Stjórnvöld hafa ekki metið ávinning neytenda né bænda af búvörusamningum

Búvörusamningar sem undirritaðir voru 2016 kosta að minnsta kosti 13 milljarða króna á ári í tíu ár. Samráðshópur um endurskoðun þeirra hefur verið endurskipaður tvisvar sinnum. Ekkert mat framkvæmt á ávinningi neytenda né bænda.

reykjarett_21344518384_o.jpg
Auglýsing

Íslensk stjórn­völd hafa hvorki látið fara fram sér­stakt mat á ávinn­ingi neyt­enda né á ávinn­ingi bænda af til­urð búvöru­samn­inga. Hins vegar hafi stjórn­völd látið vinna úttektir á árangri búvöru­samn­inga á síð­ast­liðnum tveimur ára­tug­um. Í aðdrag­anda þeirra samn­inga sem und­ir­rit­aðir voru síð­asta hafi til að að mynda verið byggt á þremur skýrslum og hafi skýrsl­unnar legið til grund­vallar þeim samn­ing­um. Þetta kemur fram í svari Krist­jáns Þórs Júl­í­us­son­ar, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Þor­steins Víglunds­sonar, þing­manns Við­reisn­ar, um búvöru­samn­inga.

Tvær skýrsln­anna sem vísað er til voru unnar af Hag­fræði­stofnun Háskóla Íslands. Þær fjalla um aðlög­un­ar­samn­ing ríkis og garð­yrkju­bænda (kom út í nóv­em­ber 2013) og mjólk­ur­fram­leiðslu á Íslandi (kom út í júní 2015). Sú þriðja er unnin  af Rann­sókn­ar­mið­stöð Háskól­ans á Akur­eyri og fjallar um mark­mið og for­sendur sauð­fjár­rækt­ar­samn­ings (kom út í októ­ber 2015).

Tíu ára samn­ingar

Nýj­­­ustu búvöru­samn­ing­­­arnir voru und­ir­­­rit­aðir 19. febr­­­úar 2016 af full­­­trúum bænda ann­­­ars vegar og full­­­trúum rík­­­is­ins. Fyrir hönd rík­­­is­ins skrif­uðu Sig­­­urður Ingi Jóhanns­­­son, þáver­andi land­­­bún­­­að­­­ar­ráð­herra, og Bjarni Bene­dikts­­­son, fjár­­­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, undir samn­ing­anna.

Auglýsing

Þeir voru afar umdeildir og vöktu upp miklar deilur í sam­­fé­lag­inu. Þrennt skipti þar mestu. Í fyrsta lagi lengd þeirra, en samn­ing­­arnir bundu hendur rík­­is­­stjórn­a í að minnsta kosti þrjú kjör­tíma­bil. Í öðru lagi feiki­lega hár kostn­aður sem greiddur er úr rík­­is­­sjóði til að við­halda kerfi sem að mati margra hags­muna­að­ila er fjand­­sam­­legt neyt­endum og bændum sjálfum og gagn­­ast fyrst og síð­­­ast stórum milli­­liðs­­fyr­ir­tækjum eins og Mjólk­­ur­­sam­­söl­unni, Kaup­­fé­lagi Skag­­firð­inga og Slát­­ur­­fé­lagi Suð­­ur­lands. Í þriðja lagi var gagn­rýnt að engir aðrir en bændur og for­svar­s­­menn rík­­is­ins hafi verið kall­aðir að borð­inu þegar samn­ing­­arnir voru und­ir­­bún­­­ir.

Greiðslur úr rík­­is­­sjóði vegna samn­ings­ins nema 132 millj­­örðum króna á samn­ings­­tím­an­um, eða að með­­al­tali 13,2 millj­­arðar króna á ári. Auk þess eru samn­ing­­arnir tvö­­falt verð­­tryggð­­ir. Þ.e. þeir taka árlegum breyt­ingum í sam­ræmi við verð­lags­­upp­­­færslu fjár­­laga og eru „leið­rétt­ir“ ef þróun með­­al­tals­­vísi­­tölu neyslu­verðs verður önnur en verð­lags­­for­­sendur fjár­­laga á árinu.  

Búvörusamningar voru undirritaðir árið 2016. Þeir gilda til tíu ára. MYND: Stjórnarráðið.Í samn­ing­unum er stefnt að því að kvóta­­­kerfi í mjólk­­­ur­fram­­­leiðslu og sauð­fjár­­­­­rækt verði lagt nið­­­ur. Hins vegar hefur verið ákveðið að halda núver­andi stöðu óbreyttri um ein­hvern tíma og setja ákvörðun um afnám kvóta­­­kerf­is­ins í atkvæða­greiðslu meðal bænda árið 2019.

Búvöru­­samn­ing­­arnir eru fjórir samn­ing­­ar: Ramma­­samn­ingur um almenn starfs­skil­yrði land­­bún­­að­­ar­ins og samn­ingar um starfs­skil­yrði naut­­­gripa­­­rækt­­­­­ar, sauð­fjár­­­­­ræktar og garð­yrkju.

Svört skýrsla um mjólk­ur­fram­leiðslu

Und­ir­­ritun samn­ing­anna vakti strax gríð­­ar­­lega hörð við­brögð. Sú gagn­rýni snéri fyrst og síð­­­ast að þeim upp­­hæðum sem þar eru undir og tíma­­lengd samn­ings­ins. Þá var harð­­lega gagn­rýnt að hags­munir neyt­enda hefðu verið hunds­aðir við gerð þeirra. Var þar meðal ann­­ars vísað í skýrslu sem Hag­fræði­stofnun Háskóla Íslands vann um mjólk­­ur­vöru­fram­­leiðslu á Íslandi og kom út í júni 2015. Skýrslan er ein þeirra sem ráð­herra segir í svari sínu við ofan­greindri fyr­ir­spurn að hafi verið lögð til grund­vallar við gerð búvöru­samn­inga. Nið­­ur­­staða hennar var hins vegar nokkuð skýr: Íslenska kerfið er mein­gallað og afar kostn­að­­­ar­­­samt fyrir ríkið og neyt­end­­­ur.

Í skýrsl­unni segir að það kerfi sem er við lýði geri það að verkum að íslenska ríkið og eig­endur þess, íslenskir neyt­end­­­ur, þurfi að borga um átta millj­­­örðum krónum meira fyrir fram­­­leiðslu á henni en ef mjólkin hefði ein­fald­­­lega verið flutt inn frá öðru fram­­­leiðslu­landi á árunum 2011 til 2013. Ríkið og neyt­endur borg­uðu 15,5 millj­­­arða króna fyrir mjólk­ina á tíma­bil­inu en inn­­­­­flutt mjólk, með flutn­ings­­­kostn­aði, hefði kostað 7,5 millj­­­arða króna. Reyndar var það svo að á tíma­bil­inu sem um ræðir var fram­­­leitt meira af mjólk hér­­­­­lendis en neytt var af henni. Neysla Íslend­inga hefði ein­ungis kostað tæp­­­lega 6,5 millj­­­arða króna á ári. Offram­­­leiðsla á nið­­­ur­greiddri mjólk­inni kost­aði neyt­endur og ríkið því millj­­­arð til við­­­bót­­­ar.

Bændur geta hafnað end­ur­skoðun

Í búvöru­samn­ingum er gert ráð fyrir því að hægt sé að end­ur­skoða samn­ing­anna á samn­ings­tím­an­um. Fyrstu end­ur­skoðun á að ljúka fyrir árs­lok 2019. Sam­ráðs­hópur um end­ur­skoðun búvöru­samn­inga á að vinna þá vinnu.

Það er hins vegar undir bændum komið hvort að samn­ing­arnir verði end­ur­skoð­aðir eða ekki. Þeir eiga þess kost að kjósa um nýjan búvöru­­samn­ing eða við­bætur við fyrri samn­inga. Hafni þeir mögu­legum breyt­ingum sem sem gerðar verða við end­­ur­­skoð­un­ina 2019 verður aftur sest niður og leitað frek­­ari samn­inga.

Því er ljóst að Bænda­­sam­tökin geta ein­hliða hafnað öllum þeim breyt­ingum sem lagðar verða til við end­­ur­­skoðun búvöru­­samn­inga árið 2019 ef aðilar þeirra eru þeim mót­­falln­­ir. Hafni þeir öllum end­­ur­­skoð­un­­ar­til­lögum munu samn­ing­­arnir gilda til þeirra tíu ára sem þeir eru gerð­­ir.

Þrír hópar á rúmu ári

Frá haustinu 2016 hafa þrír sam­ráðs­hópar um end­ur­skoðun búvöru­samn­inga verið skip­aðir af þremur mis­mun­andi rík­is­stjórn­um. Það er til merkis um hversu póli­tískt málið er.

Gunnar Bragi Sveins­­­son, frá­­­far­andi ráð­herra mála­­­flokks­ins, lauk upp­­haf­­lega við að skipa í sam­ráðs­hóp­inn 18. nóv­­­em­ber 2016, þremur vikum eftir kosn­­­ingar og mán­uði eftir að skipan hans átti upp­­­haf­­­lega að liggja fyr­ir­. Af þeim tólf full­­­­trúum sem skip­aðir voru í hóp­inn voru átta full­­­­trúar sjá­v­­­­­ar­út­­­­­­­vegs- og land­­­­bún­­­­að­­­­ar­ráðu­­­­neytis eða Bænda­­­­sam­­­­taka Íslands, þeir sömu og gerðu búvöru­­­samn­ing­anna í febr­­­ú­­ar 2016 sem til stendur að end­­­ur­­­skoða. Laun­þeg­­­­ar, atvinn­u­lífið og neyt­endur áttu sam­tals fjóra full­­­­trú­a.

Þor­­gerður Katrín Gunn­­ar­s­dótt­ir, sem tók við sem sjá­v­­­ar­út­­­vegs- og land­­bún­­að­­ar­ráð­herra í jan­úar 2017, end­ur­skip­aði í sam­ráðs­hóp­inn. Full­­trúum var fjölgað úr tólf í þrett­án. Umhverf­is­ráð­herra til­­­nefndir einn full­­trúa og Félag atvinn­u­rek­enda einn, til við­­bótar þeim sem þegar voru skip­aðir sam­­kvæmt til­­­nefn­ingu. Þá var skipan þriggja full­­trúa af fimm sem fyrri ráð­herra skip­aði án til­­­nefn­ingar aft­­ur­köll­uð og nýir full­trúar skip­aðir í stað­inn.

Krist­ján Þór, núver­andi sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, end­ur­skip­aði síðan hóp­inn enn á ný í síð­ustu viku. Nú eru átta manns í honum og tveir for­menn, þau Bryn­hildur Pét­­ur­s­dóttir fram­­kvæmda­­stjóri Neyt­enda­­sam­tak­anna og Har­aldur Bene­dikts­­son, þing­­maður Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins og fyrr­ver­andi for­­maður Bænda­­sam­tak­anna.

Auk þess eru í hópnum Þór­lindur Kjart­ans­­son, skip­aður af land­­bún­­að­­ar­ráð­herra, Haf­­dís Hanna Ægis­dótt­ir, skipuð af umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, Jóhanna Hreins­dóttir skipuð af Sam­­tökum afurða í mjólk­ur­­iðn­­aði, Hall­­dór Árna­­son skip­aður af Sam­­tökum atvinn­u­lífs­ins, Sindri Sig­­ur­­geir­s­­son for­­maður Bænda­­sam­tak­anna og Elín Heiða Vals­dóttir einnig skipuð af Bænda­­sam­tök­un­­um.

Magnús Halldórsson
Þau leynast víða tækifærin
Kjarninn 15. febrúar 2019
Uppsveifla án fordæma en nú er komið að kólnun
Gylfi Zoega prófessor í hagfræði fjallar um stöðu mála í hagkerfinu og kjaraviðræðum í grein í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda í dag.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Vilja að hlutfall efnis verði lækkað svo Fréttablaðið teljist styrkhæft
Fréttablaðið uppfyllir ekki skilyrði fyrir endurgreiðslu á kostnaði við ritstjórn, samkvæmt „lauslegri“ talningu.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Ummæli í Hlíðamálinu dæmd dauð og ómerk
Hér­aðs­dómur Reykja­víkur dæmdi í dag ummæli manns um Hlíðamálið svokallaða dauð og ómerk sem og ummæli sem birtust á netmiðlinum Hringbraut.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Fjórðungur bankastarfsmanna með yfir milljón á mánuði
Bankastarfsmenn leggja mesta áherslu á styttingu vinnuviku í yfirstandandi kjarasamningum. Meðaltal heildarlauna þeirra eru 838 þúsund krónur á mánuði. Hjá Eflingu er launahækkun langmikilvægasta baráttumálið, enda meðallaun þar 479 þúsund.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Bjóða hækkun upp á 20.000 krónur á mánuði
Tilboð Samtaka atvinnulífsins til verkalýðsfélaganna hljóðar upp á að laun upp að 600.000 krónum hækki um 20.000 krónur á mánuði hvert ár samningsins.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Drangajökulsvíðerni og villtasta prósentið
Kjarninn 15. febrúar 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Blizzard rekur 800 manns, Apple viðburður lekur og Amazon kaupir Eero
Kjarninn 15. febrúar 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar