Vörusala Haga dróst saman um 5,6 milljarða á milli ára

Umtalsverður samdráttur varð í vörusölu Haga, stærsta smásala landsins, á fyrstu níu mánuðum uppgjörsárs félagsins. Kostnaður við rekstur lækkaði hins vegar á móti, meðal annars vegna styrkingu krónunnar. Hlutabréf í Högum lækkuðu um 33,8 prósent í fyrra.

Bónus er stærsta matvöruverslanakeðja landsins. Og krúnudjásn Haga.
Bónus er stærsta matvöruverslanakeðja landsins. Og krúnudjásn Haga.
Auglýsing

Vöru­sala Haga dróst saman um tvo millj­arða króna á þriðja árs­fjórð­ungi síð­asta árs, miðað við sama árs­fjórð­ung árið 2016. Á fyrstu níu mán­uðum upp­gjörsárs félags­ins dróst hún saman um tæp­lega 5,6 millj­arða króna. Félag­inu gekk á sama tíma vel að draga úr kostn­aði. Þar skipti styrk­ing krón­unnar umtals­verðu máli. Fram­legð, mun­ur­inn á vöru­sölu og kostn­að­ar­verði seldra vara, Haga minnk­aði því ekki um sömu töl­ur. Hún dróst saman um 636 millj­ónir króna á þriðja árs­fjórð­ungi í sam­an­burði við sama árs­fjórð­ung árið 2016. Á fyrstu níu mán­uðum upp­gjörsárs­ins var sam­drátt­ur­inn í fram­legð tæp­lega 1,5 millj­arðar króna.

Of­an­greint hafði umtals­verð áhrif á afkomu Haga fyrir fjár­magnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) á níu mán­aða tíma­bil­inu, en EBIT­DA-hlut­fallið fór úr 7,7 pró­sent í sex pró­sent á milli ára. Hagn­aður tíma­bils­ins eftir skatta var 1,9 millj­arðar króna, sem er 1,2 millj­arði krónum minni hagn­aður en á sama tíma­bili á árinu 2016.

Þetta kemur fram í árs­hluta­upp­gjöri Haga sem birt var í gær. Reikn­ing­ur­inn er fyrir tíma­bilið 1. mars 2017 til 30. nóv­em­ber 2017.

Miklar breyt­ingar eftir inn­reið Costco

Hagar hafa gengið í gegnum miklar breyt­ingar á und­an­förnu ári og aukin sam­keppni, með inn­reið Costco á mark­að­inn í maí 2017, hafði víð­tæk áhrif á starf­semi þessa stærsta smá­sala á Íslandi. Hagar sendu frá sér tvær afkomu­við­var­anir á síð­asta ári vegna þess sölu­sam­dráttar sem átt hafði sér stað hjá félag­inu á fyrstu mán­uð­unum eftir að Costco hóf starf­semi.

Costco hefur ekki einungis náð umtalsverðri hlutdeild á dagvörumarkaði, heldur einnig á eldsneytismarkaði. Í fyrrasumar sýndu tölur að Costco seldi sjötta hvern eldsneytislítra á höfuðborgarsvæðinu. MYND: Birgir Þór HarðasonEnda lækk­uðu hluta­bréf í Högum til að mynda um 33,8 pró­sent á síð­asta ári. Lækk­un­ar­hrinan hefur gert það að verkum að mark­aðsvirði Haga hefur farið úr 64,6 millj­örðum króna dag­inn áður en að Costco opn­aði, í 41,6 millj­arða króna í dag.

Stærsta ástæða þess er sú að Costco hefur tek­ist að ná umtals­verðri mark­aðs­hlut­deild í dag­vöru og gert það að verkum að verð hefur lækkað hjá öðrum stórum leik­endum á þeim mark­aði, meðal ann­ars Hög­um. Í til­kynn­ingu til Kaup­hallar vegna upp­gjörs þriðja árs­fjórð­ungar segir að verð­hjöðnun muni áfram hafa áhrif á rekstur félags­ins. „Fram­legð félags­ins er nær óbreytt milli ára og því ljóst að verð­lækk­anir skila sér í lægra vöru­verði til hags­bóta fyrir við­skipta­vini félags­ins.“

Búið að aðlaga félagið að breyttum veru­leika

Hagar hófu und­ir­bún­ing fyrir þau umskipti sem urðu á íslenskum smá­sölu­mark­aði tölu­vert áður en að Costco opn­aði. Þannig var ákveðið að leggja af starf­semi Deb­en­hams í Smára­lind, Out­let-verslun á Korpu­torgi, Úti­lífs­verslun í Glæsi­bæ, mat­vöru­hluta Hag­kaups í Holta­görð­um, efri hæð Hag­kaups í Kringl­unni og ýmsar tísku­versl­anir í Smára­lind og Kringl­unni.

Auglýsing
Þessar breyt­ingar spila hlut­verk í því að sala á vörum dróst saman á fyrstu níu mán­uðum upp­gjörs­tíma­bils Haga. Heild­ar­sölu­sam­dráttur var 9,4 pró­sent á tíma­bil­inu, miðað við saman tíma­bil árið áður, en 5,2 pró­sent ef frá er talin aflagða starf­sem­in.

Það breytir því ekki að í mat­vöru­versl­ana­hluta sam­stæð­unnar var sölu­sam­dráttur 5,1 pró­sent þegar búið er að leið­rétta fyrir þeim versl­unum sem var lok­að.

Sam­hliða því að loka alls kyns versl­unum var ráð­ist í breyt­ingar á öðr­um. Þannig var verslun Bónus í Smára­torgi stækkuð og end­ur­bætt verslun Hag­kaups opnuð á 1. hæð í Kringl­unni. Þá opn­aði fyrir skemmstu ný ZARA verslun á tveimur hæðum í Smára­lind.

Í til­kynn­ingu Haga til Kaup­hallar í gær­kvöldi segir enn fremur að tekin hafi verið ákvörðun um að flytja versl­anir Bónus í Faxa­feni og Mos­fells­bæ. „Versl­unin í Faxa­feni mun flytja í Skeif­una 11 seinni hluta árs en þar eru að hefj­ast fram­kvæmdir við að end­ur­byggja þann hluta eign­ar­innar sem skemmd­ist í bruna árið 2014. Þá hefur verið skrifað undir kaup­samn­ing um fast­eign við Háholt 17-19 í Mos­fellsbæ og mun verslun Bónus flytja þangað á haust­mán­uð­u­m.“

Von á nið­ur­stöðu um Olís

Hagar urðu fyrir áfalli í fyrra­sumar þegar Sam­keppn­is­eft­ir­litið hafn­aði sam­runa þess við Lyfju. Hagar til­­kynntu um það í lok apríl 2017 að félagið ætl­­aði að kaupa Olís á 9,1 millj­­arða króna. Þau kaup bíða einnig sam­­þykkis Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins. Vænta má nið­ur­stöðu eft­ir­lits­ins um mán­aða­mótin febr­ú­ar/mars.

Helstu eig­endur Haga eru íslenskir líf­eyr­is­sjóð­ir.

Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar