Lægstu leikskólagjöldin í borginni en mest óánægja

Reykvíkingar greiða lægstu leikskólagjöldin en eru óánægðastir með þjónustuna. Í Garðabæ eru gjöldin hæst en íbúarnir ánægðastir allra með leikskólaþjónustu.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur og Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur og Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ.
Auglýsing

Ef borin er saman þjón­ustukönnun Gallup á ánægju og óánægju íbúa mis­mun­andi sveit­ar­fé­laga og úttekt verð­lags­eft­ir­lits ASÍ á leik­skóla­gjöldum sveit­ar­fé­lag­anna, sést að í leik­skóla­málum eru þeir sem greiða mest eru ánægð­astir með þjón­ust­una.



Eins og fram kemur í umfjöllun Kjarn­ans frá því fyrr í dag, um sam­an­burð­ar­nið­ur­stöður Gallup­könn­un­ar­inn­ar, greiða íbúar Reykja­víkur minnst fyrir dvöl barna sinna á leik­skólum en eru samt sem áður óánægð­astir með þá þjón­ustu sem þeim er veitt af hálfu borg­ar­innar þegar kemur að leik­skól­um.



Í úttekt ASÍ sem birt var í gær greiða for­eldrar barna í Reykja­vík 25.234 krónur á mán­uði fyrir leik­skóla­dvöl barna sinna. Það er 146 þús­und krónum minna á árs­grund­velli en í Garða­bæ, þar sem gjaldið er hæst, sem rukkar 38.465 krónur fyrir sömu þjón­ustu. Í úttekt­inni var miðað við 8 klukku­stunda dvöl með fæði.

Auglýsing


Reykja­vík er lang fjöl­menn­asta sveit­ar­fé­lag lands­ins. Þar búa rúm­lega 123 þús­und, næst stærsta sveit­ar­fé­lagið er Kópa­vogur sem telur rúm­lega 35 þús­und íbúa.



Áhyggjur af stöðu leik­skóla­mála í borg­inni hafa lengi verið uppi. Í haust skil­aði aðgerð­arteymi í leik­skólum af sér til­lögum til aðgerða til að bregð­ast við mann­eklu í leik­skól­um, frí­stunda­heim­ilum og sér­tækum félags­mið­stöðv­um. Erf­ið­lega hefur gengið að fá nægi­lega margt fólk til starfa á leik­skólum borg­ar­innar og þurftu til að mynda sex leik­skólar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu að stytta opn­un­ar­tíma sinn við upp­haf skóla­árs­ins síð­asta haust vegna mann­eklu.



Umfangi þjón­ust­unnar mjög mis­skipt

Vegna mann­fjöld­ans veitir borgin lang umfangs­mestu þjón­ust­una á þessu sviði líkt og flestum öðr­um. Í Reykja­vík eru 64 leik­skólar starf­andi með um 6 þús­und börn. Auk þess eru um þús­und börn í 17 sjálf­stætt starf­andi leik­skól­um. Hjá um 200 dag­for­eldrum dvelja um 700 börn að jafn­aði. Þá eru í borg­inni börn af minnst 97 þjóð­ernum sem tala yfir 70 tungu­mál. Um 8 pró­sent leik­skóla­barna og 25 pró­sent nem­enda í grunn­skólum fá stuðn­ing eða sér­kennslu.



Ætla má að sú aukna þjón­usta sem þessir hópar fá sé hlut­falls­lega mun meiri í Reykja­vík en ann­ars stað­ar, og þar af leið­andi umtals­vert dýr­ari. Þannig búa til að mynda rúm­lega 12 þús­und manns af erlendum upp­runa í Reykja­vík sem gerir um 10 pró­sent af íbúa­fjöld­an­um. Í Garðabæ búa hins vegar 15.230 manns og þar af tæp­lega 600 erlendir rík­is­borg­ar­ar. Það þýðir að 3,7 pró­sent íbúa Garða­bæjar eru með erlent rík­is­fang.



Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri var á fundi borg­ar­stjórnar í gær og hafði ekki tök á að veita Kjarn­anum við­tal um mál­ið. Hann sagði hins vegar að þessar kann­anir þurfi að rýna vel áður en hægt sé að tjá sig um þær að ein­hverju viti. „Um það hafa reyndar verið skrif­aðar lærðar rit­gerð­ir,“ kom fram í skila­boðum frá Degi.



Garð­bæ­ingar ánægð­astir með leik­skól­ana

Gunnar Ein­ars­son, bæj­ar­stjóri Garða­bæj­ar, segir í sam­tali við Kjarn­ann að jákvæð útkoma sveit­ar­fé­lags­ins í leik­skóla­málum skýrist af ýmsum ástæð­um. Þar séu börn tekin inn í skóla við 12 mán­aða aldur og auk þess loki leik­skól­arnir aldrei eins og sums staðar tíða­kast yfir sum­ar­tím­ann.

Þá hafi hátt í 100 millj­ónir verið settar í þró­un­ar­sjóð í leik- og grunn­skóla sveit­ar­fé­lags­ins síð­ast­liðin fjögur ár þar sem starfs­menn geta sótt um styrki fyrir ýmis áhuga­verð verk­efni innan skól­anna. Auk þess veiti sveit­ar­fé­lagið styrki til náms sem og að um 50 millj­ónir séu nú á fjár­hags­á­ætlun til að gera betur við starfs­fólk skól­anna til að mæta þeirri mann­eklu sem er í leik- og grunn­skóla almennt.



„Þetta er allt saman aukin þjón­usta sem fólk er mjög ánægt með og hér er líka lægra útsvar en alls staðar ann­ars stað­ar,“ segir Gunn­ar.



Nýttu könn­un­ina til að bæta þjón­ust­una

Hvera­gerði vermir annað sætið í ánægju íbúa með þjón­ustu leik­skóla. Sveit­ar­fé­lagið hýsir umtals­vert færri íbúa en bæði Garða­bær og ekki síst Reykja­vík, eða færri en 2.500 íbúa. Þar eru starf­ræktir tveir leik­skólar og einn grunn­skóli. Þar hefur sami háttur verið hafður á og í Reykja­vík að loka leik­skólum í nokkrar vikur yfir sum­ar­tím­ann.



Aldís Haf­steins­dótt­ir, bæj­ar­stjóri, segir í sam­tali við Kjarn­ann, bæj­ar­stjórn­ina hafa notað fyrri kann­an­ir, þar sem sveit­ar­fé­lagið kom ekki nægi­lega vel út, til að skoða hvað væri hægt að gera bet­ur. Fram­boð af leik­skóla­plássi var auk­ið, með opnun ann­ars leik­skóla síð­asta haust og bæj­ar­stjórnin mark­aði sér þá stefnu að taka börnin yngri inn á leik­skól­ana. Nú er eng­inn á biðlista hjá Hvera­gerði sem náð hefur eins árs aldri.



„Það er þetta sam­starf og við­horf sem skipta svo miklu máli,  að fólk hafi greiðan aðgang að starfs­mönn­um, yfir­mönnum og bæj­ar­full­trúum og að það sé brugð­ist við þegar þess ger­ist þörf,“ segir Aldís.



Leik­skóla­gjald í Hvera­gerði er 32.380 krónur á mán­uði fyrir 8 tíma dvöl með hádeg­is­verði og hress­ingu. Gjaldið er ívíð lægra heldur en flest sveit­ar­fé­lögin sem könnun ASÍ tók til. Aðeins Kópa­vog­ur, Sel­tjarn­ar­nes og Reykja­vík eru með lægri leik­skóla­gjöld. Þó er tekið sér­stakt vist­gjald milli klukkan 16 og 17, eða 7.220 krónur sem ætla má að þeir sem sinna hefð­bund­inni dag­vinnu, frá klukkan 9-17, þurfi að nýta sér, sem hækkar mán­að­ar­gjaldið umtals­vert.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnFanney Birna Jónsdóttir
Meira úr sama flokkiInnlent