Stjórnvöld hafa ekki metið ávinning neytenda né bænda af búvörusamningum

Búvörusamningar sem undirritaðir voru 2016 kosta að minnsta kosti 13 milljarða króna á ári í tíu ár. Samráðshópur um endurskoðun þeirra hefur verið endurskipaður tvisvar sinnum. Ekkert mat framkvæmt á ávinningi neytenda né bænda.

reykjarett_21344518384_o.jpg
Auglýsing

Íslensk stjórn­völd hafa hvorki látið fara fram sér­stakt mat á ávinn­ingi neyt­enda né á ávinn­ingi bænda af til­urð búvöru­samn­inga. Hins vegar hafi stjórn­völd látið vinna úttektir á árangri búvöru­samn­inga á síð­ast­liðnum tveimur ára­tug­um. Í aðdrag­anda þeirra samn­inga sem und­ir­rit­aðir voru síð­asta hafi til að að mynda verið byggt á þremur skýrslum og hafi skýrsl­unnar legið til grund­vallar þeim samn­ing­um. Þetta kemur fram í svari Krist­jáns Þórs Júl­í­us­son­ar, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Þor­steins Víglunds­sonar, þing­manns Við­reisn­ar, um búvöru­samn­inga.

Tvær skýrsln­anna sem vísað er til voru unnar af Hag­fræði­stofnun Háskóla Íslands. Þær fjalla um aðlög­un­ar­samn­ing ríkis og garð­yrkju­bænda (kom út í nóv­em­ber 2013) og mjólk­ur­fram­leiðslu á Íslandi (kom út í júní 2015). Sú þriðja er unnin  af Rann­sókn­ar­mið­stöð Háskól­ans á Akur­eyri og fjallar um mark­mið og for­sendur sauð­fjár­rækt­ar­samn­ings (kom út í októ­ber 2015).

Tíu ára samn­ingar

Nýj­­­ustu búvöru­samn­ing­­­arnir voru und­ir­­­rit­aðir 19. febr­­­úar 2016 af full­­­trúum bænda ann­­­ars vegar og full­­­trúum rík­­­is­ins. Fyrir hönd rík­­­is­ins skrif­uðu Sig­­­urður Ingi Jóhanns­­­son, þáver­andi land­­­bún­­­að­­­ar­ráð­herra, og Bjarni Bene­dikts­­­son, fjár­­­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, undir samn­ing­anna.

Auglýsing

Þeir voru afar umdeildir og vöktu upp miklar deilur í sam­­fé­lag­inu. Þrennt skipti þar mestu. Í fyrsta lagi lengd þeirra, en samn­ing­­arnir bundu hendur rík­­is­­stjórn­a í að minnsta kosti þrjú kjör­tíma­bil. Í öðru lagi feiki­lega hár kostn­aður sem greiddur er úr rík­­is­­sjóði til að við­halda kerfi sem að mati margra hags­muna­að­ila er fjand­­sam­­legt neyt­endum og bændum sjálfum og gagn­­ast fyrst og síð­­­ast stórum milli­­liðs­­fyr­ir­tækjum eins og Mjólk­­ur­­sam­­söl­unni, Kaup­­fé­lagi Skag­­firð­inga og Slát­­ur­­fé­lagi Suð­­ur­lands. Í þriðja lagi var gagn­rýnt að engir aðrir en bændur og for­svar­s­­menn rík­­is­ins hafi verið kall­aðir að borð­inu þegar samn­ing­­arnir voru und­ir­­bún­­­ir.

Greiðslur úr rík­­is­­sjóði vegna samn­ings­ins nema 132 millj­­örðum króna á samn­ings­­tím­an­um, eða að með­­al­tali 13,2 millj­­arðar króna á ári. Auk þess eru samn­ing­­arnir tvö­­falt verð­­tryggð­­ir. Þ.e. þeir taka árlegum breyt­ingum í sam­ræmi við verð­lags­­upp­­­færslu fjár­­laga og eru „leið­rétt­ir“ ef þróun með­­al­tals­­vísi­­tölu neyslu­verðs verður önnur en verð­lags­­for­­sendur fjár­­laga á árinu.  

Búvörusamningar voru undirritaðir árið 2016. Þeir gilda til tíu ára. MYND: Stjórnarráðið.Í samn­ing­unum er stefnt að því að kvóta­­­kerfi í mjólk­­­ur­fram­­­leiðslu og sauð­fjár­­­­­rækt verði lagt nið­­­ur. Hins vegar hefur verið ákveðið að halda núver­andi stöðu óbreyttri um ein­hvern tíma og setja ákvörðun um afnám kvóta­­­kerf­is­ins í atkvæða­greiðslu meðal bænda árið 2019.

Búvöru­­samn­ing­­arnir eru fjórir samn­ing­­ar: Ramma­­samn­ingur um almenn starfs­skil­yrði land­­bún­­að­­ar­ins og samn­ingar um starfs­skil­yrði naut­­­gripa­­­rækt­­­­­ar, sauð­fjár­­­­­ræktar og garð­yrkju.

Svört skýrsla um mjólk­ur­fram­leiðslu

Und­ir­­ritun samn­ing­anna vakti strax gríð­­ar­­lega hörð við­brögð. Sú gagn­rýni snéri fyrst og síð­­­ast að þeim upp­­hæðum sem þar eru undir og tíma­­lengd samn­ings­ins. Þá var harð­­lega gagn­rýnt að hags­munir neyt­enda hefðu verið hunds­aðir við gerð þeirra. Var þar meðal ann­­ars vísað í skýrslu sem Hag­fræði­stofnun Háskóla Íslands vann um mjólk­­ur­vöru­fram­­leiðslu á Íslandi og kom út í júni 2015. Skýrslan er ein þeirra sem ráð­herra segir í svari sínu við ofan­greindri fyr­ir­spurn að hafi verið lögð til grund­vallar við gerð búvöru­samn­inga. Nið­­ur­­staða hennar var hins vegar nokkuð skýr: Íslenska kerfið er mein­gallað og afar kostn­að­­­ar­­­samt fyrir ríkið og neyt­end­­­ur.

Í skýrsl­unni segir að það kerfi sem er við lýði geri það að verkum að íslenska ríkið og eig­endur þess, íslenskir neyt­end­­­ur, þurfi að borga um átta millj­­­örðum krónum meira fyrir fram­­­leiðslu á henni en ef mjólkin hefði ein­fald­­­lega verið flutt inn frá öðru fram­­­leiðslu­landi á árunum 2011 til 2013. Ríkið og neyt­endur borg­uðu 15,5 millj­­­arða króna fyrir mjólk­ina á tíma­bil­inu en inn­­­­­flutt mjólk, með flutn­ings­­­kostn­aði, hefði kostað 7,5 millj­­­arða króna. Reyndar var það svo að á tíma­bil­inu sem um ræðir var fram­­­leitt meira af mjólk hér­­­­­lendis en neytt var af henni. Neysla Íslend­inga hefði ein­ungis kostað tæp­­­lega 6,5 millj­­­arða króna á ári. Offram­­­leiðsla á nið­­­ur­greiddri mjólk­inni kost­aði neyt­endur og ríkið því millj­­­arð til við­­­bót­­­ar.

Bændur geta hafnað end­ur­skoðun

Í búvöru­samn­ingum er gert ráð fyrir því að hægt sé að end­ur­skoða samn­ing­anna á samn­ings­tím­an­um. Fyrstu end­ur­skoðun á að ljúka fyrir árs­lok 2019. Sam­ráðs­hópur um end­ur­skoðun búvöru­samn­inga á að vinna þá vinnu.

Það er hins vegar undir bændum komið hvort að samn­ing­arnir verði end­ur­skoð­aðir eða ekki. Þeir eiga þess kost að kjósa um nýjan búvöru­­samn­ing eða við­bætur við fyrri samn­inga. Hafni þeir mögu­legum breyt­ingum sem sem gerðar verða við end­­ur­­skoð­un­ina 2019 verður aftur sest niður og leitað frek­­ari samn­inga.

Því er ljóst að Bænda­­sam­tökin geta ein­hliða hafnað öllum þeim breyt­ingum sem lagðar verða til við end­­ur­­skoðun búvöru­­samn­inga árið 2019 ef aðilar þeirra eru þeim mót­­falln­­ir. Hafni þeir öllum end­­ur­­skoð­un­­ar­til­lögum munu samn­ing­­arnir gilda til þeirra tíu ára sem þeir eru gerð­­ir.

Þrír hópar á rúmu ári

Frá haustinu 2016 hafa þrír sam­ráðs­hópar um end­ur­skoðun búvöru­samn­inga verið skip­aðir af þremur mis­mun­andi rík­is­stjórn­um. Það er til merkis um hversu póli­tískt málið er.

Gunnar Bragi Sveins­­­son, frá­­­far­andi ráð­herra mála­­­flokks­ins, lauk upp­­haf­­lega við að skipa í sam­ráðs­hóp­inn 18. nóv­­­em­ber 2016, þremur vikum eftir kosn­­­ingar og mán­uði eftir að skipan hans átti upp­­­haf­­­lega að liggja fyr­ir­. Af þeim tólf full­­­­trúum sem skip­aðir voru í hóp­inn voru átta full­­­­trúar sjá­v­­­­­ar­út­­­­­­­vegs- og land­­­­bún­­­­að­­­­ar­ráðu­­­­neytis eða Bænda­­­­sam­­­­taka Íslands, þeir sömu og gerðu búvöru­­­samn­ing­anna í febr­­­ú­­ar 2016 sem til stendur að end­­­ur­­­skoða. Laun­þeg­­­­ar, atvinn­u­lífið og neyt­endur áttu sam­tals fjóra full­­­­trú­a.

Þor­­gerður Katrín Gunn­­ar­s­dótt­ir, sem tók við sem sjá­v­­­ar­út­­­vegs- og land­­bún­­að­­ar­ráð­herra í jan­úar 2017, end­ur­skip­aði í sam­ráðs­hóp­inn. Full­­trúum var fjölgað úr tólf í þrett­án. Umhverf­is­ráð­herra til­­­nefndir einn full­­trúa og Félag atvinn­u­rek­enda einn, til við­­bótar þeim sem þegar voru skip­aðir sam­­kvæmt til­­­nefn­ingu. Þá var skipan þriggja full­­trúa af fimm sem fyrri ráð­herra skip­aði án til­­­nefn­ingar aft­­ur­köll­uð og nýir full­trúar skip­aðir í stað­inn.

Krist­ján Þór, núver­andi sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, end­ur­skip­aði síðan hóp­inn enn á ný í síð­ustu viku. Nú eru átta manns í honum og tveir for­menn, þau Bryn­hildur Pét­­ur­s­dóttir fram­­kvæmda­­stjóri Neyt­enda­­sam­tak­anna og Har­aldur Bene­dikts­­son, þing­­maður Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins og fyrr­ver­andi for­­maður Bænda­­sam­tak­anna.

Auk þess eru í hópnum Þór­lindur Kjart­ans­­son, skip­aður af land­­bún­­að­­ar­ráð­herra, Haf­­dís Hanna Ægis­dótt­ir, skipuð af umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, Jóhanna Hreins­dóttir skipuð af Sam­­tökum afurða í mjólk­ur­­iðn­­aði, Hall­­dór Árna­­son skip­aður af Sam­­tökum atvinn­u­lífs­ins, Sindri Sig­­ur­­geir­s­­son for­­maður Bænda­­sam­tak­anna og Elín Heiða Vals­dóttir einnig skipuð af Bænda­­sam­tök­un­­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Árfarvegur Esteron árinnar, sem er skammt frá Nice í suðurhluta Frakklands, þornaði upp í hitanum og þurrkinum sem ríkt hefur í landinu á síðustu vikum. Þessi mynd er frá því í lok júlí.
Frakkar glíma við fordæmalausa þurrka
Draga hefur þurft úr orkuframleiðslu í frönskum kjarnorkuverum vegna þess að kælivatn sem fengið er úr ám hefur verið of heitt. Talið er að ástandið muni vara í það minnsta í tvær vikur í viðbót.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Bein og blöð brotin í sögu Grand Theft Auto
Síðustu ár hefur Rockstar Games bætt aðstæður starfsmanna sína talsvert. Næsta leik í umdeildri tölvuleikjaseríu hefur seinkað sökum þess. Sá leikur fær því til viðbótar yfirhalningu, þar má helst nefna kvenkyns aðalpersónu.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar