Karl Marx og kratakrísan

Þýskir kratar hafa glímt við margháttuð vandræði í vetur. Þótt formannsskipti hafi átt sér stað blása enn naprir vindar um flokkinn.

Martin Schulz má með réttu kalla sveiflukóng.
Martin Schulz má með réttu kalla sveiflukóng.
Auglýsing

Karl Marx átti merk­is­af­mæli um síð­ustu helgi. Hann hefði orðið 200 ára, hefði hann lif­að. Þjóð­verjar hafa afskap­lega gaman af að fagna afmælum og þeir hafa haldið upp á afmæli gamla fræði­manns­ins sem þeir hröktu í útlegð hálf­þrí­tugan af því skrif hans fóru fyrir brjóstið á Prússa­keis­ara. Í fæð­ing­arbæ hans, vín­bænum Trier við ána Mósel rétt við landa­mæri Lúx­em­borg­ar, var afmæl­inu sér­stak­lega fagnað enda full­trúi kín­verskra stjórn­valda mættur til að afhenda bæj­ar­búum styttu af þessum fræg­asta syni bæj­ar­ins. Engin smá­smíði sú stytta, hálfur sjötti metri á hæð.

Það er við hæfi því Karl Marx var stór­menni og arfur hans mik­ill og marg­breyti­leg­ur. Hvar sem menn standa í póli­tík við­ur­kenna flestir að hann sá í gegnum kap­ít­al­ismann af skarp­skyggni sem fáum er gef­in. Ágrein­ing­ur­inn liggur helst í því hversu miklu af vonsku komm­ún­ism­ans menn vilja rekja til hans per­sónu­lega.

Hluti þessa arfs er til­vist SPD, flokks þýskra jafn­að­ar­manna sem nú deilir stjórn­ar­taumunum hér í Berlín með kristi­legum demókröt­um. SPD rekur sögu sína aftur til árs­ins 1863 þegar Marx var í útlegð og gat þess vegna ekki verið með. En hann var með í and­anum og skrif­að­ist á við flokk­inn frá Lund­ún­um. Þegar hann lést var Bis­marck búinn að banna flokk­inn, rétt eins og Hitler gerði síð­ar.

Auglýsing

Ég veit hins vegar ekki nema Marx snúi sér reglu­lega í gröf sinni yfir flokknum eins og staða hans er núna.

For­ystu­afl á brauð­fótum

Sozi­alde­mochrat­ische Partei Deutschlands eins og flokk­ur­inn heitir fullu nafni á þýsku er elsti flokkur lands­ins og hefur lengst af þeirri sögu verið stærstur eða næst­stærstur flokka hér í landi. Allt frá því goð­sögnin Willy Brandt varð kansl­ari árið 1969 hefur flokk­ur­inn skipst á við kristi­lega demókrata um að skipa í það emb­ætti. Fylgi hans hefur lengst af verið á bil­inu 30-40%. Hann hefur löngum verið for­ystu­afl jafn­að­ar­manna á Evr­ópu- og heims­vísu og notið virð­ingar sem slík­ur.

En nú er öldin önn­ur. Í kosn­ing­unum síð­asta haust var fylgið dottið niður í 20,5% og í skoð­ana­könn­unum að und­an­förnu hefur það mælst á bil­inu 17-19%. Þessi þrauta­ganga hefur staðið um nokk­urra ára bil en fyrir réttu ári virt­ist henni vera lok­ið. Snemma árs í fyrra kusu jafn­að­ar­menn sér nýjan leið­toga, Martin Schulz. Hann var kos­inn með öllum greiddum atkvæðum á flokks­stjórn­ar­fundi og hafði varla tyllt sér í for­manns­stól­inn þegar fylgið fór að aukast í könn­un­um.

Karl Marx.Það má með réttu kalla Schulz sveiflu­kóng, þó ekki í alveg sama skiln­ingi og Geir­mund Val­týs­son. Kúr­van í skoð­ana­könn­unum stefndi í að fara upp fyrir fylgi Kristi­legra demókrata þegar leið á vor­ið. En þá hófst nið­ur­sveiflan og í kosn­ing­unum í lok sept­em­ber fékk flokk­ur­inn aðeins um fimmt­ung atkvæða sem er léleg­asta útkoma hans í sög­unni. Schulz fór þá í fýlu og lýsti því yfir með afdrátt­ar­lausum hætti að hann ætl­aði aldrei framar að taka þátt í stjórn­ar­myndun með Ang­elu Merkel, hvað þá að þiggja af henni ráð­herra­emb­ætti.

Eftir að Frank-Walter Stein­meier for­seti Þýska­lands og flokks­bróðir Schulz þrýsti á hann lét hann sig þó hafa það að ganga til við­ræðna við Merkel um stjórn­ar­myndun og náðu þau saman um nýja stór­sam­ein­ingu, GroKo. Og það sem meira var, Schulz ætl­aði ekki að láta sér nægja að vera vara­skeifa kanslar­ans eins og hans hlut­verk hefur verið heldur taka að sér emb­ætti utan­rík­is­ráð­herra. Svo ákveð­inn var hann í þessu að hann lét emb­ætti flokks­for­manns af hendi og til­nefndi Andreu Nahles sem arf­taka sinn. Við þetta hélt hann í tvo sól­ar­hringa, þá var reiði flokks­manna hans orðin svo mikil að hann varð að gefa eftir utan­rík­is­ráðu­neyt­ið. Honum hafði láðst að ræða þetta við starf­andi utan­rík­is­ráð­herra, Sig­mar Gabriel, hvað þá aðra flokks­fé­laga. Nú er hann því bara óbreyttur þing­maður með engin völd og þverr­andi áhrif. Þó eru uppi raddir um að hann gæti verið á leið aftur á Evr­ópu­þingið sem kosið verður til á næsta ári en þar á hann reyndar for­tíð sem þing­for­seti.

Þrot­inn að kröftum og vina­laus

Þessi svana­söngur Schulz sem for­maður SPD vakti furðu margra utan flokks sem innan og um hann var skrifuð bók sem kom út um miðjan mars. Sá sem rit­aði er blaða­maður á Der Spi­egel, Markus Feld­enkirchen, sem fylgdi Schulz eins og skugg­inn allt til enda. Hann lýsir því hvernig Schulz var kjör­inn for­maður undir því víg­orði að brúa bilið sem hafði mynd­ast milli for­yst­unnar og hins almenna flokks­fé­laga og hvernig hann end­aði með því í raun að taka sér alræð­is­vald, hann vildi bæði ráða og reka, hvað svo sem sam­þykktir og hefðir flokks­ins sögðu til um.

Feld­enkirchen lýsir síð­asta ferða­lag­inu sem Schulz fór sem for­mað­ur, í flug­vél frá Köln til Berlínar dag­inn áður en hann sagði af sér sem for­mað­ur. Hann var útkeyrður þrátt fyrir að hafa tekið sér frí í tvo daga til að fara á karni­val í heimabæ sín­um, Aachen. – Guð hvað ég er þreytt­ur. Ég efast um að ég nái því að hressast, ég þarf örugg­lega hálft ár til þess að ná upp kraft­inum aft­ur, sagði hann. For­mannsárið hefði byrjað vel en svo fór allt á verri veg og það end­aði með vinslitum við Sig­mar Gabriel en þeir höfðu lengi verið nánir félag­ar. Schulz líkti þessum síð­ustu mán­uðum við það sem ger­ist í sjón­varps­þátt­unum House of Cards þar sem fjallað er um grimmd og nið­ur­læg­ingu sem helsta ein­kenni stjórn­mál­anna.

Hver er sér­staða SPD?

Þótt Schulz hafi hörfað ofan af toppnum blása enn naprir vindar um flokk­inn ef marka má fréttir fjöl­miðla. Í helg­ar­út­gáfu Berlín­ar­blaðs­ins Tagesspi­egel má lesa for­síðu­frétt um að enn séu átök um menn og sér í lagi mál­efni í SPD. Þar er tek­ist á um ýmis mál en þó einkum þau sem ráð­herrar flokks­ins bera ábyrgð á og þeir eru sjálfir virkir í deil­un­um.

Sem dæmi má nefna að stefna nýs utan­rík­is­ráð­herra SPD, Heiko Maas, gagn­vart Rússum er harð­ari en sú sem for­veri hans, áður­nefndur Sig­mar, fylgdi. Gegn þessu stefna margir flokks­menn Ost­politik Willy Brandts sem vildi vera í senn fylg­inn sér og sveigj­an­legur í við­ræðum við Rússa. Þá gerð­ist það í vik­unni að Olaf Scholz fjár­mála­ráð­herra flokks­ins – sá fyrsti sem SPD hefur fengið – lagði fram fyrsta fjár­laga­frum­varp sitt í vik­unni og þar fannst mörgum vanta tals­vert upp á fjár­fest­ing­ar- eða eyðslu­gleð­ina. Rót­tæk­linga­blaðið Taz kall­aði frum­varpið Rautt núll sem er til­vísun í svart núll kristi­legra demókrata sem hafa þá meg­in­stefnu að auka aldrei skuldir rík­is­ins.

Þessar deilur má eflaust skoða í ljósi þess að stór hluti flokks­manna er á því að flokk­ur­inn hefði helst ekki átt að taka sæti í fleiri Merkel­stjórn­um, þær hafi dregið úr honum tenn­urnar og nú þurfi jafn­að­ar­menn að skerpa lín­urn­ar, draga fram þá rót­tækni sem liggur í rót­unum og sög­unni.

Meðan allt þetta gekk á kaus flokk­ur­inn sér nýjan for­mann í apr­íl. Í fyrsta sinn í rúm­lega hálfrar ann­arrar aldar langri sögu SPD treysta flokks­menn konu til þess að gegna for­ystu jafn­að­ar­manna. En hvernig skyldi Andreu Nahles ganga að skerpa flokkslín­urnar með fram því að halda vin­skap­inn við Ang­elu Merkel? Í það verður spáð í næsta pistli sem birt­ist á sunnu­dag.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar