Þúsundir gengu úr þjóðkirkjunni á síðustu mánuðum ársins 2017

Alls sögðu 3.738 íslenskir ríkisborgarar sig úr þjóðkirkjunni í fyrra. Þorri þeirra gerði það á síðustu mánuðum ársins eftir að biskup lét umdeild ummæli um notkun fjölmiðla á gögnum falla og kjararáð ákvað að hækka laun hennar um tugi prósenta.

Agnes M. Sigurðardóttir er biskup þjóðkirkju Íslands.
Agnes M. Sigurðardóttir er biskup þjóðkirkju Íslands.
Auglýsing

Alls sögðu 2.477 sig úr þjóðkirkjunni á síðustu þremur mánuðum ársins 2017. Á sama tímabili gengu 231 í hana. Því gengu 2.246 fleiri landsmenn úr þjóðkirkjunni en í hana á tímabilinu. Þegar allt árið 2017 er skoðað kemur í ljós að 3.738 sögðu sig úr þjóðkirkjunni, þar af 60 prósent á síðustu mánuðum ársins. Á sama tímabili gengu 719 manns í kirkjuna. Þegnum hennar fækkaði því um 3.019 á síðasta ári.

Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Þjóðskrá Íslands um breytingar á trú- og lífskoðunarfélagsaðild á síðasta ársfjórðungi 2017.

Ekki siðferðislega rétt að stela gögnum og tugprósenta launahækkun

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands og leiðtogi þjóðkirkjunnar, rataði tvívegis í fréttir á síðustu mánuðum ársins 2017 vegna mála sem þóttu umdeild. Fyrst sagði hún í samtali við Morgunblaðið að henni þætti ekki siðferðislega rétt að stela gögnum og fara á bak við fólk til að afhjúpa mál og leiða sann­leik­ann í ljós. Þessi ummæli féllu í samhengi við lögbann sem Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafði samþykkt gagnvart fjölmiðlafyrirtækjunum Stundinni og Reykjavík Media, vegna birtingar þeirra á fréttum sem unnar voru úr gögnum úr gamla Glitni.

Auglýsing
Síðara málið sem kom upp var í desember, þegar kjararáð ákvað að hækka laun Agnesar um tugi prósenta. Heildarlaun hennar eftir hækkunina eru 1.553.359 krónur. Hækk­unin var auk þess aft­ur­virk til 1. jan­úar 2017, sam­kvæmt úrskurð­in­um. Um áramót fékk því biskupein­greiðslu fyrir síð­asta árið en sú upp­hæð nemur 3,3 millj­ónir króna. Hækkunin kom í kjölfar bréfs sem biskup sendi kjararáði þar sem ýmis rök voru færð fyrir því að hún ætti að fá launahækkun. Sérstaklega var tilgreint að biskup greiddi nú húsaleigu fyrir afnot af embættisbústað sem henni er skylt að búa í. Í Fréttablaðinu þann 28. desember var greint frá því að leigan fyrir biskupsbústaðinn, sem er 487 fermetra hús í miðborg Reykjavíkur, væri tæplega 90 þúsund krónur á mánuði.

Yfir eitt hundrað þúsund utan þjóðkirkju

Frá árinu 2009 hefur fjöldi þeirra sem skráðir eru í þjóð­kirkj­unni dreg­ist saman á hverju ein­asta ári. Í byrjun árs 2017 voru þeir 236.481 tals­ins, sem þýddi að undir 70 pró­sent þjóð­ar­innar væri í kirkj­unni.

Nú eru þeir 233.462 og fækkaði, líkt og áður sagði, um 3.019 á síðasta ári. Alls sögðu 3.738 manns sig úr kirkjunni á árinu 2017.

Það er næstmesti fjöldi sem hefur sagt sig úr kirkjunni á einu ári. Metið var sett á árinu 2010, þegar ásakanir um þöggun þjóðkirkjunnar yfir meintum kynferðisglæpum Ólafs Skúlasonar, fyrrverandi biskups, voru settar fram. Þá fækkaði um 4.242 í þjóðkirkjunni á einu ári.

Mikill fjöldi manns sagði sig úr þjóðkirkjunni árið 2010 eftir að hún var ásökuð um að hafa þaggað niður meint kynferðisbrot Ólafs Skúlasonar, fyrrverandi biskups.Þegnum kirkj­unnar hefur fækkað mjög hlut­­falls­­lega á und­an­­förnum árum. Árið 1992 voru 92,2 pró­­­­sent lands­­­­manna skráðir í hana. Á árunum fyrir hrun fjölg­aði alltaf lít­il­­lega í hópi þeirra sem skráðir voru í þjóð­­kirkj­una á milli ára þótt þeim Íslend­ingum sem fylgdu rík­­is­­trúnni fækk­­aði alltaf hlut­­falls­­lega. Ein ástæða þess er að skipu­lagið hér­­­­­lendis var lengi vel þannig að nýfædd börn voru ætið skráð í trú­­­­fé­lag móð­­­­ur. Það þurfti því sér­­­­stak­­­­lega að skrá sig úr trú­­­­fé­lagi í stað þess að skrá sig inn í það. Þessu var breytt árið 2013 og nú þurfa báðir for­eldrar að til­­heyra sama trú- og lífs­­skoð­un­­ar­­fé­lagi til að barnið sé skráð í félag, ann­­ars skrá­ist barnið utan­ ­trú­­fé­laga.

Frá árinu 2009 hefur með­­limum þjóð­­kirkj­unnar fækkað á hverju ári. Þeir voru 236.260 í byrjun árs 2017, eða 69,9 pró­­sent mann­­fjöld­ans. Það var í fyrsta sinn síðan að mæl­ingar hófust sem að fjöldi með­­lima hennar fer undir 70 pró­­sent mann­­fjöld­ans.

Miðað við mannfjöldatölur í lok þriðja ársfjórðungs síðasta árs eru nú 69 prósent þjóðarinnar í þjóðkirkjunni.

Þeim íslensku rík­­­­is­­­­borg­­­­urum sem kusu að standa utan þjóð­­­­kirkj­unnar voru 30.700 um síð­­­­­­­ustu ald­­­­ar­­­­mót. Þeir eru nú yfir eitt hund­rað þús­und. Fjöldi þeirra hefur því rúm­lega þre­fald­ast.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Sjúkratryggingar Íslands greiða stærstan hluta af þjónustu sem veitt er á Heilsustofnuninni í Hveragerði.
Lítið gerst í úttekt á Heilsustofnun í Hveragerði og óvíst hvort henni verði haldið áfram
Fyrir rúmum tveimur árum var gerður nýr þjónustusamningur við Heilsustofnunina í Hveragerði. Skömmu síðar var upplýst um rekstrarkostnað sem vakti upp spurningar. Ráðist var í úttekt á starfseminni í kjölfarið. Hún hefur engu skilað.
Kjarninn 17. júní 2021
Eimskip viðurkennir brot sín og greiðir einn og hálfan milljarð í sekt.
Eimskip viðurkennir alvarleg samkeppnislagabrot og fær 1,5 milljarða sekt
Eimskip hefur viðurkennt að hafa viðhaft ólögmætt samráð við Samskip árum saman og greiðir 1,5 milljarð króna í sekt vegna máls sem hefur verið til rannsóknar frá 2013. Samskip eru enn til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu.
Kjarninn 16. júní 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar