Mynd: Birgir Þór Harðarson Katrín Jakobsdóttir útklippt
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Ríkisstjórn Katrínar frá miðju til vinstri langlíklegust

Mestar líkur eru á því að ríkisstjórn undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur, mynduð af Vinstri grænum og þremur miðjuflokkum, muni setjast að völdum eftir kosningarnar á morgun. Aukið fylgi Sjálfstæðisflokks á lokametrunum gæti þó skapað stjórnarkreppu.

Allar líkur eru á því að fjög­urra flokka rík­is­stjórn frá miðju til vinstri verði mynduð eftir kosn­ing­arnar á morgun verði nið­ur­stöður þeirra í takt við það sem skoð­ana­kann­anir hafa sýnt á und­an­förnum dög­um. Sam­kvæmt síð­ustu kosn­inga­spá Kjarn­ans, eru Vinstri græn og Sam­fylk­ing með sam­an­lagt um 35 pró­sent fylgi og stefna að því að mynda rík­is­stjórn með tveimur af þremur flokk­um: Fram­sókn­ar­flokkn­um, Pírötum eða Við­reisn.

Slík rík­is­stjórn myndi, sam­kvæmt þing­sæta­spá Kjarn­ans, hafa 34 til 35 þing­menn og rúman meiri­hluta á þingi. Nokkuð ljóst þykir að Katrín Jak­obs­dóttir yrði for­sæt­is­ráð­herra í slíkri rík­is­stjórn. Um það er raunar ekki deilt innan þeirra flokka sem gætu átt aðild að henni.

Það eru ekki bara kann­anir sem sýna þetta sem lík­leg­asta veru­leik­ann. Við­mæl­endur Kjarn­ans í lyk­il­stöðum innan ofan­greindra flokka eru nær allir á því að fyrsti kostur allra fimm sé að vinna með öðrum en Sjálf­stæð­is­flokki eða Mið­flokki Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar. Í raun virð­ist helsti mögu­leiki Sjálf­stæð­is­flokks og Mið­flokks, að óbreyttu miðað við kann­an­ir, að kom­ast í rík­is­stjórn vera sá að Við­reisn myndi fara með þeim og Fram­sókn­ar­flokki.

Sam­kvæmt við­mæl­endum Kjarn­ans er þó nær ómögu­legt að Við­reisn myndi líta á þann mögu­leika sem raun­hæf­an, að minnsta kosti ekki fyrr en eftir langvar­andi stjórn­ar­kreppu. Reynslan af stjórn­ar­sam­starfi við Sjálf­stæð­is­flokk­inn hafi að mörgu leyti ekki verið góð og verið nálægt því að gera út um flokk­inn. Þá sé eng­inn stjórn­mála­flokkur fjær Við­reisn mál­efna­lega en Mið­flokkur Sig­mundar Dav­íðs.

Auk þess þyrfti að takast á við það að leið­togar ann­ars vegar Sjálf­stæð­is­flokks­ins og hins vegar Fram­sókn­ar­flokks­ins eru þeir tveir menn sem Sig­mundur Davíð álítur að hafi að ósekju haft af sér ann­ars vegar for­sæt­is­ráð­herra­stól­inn og hins vegar for­mennsku í Fram­sókn­ar­flokkn­um. Það yrði flókið sam­starf á báða bóga.

Miðjan kemur sterk út

Miðjan í íslenskum stjórn­völdum verður sterkasta aflið í þeim að loknum kosn­ing­unum á morgun ef fram fer sem horf­ir, bæði út frá sam­an­lögðu fylgi og mögu­leikum í stjórn­ar­sam­starfi. Sam­fylk­ingin næstum þre­faldar sig, fær í kringum 15 pró­sent atkvæða og tíu þing­menn. Við­reisn, sem skil­greinir sig sem frjáls­lynt og alþjóð­lega sinn­að miðju­afl sem vill umbætur á stjórn­kerfum lands­ins, vinnur varn­ar­sigur og fær að öllum lík­indum að minnsta kosti fimm þing­menn, eða tveimur færri en flokk­ur­inn hefur nú. Það er ansi mik­ill við­snún­ingur fyrir flokk sem nán­ast allan októ­ber­mán­uð, og síð­ast fyrir tíu dögum síð­an, mæld­ist með rétt um fjögur pró­sent fylgi.

Niðurstöður kosningaspár 27. október 2017
Kosningaspáin sýnir vegnar niðurstöður fyrirliggjandi skoðanakannana um fylgi stjórnmálaflokka í aðdraganda kosninga.

Nokkrar breytur skipta umtals­verðu máli þegar horft er á þá aukn­ingu sem Við­reisn virð­ist ætla að ná í á loka­sprett­in­um. Sú fyrsta eru for­manns­skiptin 11. októ­ber, þegar Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir tók við af Bene­dikt Jóhann­essyni. Á þeim degi mæld­ist fylgi flokks­ins 3,3 pró­sent en hefur verið 7-8 pró­sent í síð­ustu könn­un­um. Til við­bótar má telja nokkuð lík­legt að hluti þeirra sem ætl­uðu sér að kjósa Bjarta fram­tíð, sem er líka frjáls­lyndur miðju­flokkur með að mörgu leyti sam­bæri­legar mál­efna­á­herslur og Við­reisn, séu að færa sig yfir til Við­reisnar eða Sam­fylk­ingar svo að atkvæði þeirra falli ekki niður dauð. Þá dregur aukin styrk­ing Við­reisnar úr vinstrislag­síðu á þeirri rík­is­stjórn sem er lík­leg­ust eftir kosn­ing­ar.

Á miðj­una rað­ast líka Pírat­ar, bragð mán­að­ar­ins í aðdrag­anda kosn­ing­anna í fyrra, sem munu tapa umtals­verðu fylgi en samt ná inn sex þing­mönn­um. Fyrir liggur að Píratar munu ekki undir neinum kring­um­stæðum vinna með Sjálf­stæð­is­flokki eða Mið­flokknum í rík­is­stjórn og eini mögu­leiki þeirra til stjórn­ar­þátt­töku því sá að vera hluti af fjög­urra flokka stjórn með tveimur öðrum miðju­flokkum og Vinstri græn­um.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir tók við formannstaumunum í Viðreisn fyrir rúmum tveimur vikum. Fylgi flokksins hefur gjörbreyst síðan þá.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er síð­asti miðju­flokk­ur­inn. Hann mun bíða afhroð í kom­andi kosn­ingum í ljósi þess klofn­ings sem varð þegar Sig­mundur Davíð stofn­aði Mið­flokk­inn. Nið­ur­staðan verður versta útreið Fram­sókn­ar­flokks­ins í rúm­lega 100 ára sögu hans og allar líkur á að þing­menn flokks­ins verði ekki nema fimm. Mesta höggið verður að helsta von­ar­stjarna Fram­sókn­ar­flokks­ins, vara­for­mað­ur­inn Lilja Alfreðs­dótt­ir, á nán­ast engar líkur á því að ná inn á þing.

Sam­tals eru þessir fjórir flokkar á miðju íslenskra stjórn­mála með 22 þing­menn og í lyk­il­stöðu til að vinna til vinstri með Vinstri grænum eða til hægri með Sjálf­stæð­is­flokki.

Ekki margir sýni­legir sam­starfs­kostir

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn verður áfram sem oft­ast áður stærsti flokkur lands­ins að loknum kosn­ing­um. Kosn­inga­spáin sýnir hann með tæp­lega 24 pró­sent atkvæða og þing­sæta­spá Kjarn­ans reiknar með að hann fái 16-17 þing­menn.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er sá stjórn­mála­flokkur sem er með með skipu­lagð­asta flokks­starf­ið, sterk­ustu inn­við­ina og best smurðu kosn­inga­vél­ina. Und­an­farnar vikur hefur til að mynda fjöl­mennur hópur flokks­manna verið í úthring­ingum til að reyna að sann­færa sem flesta maður á mann að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sé besti kost­ur­inn fyrir Ísland, og sá eini sem komi í veg fyrir vinstri­st­jórn. Þetta, ásamt því að kjós­endur Sjálf­stæð­is­flokks­ins eru að með­al­tali eldri en kjós­endur flestra ann­arra flokka og lík­legri til að skila sér á kjör­stað, er ekki óvar­legt að áætla að hann eigi lít­il­lega inni og muni enda með aðeins hærra fylgi en kann­anir segja til um.

En allt stefnir í að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sé að fara að tapa fylgi og að minnsta kosti nokkrum þing­mönn­um, en flokk­ur­inn hefur 21 í dag. Hann er líka, að öllum lík­ind­um, að fara að fá sína næst verstu nið­ur­stöðu í kosn­ingum síðan að flokk­ur­inn var stofn­aður árið 1929. Eina skiptið sem hann hefur áður fengið undir fjórð­ung atkvæða var vorið 2009 þegar Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn fékk 23,7 pró­­sent atkvæða. Þá voru kjós­endur að refsa flokknum fyrir hrun­ið.

Þróun fylgis stjórnmálaflokka í kosningaspánni
Fylgi flokka miðað við kosningaspána frá og með 30. ágúst 2017.
B C D F M P S V Aðrir

Það eru ekki margir sýni­legir sam­starfs­mögu­leikar fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn eftir kosn­ingar ef nið­ur­stöður þeirra verða í takt við kann­an­ir. Þótt nán­ast allir stjórn­mála­flokkar úti­loki ekk­ert fyrir fram þegar þeir eru spurðir að því opin­ber­lega er ljóst á við­mæl­endum Kjarn­ans í lyk­il­stöðum hjá miðju­flokk­unum og Vinstri grænum að lít­ill sem eng­inn vilji er þar til að vinna með Sjálf­stæð­is­flokkn­um.

Hinn flokk­ur­inn sem hægt er að stað­setja í hægri­blokk­inni er Mið­flokkur Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar. Sá er raunar ekki með neina skýra stefnu­skrá sem hægt er að raða á vinstri-hægri eða frjáls­lynd­is-­for­ræð­is­hyggju kvarða heldur hverf­ist flokk­ur­inn fyrst og síð­ast í kringum sér­tækar hug­myndir leið­toga Mið­flokks­ins. En best heima í þess­ari blokk þar sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er lík­leg­astur til að stofna til sam­starfs við hann af öllum flokk­unum sem í fram­boði eru, og eru lík­legir til að fá fólk kjörið á þing.

Einn flokkur á vinstri vængnum

Vinstri græn eiga vinstri væng stjórn­mál­anna skuld­laust um þessar mund­ir. Önnur fram­boð með sós­íal­ískar áherslur á borð við Alþýðu­fylk­ing­una ná engu flugi. Eftir að hafa mælst stærsti flokkur lands­ins lengi framan af kosn­inga­bar­átt­unni hefur fylgi Vinstri grænna lækkað nokkuð skarpt á síð­ustu metr­un­um. Flokk­ur­inn mæld­ist með tæp­lega 28 pró­sent fylgi í kosn­inga­spá 10. októ­ber síð­ast­lið­inn en er nú, degi fyrir kosn­ingar að mæl­ast með 20,4 pró­sent. Mest af fylg­inu er að rata til þess miðju­flokks sem er næst Vinstri grænum í áhersl­um, Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Þessir tveir flokkar eru líka alltaf með það sem fyrsta kost að vinna saman í rík­is­stjórn eins og sakir standa og því skiptir ekki öllu hvernig atkvæði skipt­ast á milli þeirri svo lengi sem að sam­an­lagt fylgi flokk­anna verði í kringum 35 pró­sent.

Við­mæl­endur Kjarn­ans innan Vinstri grænna segja að það sé nokkuð ljóst hver vilji flokks­ins sé í stjórn­ar­sam­starfi. Hann sé sá að mynda fjög­urra flokka stjórn sem inni­haldi þá flokka sem nú sitja í stjórn­ar­and­stöðu, eða að annað hvort Píratar eða Fram­sókn víki fyrir Við­reisn.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verður að öllum líkindum einn helsti sigurvegari kosninganna á morgun. Afar ólíklegt er þó að hann, og Miðflokkur hans, bjóðist ríkisstjórnarsamstarf.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Tvennt muni skipta lyk­il­máli um hvaða mynstur verði ofan á, verði nið­ur­stöður kosn­ing­anna eins og kann­anir bendi til. Annað er það hversu mikið end­an­legt fylgi flokk­anna þriggja á miðj­unni verð­ur. Ef Píratar fá til að mynda umtals­vert minna upp úr kjör­köss­unum en kann­anir benda til, sem varð til að mynda raunin fyrir ári síð­an, þá veiki það stöðu flokks­ins. Hitt atriðið sem er mik­il­vægt er það að það muni skipta máli á hvaða stjórn­mála­leið­toga for­menn flokk­anna þriggja muni benda á þegar þegar þeir fara til fundar við Guðna Th. Jóhann­es­son, for­seta Íslands, eftir helgi til að ræða stjórn­ar­mynd­un. Fyrir liggur að næsti for­sæt­is­ráð­herra þjóð­ar­innar verður annað hvort Katrín Jak­obs­dóttir eða Bjarni Bene­dikts­son. Ef einn flokk­anna þriggja myndi til að mynda leggja til að Bjarni fengi umboðið þá myndi það skipta máli fyrir Vinstri græn í stjórn­ar­mynd­un.

Lítið þarf að ger­ast til að myndin riðlist veru­lega

Hið mikla rót stjórn­mál­anna heldur því áfram og ljóst að flokk­arnir verða að finna nýjar leiðir til að vinna saman og mynda starf­hæfar rík­is­stjórn­ir. Allt er breytt og litlar sem engar líkur á því að gamla fjórir plús einn kerfið eigi aft­ur­kvæmt.  

Þrjár af síð­ustu fjórum hafa sprungið áður en kjör­tíma­bil­inu lauk og sú eina sem hefur náð að klára kjör­tíma­bil eftir hrun gerði það sem eig­in­leg minni­hluta­stjórn. Nokkuð ljóst er að ein­ok­un­ar­tími fjór­flokks­ins,­sem lengi vel var sam­an­lagt með yfir 90 pró­sent fylgi hér­lend­is, er lið­inn. Í síð­ustu kosn­ingum fengu flokkar sem stofn­aðir voru 2012 eða síðar um 38 pró­sent atkvæða. Nú mæl­ast slíkir flokkar með 32 pró­sent atkvæða.

Sem stendur eru þeir flokkar sem hafa stýrt Íslandi þorra sjálf­stæð­is­tím­ans, Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn­ar­flokk­ur, óra­fjarri því að mynda sína upp­á­halds tveggja flokka rík­is­stjórn. Sam­eig­in­legt fylgi flokk­anna er rétt um 30 pró­sent og sam­an­lagður fjöldi þing­manna sam­kvæmt þing­manna­spá Kjarn­ans ein­ungis 22. Þótt að klofn­ings­fram­boði Sig­mundar Dav­íðs, sem virð­ist ein­ungis taka fylgi frá ofan­greindum tveimur flokk­um, sé bætt við er Sjálf­stæð­is- og Fram­sókn­ar­blokkin ein­ungis með 28 þing­menn, eða einum færri en þau voru með í fyrra.

Það þarf hins vegar lítið að ger­ast í kosn­ing­unum á morgun til að ofan­greind mynd riðlist veru­lega. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn gæti bætti við sig nokkrum pró­sentum og þing­mönnum og þá yrði myndin allt önn­ur.

Þá gæti Flokkur fólks­ins náð inn manni, eða jafn­vel mönn­um, með smá­vægi­legri fylg­is­aukn­ingu sem gæti riðlað stöð­unni algjör­lega eftir því hver myndi detta út í stað­inn.

Nið­ur­staðan þá yrði nær örugg­lega stjórn­ar­kreppa ef stærstu flokk­arnir tveir, Vinstri grænir og Sjálf­stæð­is­flokk­ur, myndu ekki finna sér sam­starfs­grund­völl. Og fá ein­hvern til að vera þriðja hjólið undir þeim vagni.

Niðurstöður þingsætaspárinnar 27. október 2017
Þingsætaspáin sýnir líkur fyrir hvern fulltrúa á að hann nái kjöri. Miðað er við niðurstöðu nýjustu kosningaspárinnar og nýjustu kannanir upp úr kjördæmum. Nánar má lesa um aðferðafræði þingsætaspárinnar hér.
Norðausturkjördæmi
10 þingmenn kjörnir
FlokkarFramboðslistar
 • 7%
  Arngrímur Viðar Ásgeirsson
 • 0.2%
  Halla Björk Reynisdóttir
 • 0%
  Hörður Finnbogason
 • 85%
  Þórunn Egilsdóttir
 • 24%
  Líneik Anna Sævarsdóttir
 • 0.7%
  Þórarinn Ingi Pétusson
 • 21%
  Benedikt Jóhannesson
 • 0.3%
  Hildur Betty Kristjánsdóttir
 • 0%
  Jens Hilmarsson
 • 99%
  Kristján Þór Júlíusson
 • 74%
  Njáll Trausti Friðbertsson
 • 14%
  Valgerður Gunnarsdóttir
 • 0.4%
  Arnbjörg Sveinsdóttir
 • 22%
  Halldór Gunnarsson
 • 0.9%
  Pétur Einarsson
 • 0%
  Ástrún Lilja Sveinbjörnsdóttir
 • 100%
  Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
 • 87%
  Anna Kolbrún Árnadóttir
 • 24%
  Þorgrímur Sigmundsson
 • 28%
  Einar Aðalsteinn Brynjólfsson
 • 0.9%
  Guðrún Ágústa Þórdísardóttir
 • 0%
  Hrafndís Bára Einarsdóttir
 • 95%
  Logi Már Einarsson
 • 41%
  Albertína Friðbjörg Elíasdóttir
 • 2%
  María Hjálmarsdóttir
 • 100%
  Steingrímur Jóhann Sigfússon
 • 99%
  Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir
 • 65%
  Ingibjörg Þórðardóttir
 • 10%
  Edward H. Huijbens
 • 0.3%
  Óli Halldórsson
Norðvesturkjördæmi
8 þingmenn kjörnir
FlokkarFramboðslistar
 • 5%
  Guðlaug Kristjánsdóttir
 • 0.1%
  Kristín Sigurgeirsdóttir
 • 0%
  Elín Matthildur Kristinsdóttir
 • 76%
  Ásmundur Einar Daðason
 • 9%
  Halla Signý Kristjánsdóttir
 • 0.1%
  Stefán Vagn Stefánsson
 • 8%
  Gylfi Ólafsson
 • 0%
  Lee Ann Maginnis
 • 0%
  Haraldur Sæmundsson
 • 100%
  Haraldur Benediktsson
 • 87%
  Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
 • 19%
  Teitur Björn Einarsson
 • 0.5%
  Hafdís Gunnarsdóttir
 • 44%
  Magnús Þór Hafsteinsson
 • 4%
  Hjördís Heiða Ásmundsdóttir
 • 0%
  Júlíus Ragnar Pétursson
 • 93%
  Bergþór Ólason
 • 23%
  Sigurður Páll Jónsson
 • 0.3%
  Jón Þór Þorvaldsson
 • 61%
  Eva Pandora Baldursdóttir
 • 4%
  Gunnar I. Guðmundsson
 • 0%
  Rannveig Ernudóttir
 • 83%
  Guðjón S. Brjánsson
 • 11%
  Arna Lára Jónsdóttir
 • 0.1%
  Jónína Björg Magnúsdóttir
 • 100%
  Lilja Rafney Magnúsdóttir
 • 68%
  Bjarni Jónsson
 • 6%
  Rúnar Gíslason
Suðurkjördæmi
10 þingmenn kjörnir
FlokkarFramboðslistar
 • 6%
  Jasmina Crnac
 • 0.2%
  Arnbjörn Ólafsson
 • 0%
  Valgerður Björk Pálsdóttir
 • 99%
  Sigurður Ingi Jóhannsson
 • 70%
  Silja Dögg Gunnarsdóttir
 • 12%
  Ásgerður K. Gylfadóttir
 • 23%
  Jóna Sólveig Elínardóttir
 • 0.5%
  Arnar Páll Guðmundsson
 • 0%
  Stefanía Sigurðardóttir
 • 100%
  Páll Magnús­son
 • 98%
  Ásmund­ur Friðriks­son
 • 60%
  Vil­hjálm­ur Árna­son
 • 10%
  Unn­ur Brá Kon­ráðsdótt­ir
 • 42%
  Karl Gauti Hjaltason
 • 5%
  Heiða Rós Hauksdóttir
 • 0%
  Guðmundur Borgþórsson
 • 89%
  Birgir Þórarinsson
 • 26%
  Elvar Eyvindsson
 • 0.9%
  Sólveig Guðjónsdóttir
 • 62%
  Smári McCarty
 • 7%
  Álfheiður Eymarsdóttir
 • 0.1%
  Fanný Þórsdóttir
 • 94%
  Oddný G. Harðardóttir
 • 36%
  Njörður Sigurðsson
 • 2%
  Arna Ír Gunnarsdóttir
 • 97%
  Ari Trausti Guð­munds­son
 • 55%
  Heiða Guðný Ásgeirs­dótt­ir
 • 6%
  Dan­íel E. Arn­ars­son
 • 0.1%
  Dagný Alda Steins­dótt­ir
Reykjavíkurkjördæmi norður
11 þingmenn kjörnir
FlokkarFramboðslistar
 • 8%
  Óttarr Proppé
 • 0.6%
  Auður Kolbrá Birgisdóttir
 • 0%
  Sunna Jóhannsdóttir
 • 23%
  Lárus Sigurður Lárusson
 • 1%
  Kjartan Þór Ragnarsson
 • 0%
  Tanja Rún Kristmannsdóttir
 • 72%
  Þorsteinn Víglundsson
 • 19%
  Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
 • 0.5%
  Páll Rafnar Þorsteinsson
 • 100%
  Guðlaugur Þór Þórðarson
 • 88%
  Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
 • 15%
  Birgir Ármannsson
 • 3%
  Albert Guðmundsson
 • 37%
  Ólafur Ísleifsson
 • 5%
  Kolbrún Baldursdóttir
 • 0.1%
  Svanberg Hreinsson
 • 41%
  Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir
 • 3%
  Guðlaugur G. Sverrisson
 • 0%
  Sólveig Bjarney Daníelsdóttir
 • 91%
  Helgi Hrafn Gunnarsson
 • 46%
  Halldóra Mogensen
 • 5%
  Gunnar Hrafn Jónsson
 • 100%
  Helga Vala Helgadóttir
 • 89%
  Páll Valur Björnsson
 • 31%
  Eva H. Baldursdóttir
 • 2%
  Þórarinn Snorri Sigurgeirsson
 • 100%
  Katrín Jakobsdóttir
 • 100%
  Steinunn Þóra Árnadóttir
 • 80%
  Andrés Ingi Jónsson
 • 22%
  Halla Gunnarsdóttir
Reykjavíkurkjördæmi suður
11 þingmenn kjörnir
FlokkarFramboðslistar
 • 8%
  Nicole Leigh Mosty
 • 0.5%
  Hörður Ágústsson
 • 0%
  Starri Reynisson
 • 29%
  Lilja Dögg Alfreðsdóttir
 • 2%
  Alex B. Stefánsson
 • 0%
  Birgir Örn Guðjónsson
 • 83%
  Hanna Katrín Friðriksson
 • 40%
  Pawel Bartoszek
 • 3%
  Dóra Sif Tynes
 • 100%
  Sigríður Á. Andersen
 • 97%
  Brynjar Níelsson
 • 59%
  Hildur Sverrisdóttir
 • 11%
  Bessí Jóhannsdóttir
 • 30%
  Inga Sæland
 • 3%
  Guðmundur Sævar Sævarsson
 • 0%
  Linda Mjöll Gunnarsdóttir
 • 42%
  Þorsteinn B. Sæmundsson
 • 3%
  Valgerður Sveinsdóttir
 • 0%
  Baldur Borgþórsson
 • 93%
  Þórhildur Sunna Ævarsdóttir
 • 52%
  Björn Leví Gunnarsson
 • 6%
  Olga Cilia
 • 99%
  Ágúst Ólafur Ágústsson
 • 67%
  Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
 • 11%
  Einar Kárason
 • 100%
  Svandís Svavarsdóttir
 • 97%
  Kolbeinn Óttarsson Proppé
 • 58%
  Orri Páll Jóhannsson
 • 9%
  Eydís Blöndal
Suðvesturkjördæmi
13 þingmenn kjörnir
FlokkarFramboðslistar
 • 11%
  Björt Ólafsdóttir
 • 1%
  Karólína Helga Símonardóttir
 • 0%
  Halldór Jörgensson
 • 41%
  Willum Þór Þórsson
 • 7%
  Kristbjörg Þórisdóttir
 • 0.3%
  Linda Hrönn Þórisdóttir
 • 83%
  Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
 • 43%
  Jón Steindór Valdimarsson
 • 6%
  Sigríður María Egilsdóttir
 • 100%
  Bjarni Benediktsson
 • 100%
  Bryndís Haraldsdóttir
 • 100%
  Jón Gunnarsson
 • 87%
  Óli Björn Kárason
 • 45%
  Vilhjálmur Bjarnason
 • 30%
  Guðmundur Ingi Kristinsson
 • 5%
  Jónína Björk Óskarsdóttir
 • 0.2%
  Edith Alvarsdóttir
 • 81%
  Gunnar Bragi Sveinsson
 • 29%
  Una María Óskarsdóttir
 • 3%
  Kolfinna Jóhannesdóttir
 • 84%
  Jón Þór Ólafsson
 • 38%
  Oktavía Hrund Jónsdóttir
 • 5%
  Dóra Björt Guðjónsdóttir
 • 97%
  Guðmundur Andri Thorsson
 • 65%
  Margrét Tryggvadóttir
 • 16%
  Adda María Jóhannsdóttir
 • 1%
  Finnur Beck
 • 99%
  Rósa Björk Brynjólfsdóttir
 • 79%
  Ólafur Þór Gunnarsson
 • 28%
  Una Hildardóttir
 • 4%
  Fjölnir Sæmundsson

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar