Lægstu leikskólagjöldin í borginni en mest óánægja

Reykvíkingar greiða lægstu leikskólagjöldin en eru óánægðastir með þjónustuna. Í Garðabæ eru gjöldin hæst en íbúarnir ánægðastir allra með leikskólaþjónustu.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur og Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur og Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ.
Auglýsing

Ef borin er saman þjónustukönnun Gallup á ánægju og óánægju íbúa mismunandi sveitarfélaga og úttekt verðlagseftirlits ASÍ á leikskólagjöldum sveitarfélaganna, sést að í leikskólamálum eru þeir sem greiða mest eru ánægðastir með þjónustuna.


Eins og fram kemur í umfjöllun Kjarnans frá því fyrr í dag, um samanburðarniðurstöður Gallupkönnunarinnar, greiða íbúar Reykjavíkur minnst fyrir dvöl barna sinna á leikskólum en eru samt sem áður óánægðastir með þá þjónustu sem þeim er veitt af hálfu borgarinnar þegar kemur að leikskólum.


Í úttekt ASÍ sem birt var í gær greiða foreldrar barna í Reykjavík 25.234 krónur á mánuði fyrir leikskóladvöl barna sinna. Það er 146 þúsund krónum minna á ársgrundvelli en í Garðabæ, þar sem gjaldið er hæst, sem rukkar 38.465 krónur fyrir sömu þjónustu. Í úttektinni var miðað við 8 klukkustunda dvöl með fæði.

Auglýsing

Reykjavík er lang fjölmennasta sveitarfélag landsins. Þar búa rúmlega 123 þúsund, næst stærsta sveitarfélagið er Kópavogur sem telur rúmlega 35 þúsund íbúa.


Áhyggjur af stöðu leikskólamála í borginni hafa lengi verið uppi. Í haust skilaði aðgerðarteymi í leikskólum af sér tillögum til aðgerða til að bregðast við manneklu í leikskólum, frístundaheimilum og sértækum félagsmiðstöðvum. Erfiðlega hefur gengið að fá nægilega margt fólk til starfa á leikskólum borgarinnar og þurftu til að mynda sex leikskólar á höfuðborgarsvæðinu að stytta opnunartíma sinn við upphaf skólaársins síðasta haust vegna manneklu.


Umfangi þjónustunnar mjög misskipt

Vegna mannfjöldans veitir borgin lang umfangsmestu þjónustuna á þessu sviði líkt og flestum öðrum. Í Reykjavík eru 64 leikskólar starfandi með um 6 þúsund börn. Auk þess eru um þúsund börn í 17 sjálfstætt starfandi leikskólum. Hjá um 200 dagforeldrum dvelja um 700 börn að jafnaði. Þá eru í borginni börn af minnst 97 þjóðernum sem tala yfir 70 tungumál. Um 8 prósent leikskólabarna og 25 prósent nemenda í grunnskólum fá stuðning eða sérkennslu.


Ætla má að sú aukna þjónusta sem þessir hópar fá sé hlutfallslega mun meiri í Reykjavík en annars staðar, og þar af leiðandi umtalsvert dýrari. Þannig búa til að mynda rúmlega 12 þúsund manns af erlendum uppruna í Reykjavík sem gerir um 10 prósent af íbúafjöldanum. Í Garðabæ búa hins vegar 15.230 manns og þar af tæplega 600 erlendir ríkisborgarar. Það þýðir að 3,7 prósent íbúa Garðabæjar eru með erlent ríkisfang.


Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var á fundi borgarstjórnar í gær og hafði ekki tök á að veita Kjarnanum viðtal um málið. Hann sagði hins vegar að þessar kannanir þurfi að rýna vel áður en hægt sé að tjá sig um þær að einhverju viti. „Um það hafa reyndar verið skrifaðar lærðar ritgerðir,“ kom fram í skilaboðum frá Degi.


Garðbæingar ánægðastir með leikskólana

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir í samtali við Kjarnann að jákvæð útkoma sveitarfélagsins í leikskólamálum skýrist af ýmsum ástæðum. Þar séu börn tekin inn í skóla við 12 mánaða aldur og auk þess loki leikskólarnir aldrei eins og sums staðar tíðakast yfir sumartímann.

Þá hafi hátt í 100 milljónir verið settar í þróunarsjóð í leik- og grunnskóla sveitarfélagsins síðastliðin fjögur ár þar sem starfsmenn geta sótt um styrki fyrir ýmis áhugaverð verkefni innan skólanna. Auk þess veiti sveitarfélagið styrki til náms sem og að um 50 milljónir séu nú á fjárhagsáætlun til að gera betur við starfsfólk skólanna til að mæta þeirri manneklu sem er í leik- og grunnskóla almennt.


„Þetta er allt saman aukin þjónusta sem fólk er mjög ánægt með og hér er líka lægra útsvar en alls staðar annars staðar,“ segir Gunnar.


Nýttu könnunina til að bæta þjónustuna

Hveragerði vermir annað sætið í ánægju íbúa með þjónustu leikskóla. Sveitarfélagið hýsir umtalsvert færri íbúa en bæði Garðabær og ekki síst Reykjavík, eða færri en 2.500 íbúa. Þar eru starfræktir tveir leikskólar og einn grunnskóli. Þar hefur sami háttur verið hafður á og í Reykjavík að loka leikskólum í nokkrar vikur yfir sumartímann.


Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri, segir í samtali við Kjarnann, bæjarstjórnina hafa notað fyrri kannanir, þar sem sveitarfélagið kom ekki nægilega vel út, til að skoða hvað væri hægt að gera betur. Framboð af leikskólaplássi var aukið, með opnun annars leikskóla síðasta haust og bæjarstjórnin markaði sér þá stefnu að taka börnin yngri inn á leikskólana. Nú er enginn á biðlista hjá Hveragerði sem náð hefur eins árs aldri.


„Það er þetta samstarf og viðhorf sem skipta svo miklu máli,  að fólk hafi greiðan aðgang að starfsmönnum, yfirmönnum og bæjarfulltrúum og að það sé brugðist við þegar þess gerist þörf,“ segir Aldís.


Leikskólagjald í Hveragerði er 32.380 krónur á mánuði fyrir 8 tíma dvöl með hádegisverði og hressingu. Gjaldið er ívíð lægra heldur en flest sveitarfélögin sem könnun ASÍ tók til. Aðeins Kópavogur, Seltjarnarnes og Reykjavík eru með lægri leikskólagjöld. Þó er tekið sérstakt vistgjald milli klukkan 16 og 17, eða 7.220 krónur sem ætla má að þeir sem sinna hefðbundinni dagvinnu, frá klukkan 9-17, þurfi að nýta sér, sem hækkar mánaðargjaldið umtalsvert.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Minnkandi fylgi Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna gæti skilað þeim báðum utan stjórnar
Vinstri græn eru nú í þeirri stöðu að þrír miðjuflokkar eru með meira fylgi en þau og Viðreisn mælist með nákvæmlega það sama. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með sitt lægsta fylgi í kosningaspánni.
Kjarninn 17. september 2021
Gunnar Alexander Ólafsson
Öflugt húsnæðiskerfi fyrir alla
Kjarninn 17. september 2021
Meira eftir höfundinnFanney Birna Jónsdóttir
Meira úr sama flokkiInnlent