Afdrifaríkur dómur

Þrettán sinnum, á þrettán mánuðum, hefur danska lögreglan komið í heimsókn í útlendingafangelsið í Ellebæk og spurt hvort íraskur fangi sé tilbúinn að fara aftur til Írak.

Politi
Auglýsing

Þrettán sinn­um, á  þrettán mán­uð­um, hefur danska lög­reglan komið í heim­sókn í útlend­inga­fang­elsið í Ellebæk á Norður – Sjá­landi. Erindið hefur í öll skiptin verið hið sama: að spyrja hæl­is­leit­anda, íraskan Kúr­da, hvort hann væri ekki til­bú­inn til að fara aftur heim til Íraks. Svar manns­ins hefur ætíð verið hið sama: nei.

Mað­ur­inn, sem ekki má nafn­greina, flýði frá Írak og komst til Dan­merk­ur, við kom­una þangað sótti hann um hæli. Meðan mál hans var til afgreiðslu hjá yfir­völdum bjó hann í sér­stökum flótta­manna­búð­um, Sand­holm­búð­unum á Norður – Sjá­landi. Nokkrum mán­uðum eftir kom­una til Dan­merkur var umsókn manns­ins um hæli synj­að. Þegar sú nið­ur­staða lá fyrir var hann vistaður í fang­els­inu í Ellebæk og strax eftir kom­una þangað ræddi lög­regla við mann­inn og sagði honum að ekki væri um annað að ræða en að hann færi aftur til Írak. Þeirri upp­á­stungu lög­regl­unnar hafn­aði mað­ur­inn á þeirri for­sendu að hann ótt­að­ist um líf sitt ef hann sneri aftur til Íraks, lands­ins sem hann flýði frá. Með þetta svar fór lög­reglan á brott en kom aftur mán­uði síðar og bar upp sömu spurn­ingu, og fékk sama svar­ið. Á þessu gekk í 13 mán­uði, á nákvæm­lega sama mán­að­ar­degi hverju sinni kom lög­reglan, ræddi við mann­inn og fékk ávallt sama svar­ið: mað­ur­inn neit­aði upp­á­stungu um flutn­ing til Íraks. Írak eins og mörg önnur lönd taka ekki við fólki sem flúið hefur landið nema það sam­þykki sjálft heim­flutn­ing­inn.

Lög­reglan fer að lög­um   

Hvernig stendur á því að lög­reglan kemur mánuð eftir mánuð og ber alltaf upp þessa sömu spurn­ingu, sem alltaf er svarað á sama veg, kynni nú ein­hver að spyrja. Stenst þetta lög? Svarið við þess­ari spurn­ingu er: já, þetta stenst lög. Lög­reglan hef­ur, síðan árið 2003, haft heim­ild til að beita svo­kall­aðri hvetj­andi fang­els­is­vist (með munn­legum þrýst­ingi í heim­sókn­um) í því skyni að fá hæl­is­leit­endur til að fall­ast á flutn­ing til heima­lands­ins. Þessum lögum var um margra ára skeið ekki beitt en árið 2015 breytti rík­is­stjórnin  þeim og lagði jafn­framt áherslu á að reynt yrði í auknum mæli að beita lög­un­um. Hæl­is­leit­endum í sömu stöðu og íraski Kúr­dinn hafði fjölgað mikið í Dan­mörku og ollu yfir­völdum áhyggj­um. Kostn­að­ur­inn var einnig veru­leg­ur, á sól­ar­hring um það bil 1.500 krónur (ca. 25 þús. ísl.) á hvern ein­stak­ling. Eitt mik­il­vægt atriði vant­aði hins­veg­ar, og vantar enn, í áður­nefnd lög. Tímamörk. Hversu lengi lög­reglan geti haldið hæl­is­leit­anda, sem neitar heim­flutn­ingi, í fang­elsi.

Auglýsing

Lög­maður kærir

Lög­maður íraska Kúr­dans kærði fang­els­is­úr­skurð­inn og eftir að Lands­réttur hafði úrskurðað að ekk­ert væri athuga­vert við hina löngu fanga­vist og heim­sóknir lög­regl­unn­ar, fékkst leyfi til að áfrýja mál­inu til Hæsta­réttar Dan­merk­ur. Dómur Hæsta­réttar féll fyrir nokkrum dögum og þar var dómi Lands­réttar snúið við og fyr­ir­skipað að íraski Kúr­dinn skyldi þegar í stað lát­inn laus úr fang­els­inu. Í dóms­nið­ur­stöðu Hæsta­réttar segir að fang­elsun af þessu tagi skuli að jafn­aði ekki vara lengur en sex mán­uði, nema sér­stakar ástæður komi til, þá geti hún varað í tólf mán­uði til við­bót­ar, sem­sagt sam­tals átján mán­uði. Þessum sér­stöku ástæðum væri ekki til að dreifa í til­viki íraska Kúr­dans og þess vegna skyldi honum sleppt úr fang­els­inu, án taf­ar. Mað­ur­inn er þó ekki frjáls ferða sinna, nema að tak­mörk­uðu leyti, því honum er gert skylt að búa í Sand­holm flótta­manna­búð­unum á Sjá­landi. Hvert framhaldið verður er á þess­ari stundu óljóst.

Sand­holm búð­irnar eru ætl­aðar til tíma­bund­innar dvalar en margir þeirra sem þar búa hafa verið þar árum sam­an. Að jafn­aði dvelja um fimm hund­ruð manns, fjöl­skyldur og ein­stak­ling­ar, í Sand­holm.

Dóms­nið­ur­staðan mik­il­væg

Lög­reglan hefur ekki tjáð sig um nið­ur­stöðu Hæsta­rétt­ar, það hafa danskir ráð­herrar ekki heldur gert. Lög­maður íraska Kúr­dans hefur hins­vegar sagt að dóms­nið­ur­staðan sé mjög mik­il­væg og hafi for­dæm­is­gildi í mörgum sam­bæri­legum mál­um. Þarna sé skýrt kveðið á um að lög­reglan geti ekki haldið fólki í fang­elsi mán­uðum og árum saman í þeim til­gangi að ,,mýkja það“ einsog lög­mað­ur­inn komst að orði. Lög­menn nokk­urra ann­arra hæl­is­leit­enda sem sitja í Ellebæk útlend­inga­fang­els­inu hafa þegar farið fram á að skjól­stæð­ingar þeirra verði þegar í stað fluttir í Sand­holm búð­irn­ar. Lög­reglan hefur ekki viljað upp­lýsa um fjölda þeirra sem eru í sömu stöðu og áður­nefndur íraskur Kúrdi en danskir fjöl­miðlar telja þá vera á sjötta hund­rað, þar af um helm­ingur frá Íran.

Yfir­völd ráð­þrota

Eins og staðan er standa dönsk yfir­völd ráð­þrota. Til­raunir þeirra til að senda hæl­is­leit­end­ur, sem synjað hefur verið um land­vist, heim bera lít­inn árang­ur. Margoft hefur verið farið með hæl­is­leit­endur í sendi­ráð við­kom­andi lands í Kaup­manna­höfn í því skyni að fá við­kom­andi til að sam­þykkja heim­flutn­ing. En hæl­is­leit­end­ur, sem flúið hafa heima­land­ið, gefa lítið fyrir lof­orð sendi­ráðs­manna og neita heim­flutn­ingi.  In­ger Støjberg, ráð­herra inn­flytj­enda­mála í dönsku rík­is­stjórn­inni er mjög ósátt við að ,,sitja uppi með þetta fólk“ einsog hún orðar það en þrátt fyrir til­lögur hennar og ann­arra, ger­ist ekk­ert. Hæl­is­leit­end­ur, telja sig fanga aðstæðn­anna, þeirra eina von er að fá land­vist­ar­leyfi, sem dönsk yfir­völd vilja ekki veita. Og þar við sit­ur.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar