson
 • 29%
  Una María Óskarsdóttir
 • 3%
  Kolfinna Jóhannesdóttir
 • 84%
  Jón Þór Ólafsson
 • 38%
  Oktavía Hrund Jónsdóttir
 • 5%
  Dóra Björt Guðjónsdóttir
 • 97%
  Guðmundur Andri Thorsson
 • 65%
  Margrét Tryggvadóttir
 • 16%
  Adda María Jóhannsdóttir
 • 1%
  Finnur Beck
 • 99%
  Rósa Björk Brynjólfsdóttir
 • 79%
  Ólafur Þór Gunnarsson
 • 28%
  Una Hildardóttir
 • 4%
  Fjölnir Sæmundsson

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar