Mynd: Birgir Þór Harðarson Katrín Jakobsdóttir útklippt
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Ríkisstjórn Katrínar frá miðju til vinstri langlíklegust

Mestar líkur eru á því að ríkisstjórn undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur, mynduð af Vinstri grænum og þremur miðjuflokkum, muni setjast að völdum eftir kosningarnar á morgun. Aukið fylgi Sjálfstæðisflokks á lokametrunum gæti þó skapað stjórnarkreppu.

Allar líkur eru á því að fjög­urra flokka rík­is­stjórn frá miðju til vinstri verði mynduð eftir kosn­ing­arnar á morgun verði nið­ur­stöður þeirra í takt við það sem skoð­ana­kann­anir hafa sýnt á und­an­förnum dög­um. Sam­kvæmt síð­ustu kosn­inga­spá Kjarn­ans, eru Vinstri græn og Sam­fylk­ing með sam­an­lagt um 35 pró­sent fylgi og stefna að því að mynda rík­is­stjórn með tveimur af þremur flokk­um: Fram­sókn­ar­flokkn­um, Pírötum eða Við­reisn.

Slík rík­is­stjórn myndi, sam­kvæmt þing­sæta­spá Kjarn­ans, hafa 34 til 35 þing­menn og rúman meiri­hluta á þingi. Nokkuð ljóst þykir að Katrín Jak­obs­dóttir yrði for­sæt­is­ráð­herra í slíkri rík­is­stjórn. Um það er raunar ekki deilt innan þeirra flokka sem gætu átt aðild að henni.

Það eru ekki bara kann­anir sem sýna þetta sem lík­leg­asta veru­leik­ann. Við­mæl­endur Kjarn­ans í lyk­il­stöðum innan ofan­greindra flokka eru nær allir á því að fyrsti kostur allra fimm sé að vinna með öðrum en Sjálf­stæð­is­flokki eða Mið­flokki Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar. Í raun virð­ist helsti mögu­leiki Sjálf­stæð­is­flokks og Mið­flokks, að óbreyttu miðað við kann­an­ir, að kom­ast í rík­is­stjórn vera sá að Við­reisn myndi fara með þeim og Fram­sókn­ar­flokki.

Sam­kvæmt við­mæl­endum Kjarn­ans er þó nær ómögu­legt að Við­reisn myndi líta á þann mögu­leika sem raun­hæf­an, að minnsta kosti ekki fyrr en eftir langvar­andi stjórn­ar­kreppu. Reynslan af stjórn­ar­sam­starfi við Sjálf­stæð­is­flokk­inn hafi að mörgu leyti ekki verið góð og verið nálægt því að gera út um flokk­inn. Þá sé eng­inn stjórn­mála­flokkur fjær Við­reisn mál­efna­lega en Mið­flokkur Sig­mundar Dav­íðs.

Auk þess þyrfti að takast á við það að leið­togar ann­ars vegar Sjálf­stæð­is­flokks­ins og hins vegar Fram­sókn­ar­flokks­ins eru þeir tveir menn sem Sig­mundur Davíð álítur að hafi að ósekju haft af sér ann­ars vegar for­sæt­is­ráð­herra­stól­inn og hins vegar for­mennsku í Fram­sókn­ar­flokkn­um. Það yrði flókið sam­starf á báða bóga.

Miðjan kemur sterk út

Miðjan í íslenskum stjórn­völdum verður sterkasta aflið í þeim að loknum kosn­ing­unum á morgun ef fram fer sem horf­ir, bæði út frá sam­an­lögðu fylgi og mögu­leikum í stjórn­ar­sam­starfi. Sam­fylk­ingin næstum þre­faldar sig, fær í kringum 15 pró­sent atkvæða og tíu þing­menn. Við­reisn, sem skil­greinir sig sem frjáls­lynt og alþjóð­lega sinn­að miðju­afl sem vill umbætur á stjórn­kerfum lands­ins, vinnur varn­ar­sigur og fær að öllum lík­indum að minnsta kosti fimm þing­menn, eða tveimur færri en flokk­ur­inn hefur nú. Það er ansi mik­ill við­snún­ingur fyrir flokk sem nán­ast allan októ­ber­mán­uð, og síð­ast fyrir tíu dögum síð­an, mæld­ist með rétt um fjögur pró­sent fylgi.

Niðurstöður kosningaspár 27. október 2017
Kosningaspáin sýnir vegnar niðurstöður fyrirliggjandi skoðanakannana um fylgi stjórnmálaflokka í aðdraganda kosninga.

Nokkrar breytur skipta umtals­verðu máli þegar horft er á þá aukn­ingu sem Við­reisn virð­ist ætla að ná í á loka­sprett­in­um. Sú fyrsta eru for­manns­skiptin 11. októ­ber, þegar Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir tók við af Bene­dikt Jóhann­essyni. Á þeim degi mæld­ist fylgi flokks­ins 3,3 pró­sent en hefur verið 7-8 pró­sent í síð­ustu könn­un­um. Til við­bótar má telja nokkuð lík­legt að hluti þeirra sem ætl­uðu sér að kjósa Bjarta fram­tíð, sem er líka frjáls­lyndur miðju­flokkur með að mörgu leyti sam­bæri­legar mál­efna­á­herslur og Við­reisn, séu að færa sig yfir til Við­reisnar eða Sam­fylk­ingar svo að atkvæði þeirra falli ekki niður dauð. Þá dregur aukin styrk­ing Við­reisnar úr vinstrislag­síðu á þeirri rík­is­stjórn sem er lík­leg­ust eftir kosn­ing­ar.

Á miðj­una rað­ast líka Pírat­ar, bragð mán­að­ar­ins í aðdrag­anda kosn­ing­anna í fyrra, sem munu tapa umtals­verðu fylgi en samt ná inn sex þing­mönn­um. Fyrir liggur að Píratar munu ekki undir neinum kring­um­stæðum vinna með Sjálf­stæð­is­flokki eða Mið­flokknum í rík­is­stjórn og eini mögu­leiki þeirra til stjórn­ar­þátt­töku því sá að vera hluti af fjög­urra flokka stjórn með tveimur öðrum miðju­flokkum og Vinstri græn­um.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir tók við formannstaumunum í Viðreisn fyrir rúmum tveimur vikum. Fylgi flokksins hefur gjörbreyst síðan þá.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er síð­asti miðju­flokk­ur­inn. Hann mun bíða afhroð í kom­andi kosn­ingum í ljósi þess klofn­ings sem varð þegar Sig­mundur Davíð stofn­aði Mið­flokk­inn. Nið­ur­staðan verður versta útreið Fram­sókn­ar­flokks­ins í rúm­lega 100 ára sögu hans og allar líkur á að þing­menn flokks­ins verði ekki nema fimm. Mesta höggið verður að helsta von­ar­stjarna Fram­sókn­ar­flokks­ins, vara­for­mað­ur­inn Lilja Alfreðs­dótt­ir, á nán­ast engar líkur á því að ná inn á þing.

Sam­tals eru þessir fjórir flokkar á miðju íslenskra stjórn­mála með 22 þing­menn og í lyk­il­stöðu til að vinna til vinstri með Vinstri grænum eða til hægri með Sjálf­stæð­is­flokki.

Ekki margir sýni­legir sam­starfs­kostir

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn verður áfram sem oft­ast áður stærsti flokkur lands­ins að loknum kosn­ing­um. Kosn­inga­spáin sýnir hann með tæp­lega 24 pró­sent atkvæða og þing­sæta­spá Kjarn­ans reiknar með að hann fái 16-17 þing­menn.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er sá stjórn­mála­flokkur sem er með með skipu­lagð­asta flokks­starf­ið, sterk­ustu inn­við­ina og best smurðu kosn­inga­vél­ina. Und­an­farnar vikur hefur til að mynda fjöl­mennur hópur flokks­manna verið í úthring­ingum til að reyna að sann­færa sem flesta maður á mann að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sé besti kost­ur­inn fyrir Ísland, og sá eini sem komi í veg fyrir vinstri­st­jórn. Þetta, ásamt því að kjós­endur Sjálf­stæð­is­flokks­ins eru að með­al­tali eldri en kjós­endur flestra ann­arra flokka og lík­legri til að skila sér á kjör­stað, er ekki óvar­legt að áætla að hann eigi lít­il­lega inni og muni enda með aðeins hærra fylgi en kann­anir segja til um.

En allt stefnir í að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sé að fara að tapa fylgi og að minnsta kosti nokkrum þing­mönn­um, en flokk­ur­inn hefur 21 í dag. Hann er líka, að öllum lík­ind­um, að fara að fá sína næst verstu nið­ur­stöðu í kosn­ingum síðan að flokk­ur­inn var stofn­aður árið 1929. Eina skiptið sem hann hefur áður fengið undir fjórð­ung atkvæða var vorið 2009 þegar Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn fékk 23,7 pró­­sent atkvæða. Þá voru kjós­endur að refsa flokknum fyrir hrun­ið.

Þróun fylgis stjórnmálaflokka í kosningaspánni
Fylgi flokka miðað við kosningaspána frá og með 30. ágúst 2017.
B C D F M P S V Aðrir

Það eru ekki margir sýni­legir sam­starfs­mögu­leikar fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn eftir kosn­ingar ef nið­ur­stöður þeirra verða í takt við kann­an­ir. Þótt nán­ast allir stjórn­mála­flokkar úti­loki ekk­ert fyrir fram þegar þeir eru spurðir að því opin­ber­lega er ljóst á við­mæl­endum Kjarn­ans í lyk­il­stöðum hjá miðju­flokk­unum og Vinstri grænum að lít­ill sem eng­inn vilji er þar til að vinna með Sjálf­stæð­is­flokkn­um.

Hinn flokk­ur­inn sem hægt er að stað­setja í hægri­blokk­inni er Mið­flokkur Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar. Sá er raunar ekki með neina skýra stefnu­skrá sem hægt er að raða á vinstri-hægri eða frjáls­lynd­is-­for­ræð­is­hyggju kvarða heldur hverf­ist flokk­ur­inn fyrst og síð­ast í kringum sér­tækar hug­myndir leið­toga Mið­flokks­ins. En best heima í þess­ari blokk þar sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er lík­leg­astur til að stofna til sam­starfs við hann af öllum flokk­unum sem í fram­boði eru, og eru lík­legir til að fá fólk kjörið á þing.

Einn flokkur á vinstri vængnum

Vinstri græn eiga vinstri væng stjórn­mál­anna skuld­laust um þessar mund­ir. Önnur fram­boð með sós­íal­ískar áherslur á borð við Alþýðu­fylk­ing­una ná engu flugi. Eftir að hafa mælst stærsti flokkur lands­ins lengi framan af kosn­inga­bar­átt­unni hefur fylgi Vinstri grænna lækkað nokkuð skarpt á síð­ustu metr­un­um. Flokk­ur­inn mæld­ist með tæp­lega 28 pró­sent fylgi í kosn­inga­spá 10. októ­ber síð­ast­lið­inn en er nú, degi fyrir kosn­ingar að mæl­ast með 20,4 pró­sent. Mest af fylg­inu er að rata til þess miðju­flokks sem er næst Vinstri grænum í áhersl­um, Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Þessir tveir flokkar eru líka alltaf með það sem fyrsta kost að vinna saman í rík­is­stjórn eins og sakir standa og því skiptir ekki öllu hvernig atkvæði skipt­ast á milli þeirri svo lengi sem að sam­an­lagt fylgi flokk­anna verði í kringum 35 pró­sent.

Við­mæl­endur Kjarn­ans innan Vinstri grænna segja að það sé nokkuð ljóst hver vilji flokks­ins sé í stjórn­ar­sam­starfi. Hann sé sá að mynda fjög­urra flokka stjórn sem inni­haldi þá flokka sem nú sitja í stjórn­ar­and­stöðu, eða að annað hvort Píratar eða Fram­sókn víki fyrir Við­reisn.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verður að öllum líkindum einn helsti sigurvegari kosninganna á morgun. Afar ólíklegt er þó að hann, og Miðflokkur hans, bjóðist ríkisstjórnarsamstarf.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Tvennt muni skipta lyk­il­máli um hvaða mynstur verði ofan á, verði nið­ur­stöður kosn­ing­anna eins og kann­anir bendi til. Annað er það hversu mikið end­an­legt fylgi flokk­anna þriggja á miðj­unni verð­ur. Ef Píratar fá til að mynda umtals­vert minna upp úr kjör­köss­unum en kann­anir benda til, sem varð til að mynda raunin fyrir ári síð­an, þá veiki það stöðu flokks­ins. Hitt atriðið sem er mik­il­vægt er það að það muni skipta máli á hvaða stjórn­mála­leið­toga for­menn flokk­anna þriggja muni benda á þegar þegar þeir fara til fundar við Guðna Th. Jóhann­es­son, for­seta Íslands, eftir helgi til að ræða stjórn­ar­mynd­un. Fyrir liggur að næsti for­sæt­is­ráð­herra þjóð­ar­innar verður annað hvort Katrín Jak­obs­dóttir eða Bjarni Bene­dikts­son. Ef einn flokk­anna þriggja myndi til að mynda leggja til að Bjarni fengi umboðið þá myndi það skipta máli fyrir Vinstri græn í stjórn­ar­mynd­un.

Lítið þarf að ger­ast til að myndin riðlist veru­lega

Hið mikla rót stjórn­mál­anna heldur því áfram og ljóst að flokk­arnir verða að finna nýjar leiðir til að vinna saman og mynda starf­hæfar rík­is­stjórn­ir. Allt er breytt og litlar sem engar líkur á því að gamla fjórir plús einn kerfið eigi aft­ur­kvæmt.  

Þrjár af síð­ustu fjórum hafa sprungið áður en kjör­tíma­bil­inu lauk og sú eina sem hefur náð að klára kjör­tíma­bil eftir hrun gerði það sem eig­in­leg minni­hluta­stjórn. Nokkuð ljóst er að ein­ok­un­ar­tími fjór­flokks­ins,­sem lengi vel var sam­an­lagt með yfir 90 pró­sent fylgi hér­lend­is, er lið­inn. Í síð­ustu kosn­ingum fengu flokkar sem stofn­aðir voru 2012 eða síðar um 38 pró­sent atkvæða. Nú mæl­ast slíkir flokkar með 32 pró­sent atkvæða.

Sem stendur eru þeir flokkar sem hafa stýrt Íslandi þorra sjálf­stæð­is­tím­ans, Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn­ar­flokk­ur, óra­fjarri því að mynda sína upp­á­halds tveggja flokka rík­is­stjórn. Sam­eig­in­legt fylgi flokk­anna er rétt um 30 pró­sent og sam­an­lagður fjöldi þing­manna sam­kvæmt þing­manna­spá Kjarn­ans ein­ungis 22. Þótt að klofn­ings­fram­boði Sig­mundar Dav­íðs, sem virð­ist ein­ungis taka fylgi frá ofan­greindum tveimur flokk­um, sé bætt við er Sjálf­stæð­is- og Fram­sókn­ar­blokkin ein­ungis með 28 þing­menn, eða einum færri en þau voru með í fyrra.

Það þarf hins vegar lítið að ger­ast í kosn­ing­unum á morgun til að ofan­greind mynd riðlist veru­lega. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn gæti bætti við sig nokkrum pró­sentum og þing­mönnum og þá yrði myndin allt önn­ur.

Þá gæti Flokkur fólks­ins náð inn manni, eða jafn­vel mönn­um, með smá­vægi­legri fylg­is­aukn­ingu sem gæti riðlað stöð­unni algjör­lega eftir því hver myndi detta út í stað­inn.

Nið­ur­staðan þá yrði nær örugg­lega stjórn­ar­kreppa ef stærstu flokk­arnir tveir, Vinstri grænir og Sjálf­stæð­is­flokk­ur, myndu ekki finna sér sam­starfs­grund­völl. Og fá ein­hvern til að vera þriðja hjólið undir þeim vagni.

Niðurstöður þingsætaspárinnar 27. október 2017
Þingsætaspáin sýnir líkur fyrir hvern fulltrúa á að hann nái kjöri. Miðað er við niðurstöðu nýjustu kosningaspárinnar og nýjustu kannanir upp úr kjördæmum. Nánar má lesa um aðferðafræði þingsætaspárinnar hér.
Norðausturkjördæmi
10 þingmenn kjörnir
FlokkarFramboðslistar
  • 7%
    Arngrímur Viðar Ásgeirsson
  • 0.2%
    Halla Björk Reynisdóttir
  • 0%
    Hörður Finnbogason
  • 85%
    Þórunn Egilsdóttir
  • 24%
    Líneik Anna Sævarsdóttir
  • 0.7%
    Þórarinn Ingi Pétusson
  • 21%
    Benedikt Jóhannesson
  • 0.3%
    Hildur Betty Kristjánsdóttir
  • 0%
    Jens Hilmarsson
  • 99%
    Kristján Þór Júlíusson
  • 74%
    Njáll Trausti Friðbertsson
  • 14%
    Valgerður Gunnarsdóttir
  • 0.4%
    Arnbjörg Sveinsdóttir
  • 22%
    Halldór Gunnarsson
  • 0.9%
    Pétur Einarsson
  • 0%
    Ástrún Lilja Sveinbjörnsdóttir
  • 100%
    Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
  • 87%
    Anna Kolbrún Árnadóttir
  • 24%
    Þorgrímur Sigmundsson
  • 28%
    Einar Aðalsteinn Brynjólfsson
  • 0.9%
    Guðrún Ágústa Þórdísardóttir
  • 0%
    Hrafndís Bára Einarsdóttir
  • 95%
    Logi Már Einarsson
  • 41%
    Albertína Friðbjörg Elíasdóttir
  • 2%
    María Hjálmarsdóttir
  • 100%
    Steingrímur Jóhann Sigfússon
  • 99%
    Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir
  • 65%
    Ingibjörg Þórðardóttir
  • 10%
    Edward H. Huijbens
  • 0.3%
    Óli Halldórsson
Norðvesturkjördæmi
8 þingmenn kjörnir
FlokkarFramboðslistar
  • 5%
    Guðlaug Kristjánsdóttir
  • 0.1%
    Kristín Sigurgeirsdóttir
  • 0%
    Elín Matthildur Kristinsdóttir
  • 76%
    Ásmundur Einar Daðason
  • 9%
    Halla Signý Kristjánsdóttir
  • 0.1%
    Stefán Vagn Stefánsson
  • 8%
    Gylfi Ólafsson
  • 0%
    Lee Ann Maginnis
  • 0%
    Haraldur Sæmundsson
  • 100%
    Haraldur Benediktsson
  • 87%
    Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
  • 19%
    Teitur Björn Einarsson
  • 0.5%
    Hafdís Gunnarsdóttir
  • 44%
    Magnús Þór Hafsteinsson
  • 4%
    Hjördís Heiða Ásmundsdóttir
  • 0%
    Júlíus Ragnar Pétursson
  • 93%
    Bergþór Ólason
  • 23%
    Sigurður Páll Jónsson
  • 0.3%
    Jón Þór Þorvaldsson
  • 61%
    Eva Pandora Baldursdóttir
  • 4%
    Gunnar I. Guðmundsson
  • 0%
    Rannveig Ernudóttir
  • 83%
    Guðjón S. Brjánsson
  • 11%
    Arna Lára Jónsdóttir
  • 0.1%
    Jónína Björg Magnúsdóttir
  • 100%
    Lilja Rafney Magnúsdóttir
  • 68%
    Bjarni Jónsson
  • 6%
    Rúnar Gíslason
Suðurkjördæmi
10 þingmenn kjörnir
FlokkarFramboðslistar
  • 6%
    Jasmina Crnac
  • 0.2%
    Arnbjörn Ólafsson
  • 0%
    Valgerður Björk Pálsdóttir
  • 99%
    Sigurður Ingi Jóhannsson
  • 70%
    Silja Dögg Gunnarsdóttir
  • 12%
    Ásgerður K. Gylfadóttir
  • 23%
    Jóna Sólveig Elínardóttir
  • 0.5%
    Arnar Páll Guðmundsson
  • 0%
    Stefanía Sigurðardóttir
  • 100%
    Páll Magnús­son
  • 98%
    Ásmund­ur Friðriks­son
  • 60%
    Vil­hjálm­ur Árna­son
  • 10%
    Unn­ur Brá Kon­ráðsdótt­ir
  • 42%
    Karl Gauti Hjaltason
  • 5%
    Heiða Rós Hauksdóttir
  • 0%
    Guðmundur Borgþórsson
  • 89%
    Birgir Þórarinsson
  • 26%
    Elvar Eyvindsson
  • 0.9%
    Sólveig Guðjónsdóttir
  • 62%
    Smári McCarty
  • 7%
    Álfheiður Eymarsdóttir
  • 0.1%
    Fanný Þórsdóttir
  • 94%
    Oddný G. Harðardóttir
  • 36%
    Njörður Sigurðsson
  • 2%
    Arna Ír Gunnarsdóttir
  • 97%
    Ari Trausti Guð­munds­son
  • 55%
    Heiða Guðný Ásgeirs­dótt­ir
  • 6%
    Dan­íel E. Arn­ars­son
  • 0.1%
    Dagný Alda Steins­dótt­ir
Reykjavíkurkjördæmi norður
11 þingmenn kjörnir
FlokkarFramboðslistar
  • 8%
    Óttarr Proppé
  • 0.6%
    Auður Kolbrá Birgisdóttir
  • 0%
    Sunna Jóhannsdóttir
  • 23%
    Lárus Sigurður Lárusson
  • 1%
    Kjartan Þór Ragnarsson
  • 0%
    Tanja Rún Kristmannsdóttir
  • 72%
    Þorsteinn Víglundsson
  • 19%
    Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
  • 0.5%
    Páll Rafnar Þorsteinsson
  • 100%
    Guðlaugur Þór Þórðarson
  • 88%
    Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
  • 15%
    Birgir Ármannsson
  • 3%
    Albert Guðmundsson
  • 37%
    Ólafur Ísleifsson
  • 5%
    Kolbrún Baldursdóttir
  • 0.1%
    Svanberg Hreinsson
  • 41%
    Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir
  • 3%
    Guðlaugur G. Sverrisson
  • 0%
    Sólveig Bjarney Daníelsdóttir
  • 91%
    Helgi Hrafn Gunnarsson
  • 46%
    Halldóra Mogensen
  • 5%
    Gunnar Hrafn Jónsson
  • 100%
    Helga Vala Helgadóttir
  • 89%
    Páll Valur Björnsson
  • 31%
    Eva H. Baldursdóttir
  • 2%
    Þórarinn Snorri Sigurgeirsson
  • 100%
    Katrín Jakobsdóttir
  • 100%
    Steinunn Þóra Árnadóttir
  • 80%
    Andrés Ingi Jónsson
  • 22%
    Halla Gunnarsdóttir
Reykjavíkurkjördæmi suður
11 þingmenn kjörnir
FlokkarFramboðslistar
  • 8%
    Nicole Leigh Mosty
  • 0.5%
    Hörður Ágústsson
  • 0%
    Starri Reynisson
  • 29%
    Lilja Dögg Alfreðsdóttir
  • 2%
    Alex B. Stefánsson
  • 0%
    Birgir Örn Guðjónsson
  • 83%
    Hanna Katrín Friðriksson
  • 40%
    Pawel Bartoszek
  • 3%
    Dóra Sif Tynes
  • 100%
    Sigríður Á. Andersen
  • 97%
    Brynjar Níelsson
  • 59%
    Hildur Sverrisdóttir
  • 11%
    Bessí Jóhannsdóttir
  • 30%
    Inga Sæland
  • 3%
    Guðmundur Sævar Sævarsson
  • 0%
    Linda Mjöll Gunnarsdóttir
  • 42%
    Þorsteinn B. Sæmundsson
  • 3%
    Valgerður Sveinsdóttir
  • 0%
    Baldur Borgþórsson
  • 93%
    Þórhildur Sunna Ævarsdóttir
  • 52%
    Björn Leví Gunnarsson
  • 6%
    Olga Cilia
  • 99%
    Ágúst Ólafur Ágústsson
  • 67%
    Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
  • 11%
    Einar Kárason
  • 100%
    Svandís Svavarsdóttir
  • 97%
    Kolbeinn Óttarsson Proppé
  • 58%
    Orri Páll Jóhannsson
  • 9%
    Eydís Blöndal
Suðvesturkjördæmi
13 þingmenn kjörnir
FlokkarFramboðslistar
  • 11%
    Björt Ólafsdóttir
  • 1%
    Karólína Helga Símonardóttir
  • 0%
    Halldór Jörgensson
  • 41%
    Willum Þór Þórsson
  • 7%
    Kristbjörg Þórisdóttir
  • 0.3%
    Linda Hrönn Þórisdóttir
  • 83%
    Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
  • 43%
    Jón Steindór Valdimarsson
  • 6%
    Sigríður María Egilsdóttir
  • 100%
    Bjarni Benediktsson
  • 100%
    Bryndís Haraldsdóttir
  • 100%
    Jón Gunnarsson
  • 87%
    Óli Björn Kárason
  • 45%
    Vilhjálmur Bjarnason
  • 30%
    Guðmundur Ingi Kristinsson
  • 5%
    Jónína Björk Óskarsdóttir
  • 0.2%
    Edith Alvarsdóttir
  • 81%
    Gunnar Bragi Sveinsson
  • 29%
    Una María Óskarsdóttir
  • 3%
    Kolfinna Jóhannesdóttir
  • 84%
    Jón Þór Ólafsson
  • 38%
    Oktavía Hrund Jónsdóttir
  • 5%
    Dóra Björt Guðjónsdóttir
  • 97%
    Guðmundur Andri Thorsson
  • 65%
    Margrét Tryggvadóttir
  • 16%
    Adda María Jóhannsdóttir
  • 1%
    Finnur Beck
  • 99%
    Rósa Björk Brynjólfsdóttir
  • 79%
    Ólafur Þór Gunnarsson
  • 28%
    Una Hildardóttir
  • 4%
    Fjölnir Sæmundsson

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar