Að sætta sig við framtíðina

Að sætta sig við framtíðina er hlutskipti nýs formanns þýskra jafnaðarmanna, Andreu Nahles, fyrstu konunnar í því embætti.

Andrea Nahles flytur ræðu 1. maí síðastliðinn.
Andrea Nahles flytur ræðu 1. maí síðastliðinn.
Auglýsing

Nýr for­maður í flokki þýskra jafn­að­ar­manna heitir Andrea Nahles og er múr­ara­dóttir frá 500 manna þorpi skammt frá Nürn­berg. Hún verður 49 ára í næsta mán­uði og hefur verið virk í póli­tík frá ung­lings­ár­un­um. Hún lærði þýsku og bók­menntir í skóla og sagan segir að hún hafi verið byrjuð á dokt­ors­rit­gerð þegar flokk­ur­inn kall­aði hana til verka. Nú er hún komin á topp­inn og við blasir heldur næð­ings­samur tími. Hún þarf að stjórna land­inu í félagi við Ang­elu Merkel kansl­ara, en það sem gæti þó reynst snún­ara: hún þarf að koma á sáttum innan eigin flokks og hífa hann upp úr þeim öldu­dal sem hann hefur verið að síga ofan í á und­an­förnum miss­er­um.

­Þjóð­verjar hafa velt því fyrir sér hvernig þessum tveimur konum muni ganga að vinna sam­an, en þetta er í fyrsta sinn sem sú staða er uppi í þýskum stjórn­málum að tveimur stærstu flokkum lands­ins sé stjórnað af kon­um. Þrátt fyrir að þær séu á margan hátt ólíkar í háttum og afstöðu til mála eru menn frekar bjart­sýnir á að sam­starf þeirra gangi vel. Þær eru alls ekki ókunn­ugar því Andrea Nahles var ráð­herra atvinnu- og félags­mála í rík­is­stjórn­inni sem fór frá síð­asta haust.

Í nýlegri grein í Der Spi­egel eru þær bornar saman og nið­ur­staðan er sú að þær séu ólík­ar. Nahles er ástríðupóli­tíkus sem á það til að missa sig í ræðu­stól og tekur stundum ákvarð­anir sem gustar af á meðan Merkel er það sem blaðið kallar á ensku „control freak“. Merkel átti oft erfitt með að þola for­vera Nahles á for­manns­stóli, Sig­mar Gabriel, þegar hún frétti ekki af ákvörð­unum hans fyrr en þær birt­ust í fjöl­miðl­um. Nahles gætti þess hins vegar vel meðan hún var ráð­herra að sinna til­kynn­ing­ar­skyld­unni og láta Merkel alltaf vita ef eitt­hvað var í bígerð í ráðu­neyt­inu.

Auglýsing

[adpsot]Annað sem skilur þær að er að Merkel er dóttir prests í lút­erskri kirkju en Nahles ólst upp í kaþ­ólskri trú, hún var kór­stúlka og sækir enn messur í heima­kirkju sinni. Þetta skiptir kannski ekki miklu máli svona í dag­legri póli­tík, en merki­legt nokk er til saga af því að þessi trú­ar­legi mis­munur hafi fært þær nær hvor annarri. Þannig var að stuttu eftir að núver­andi páfi tók við emb­ætti boð­aði hann komu sína til að heim­sækja for­vera sinn í emb­ætti, en sá var þýsk­ur. Merkel fékk boð um að mæta við athöfn sem páf­inn hugð­ist halda, en henni fannst ekki við­eig­andi að hún færi þang­að, lút­ersk mann­eskjan. Þá leit­aði hún til Nahles sem var nýorð­inn ráð­herra og spurði hvort hún vildi ekki mæta í hennar stað, hvað hún þáði með þökk­um.

Stjórn eða ekki stjórn, þar er vaf­inn

Andrea Nahles hefur gegnt ýmsum störfum í flokknum og var for­maður þing­flokks­ins þegar for­mennskan komst á dag­skrá. Hún er semsé eng­inn nýgræð­ingur í póli­tík og á sér for­tíð í vinstri­armi SPD, þótt hún hafi raunar sagt skilið við hann. Það segir sína sögu um hana. Í ráð­herra­tíð sinni inn­leiddi hún í fyrsta sinn lög­skipuð lág­marks­laun í Þýska­landi. Í aðdrag­anda þess varð hins vegar ágrein­ingur um hvernig að því skyldi staðið og hversu há þau ættu að vera. Nahles stóð með þeirri mála­miðlun sem náðst hafði í rík­is­stjórn­inni og sagði sig úr sam­tökum vinstri­s­inn­aðra jafn­að­ar­manna. Hér í landi þykir það afar eðli­legt að fólk skipi sér í fylk­ingar innan stjórn­mála­flokka og haldi sínu fram, hvað sem stjórn­ar­sátt­mál­inn seg­ir.Þýski jafnaðarmannaflokkurinn hefur höfuðstöðvar í þessu straujárni í Berlín.

Nú er Nahles komin í þá stöðu að þurfa að stilla saman strengi flokks­manna sinna og það gæti reynst þrautin þyngri. Byrj­unin lofar ekk­ert sér­lega góðu. Þátt­taka flokks­ins í rík­is­stjórn var sam­þykkt naum­lega í alls­herj­ar­at­kvæða­greiðslu og í for­manns­kjör­inu hlaut Nahles tvo þriðju hluta atkvæða í flokks­stjórn­inni. Þriðj­ungur for­ystu­manna flokks­ins kaus að sitja hjá eða greiða ungri og lítt þekktri konu frá Flens­borg atkvæði. Þetta er enn vand­ræða­legra í ljósi þess að Martin Schulz fékk öll atkvæðin þegar hann tók við for­mennsk­unni í fyrra. Þrátt fyrir for­tíð sína í ung­liða­hreyf­ingu og vinstri­armi flokks­ins mátti hún horfa upp á ung­liða­for­yst­una og marga vinstri­menn beita sér af full­kominni hörku gegn end­ur­nýjun rík­is­stjórnar undir for­ystu Merkel.

Þar er komið að kjarna ágrein­ings­ins innan flokks­ins. Mörgum flokks­mönnum þykir stjórn­ar­sam­starfið við kristi­lega hafa togað flokk­inn lengra inn á miðj­una en góðu hófi gegn­ir. Þeir vildu að flokk­ur­inn hvíldi sig í stjórn­ar­and­stöðu og not­aði næstu ár til að skerpa á sér­stöðu sinni í þýskum stjórn­mál­um. Þessi ágrein­ingur nær upp í for­yst­una, en þing­menn og jafn­vel ráð­herrar virð­ast oft leggja sig í líma við að skapa ágrein­ing um stefnu stjórn­ar­inn­ar. Raunar eru jafn­að­ar­menn ekki einir um það því kristi­leg­ir, einkum þeir sem koma frá Bæj­ara­landi og telj­ast til CSU, hafa verið dug­legir að toga í hina átt­ina, færa stjórn­ina til hægri, helst yfir í faðm hægri popúlista.

Andrea Nahles hefur farið rólega af stað í for­manns­emb­ætt­inu og virð­ist ætla að beita svip­aðri aðferð og Merkel er þekkt fyr­ir: Komi upp ágrein­ingur er best að bíða með ákvarð­anir í lengstu lög, það leiðir oftar en ekki til þess að vanda­málin leysi sig sjálf eða þá að and­stæð­ing­arnir missi þol­in­mæð­ina og geri ein­hverja vit­leysu. Þær eru raunar í ansi ólíkri stöðu því allir vita að þetta verður síð­asta kjör­tíma­bil Ang­elu Merkel. Hún er raunar byrjuð að hrókera í bak­land­inu og aldrei þessu vant hefur hún safnað í kringum sig yngri konum sem eiga að taka upp merki henn­ar. Hún hefur ekki verið þekkt fyrir það hingað til að hlaða sér­stak­lega undir konur í flokki sín­um.

Til­vist­ar­vandi verka­lýðs­flokka

Að baki þessum heima­gerðu vanda­málum lúra svo hinar stærri ógn­anir sem allir jafn­að­ar­manna­flokkar í Evr­ópu og víðar glíma við. Ver­öldin er að breyt­ast mjög ört um þessar mund­ir, hinar klass­ísku stéttir að riðl­ast og gömul banda­lög að leys­ast upp. Hluti af þessum ógn­unum felst í tækni­þró­un­inni. Menn sjá fram á að tölvu­tækni og sjálf­virkni muni fækka þeim veru­lega sem sinna hefð­bund­inni launa­vinnu og fram­leiðslu. Þjón­ustan verður hlut­verk æ fleiri í sam­fé­lag­inu sem blasir við. Við það lenda stétt­ar­fé­lög í stand­andi vand­ræðum og þar með einn helsti burða­rás jafn­að­ar­manna­flokk­anna.Goðsögnin Willy Brandt er mjög sýnilegur í flokkshöllinni.

Ég leit inn í flokks­höll SPD hér í Berlín en hún ber nafn hins goðum­líka leið­toga Willy Brandts. Þar var svo sem ekki mikið að ger­ast því þennan dag var hald­inn flokks­stjórn­ar­fundur í Wies­baden til að kjósa Andreu Nahles. En það sem vakti athygli mína í þess­ari heim­sókn var ljós­mynda­sýn­ing sem þar var í gangi. Þar héngu á veggjum ljós­myndir sem lang­flestar voru teknar á sjötta og sjö­unda ára­tugnum og sýndu verka­menn í átökum vegna atvinnu­leysis og bágra kjara í námum og iðn­fyr­ir­tækjum Ruhr-hér­aðs­ins. Þar var að hefj­ast þróun sem nú sér fyrir end­ann á: Kola- og járn­námurnar sem á sínum tíma lögðu grunn­inn að hinu þýska iðn­veldi voru að tæm­ast og eig­endur þeirra beittu ýmsum fanta­brögðum til þess að lengja líf­tíma þeirra. Nú eru þessar námur að heita má allar aflagð­ar, kol eru ekki vin­sæl fram­leiðslu­vara á tímum vind­myll­unnar og hefð­bundin iðn­fram­leiðsla hefur að stórum hluta flust til fátæk­ari ríkja þar sem umhverf­is­vernd er slak­ari en hér í Þýska­landi.

Mér fannst þessi for­tíð­ar­þrá sem birt­ist í mynd­unum á sýn­ing­unni í Húsi Willy Brandts nokkuð sterk áminn­ing um það að heim­ur­inn hefur breyst frá vel­meg­un­ar­árum jafn­að­ar­manna­flokk­anna. Spurn­ingin er sú hvort flokk­unum lán­ast að laga stefnu sína og starfs­hætti að hinni staf­rænu nútíð og fram­tíð sem óum­flýj­an­lega verður hlut­skipti þeirra að bregð­ast við á næstu árum – sé það ekki þegar orðið of seint.Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samherji kennir Jóhannesi um allt – Segjast ekkert hafa að fela
Þorsteinn Már Baldvinsson segir það mikil vonbrigði að fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins hafi „hugsanlega flækt Samherja í viðskipti sem kunni að vera ólögmæt.“
Kjarninn 12. nóvember 2019
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji hefur hagnast um 112 milljarða á átta árum
Samherji hefur hagnast gríðarlega á síðustu árum. Eigið fé samstæðunnar var 111 milljarðar króna um síðustu áramót. Fjárfestingar Samherja eru mun víðar en bara í sjávarútvegi.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Jóhannes Stefánsson uppljóstrari.
Jóhannes búinn að ræða við héraðssaksóknara
Embætti héraðssaksóknara mun taka efni Kveiks-þáttar kvöldsins, um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu, til skoðunar. Allt að fimm ára fangelsi liggur við því að múta fulltrúum erlends ríkis.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Röddin aftan úr myrkviðum fortíðarinnar
Leslistinn 12. nóvember 2019
Wikileaks birtir 30 þúsund skjöl um Samherja
Stundin, Al Jazeera, Wikileaks og Kveikur RÚV hafa í samstarfi unnið að umfjöllun um mútugreiðslur Samherja í Afríku.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Samherji fjallaði sérstaklega um spill­ingu og mútur í árs­reikn­ingi
Í nýjasta ársreikningi Samherja segir að fyrirtækið ætli að setja sér skrifleg viðmið um sið­ferði, spill­ingu, mann­rétt­indi og mútur á árinu 2019. Nú er Samherji ásakaður um spillingu og mútur í Namibíu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru helstu stjórnendur og eigendur Samherja.
Samherji sagður hafa mútað ráðherrum til að komast yfir kvóta í Afríku
Í Kveiki í kvöld sagðist fyrrverandi yfirmaður hjá Samherja í Namibíu hafa tekið þátt í að greiða mútur til háttsettra ráðamanna í landinu til að tryggja Samherja kvóta. Það hafi verið gert með aðkomu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Vilhjálmur Egilsson formaður hæfnisnefndar
Tíu umsækjendur eru um stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar