Að vera eða ekki vera forsætisráðherra

Orðatiltækið „kötturinn hefur níu líf“ þekkja flestir. Vísar til fornrar trúar og þeirrar staðreyndar að kettir eru bæði lífseigir og klókir. Ef þetta orðatiltæki gilti um stjórnmálamenn væri Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Dana í þeim hópi.

Lars Lökke Rasmussen
Lars Lökke Rasmussen
Auglýsing

Starfi for­sæt­is­ráð­herra fylgir að jafn­aði mikil umfjöllun fjöl­miðla, slíkt telst ekki til tíð­inda. En að umfjöll­unin snú­ist oft á tíðum um allt annað en stjórn­mál er óvenju­legra. Ekki þó þegar Lars Løkke Rasmus­sen for­sæt­is­ráð­herra Dana á í hlut. Hann hefur vikum saman verið umfjöll­un­ar­efni danskra fjöl­miðla og það ekki í fyrsta sinn.

Lars Løkke, sem er lög­fræð­ingur að mennt, gekk ungur til liðs við Ven­stre flokk­inn. Hann sett­ist á þing 1994 og var kjör­inn vara­for­maður Ven­stre fjórum árum síð­ar. Hann var jafn­framt framá­maður í sveit­ar­stjórna­málum á þessum tíma en varð inn­an­rík­is- og heil­brigð­is­ráð­herra árið 2001, gegndi um tveggja ára skeið starfi fjár­mála­ráð­herra. Árið 2009 tók hann við for­sæt­is­ráð­herra­starf­inu af And­ers Fogh Rasmus­sen, því gegndi hann fram að kosn­ingum árið 2011 og síðan aftur frá kosn­ingum 2015.

Skandala­kóngur

Danir eiga sem kunn­ugt er engan kóng, sem ber ein­ungis kon­ungs­tit­il­inn. Þeir eiga sína skatta­kónga, kvóta­kónga, marka­kónga, afla­kónga o.s.frv. Sumir þess­ara kon­ungs­titla eru taldir eft­ir­sókn­ar­verðir en ekki þó all­ir. Lars Løkke Rasmus­sen hefur margoft hlotið þann vafa­sama heiður að vera útnefndur skandala­kóngur Dan­merk­ur, tit­ill sem fæstir kæra sig um að ber­a. Árið 2008 greindu danskir fjöl­miðlar frá því (fyrst í Ekstra­blað­inu) að svo virt­ist sem Lars Løkke Rasmus­sen, sem þá var fjár­mála­ráð­herra, væri ekki það sem kall­ast mætti nákvæmur bók­hald­ari. Að minnsta kosti ekki hvað hann sjálfan varð­aði, þar væri notað svo­kallað rassvasa­bók­hald, öllu væri grautað saman og ráð­herr­ann gerði ekki grein­ar­mun á því hvenær hann ætti sjálfur að borga og hvenær ráðu­neytið ætti að punga út. Ekstra­blaðið birti reikn­inga þar sem fram kom að ríki og sveit­ar­fé­lag hefðu borgað reikn­inga á veit­inga­húsum og hót­el­um, sem ekki höfðu neitt með störf Lars Løkke að gera. Sígar­ettur voru enn­fremur til­greindar í umfjöllun Ekstra­blaðs­ins. Þetta var bara byrj­unin á því sem fært hefur for­sæt­is­ráð­herra Dana skandala­kóngs­tit­il­inn.

Auglýsing

Reyk­inga­klef­inn

Árið 2009, eftir að Lars Løkke varð for­sæt­is­ráð­herra, lét hann inn­rétta svo­kall­aðan reyk­inga­klefa í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu. Ráðu­neytið borg­aði klef­ann, hann kost­aði sem sam­svar­aði þremur og hálfri milljón íslenskra króna. Þegar þetta mál komst i hámæli ákvað Lars Lökke að borga klef­ann en á end­anum var það Ven­stre flokk­ur­inn sem borg­aði. Í sjón­varps­við­tali býsnað­ist einn af for­ystu­mönnum flokks­ins yfir verð­inu á klef­anum og fór mörgum orðum um græðgina í fyr­ir­tæk­inu sem seldi og setti upp klef­ann.

Nær­buxna­málið

Árið 2014 var Ven­stre undir stjórn Lars Lökke í stjórn­ar­and­stöðu. Í maí það ár hafði Ekstra­blaðið kom­ist yfir reikn­inga sem sýndu að Ven­stre, flokkur Lars Løkke hafði borgað fjöl­marga reikn­inga vegna fata­kaupa for­manns­ins. Upp­hæðin var ekki sér­lega há, um 20 þús­und krónur (ca. 340 þús­und íslenskar). Um var að ræða níu jakka­fata­sett, 28 skyrt­ur, átta vand­aðar nær­buxur (feit­letrað í frá­sögn Ekstra­blaðs­ins) og fleira. Spaugi­legt þótti mörgum að heyra útskýr­ingar for­ystu­manna Ven­stre á því að nær­buxur teld­ust vinnu­fatn­að­ur, sem ekki er skatt­skyldur sam­kvæmt dönskum skatta­lög­um. Í þess­ari umfjöllun Ekstra­blaðs­ins kom líka fram að Ven­stre hafði margoft borgað fyrir hrein­gern­ingar á hót­el­her­bergjum þar sem for­mað­ur­inn virti ekki reglur um reyk­inga­bann heldur púaði eins og honum sýnd­ist.

Flug­mið­inn og langi fund­ur­inn

Árið 2013 var Lars Løkke (Ven­stre var þá í stjórn­ar­and­stöðu) í for­mennsku fyrir sam­tök um lofts­lags­mál, GGGI, en sam­tökin eru meðal ann­ars fjár­mögnuð með styrkjum frá danska rík­inu. Lars Løkke hafði ætlað að fara til New York ásamt dóttur sinni þegar hann þurfti skyndi­lega að fara til Rio de Janero á vegum GGGI. Sam­tökin borg­uðu flug­miða fyrir dótt­ur­ina frá New York til Rio de Janero. Mikið fjöl­miðla­fár varð í kringum þennan flug­miða og á lengsta frétta­manna­fundi sem hald­inn hefur verið í Dan­mörku reyndi Lars Lökke að útskýra af hverju sam­tökin hefðu borgað mið­ann. Þótt fund­ur­inn stæði í tæpa fjóra klukku­tíma voru frétta­menn, og danska þjóðin sem fylgd­ist með fund­inum í beinni sjón­varps­út­send­ingu, engu nær.

Løkke sjóð­ur­inn og tengslin við kvóta­kóng­ana

Þau mál sem nefnd voru hér að framan hafa skaðað ímynd Lars Løkke, að mati danskra stjórn­mála­skýrenda. Fjöl­margar kann­anir sýna að per­sónan Lars Løkke nýtur tak­mark­aðs álits, og áður­nefnd mál gjarna nefnd sem rök­stuðn­ing­ur. Nýjasta málið af þessu tagi er þó langtum stærra og, að flestra mati, alvar­legra. Það snýr að tengslum Lars Løkke við danska stór­út­gerð­ar­menn, svo­nefnda kvóta­kónga.

Árið 2012 stofn­aði Lars Løkke sjóð, Løkke fonden. Sjóðnum er ætlað að styrkja og styðja við pilta sem lent hafa út af spor­inu (eins og Lars Løkke kallar það). Lars Løkke var for­maður sjóðs­ins frá stofnun og þangað til hann varð for­sæt­is­ráð­herra öðru sinni, árið 2015. Síðan þá hefur eig­in­kon­an, hin fær­eyska Sól­rún, gegnt for­mennsk­unni. Fjár til sjóðs­ins er aflað með frjálsum fram­lög­um, á síð­asta ári námu þessi fram­lög jafn­gildi hálfrar sjö­undu millj­ónar íslenskra króna. Ekstra­blaðið greindi frá því fyrir nokkru að meira en helm­ingur þess­arar upp­hæðar hefði komið frá stór­út­gerð­ar­mönnum á Norð­vest­ur­-Jót­landi. Stærsta ein­staka fram­lagið frá John-Anker Hametner Larsen, sá er meðal stór­lax­anna í danskri útgerð, kvóta­kóng­anna svo­nefndu.

Lars Løkke Rasmussen og eiginkona hans Solrun. Mynd: EPA.

John-Anker hefur í jan­ú­ar­mán­uði und­an­farin ár skipu­lagt fjár­öfl­un­ar­kvöld­verð fyrir Løkke sjóð­inn, svo­nefnt tor­skeg­ilde. Þarna hefur Lars Løkke ætíð mætt, ekki sem for­sæt­is­ráð­herra að eigin sögn heldur sem for­maður sjóðs­ins og síðar sem eig­in­maður for­manns­ins. Ekstra­blaðið greindi frá því, fyrir skömmu, að áður en fjár­öfl­un­ar­kvöld­verð­ur­inn í fyrra hófst hafði Lars Løkke átt klukku­stundar fund með nokkrum stór­út­gerð­ar­mönn­um, þar á meðal John-Anker Hametner Larsen. Í fyrra mætti Thomas Dani­el­sen tals­maður Ven­stre í sjáv­ar­út­vegs­málum einnig í kvöld­verð­inn. Áður­nefndur John-Anker hafði þá nokkru fyrr keypt hlutafé fyrir jafn­gildi 67 millj­óna íslenskra króna í fyr­ir­tæki sem Thomas Dani­el­sen á stóran hlut í, ásamt eig­in­konu sinni.

Sum­ar­bú­stað­ar­dvöl í afmæl­is­gjöf

Ekstra­blaðið greindi frá því fyrir nokkru að árið 2014, þegar Lars Løkke varð fimm­tugur (og í stjórn­ar­and­stöðu) hefði John-Anker gefið honum dvöl í sum­ar­húsi sínu á Skagen, nyrst á Jót­landi. Lars Løkke not­færði sér gjöf­ina árið 2016 (þá for­sæt­is­ráð­herra), Ekstra­blaðið segir viku­leigu í svona húsi jafn­gilda 185 þús­undum íslenskra króna. Þeir Lars Løkke og John-Anker þekkj­ast sem­sagt vel en sá Lars Løkke er ekki for­sæt­is­ráð­herr­ann heldur prí­vat­per­són­an, segir Løkke.

Er eitt­hvað athuga­vert við að maður þekki mann? Þess­ari ein­földu spurn­ingu hefur Lars Løkke margoft svarað og ætíð neit­andi. En það eru ekki allir sam­mála for­sæt­is­ráð­herr­an­um, til dæmis margir þing­menn, sem telja þessi tengsl hans við kvóta­kóng­ana í meira lagi óeðli­leg. Ekki síst í ljósi þess að rík­is­stjórnin hefur tregð­ast við að gera breyt­ingar á kvóta­kerf­inu en slíkar breyt­ingar myndu gera það að verkum að stór­út­gerð­ar­menn gætu ekki haldið áfram að kaupa upp kvóta eins og þeim hefur reynst mögu­legt all­mörg und­an­farin ár. Tregða rík­is­stjórn­ar­innar þykir mörgum grun­sam­leg, sumir þing­menn segja kvóta­kóng­ana hafa Lars Løkke og rík­is­stjórn­ina „í vas­an­um“. Því neitar Lars Løkke og segir að per­sónu­legur kunn­ings­skapur sinn við suma stór­út­gerð­ar­menn hafi engin áhrif á störf sín sem for­sæt­is­ráð­herra.

Tvisvar yfir­heyrður af þing­nefnd

Lars Løkke hefur tvisvar verið kvaddur fyrir þing­nefnd til að svara fyrir hugs­an­leg tengsl sín við stór­út­gerð­ar­menn. Slíkir fundir kall­ast sam­rád, sam­ráð, sem er í raun rang­nefni, yfir­heyrsla væri rétt­ara heiti á fundum þess­um. Fyrri fund­ur­inn var í nóv­em­ber á síð­asta ári og sá síð­ari fyrir nokkrum dög­um. Þrátt fyrir að þing­menn hafi sótt hart að Lars Løkke hefur hann þver­tekið fyrir að kunn­ings­skapur ráði, eða hafi ráð­ið, nokkru um störf sín á ráð­herra­stóli. Spurn­ingum um afmæl­is­gjöf­ina (dvöl­ina í sum­ar­bú­staðn­um) neit­aði Lars Løkke að svara og vís­aði til reglna þings­ins um einka­mál þing­manna.

Hvað svo?

Danskir stjórn­mála­skýrendur telja að þessu máli varð­andi tengsl for­sæt­is­ráð­herr­ans og kvóta­kóng­anna sé lok­ið. Lars Løkke sitji áfram í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu og staða hans í Ven­stre flokknum sé sterk. Hins vegar verði þetta mál ekki til að auka vin­sældir hans meðal almenn­ings en það láti Lars Løkke sér lík­lega í léttu rúmi liggja.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar