Tíu staðreyndir um málefni kjararáðs

Ákvarðanir kjararáðs um að hækka laun æðstu embættismanna langt umfram viðmið í landinu hafa valdið því að stéttarfélög landsins telja forsendur kjarasamninga brostnar. Og við blasir stríðsástand á vinnumarkaði.

Ákvarðanir kjararáðs hafa sett kjarasamninga í uppnám og verkalýðs- og stéttarfélög fara fram á sambærilegar launahækkanir fyrir sína skjólstæðinga og embættismenn hafa fengið.
Ákvarðanir kjararáðs hafa sett kjarasamninga í uppnám og verkalýðs- og stéttarfélög fara fram á sambærilegar launahækkanir fyrir sína skjólstæðinga og embættismenn hafa fengið.
Auglýsing

1. Ákveða laun og starfs­kjör æðstu emb­ætt­is­manna

Kjara­ráð er sjálf­stætt ráð sem er falið það verk­efni að ákveða laun og starfs­kjör æðstu emb­ætt­is­manna rík­is­ins. Kjara­ráð er skipað fimm ráðs­mönnum og fimm til vara. Þrír eru kosnir af Alþingi, Hæsti­réttur skipar einn og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra einn.Kjara­ráðs­menn eru skip­aðir til fjög­urra ára í senn.



2. Skip­aðir af þeim sem þeir úrskurða um

Í kjara­ráði sitja Jónas Þór Guð­munds­son, for­maður kos­inn af Alþingi, Óskar Bergs­son, vara­for­maður kos­inn af Alþingi, Svan­hildur Kaaber, kosin af Alþingi, Jakob R. Möll­er, skip­aður af Hæsta­rétti, og Hulda Árna­dótt­ir, skipuð af fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra.



3. Aðstoð­ar­menn ráð­herra og skrif­stofu­stjórar hækk­aðir

Sum­arið 2016 voru laun skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum hækkuð um allt að 35 pró­­sent. Eftir þá hækkun eru laun aðstoð­­­ar­­­manna, sem miða við þau laun, um 1,2 millj­­­ónir króna á mán­uði. Sú ákvörðun vakti mikla úlfúð í sam­fé­lag­inu.

Auglýsing


4. Laun þing­manna hækkuð um 44,3 pró­sent

Í októ­ber 2016, sama dag og kosið var til Alþing­is, tók kjara­ráð ákvörðun um að hækka laun for­­­­seta Íslands, þing­far­­­­ar­­­­kaup alþing­is­­­­manna og laun ráð­herra. Sam­­­­kvæmt úrskurði kjara­ráðs urðu laun for­­­­seta Íslands 2.985.000 krónur á mán­uði, þing­far­­­­ar­­­­kaup alþing­is­­­­manna 1.101.194 krónur á mán­uði, laun for­­­­sæt­is­ráð­herra að með­­­­­­­töldu þing­far­­­­ar­­­­kaupi varð 2.021.825 krónur á mán­uði og laun ann­­­­arra ráð­herra að með­­­­­­­töldu þing­far­­­­ar­­­­kaupi urðu 1.826.273 krónur á mán­uði. Laun þing­­­­­manna hækk­­­­­uðu hlut­­­­­falls­­­­­lega mest við ákvörðun Kjara­ráðs, eða um 44,3 pró­­­­­sent.



5. Biskup hækk­að­ur 

Í des­em­ber 2017 hækk­aði kjara­ráð svo laun bisk­­­­ups, Agn­­­­esar Sig­­­­urð­­­­ar­dótt­­­­ur, um tugi pró­­­­senta. Í úrskurð­i vegna þessa kom fram að biskup skuli hafa tæp­­­­lega 1,2 millj­­­­ónir í mán­að­­­­ar­­­­laun auk 40 fastra yfir­­­­vinn­u­ein­inga. Ein ein­ing er 9.572 krónur og laun bisk­­­­ups því eftir hækkun alls 1.553.359 krónur á mán­uði. Hækk­­­­unin var aft­­­­ur­­­­virk til 1. jan­úar 2017.



6. Lagt til að kjara­ráð verði lagt niður

Starfs­hópur sem skip­aður var af for­­sæt­is­ráð­herra til að fjalla um mál­efni kjara­ráðs í lok jan­úar á þessu ári var sam­­mála um að kjara­ráð hafi í ákvörð­unum sínum um kjör æðstu stjórn­­enda rík­­is­ins farið langt umfram við­mið ramma­­sam­komu­lags aðila vinn­u­­mark­að­­ar­ins og stjórn­­­valda frá árinu 2015, ákvarð­­anir þess verið óskýr­­ar, ógagn­­sæjar og ekki sam­ræmst fyr­ir­­mælum í lögum um störf ráðs­ins. Lagði starfs­hóp­­ur­inn til að kjara­ráð yrði lagt niður og útaf­keyrsla þess yrði leið­rétt.



7. Ekki sátt um leið­rétt­ingu á útaf­keyrslu

Ekki náð­ist hins vegar sátt í hópnum um með hvaða hætti útaf­keyrslan yrði leið­rétt. Alþýðu­sam­band Íslands (ASÍ) vildi að það yrði gert strax, með lækkun launa. Meiri­hluti starfs­hóps­ins vildi hins vegar ekki fram­­kalla lækk­­un­ina strax heldur „frysta“ laun þeirra þar til þau nái við­miðum ramma­­sam­komu­lags­. 

ASÍ taldi að með því að frysta haldi þessi hópur ekki ein­asta „of­greiddum laun­um“ heldur fái áfram­hald­andi ofgreiðslur þar til fryst­ing­unni lýk­­ur. Þegar upp væri staðið myndi útaf­keyrsla kjara­ráðs kosta rík­­is­­sjóð um 1,3 millj­­arða. Verka­lýðs- og stétt­ar­fé­lög hafa mörg hver vísað í ákvarð­anir kjara­ráðs um laun æðstu emb­ætt­is­manna sem meg­in­á­stæðu þess að þau telji for­sendur kjara­samn­inga brostn­ar.



8. Póli­tísk ákvörðun um laga­breyt­ingu

Lögum um kjara­ráð var breytt undir lok árs 2016 og tóku þær breyt­ingar gildi um mitt síð­­asta ár. Um var að ræða frum­varp sem for­­menn sex flokka á Alþingi stóðu að. Eini flokk­­ur­inn sem þá átti sæti á þingi og var ekki með á frum­varp­inu voru Pírat­­ar. Þing­­menn flokks­ins greiddu hins vegar atkvæði með lög­­unum þegar þau voru sam­­þykkt í atkvæða­greiðslu 22. des­em­ber 2016.



9. Launa­á­kvörð­un­ar­vald fært til opin­berra stjórna

Til­­­gangur frum­varps­ins var að fækka veru­­lega þeim sem kjara­ráð ákveður laun og önnur starfs­­kjör og færa ákvarð­­anir um slíkt ann­að. Á meðal þeirra sem flutt­ust þá undan kjara­ráði voru fjöl­margir for­­stjórar fyr­ir­tækja í opin­berri eigu. Þau áttu því að vinda ofan af breyt­ingum á lögum um kjara­ráð sem tóku gildi sum­­­­­arið 2009 og gerðu það að verkum að rík­­­is­­­for­­­stjórar máttu ekki vera með hærri grunn­­­laun en for­­­sæt­is­ráð­herra.



Með þess­ari breyt­ingu færð­ist launa­á­kvörð­un­­ar­­vald frá kjara­ráð­i til stjórna opin­beru fyr­ir­tækj­anna, tóku gildi í byrjun júlí 2017. Stjórnir flesta stærstu fyr­ir­tækj­anna í rík­­i­s­eigu huns­uðu til­­­mæli frá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu um að stilla launa­hækk­unum í hóf og hækk­­uðu laun for­­stjóra sinna langt umfram almenna launa­­þró­un.



10. Bað sjálf um hækkun og fékk

Kjarn­inn greindi frá því í byrjun mars að kjara­ráð hafi ekki ein­ungis hækkað laun þeirra sem það úrskurðar um, heldur hafi ráðið einnig sóst eft­ir, með bréfi sem var sent í sept­em­ber 2017, að hækka eigin laun með vísun í hækkun á launa­vísi­tölu Hag­stofu Íslands, sem hafði hafði m.a. hækkað vegna ákvarð­ana kjara­ráðs. Sex dögum eftir að sitj­andi rík­is­stjórn tók við völdum var fall­ist á til­lög­una um launa­hækkun kjara­ráðs og að hún myndi gilda frá 1. ágúst 2017.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar