Ríkisstjórnin tapar stuðningi hraðar en fyrirrennarar hennar

Ríkisstjórnarflokkarnir mælast ekki með meirihluta atkvæða á bak við sig. Þrír flokkar, sem skilgreina sig á hinni frjálslyndu miðju, eru þeir einu sem bæta við sig fylgi frá síðustu kosningum. Þeir hafa bætt við sig þriðjungsfylgi.

Sameiginlegt fylgi ríkisstjórnarflokkanna þriggja mælist nú 47,6 prósent. Vinstri græn, flokkur Katrínar Jakobsdóttur, og Framsóknarflokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar hafa tapað meira af sínu fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn.
Sameiginlegt fylgi ríkisstjórnarflokkanna þriggja mælist nú 47,6 prósent. Vinstri græn, flokkur Katrínar Jakobsdóttur, og Framsóknarflokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar hafa tapað meira af sínu fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn.
Auglýsing

Stuðn­ingur við rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dótt­ur, sem í sitja Vinstri græn, Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn­ar­flokk­ur, hefur fallið um 13,7 pró­sentu­stig frá ára­mót­um. Það er meira fall í stuðn­ingi á fyrstu fjórum mán­uðum rík­is­stjórnar en hjá nokk­urri annarri rík­is­stjórn sem setið hefur frá ald­ar­mót­um. Þetta kemur fram í nýjum þjóð­ar­púlsi Gallup sem birtur var í gær.

Sú sem kemst næst rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur í töp­uðum stuðn­ingi á fyrstu mán­uðum starfsævi sinnar er rík­is­stjórn Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar sem tók við völdum vorið 2013. Hún tap­aði 13,4 pró­sentu­stigum af stuðn­ingi sínum á fyrstu fjórum mán­uð­um. Á meðal fyrstu verk­efna sem sú rík­is­stjórn réðst í var að lækka veiði­gjöld á útgerð­ir.

Stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina mæld­ist 74,1 pró­sent í lok síð­asta árs, þegar rík­is­stjórnin hafði starfað í um mán­uð. Síðan þá hefur hann dalað með hverri könn­un­inni sem gerð hefur verið og mæld­ist 60,4 pró­sent í þeirri sem var birt í gær.

Auglýsing

Rík­is­stjórn Katrínar hefur þurft að takast á við erfið mál eins og eft­ir­köst Lands­rétt­ar­máls­ins og van­traust­s­til­lögu á Sig­ríði Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra. Þá kom upp ágrein­ingur þvert á hefð­bundnar víg­línur stjórnar og stjórn­ar­and­stöðu í síð­ustu viku þegar minni­hluti þing­manna, að mestu úr Sjálf­stæð­is­flokki, Mið­flokki og Flokki fólks­ins, kom í veg fyrir að meiri­hluta­vilji næði fram að ganga í máli sem sner­ist um að lækka kosn­inga­aldur í kom­andi sveita­stjórn­ar­kosn­ingum niður í 16 ár. Það var gert með mál­þófi sem leiddi til þess að lík­ast til verður ekki hægt að afgreiða málið fyrir kom­andi sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar.

Að öðru leyti er fá af helstu áherslu­málum rík­is­stjórn­ar­innar komin fram. Það er þó von á fjár­mála­á­ætlun hennar til næstu fimm ára strax eftir páska og sam­hliða ættu áætl­anir hennar fyrir næstu ár að liggja skýrar fyr­ir.

Rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir ekki lengur með meiri­hluta

Sam­eig­in­legt fylgi rík­is­stjórn­ar­flokk­anna hefur einnig dreg­ist saman frá kosn­ing­unum 27. októ­ber 2017. Þá fengu Vinstri græn, Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn­ar­flokkur sam­tals 52,9 pró­sent atkvæða sem tryggði þeim 35 þing­menn.

Sam­eig­in­legt fylgi rík­is­stjórn­ar­flokk­anna þriggja mælist nú 47,6 pró­sent sem myndi lík­ast til ekki nægja þeim til að ná meiri­hluta á þing­inu þótt það sé ekki úti­lokað í ljósi þess að vægi atkvæða er mis­mun­andi eftir kjör­dæm­um. Aðra könn­un­ina í röð mælist sam­eig­in­legt fylgi stjórn­ar­flokk­anna því undir 50 pró­sent.Bjarni Benediktsson var kátur þegar hann kaus í fyrrahaust. Fylgi flokks hans hefur dalað eilítið síðan þá, þó sá munur sé vart marktækur. Sjálfstæðisflokkurinn er eftir sem áður stærsti flokkur landsins. MYND: Birgir Þór Harðarson

Minnk­andi vin­sældir rík­is­stjórn­ar­innar virð­ast aðal­lega bitna á Vinstri græn­um. Fylgi þeirra mælist nú þremur pró­sentu­stigum minna en flokk­ur­inn fékk upp úr kjör­köss­unum í októ­ber. Þá var fylgið 16,9 pró­sent en mælist nú 13,9 pró­sent.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mælist nú með 24,5 pró­sent fylgi en fékk 25,3 pró­sent í síð­ustu kosn­ing­um. Það var næst versta nið­ur­staða hans í sög­unni, en sú verst var í kosn­ing­unum vorið 2009 þegar 23,7 pró­sent þeirra sem kusu settu x við D.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er líka að glíma við sögu­lega lægð. Nú mælist fylgi við hann 9,2 pró­sent, sem er 1,5 pró­sentu­stigi minna en versta útkoma hans í 101 árs sögu flokks­ins sem átti sér stað í fyrra­haust. Þá kusu 10,7 pró­sent lands­manna Fram­sókn­ar­flokk­inn.

Frjáls­lynda miðjan styrk­ist

Sá stjórn­ar­and­stöðu­flokkur sem er að styrkja sig mest sam­kvæmt könn­unum er Sam­fylk­ing­in. Flokk­ur­inn, sem var við það að falla af þingi í kosn­ing­unum 2016, fékk 12,1 pró­sent atkvæða í fyrra­haust. Fylgi hans mælist nú 16,5 pró­sent og Sam­fylk­ingin mælist þar með næst stærsti flokkur lands­ins. Flokk­ur­inn er þó enn tölu­vert frá því 30 pró­senta fylgi sem hann naut nokkuð stöðugt um ára­bil fyrr á öld­inni.

Annar stjórn­ar­and­stöðu­flokkur sem mælist nú umtals­vert hærri en í síð­ustu kosn­ingum eru Pírat­ar. Fylgi flokks­ins mælist nú 12,5 pró­sent en Píratar fengu 9,2 pró­sent atkvæða í októ­ber.

Samfylking Loga Einarssonar er sá stjórnmálaflokkur sem hefur bætt við sig mestu fylgi síðustu mánuði.Þá hefur fylgi Við­reisnar leitað upp á við frá kosn­ing­un­um, þegar flokk­ur­inn fékk 6,7 pró­sent atkvæða. Nú mælist fylgi hans 8,4 pró­sent. Saman eru þessir þrír stjórn­ar­and­stöðu­flokk­ar, sem allir eru stað­settir á frjáls­lyndri miðju stjórn­mál­anna, því með 37,4 pró­sent sam­eig­in­legt fylgi sam­kvæmt nýj­ast þjóð­ar­púlsi Gallup. Þeir fengu 28 pró­sent atkvæða í kosn­ing­unum í fyrra­haust og hafa því bætt við sig 9,4 pró­sentu­stigum frá þeim tíma.

Njóta ekki minnk­andi vin­sælda stjórn­ar­innar

Hinir tveir stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arn­ir, Mið­flokkur og Flokkur fólks­ins, njóta ekki auk­ins stuðn­ings þrátt fyrir að fylgi rík­is­stjórn­ar­flokk­anna dali. Mið­flokk­ur­inn, sem stofn­aður var utan um Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son eftir að hann yfir­gaf Fram­sókn­ar­flokk­inn skömmu fyrir síð­ustu kosn­ing­ar, vann mik­inn kosn­inga­sigur í fyrra­haust. Alls fékk flokk­ur­inn 10,9 pró­sent atkvæða sem er mesta fylgi sem nýr stjórn­mála­flokkur hefur nokkru sinni fengið í fyrstu þing­kosn­ing­unum sem hann hefur tekið þátt í. Vin­sæld­irnar virð­ast þó fara dvín­andi og fylgi flokks­ins mælist nú 8,7 pró­sent.

Flokkur fólks­ins kom líka á óvart í síð­ustu kosn­ing­um, enda mæld­ist hann ekki með nægj­an­legt fylgi til að koma manni inn á þing dag­anna fyrir þær. Flokk­ur­inn end­aði þó með 6,9 pró­sent atkvæða og náði inn fjórum þing­mönn­um. Nú mælist fylgið 4,9 pró­sent og hefur lækkað um tvö pró­sentu­stig frá því í októ­ber 2017.

Þessi blokk, sem er mun lík­ari í áherslum en hinir stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arn­ir, mælist því sam­an­lagt með 13,6 pró­sent fylgi. Það er 4,2 pró­sentu­stigum minna en flokk­arnir tveir fengu í síð­ustu kosn­ing­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar