Íslenskir lífeyrissjóðir eiga um 33 prósent af fjármunum á Íslandi

Íslenskir lífeyrissjóðir áttu 70 prósent allra markaðsskuldabréfa og víxla og 41 prósent skráðra hlutabréfa hérlendis á árinu 2016. Einungis um 22 prósent eigna þeirra voru erlendis. Starfshópur vill að þeir auki vægi erlendra eigna.

Íslendingar eiga lífeyrissjóðina, sem hafa það meginhlutverk að tryggja íbúum landsins áhyggjulaust ævikvöld. En þeir eru líka langstærsti leikandinn í íslensku viðskiptalífi. Og eiga stóran hluta allra eigna hérlendis.
Íslendingar eiga lífeyrissjóðina, sem hafa það meginhlutverk að tryggja íbúum landsins áhyggjulaust ævikvöld. En þeir eru líka langstærsti leikandinn í íslensku viðskiptalífi. Og eiga stóran hluta allra eigna hérlendis.
Auglýsing

Íslenskir líf­eyr­is­sjóðir eiga um þriðj­ung af heild­ar­fjár­munum á Íslandi og spár gera ráð fyrir að eign­ar­hlutur þeirra muni aukast á næstu árum. Er gert er ráð fyrir því að sjóð­irnir skili 3,5 pró­sent raun­á­vöxtun á ári mun hlutur þeirra í heild­ar­fjár­muna­eign á Íslandi fara í 35 pró­sent árið 2030 og í tæp 40 pró­sent árið 2060.

Þeir hafa stækkað mjög hratt á fáum árum og og áttu árið 2016 70 pró­sent allra mark­aðs­skulda­bréfa og víxla á Íslandi ásamt því að eiga 41 pró­sent allra skráðra hluta­bréfa í íslensku kaup­höll­inni. Starfs­hópur fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins um erlendar fjár­fest­ingar líf­eyr­is­sjóða, sem skip­aður var 21. mars 2017 og skil­aði áliti 18. apríl sama ár, telur að svig­rúm sjóð­anna til að bæta við sig inn­lendum mark­aðs­verð­bréfum sé mjög tak­markað nema mark­að­ur­inn stækki. Þetta kemur fram í skýrslu Hag­fræði­stofn­unar Háskóla Íslands um umsvif líf­eyr­is­sjóða í íslensku efna­hags­lífi sem skilað var til for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins 24. októ­ber síð­ast­lið­inn og hefur nú verið birt opin­ber­lega.

Sam­tímis hefur skýrsla starfs­hóps sem skoð­aði hlut­verk líf­eyr­is­sjóða í upp­bygg­ingu atvinnu­lífs á Íslandi líka birt. Í henni er lagt til að sjóð­irnir auki vægi erlendra eigna til lengri tíma, verði skyldugir til að móta sér stefnu um stjórn­ar­hætti sem eig­enda í atvinnu­fyr­ir­tækjum og verði skylt að birta að minnsta kosti árlega skýrslu með upp­lýs­ingum um sam­skipti við félög sem þeir fjár­festa í og hvernig þeir greiði atkvæði á hlut­hafa­fund­um. Þá er því beint til stjórn­valda að skoða, í sam­ráði við hags­muna­að­ila, að breyta lögum þannig að ein­stak­lingar fái auknar heim­ildir til að ráð­stafa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­aði sínum til hús­næð­is­sparn­aðar og að sjóðs­fé­lagar geti ráð­stafað 3,5 pró­sent af 15,5 pró­sent lág­marks­ið­gjaldi í sér­eign eða hús­næð­is­sparnað að eigin vali.

Sjóð­irnir eiga að veita meiri upp­lýs­ingar

Íslenskir líf­eyr­is­sjóðir áttu 3.837 millj­arða króna í lok nóv­em­ber síð­ast­lið­ins. Í nið­ur­stöðum starfs­hóps­ins segir að alþjóð­legur sam­an­burður sýni að íslenskir líf­eyr­is­sjóðir séu hlut­falls­lega stórir miðað við hag­kerfi lands­ins. Þeir eigi um þriðj­ung af heild­ar­fjár­munum á Íslandi og spár gera ráð fyrir því að eign­ar­hlutur sjóð­anna geti auk­ist á næstu árum.

Þar kemur einnig fram að eignir líf­eyr­is­sjóð­anna séu eins­leitar sem stafi af því að erlendar eignir séu of lítið hlut­fall þeirra. Um þessar mundir eru til að mynda aðeins rúm­lega 20 pró­sent eign­anna erlend­is.

Starfs­hóp­ur­inn hefur áhyggjur af því að víð­tækt eign­ar­hald líf­eyr­is­sjóða inn­an­lands geti „haft áhrif á sam­keppni og þar af leið­andi á verð og þjón­ustu við neyt­end­ur. Þess vegna er áríð­andi að líf­eyr­is­sjóðir marki stefnu um það hvernig þeir beita sér sem hlut­hafar í fyr­ir­tækjum sem þeir eiga hlut í. Þar sem sjóð­irnir byggja á skyldu­að­ild er eðli­legt að gera ríkar kröfur til þeirra um upp­lýs­inga­skyldu gagn­vart sjóð­fé­lög­un­um, eig­endum sjóð­anna.“

Sjóð­irnir gæti mik­illa hags­muna og séu því virkir hlut­hafar í fyr­ir­tækjum sem þeir fjár­festa í. „Sjóð­irnir eiga að leggja metnað í að inn­leiða leið­bein­ingar um stjórn­ar­hætti fyr­ir­tækja og stuðla að því að stjórn­ar­menn fyr­ir­tækja séu sjálf­stæðir í störfum sínum og hafi engin tengsl við til­tekna hlut­hafa umfram aðra.“

Miklar fjár­fest­ingar inn­an­lands geta þrýst upp eigna­verði

Fjár­magns­höft voru við lýði á Íslandi frá lokum árs 2008 og fram á vor­mán­uði 2017. Þau gerðu það að verkum að íslenskir líf­eyr­is­sjóðir gátu ekki nýfjár­fest erlendis heldur ein­ungis end­ur­fjár­fest þær eignir sem voru erlendis þegar höft voru sett.

Í skýrslu Hag­fræði­stofn­unar um umsvif líf­eyr­is­sjóða í íslensku efna­hags­lífi segir að hlut­fall erlendra eigna líf­eyr­is­sjóða af heild­ar­eignum þeirra hafi verið um 30 pró­sent þegar höftin voru sett. Nú sé það aðeins rúm­lega 20 pró­sent. Ávöxtun hafi þó verið ágæt á Íslandi eftir hrun en sjón­ar­mið um áhættu­dreif­ingu mæli á móti því að íslenskir líf­eyr­is­sjóðir eigi hætti tæp­lega 80 pró­sent af fé sínu á jafn litlum mark­aði og Ísland sé.

Auglýsing
Hagfræðistofnun skoð­aði fjár­fest­ingar líf­eyr­is­sjóða í sjö öðrum lönd­um. Sú skoðun leiddi í ljós að hlut­deild erlendra fjár­fest­inga næst­minnst á Íslandi, þó að það sé lang­minnsta hag­kerf­ið.

Þá er það nið­ur­staða Hag­fræði­stofn­unar að miklar fjár­fest­ingar líf­eyr­is­sjóða á inn­lendum mark­aði geti þrýst eigna­verði upp á við. „Af þeirri ástæðu gæti verið ráð­legt að halda fjár­fest­ingum hér á landi í hófi. Rök mæla ekki ein­ungis gegn því að sjóð­irnir setji stóran hluta af eignum sínum undir í einu landi - og því litlu - heldur getur líka verið óvar­legt að hætta stórum hluta eigna á sama stað og tekna er afl­að. Þá eru í skýrsl­unni færð rök fyrir því að sér­lega áhættu­samt sé fyrir líf­eyr­is­sjóð­ina að leggja mikið undir á íslenskum hluta­bréfa­mark­aði. Und­an­far­inn ald­ar­fjórð­ung hefur gengi íslenskra hluta­bréfa sveifl­ast meira en heims­vísi­tala hluta­bréfa í krónum talið.“

Það er því mat stofn­un­ar­innar að hlut­fall erlendra eigna líf­eyr­is­sjóða eigi á næstu 25 árum að hækka úr 22 pró­sent, líkt og þær eru nú, í 42 pró­sent.

Verða áfram fyr­ir­ferða­miklir á Íslandi

Hag­fræði­stofnun segir að senni­lega megi skýra stóran  eign­ar­hlut líf­eyr­is­sjóða í íslenskum fyr­ir­tækjum að nokkru með fjár­magns­höft­un­um. Ef það sé rétt muni hlutur sjóð­anna lík­ast til fara minnk­andi á kom­andi árum og um leið minnki sú ógn sem sam­keppni stafar af umsvifum þeirra. 

Lífeyrissjóðirnir áttu 41 prósent allra skráðra hlutabréfa í Kauphöll Íslands á árinu 2016. MYND: Birgir Ísleifur GunnarssonÞetta þýði þó ekki að sömu eig­endur verði ekki áfram að ein­hverju leyti að fyr­ir­tækjum sem keppa á sama mark­aði. „Þó að margt mæli með því að sjóð­irnir snúi fjár­fest­ingum sínum af auknum þunga til útlanda verða þeir að öllum lík­indum áfram fyr­ir­ferð­ar­miklir á íslenskum fjár­magns­mark­aði. Það er í höndum stjórn­enda sjóð­anna að ákveða hvar þeir fjár­festa. Þeir kaupa ekki íslensk verð­bréf nema þeir trúi því að íslenskt efna­hags­líf og íslenskur fjár­magns­mark­aður ráði við fjár­fest­ing­arn­ar. Eng­inn er óskeik­ull, en í ljósi þessa verður að telja ólík­legt annað en að mark­aðir hér á landi ráði við fjár­fest­ingar sjóð­anna á kom­andi árum. Með öðrum orðum muni fjár­fest­ingar þeirra rúm­ast vel í hag­kerf­in­u.Að vísu verður að setja þann fyr­ir­vara við þessa álykt­un, að sam­kvæmt lögum má aðeins helm­ingur eigna sjóð­anna bera geng­is­á­hættu. Af þeim sökum er ekki úti­lokað að þeir festi meira fé á Íslandi en stjórn­endur þeirra telja ráð­legt. Erfitt er að sjá hald­góð rök fyrir slíkum hömlum á fjár­fest­ingum líf­eyr­is­sjóða.“

Þá fjallar Hag­fræði­stofnun um þær raddir sem hafi heyrst um að stór­felld eigna­kaup líf­eyr­is­sjóða erlendis geti veikt gengi krón­unn­ar. Nið­ur­staða stofn­un­ar­innar er sú að það geti hugs­an­lega ger­st, en að þau áhrif yrðu senni­lega ekki mik­il.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar