Lægstu leikskólagjöldin í borginni en mest óánægja

Reykvíkingar greiða lægstu leikskólagjöldin en eru óánægðastir með þjónustuna. Í Garðabæ eru gjöldin hæst en íbúarnir ánægðastir allra með leikskólaþjónustu.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur og Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur og Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ.
Auglýsing

Ef borin er saman þjón­ustukönnun Gallup á ánægju og óánægju íbúa mis­mun­andi sveit­ar­fé­laga og úttekt verð­lags­eft­ir­lits ASÍ á leik­skóla­gjöldum sveit­ar­fé­lag­anna, sést að í leik­skóla­málum eru þeir sem greiða mest eru ánægð­astir með þjón­ust­una.Eins og fram kemur í umfjöllun Kjarn­ans frá því fyrr í dag, um sam­an­burð­ar­nið­ur­stöður Gallup­könn­un­ar­inn­ar, greiða íbúar Reykja­víkur minnst fyrir dvöl barna sinna á leik­skólum en eru samt sem áður óánægð­astir með þá þjón­ustu sem þeim er veitt af hálfu borg­ar­innar þegar kemur að leik­skól­um.Í úttekt ASÍ sem birt var í gær greiða for­eldrar barna í Reykja­vík 25.234 krónur á mán­uði fyrir leik­skóla­dvöl barna sinna. Það er 146 þús­und krónum minna á árs­grund­velli en í Garða­bæ, þar sem gjaldið er hæst, sem rukkar 38.465 krónur fyrir sömu þjón­ustu. Í úttekt­inni var miðað við 8 klukku­stunda dvöl með fæði.

Auglýsing


Reykja­vík er lang fjöl­menn­asta sveit­ar­fé­lag lands­ins. Þar búa rúm­lega 123 þús­und, næst stærsta sveit­ar­fé­lagið er Kópa­vogur sem telur rúm­lega 35 þús­und íbúa.Áhyggjur af stöðu leik­skóla­mála í borg­inni hafa lengi verið uppi. Í haust skil­aði aðgerð­arteymi í leik­skólum af sér til­lögum til aðgerða til að bregð­ast við mann­eklu í leik­skól­um, frí­stunda­heim­ilum og sér­tækum félags­mið­stöðv­um. Erf­ið­lega hefur gengið að fá nægi­lega margt fólk til starfa á leik­skólum borg­ar­innar og þurftu til að mynda sex leik­skólar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu að stytta opn­un­ar­tíma sinn við upp­haf skóla­árs­ins síð­asta haust vegna mann­eklu.Umfangi þjón­ust­unnar mjög mis­skipt

Vegna mann­fjöld­ans veitir borgin lang umfangs­mestu þjón­ust­una á þessu sviði líkt og flestum öðr­um. Í Reykja­vík eru 64 leik­skólar starf­andi með um 6 þús­und börn. Auk þess eru um þús­und börn í 17 sjálf­stætt starf­andi leik­skól­um. Hjá um 200 dag­for­eldrum dvelja um 700 börn að jafn­aði. Þá eru í borg­inni börn af minnst 97 þjóð­ernum sem tala yfir 70 tungu­mál. Um 8 pró­sent leik­skóla­barna og 25 pró­sent nem­enda í grunn­skólum fá stuðn­ing eða sér­kennslu.Ætla má að sú aukna þjón­usta sem þessir hópar fá sé hlut­falls­lega mun meiri í Reykja­vík en ann­ars stað­ar, og þar af leið­andi umtals­vert dýr­ari. Þannig búa til að mynda rúm­lega 12 þús­und manns af erlendum upp­runa í Reykja­vík sem gerir um 10 pró­sent af íbúa­fjöld­an­um. Í Garðabæ búa hins vegar 15.230 manns og þar af tæp­lega 600 erlendir rík­is­borg­ar­ar. Það þýðir að 3,7 pró­sent íbúa Garða­bæjar eru með erlent rík­is­fang.Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri var á fundi borg­ar­stjórnar í gær og hafði ekki tök á að veita Kjarn­anum við­tal um mál­ið. Hann sagði hins vegar að þessar kann­anir þurfi að rýna vel áður en hægt sé að tjá sig um þær að ein­hverju viti. „Um það hafa reyndar verið skrif­aðar lærðar rit­gerð­ir,“ kom fram í skila­boðum frá Degi.Garð­bæ­ingar ánægð­astir með leik­skól­ana

Gunnar Ein­ars­son, bæj­ar­stjóri Garða­bæj­ar, segir í sam­tali við Kjarn­ann að jákvæð útkoma sveit­ar­fé­lags­ins í leik­skóla­málum skýrist af ýmsum ástæð­um. Þar séu börn tekin inn í skóla við 12 mán­aða aldur og auk þess loki leik­skól­arnir aldrei eins og sums staðar tíða­kast yfir sum­ar­tím­ann.

Þá hafi hátt í 100 millj­ónir verið settar í þró­un­ar­sjóð í leik- og grunn­skóla sveit­ar­fé­lags­ins síð­ast­liðin fjögur ár þar sem starfs­menn geta sótt um styrki fyrir ýmis áhuga­verð verk­efni innan skól­anna. Auk þess veiti sveit­ar­fé­lagið styrki til náms sem og að um 50 millj­ónir séu nú á fjár­hags­á­ætlun til að gera betur við starfs­fólk skól­anna til að mæta þeirri mann­eklu sem er í leik- og grunn­skóla almennt.„Þetta er allt saman aukin þjón­usta sem fólk er mjög ánægt með og hér er líka lægra útsvar en alls staðar ann­ars stað­ar,“ segir Gunn­ar.Nýttu könn­un­ina til að bæta þjón­ust­una

Hvera­gerði vermir annað sætið í ánægju íbúa með þjón­ustu leik­skóla. Sveit­ar­fé­lagið hýsir umtals­vert færri íbúa en bæði Garða­bær og ekki síst Reykja­vík, eða færri en 2.500 íbúa. Þar eru starf­ræktir tveir leik­skólar og einn grunn­skóli. Þar hefur sami háttur verið hafður á og í Reykja­vík að loka leik­skólum í nokkrar vikur yfir sum­ar­tím­ann.Aldís Haf­steins­dótt­ir, bæj­ar­stjóri, segir í sam­tali við Kjarn­ann, bæj­ar­stjórn­ina hafa notað fyrri kann­an­ir, þar sem sveit­ar­fé­lagið kom ekki nægi­lega vel út, til að skoða hvað væri hægt að gera bet­ur. Fram­boð af leik­skóla­plássi var auk­ið, með opnun ann­ars leik­skóla síð­asta haust og bæj­ar­stjórnin mark­aði sér þá stefnu að taka börnin yngri inn á leik­skól­ana. Nú er eng­inn á biðlista hjá Hvera­gerði sem náð hefur eins árs aldri.„Það er þetta sam­starf og við­horf sem skipta svo miklu máli,  að fólk hafi greiðan aðgang að starfs­mönn­um, yfir­mönnum og bæj­ar­full­trúum og að það sé brugð­ist við þegar þess ger­ist þörf,“ segir Aldís.Leik­skóla­gjald í Hvera­gerði er 32.380 krónur á mán­uði fyrir 8 tíma dvöl með hádeg­is­verði og hress­ingu. Gjaldið er ívíð lægra heldur en flest sveit­ar­fé­lögin sem könnun ASÍ tók til. Aðeins Kópa­vog­ur, Sel­tjarn­ar­nes og Reykja­vík eru með lægri leik­skóla­gjöld. Þó er tekið sér­stakt vist­gjald milli klukkan 16 og 17, eða 7.220 krónur sem ætla má að þeir sem sinna hefð­bund­inni dag­vinnu, frá klukkan 9-17, þurfi að nýta sér, sem hækkar mán­að­ar­gjaldið umtals­vert.Kim Jong-yang nýkjörinn forseti Interpol.
Óvæntur sigur í forsetakjöri Interpol
Fulltrúi Rússa var talinn líklegastur til þess að verða kjörinn forseti alþjóðalögreglunnar Interpol en hann tapaði óvænt fyrir Suður-kóreumanninum Kim Jong-yang. Kosið var um nýjan forseti eftir að sitjandi forseta Interpol hvarf í október.
Kjarninn 21. nóvember 2018
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Fimmtíu milljónir í neyslurými sem opnar á næsta ári
Opnun neyslurýmis fyrir langt leidda vímuefnaneytendur er fyrirhuguð í Reykjavík á næsta ári.
Kjarninn 21. nóvember 2018
Þórður Snær Júlíusson
Konur að taka sér pláss
Kjarninn 21. nóvember 2018
Fjárfestingar Eaton Vance hátt í 70 milljarða
Sjóðir í stýringu Eaton Vance áttu ríkisskuldabréf, íslensk hlutabréf og kröfur á íslensk félög fyrir samanlagt um 70 milljarða króna í lok júlí. Hlutabréfaeign sjóðanna nam 29 milljörðum króna en sjóðirnir eiga mest í löngum ríkisskuldabréfum hér á landi
Kjarninn 21. nóvember 2018
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Tillagan um breytingu á skilyrðum fyrir stjórn FME kemur frá fjármálaráðuneytinu
Starfshópur fjallaði um hæfisskilyrði þeirra sem geta tekið sæti í stjórn Fjármálaeftirlitsins.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Trump styður Sádi-Arabíu og olían hríðfellur
Eftir að Donald Trump lýsti yfir stuðningi við Sádí-Arabíu vegna morðsins á Jamal Khashoggi hrundi verðið á hráolíu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Raunverð fasteigna hækkað um 1,3 prósent undanfarið ár
Að teknu tilliti til verðbólgu hefur fasteignaverð lítið sem ekkert hækkað í eitt ár.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Til lítils að fjölga leikskólarýmum ef leikskólarnir standa ómannaðir
Sjálfstæðismenn telja áætlanir meirihlutans í borginni ekki ganga upp.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Meira eftir höfundinnFanney Birna Jónsdóttir
Meira úr sama flokkiInnlent