Fílaeigendur í fýlu

Fyrir nokkrum dögum náðu dönsku stjórnarflokkarnir ásamt Sósíaldemókrötum og Danska þjóðarflokknum samkomulagi um að fílar, sæljón og sebrahestar verði bönnuð í dönskum fjölleikahúsum. Fjórir fílar sem tvö fjölleikahús eiga fá þó tímabundið „starfsleyfi“.

Fílar í sirkús Mynd: Wiki Commons
Auglýsing

Upp­haf sirku­s­anna er rakið til þess að árið 1768 aug­lýsti breski reið­skóla­kenn­ar­inn Philip Astley sýn­ingu sem hann kall­aði „Kúnstir á hest­baki“. Philip Astley var fyrr­ver­andi her­maður og þekkti vel til hesta. Sýn­ing­arnar fóru fram í suð­ur­hluta Lund­úna. Astley hafði reiknað út að heppi­leg­ast væri að hafa svæðið hring­laga, um það bil þrettán metra í þver­mál. 

Þegar hest­arnir væru látnir hlaupa í hring nýtt­ist mið­flótta­aflið knap­anum best til að sýna „kúnst­irn­ar“. Astley kall­aði sýn­ing­ar­svæðið Amp­hitheatre en Charles Hug­hes, keppi­nautur hans í sýn­ing­ar­hald­inu, nefndi sitt svæði, sem hann opn­aði 1782, Royal Circus, með til­vísun í hinn forna leik­vang í Róm, Circus Max­imus (Circo Massimo). 

Orðið circus (á dönsku cirkus, sirkus eða fjöl­leika­hús á íslensku) fest­ist fljótt í sessi. Sýn­ingar Astley og síðar Hug­hes og ann­arra urðu mjög vin­sælar og ein­skorð­uð­ust ekki við „kúnstir á hest­baki“. Hund­ar, fugl­ar, fíl­ar, sæljón, ljón og tígris­dýr, áður­nefndir hestar og fleiri dýra­teg­undir (ekki þó kettir sem láta lítt að stjórn) hafa lengstum þótt ómissandi hluti sýn­ing­anna ásamt fim­leika­fólki, töfra­mönnum og trúð­um.

Auglýsing

Fyrstu sirkus­sýn­ingar í Dan­mörku

Ekki eru til nákvæmar upp­lýs­ingar um fyrstu sirkus­sýn­ingar í Dan­mörku en vitað er að árið 1799 kom þangað breskur sirkus­flokkur og sýndi listir sín­ar. Tívolíið í Kaup­manna­höfn var opnað árið 1843 og tólf árum síðar var reist þar „sirku­stjald“. Nokkru fyrr hófust sirkus­sýn­ingar á Dyrehavs­bakken (Bakk­en) sem er elsti skemmti­garður í heimi, opn­aður 1583. Danir hafa lengstum verið miklir áhuga­menn um sirkus og Sirkus­bygg­ingin í Kaup­manna­höfn er sögð sú elsta í heimi, byggð 1886 en síðar end­ur­byggð eftir bruna. Bygg­ingin er frið­uð, var lengst af ein­göngu notuð til sirkus­sýn­inga en er í dag notuð til margs konar sýn­inga- og skemmt­ana­halds.

Dyrehavsbakken sirka árið 1825.

Sirkusum fækkar

Á nítj­ándu öld og langt fram eftir þeirri tutt­ug­ustu nutu sirkusar mik­illa vin­sælda víða um heim. Sirkus­flokka, sem ferð­uð­ust um, var beðið með spenn­ingi enda úrval afþrey­ing­ar­efnis minna en síðar varð. Á allra síð­ustu ára­tugum hefur sirkus­flokkum í flestum löndum fækk­að, nokkrir af elstu og þekkt­ustu sirkusum í Dan­mörku hafa lagt upp laupana, Cirkus Benn­eweis þeirra þekkt­ast­ur. 

Ástæður þess að sirkusum hefur fækkað eru fyrst og fremst þær að allur til­kostn­aður hefur auk­ist mjög en aðsóknin á sama tíma dal­að. Aðdrátt­ar­aflið er ekki það sama og áður var. Í dag eru sex sirkusar í Dan­mörku, þeir eiga það sam­eig­in­legt að starfa ein­ungis á sumrin og ferð­ast þá um landið þvert og endi­langt. Cirkus Arena er langstærst­ur, hefur sæti fyrir 1750 áhorf­endur í tjald­inu.

Breytt við­horf gagn­vart dýr­unum

Ára­tugum saman voru dýrin eitt helsta aðdrátt­ar­afl sirku­s­anna. Að sjá tígris­dýr stökkva gegnum log­andi hring, sæljónin dansa með stóran bolta á trýn­inu, fíl­ana leika þung­lama­legar listir sínar og hundana með sínar hunda­kúnst­ir. Allt þetta og margt fleira var það sem mörg­um, einkum yngri kyn­slóð­inni þótti mest spenn­andi við sirkus­heim­sókn­ina. Lengi vel veltu fáir fyrir sér hlut­skipti dýr­anna sem máttu búa við ófrelsi og oft á tíðum lakar aðstæð­ur, allt þeirra líf langt frá því sem eðli­legt gæti talist. 

Um og upp úr miðri síð­ustu öld óx dýra­vernd­ar­sam­tökum víða um heim fiskur um hrygg og þau beindu sjónum sínum meðal ann­ars að sirkus­um. Árið 1962 tóku gildi breyt­ingar á dönskum dýra­vernd­ar­lög­um, með þeim var lagt bann við að rán­dýr og flest villt dýr skyldu bönnuð í sirkus­um. Fílar voru und­an­skildir og sömu­leiðis sæljón og sebra­hest­ar. Þetta hafði í för með sér miklar breyt­ingar á starf­semi sirku­s­anna sem nú lögðu æ meiri áherslu á skemmti­at­riði þar sem dýr komu ekki við sögu.

Sebrahestar í sirkús Mynd: Wiki Commons

Hús­dýr áfram leyfð og fjórir fílar á und­an­þágu

Sam­kvæmt sam­komu­lagi danskra þing­manna, og minnst var á í upp­hafi þessa pistils verða dýr, önnur en hús­dýr nú bönnuð í sirkusum í Dan­mörku. Þetta kom sirkus­höld­urum ekki bein­línis á óvart, hafði legið í loft­inu. Tveir danskir sirkusar eru með fíla sem taka þátt í sýn­ing­un­um, þeir fá ótíma­bundna und­an­þágu til ,,starfa“. Cirkus Arena er með þrjá fíla, allt kýr. Þær heita Djungla, Jenny og Lara og eru í kringum þrí­tugt en fílar geta náð að minnsta kosti 70 ára aldri. Fjórði sirkus­fíll­inn í Dan­mörku er í eigu Cirkuz Tra­pez. Það er líka kýr, hún er 35 ára gömul og heitir Ram­boline, skírð eftir kvik­mynda­per­són­unni Rambo sem, eins og margir vita, var leik­inn af Sylv­ester Stallone. Þótt þessar fjórar fíla­frúr eigi, ef allt verður með felldu, enn langt líf fyrir höndum er ekki þar með sagt að þær verði áfram um ára­tuga­skeið í „sirkus­brans­an­um“.

Tals­maður Cirkus Arena sagði í blaða­við­tali að þær Djungla, Jenny og Lara ættu ekki mörg ár eftir í sirku­snum „kannski fimm til sex“. Þær hafa yfir vetr­ar­mán­uð­ina verið leigðar til sirkuss á Ítalíu og eru því „í vinnu“ allt árið. Þegar Cirkus Arena fékk und­an­þág­una til að hafa fíl­ana áfram fylgdu því skil­yrði um betri umhirðu og aðbúnað og tals­maður sirkuss­ins sagði blaða­mönnum að þeir Arena menn væru fúlir yfir þess­ari aðfinnslu, fíl­arnir hefðu það gott „fyrir hönd fíl­anna erum við í fýlu“. 

Ram­boline hjá Cirkus Tra­pez er hins­vegar í fríi allan vet­ur­inn, þá dvelur hún á bænda­býli við Sommer­sted á Jót­landi þar sem hún unir sér vel og eig­endur sirkuss­ins sjá um að hún stundi nauð­syn­lega lík­ams­rækt, haldi sér í formi. Ram­boline sjálf hefur tak­mark­aðan áhuga á rækt­inni en veit að alltaf leggst líkn með þraut, eftir rækt­ina fær hún nefni­lega stórt ban­anaknippi. Hún hefur verið í sirkus í þrjá ára­tugi. Eig­and­inn, Bern­hard Kaselow­sky segir að þegar dag­inn fari að lengja á vorin og fugla­söng­ur­inn eykst viti Ram­boline að nú fari „ver­tíð­in“ að byrj­a. 

Að þessu sinni verður fyrsta sýn­ing Cirkus Tra­pez 12. apr­íl.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar