Afdrifaríkur dómur

Þrettán sinnum, á þrettán mánuðum, hefur danska lögreglan komið í heimsókn í útlendingafangelsið í Ellebæk og spurt hvort íraskur fangi sé tilbúinn að fara aftur til Írak.

Politi
Auglýsing

Þrettán sinn­um, á  þrettán mán­uð­um, hefur danska lög­reglan komið í heim­sókn í útlend­inga­fang­elsið í Ellebæk á Norður – Sjá­landi. Erindið hefur í öll skiptin verið hið sama: að spyrja hæl­is­leit­anda, íraskan Kúr­da, hvort hann væri ekki til­bú­inn til að fara aftur heim til Íraks. Svar manns­ins hefur ætíð verið hið sama: nei.

Mað­ur­inn, sem ekki má nafn­greina, flýði frá Írak og komst til Dan­merk­ur, við kom­una þangað sótti hann um hæli. Meðan mál hans var til afgreiðslu hjá yfir­völdum bjó hann í sér­stökum flótta­manna­búð­um, Sand­holm­búð­unum á Norður – Sjá­landi. Nokkrum mán­uðum eftir kom­una til Dan­merkur var umsókn manns­ins um hæli synj­að. Þegar sú nið­ur­staða lá fyrir var hann vistaður í fang­els­inu í Ellebæk og strax eftir kom­una þangað ræddi lög­regla við mann­inn og sagði honum að ekki væri um annað að ræða en að hann færi aftur til Írak. Þeirri upp­á­stungu lög­regl­unnar hafn­aði mað­ur­inn á þeirri for­sendu að hann ótt­að­ist um líf sitt ef hann sneri aftur til Íraks, lands­ins sem hann flýði frá. Með þetta svar fór lög­reglan á brott en kom aftur mán­uði síðar og bar upp sömu spurn­ingu, og fékk sama svar­ið. Á þessu gekk í 13 mán­uði, á nákvæm­lega sama mán­að­ar­degi hverju sinni kom lög­reglan, ræddi við mann­inn og fékk ávallt sama svar­ið: mað­ur­inn neit­aði upp­á­stungu um flutn­ing til Íraks. Írak eins og mörg önnur lönd taka ekki við fólki sem flúið hefur landið nema það sam­þykki sjálft heim­flutn­ing­inn.

Lög­reglan fer að lög­um   

Hvernig stendur á því að lög­reglan kemur mánuð eftir mánuð og ber alltaf upp þessa sömu spurn­ingu, sem alltaf er svarað á sama veg, kynni nú ein­hver að spyrja. Stenst þetta lög? Svarið við þess­ari spurn­ingu er: já, þetta stenst lög. Lög­reglan hef­ur, síðan árið 2003, haft heim­ild til að beita svo­kall­aðri hvetj­andi fang­els­is­vist (með munn­legum þrýst­ingi í heim­sókn­um) í því skyni að fá hæl­is­leit­endur til að fall­ast á flutn­ing til heima­lands­ins. Þessum lögum var um margra ára skeið ekki beitt en árið 2015 breytti rík­is­stjórnin  þeim og lagði jafn­framt áherslu á að reynt yrði í auknum mæli að beita lög­un­um. Hæl­is­leit­endum í sömu stöðu og íraski Kúr­dinn hafði fjölgað mikið í Dan­mörku og ollu yfir­völdum áhyggj­um. Kostn­að­ur­inn var einnig veru­leg­ur, á sól­ar­hring um það bil 1.500 krónur (ca. 25 þús. ísl.) á hvern ein­stak­ling. Eitt mik­il­vægt atriði vant­aði hins­veg­ar, og vantar enn, í áður­nefnd lög. Tímamörk. Hversu lengi lög­reglan geti haldið hæl­is­leit­anda, sem neitar heim­flutn­ingi, í fang­elsi.

Auglýsing

Lög­maður kærir

Lög­maður íraska Kúr­dans kærði fang­els­is­úr­skurð­inn og eftir að Lands­réttur hafði úrskurðað að ekk­ert væri athuga­vert við hina löngu fanga­vist og heim­sóknir lög­regl­unn­ar, fékkst leyfi til að áfrýja mál­inu til Hæsta­réttar Dan­merk­ur. Dómur Hæsta­réttar féll fyrir nokkrum dögum og þar var dómi Lands­réttar snúið við og fyr­ir­skipað að íraski Kúr­dinn skyldi þegar í stað lát­inn laus úr fang­els­inu. Í dóms­nið­ur­stöðu Hæsta­réttar segir að fang­elsun af þessu tagi skuli að jafn­aði ekki vara lengur en sex mán­uði, nema sér­stakar ástæður komi til, þá geti hún varað í tólf mán­uði til við­bót­ar, sem­sagt sam­tals átján mán­uði. Þessum sér­stöku ástæðum væri ekki til að dreifa í til­viki íraska Kúr­dans og þess vegna skyldi honum sleppt úr fang­els­inu, án taf­ar. Mað­ur­inn er þó ekki frjáls ferða sinna, nema að tak­mörk­uðu leyti, því honum er gert skylt að búa í Sand­holm flótta­manna­búð­unum á Sjá­landi. Hvert framhaldið verður er á þess­ari stundu óljóst.

Sand­holm búð­irnar eru ætl­aðar til tíma­bund­innar dvalar en margir þeirra sem þar búa hafa verið þar árum sam­an. Að jafn­aði dvelja um fimm hund­ruð manns, fjöl­skyldur og ein­stak­ling­ar, í Sand­holm.

Dóms­nið­ur­staðan mik­il­væg

Lög­reglan hefur ekki tjáð sig um nið­ur­stöðu Hæsta­rétt­ar, það hafa danskir ráð­herrar ekki heldur gert. Lög­maður íraska Kúr­dans hefur hins­vegar sagt að dóms­nið­ur­staðan sé mjög mik­il­væg og hafi for­dæm­is­gildi í mörgum sam­bæri­legum mál­um. Þarna sé skýrt kveðið á um að lög­reglan geti ekki haldið fólki í fang­elsi mán­uðum og árum saman í þeim til­gangi að ,,mýkja það“ einsog lög­mað­ur­inn komst að orði. Lög­menn nokk­urra ann­arra hæl­is­leit­enda sem sitja í Ellebæk útlend­inga­fang­els­inu hafa þegar farið fram á að skjól­stæð­ingar þeirra verði þegar í stað fluttir í Sand­holm búð­irn­ar. Lög­reglan hefur ekki viljað upp­lýsa um fjölda þeirra sem eru í sömu stöðu og áður­nefndur íraskur Kúrdi en danskir fjöl­miðlar telja þá vera á sjötta hund­rað, þar af um helm­ingur frá Íran.

Yfir­völd ráð­þrota

Eins og staðan er standa dönsk yfir­völd ráð­þrota. Til­raunir þeirra til að senda hæl­is­leit­end­ur, sem synjað hefur verið um land­vist, heim bera lít­inn árang­ur. Margoft hefur verið farið með hæl­is­leit­endur í sendi­ráð við­kom­andi lands í Kaup­manna­höfn í því skyni að fá við­kom­andi til að sam­þykkja heim­flutn­ing. En hæl­is­leit­end­ur, sem flúið hafa heima­land­ið, gefa lítið fyrir lof­orð sendi­ráðs­manna og neita heim­flutn­ingi.  In­ger Støjberg, ráð­herra inn­flytj­enda­mála í dönsku rík­is­stjórn­inni er mjög ósátt við að ,,sitja uppi með þetta fólk“ einsog hún orðar það en þrátt fyrir til­lögur hennar og ann­arra, ger­ist ekk­ert. Hæl­is­leit­end­ur, telja sig fanga aðstæðn­anna, þeirra eina von er að fá land­vist­ar­leyfi, sem dönsk yfir­völd vilja ekki veita. Og þar við sit­ur.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hildur Björnsdóttir vill verða borgarstjóri – Ætlar að velta Eyþóri Arnalds úr oddvitasæti
Það stefnir i oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir ætlar að skora Eyþór Arnalds á hólm.
Kjarninn 8. desember 2021
Um þriðjungi allra matvæla sem framleidd eru í heiminum er hent.
Minni matarsóun en markmiðum ekki náð
Matarsóun Norðmanna dróst saman um 10 prósent á árunum 2015 til 2020. Í því fellst vissulega árangur en hann er engu að síður langt frá þeim markmiðum sem sett hafa verið. Umhverfisstofnun Noregs segir enn skorta yfirsýn í málaflokknum.
Kjarninn 8. desember 2021
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Þingmaður fékk netfang upp á 53 stafbil
Nýr þingmaður Pírata biðlar til forseta Alþingis að beita sér fyrir því að þingið „þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar“.
Kjarninn 8. desember 2021
Árni Stefán Árnason
Blóðmeraníðið – fjandsamleg yfirhylming MAST og fordæming FEIF – Hluti II
Kjarninn 8. desember 2021
Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu.
Fyrrverandi eiginkona Ragnar Sigurðssonar segir landsliðsnefndarmann ljúga
Magnús Gylfason, fyrrverandi landsliðsnefndarmaður hjá KSÍ, sagði við úttektarnefnd að hann hefði hitt Ragnar Sigurðsson og þáverandi eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að hann var talinn hafa beitt hana ofbeldi. Konan segir þetta ekki rétt.
Kjarninn 8. desember 2021
Róbert segist meðal annars ætla að fara aftur í fjallaleiðsögn.
Róbert hættir sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar – „Frelsinu feginn“
Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar mun hætta störfum um áramótin. Hann segist vera þakklátur fyrir dýrmæta reynslu með frábærum vinnufélögum en líka frelsinu feginn.
Kjarninn 8. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Samskiptasaga Kína og Íslands
Kjarninn 8. desember 2021
Stjórnmálaflokkar fá rúmlega 3,6 milljarða króna úr ríkissjóði á fimm árum
Níu stjórnmálaflokkar skipta með sér 728 milljónum krónum úr ríkissjóði árlega. Áætluð framlög voru 442 milljónum krónum lægri í upphafi síðasta kjörtímabils.
Kjarninn 8. desember 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar