Heimild veitt til að nota stöðugleikaeignir í lífeyrisskuldbindingar

Á fjáraukalögum vegna ársins 2017 var íslenska ríkinu veitt heimild til að ráðstafa stöðugleikaeignum til að lækka skuld ríkisins við B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR). Ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs eru 611 milljarðar.

Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Í fjár­auka­lögum 2017, sem afgreidd voru á síð­ast starfs­degi Alþingis fyrir ára­mót, var veitt heim­ild fyrir íslenska ríkið til að ganga til samn­inga við Líf­eyr­is­sjóð starfs­manna rík­is­ins (LSR) um afhend­ingu á stöð­ug­leika­eign­um, sem Lind­ar­hvoll ehf. hefur haft til umsýslu og ekki telj­ast heppi­legar til sölu á almennum mark­aði, gegn lækkun á líf­eyr­is­skuld­bind­ingum rík­is­sjóðs við B-deild sjóðs­ins.“

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans felst í þessu að ýmsir láns­samn­ingar og óskráð hluta­bréf sem eru í umsýslu Lind­ar­hvols, að frá­töldum hluta­bréfum í Lyfju sem er í opnu söl­ferli, muni fær­ast til LSR í þeim til­gangi að hámarka virði þeirra, verði heim­ildin nýtt. Enn er stefnt að því að starf­semi Lind­ar­hvols, sem ann­ars fulln­ustu og sölu á stöð­ug­leika­eignum rík­is­sjóðs, verði slitið á fyrri hluta árs­ins 2018.

Við þessa ráð­stöfun mun fram­lag til til sjóðs­ins hækka í 24 millj­arða króna á yfir­stand­andi ári. Þessi greiðsla er þó fjarri því nægj­an­leg til að B-deildin geti staðið við skuld­bind­ingar sín­ar, en ófjár­magn­aðar líf­eyr­is­skuld­bind­ingar rík­is­sjóðs eru 611 millj­arðar króna.

Auglýsing

Til að sam­ein­aður sjóður geti staðið við þær þyrftu árleg fram­lög rík­is­sjóðs til sjóðs­ins að vera sjö millj­arðar króna á ári að jafn­aði næstu 30 árin í stað þeirra fimm millj­arða króna sem nú er ráð­stafað til þeirra á ári.  

Ekki sölu­hæfar eignir

Lind­ar­hvoll hefur losað um flestar sölu­hæfar eignir sem félagið fékk til umsýslu eftir að tók við stöð­ug­leika­eign­unum frá þrota­búum föllnu bank­anna í byrjun árs 2016. Eftir stendur Lyfja, sem Sam­keppn­is­eft­ir­litið heim­il­aði Högum ekki að kaupa á síð­asta ári. Lyfja var sett í nýtt opið sölu­ferli 9. nóv­em­ber 2017 og frestur til að skila inn óskuld­bind­andi til­boðum rann út 15. des­em­ber. Þeim sem áttu hag­stæð­ustu til­boðin var boðin áfram­haldi þátt­taka í sölu­ferl­inu og gafst kostur á því að fram­kvæmda áreið­an­leika­könnun á Lyfju.

Utan Lyfju standa eignir sem telj­ast ekki sölu­hæf­ar. Þar er um að ræða m.a. láns­samn­inga og óskráð hluta­bréf. Sala þess­arar eigna er ekki talin lík­leg til að hámarka verð­mæti eign­anna. Þess vegna er verið að kanna þann mögu­leika að ráð­stafa eign­unum upp í skuld rík­is­ins við LSR.

Risa­stórt vanda­mál

Ófjár­­­­­magn­aðar líf­eyr­is­skuld­bind­ingar hins opin­bera hafa verið risa­stórt vanda­­­mál í lengri tíma. Árið 1997 var A-deild LSR stofn­uð. Hún byggir á stiga­­­kerfi þar sem sjóðs­fé­lagi ávinnur sér rétt­indi miðað við greidd iðgjöld. Kerfið byggir á sjóðs­­­söfn­un. Þ.e. LSR safnar iðgjöld­um, ávaxtar þau og greiðir út í sam­ræmi við áunnin rétt­indi. Ef sjóð­­­ur­inn á ekki fyrir þeim hleypur ríkið undir bagga.

Á sama tíma var eldra kerfi sjóðs­ins, hin svo­­­kall­aða B-deild, lokuð fyrir sjóðs­fé­lögum. Í henni ávinna sjóðs­fé­lagar sér tvö pró­­sent rétt­indi á ári miðað við fullt starf. Þetta kerfi byggir að mestu á gegn­um­­streymi fjár­­­magns, og ein­ungis að hluta til á sjóðs­­söfn­un. Ástæða þess að kerfið var lagt niður var sú að það blasti við að það gæti ekki staðið undir sér. Því var settur plástur á sárið og lokað á nýliðun í B-deild­ina. Það breytir því ekki að henni blæðir enn mik­ið. Það var alltaf morg­un­ljóst að ríkið myndi þurfa að greiða háar fjár­­hæðir með þessu gamla kerfi.

Þess vegna ákvað Geir H. Haarde, þáver­andi fjár­­­mála­ráð­herra, árið 1999 að rík­­is­­sjóður skyldi hefja greiðslur til B-deildar LSR og LH umfram laga­­skyldu. Mark­miðið var að milda höggið sem fram­­tíð­­ar­kyn­­slóðir skatt­greið­enda myndu þurfa að þola vegna þess og koma í veg fyrir að sjóð­irnir tæmd­ust.

Árið 2008, eftir hrun­ið, var þessum við­­bót­­ar­greiðslum hins vegar hætt. Þá hafði rík­­is­­sjóð­­ur, frá árinu 1999, alls greitt 90,5 millj­­arða króna inn á útistand­andi skuld sína við B-deild LSR og LH. Ef ekki hefði komið til þess­­ara greiðslna væru sjóð­irnir tómir og allar greiðslur féllu nú þegar á rík­­is­­sjóð.

Greiðsl­urnar duga ekki til

Umrædd skuld er ein helsta beina skuld­bind­ing rík­is­sjóðs. Ófjár­magn­aðar líf­eyr­is­skuld­bind­ingar rík­is­sjóðs hækk­uðu úr 508 millj­örðum króna í 611 millj­arða króna á milli áranna 2015 og 2016.

Helstu skýr­ingar á þess­ari miklu hækkun skuld­bind­inga á milli ára eru launa­hækk­an­ir, breyttar trygg­inga­fræði­legar for­sendur og yfir­tökur á skuld­bind­ingum nokk­urra hjúkr­un­ar­heim­ila og sjálfs­eign­ar­stofn­ana. Í fjár­lögum segir enn fremur að gengið hafi verið „á eignir til að greiða líf­eyri og ávöxtun líf­eyr­is­sjóð­anna reynd­ist slök vegna þró­unar á mörk­uðum og geng­is.“

Stærsti hluti skuld­ar­innar er vegna B-deildar LSR, en ríkið skuldar þeirri deild 515 millj­arða króna. Auk þess er til staðar 62 millj­arða króna skuld vegna B-deildar Líf­eyr­is­sjóðs hjúkr­un­ar­fræð­inga (LH) og 34 millj­arðar króna vegna ann­arra sjóða.  B-­deildir LSR og LH voru sam­ein­aðar 1. jan­úar síð­ast­lið­inn.

Áætl­anir hins opin­bera gerðu ráð fyrir því að greiðslur úr rík­is­sjóði til B-deild­ar­innar hæfust á ný á síð­asta ári og að þá myndi fram­lagið vera fimm millj­arðar króna.

Í fjár­lögum árs­ins 2018 segir þó að fleira þurfi að koma til ef bæta eigi stöð­una veru­lega. „Gert er ráð fyrir að ljúka fram­sali á óseldum eignum stöð­ug­leika­fram­laga til LSR fyrir árs­lok. Við þá ráð­stöfun hækkar fram­lag til sjóðs­ins í 24 ma.kr. á yfir­stand­andi ári. LH og B-deild LSR verða sam­ein­aðar frá og með 1.jan­úar 2018. Til þess að sam­ein­aður sjóður geti staðið við skuld­bind­ingar sínar m.v. for­sendur við síð­ustu trygg­inga­fræði­lega úttekt þyrftu árleg fram­lög rík­is­sjóðs að vera 7 ma.kr. að jafn­aði næstu 30 árin í stað 5 ma.kr. eins og nú er gert ráð fyrir á kom­andi árum og er þá tekið til­lit til áætl­aðs fram­sals stöð­ug­leika­eigna á árin­u.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar