Afdrifaríkur dómur

Þrettán sinnum, á þrettán mánuðum, hefur danska lögreglan komið í heimsókn í útlendingafangelsið í Ellebæk og spurt hvort íraskur fangi sé tilbúinn að fara aftur til Írak.

Politi
Auglýsing

Þrettán sinnum, á  þrettán mánuðum, hefur danska lögreglan komið í heimsókn í útlendingafangelsið í Ellebæk á Norður – Sjálandi. Erindið hefur í öll skiptin verið hið sama: að spyrja hælisleitanda, íraskan Kúrda, hvort hann væri ekki tilbúinn til að fara aftur heim til Íraks. Svar mannsins hefur ætíð verið hið sama: nei.

Maðurinn, sem ekki má nafngreina, flýði frá Írak og komst til Danmerkur, við komuna þangað sótti hann um hæli. Meðan mál hans var til afgreiðslu hjá yfirvöldum bjó hann í sérstökum flóttamannabúðum, Sandholmbúðunum á Norður – Sjálandi. Nokkrum mánuðum eftir komuna til Danmerkur var umsókn mannsins um hæli synjað. Þegar sú niðurstaða lá fyrir var hann vistaður í fangelsinu í Ellebæk og strax eftir komuna þangað ræddi lögregla við manninn og sagði honum að ekki væri um annað að ræða en að hann færi aftur til Írak. Þeirri uppástungu lögreglunnar hafnaði maðurinn á þeirri forsendu að hann óttaðist um líf sitt ef hann sneri aftur til Íraks, landsins sem hann flýði frá. Með þetta svar fór lögreglan á brott en kom aftur mánuði síðar og bar upp sömu spurningu, og fékk sama svarið. Á þessu gekk í 13 mánuði, á nákvæmlega sama mánaðardegi hverju sinni kom lögreglan, ræddi við manninn og fékk ávallt sama svarið: maðurinn neitaði uppástungu um flutning til Íraks. Írak eins og mörg önnur lönd taka ekki við fólki sem flúið hefur landið nema það samþykki sjálft heimflutninginn.

Lögreglan fer að lögum   

Hvernig stendur á því að lögreglan kemur mánuð eftir mánuð og ber alltaf upp þessa sömu spurningu, sem alltaf er svarað á sama veg, kynni nú einhver að spyrja. Stenst þetta lög? Svarið við þessari spurningu er: já, þetta stenst lög. Lögreglan hefur, síðan árið 2003, haft heimild til að beita svokallaðri hvetjandi fangelsisvist (með munnlegum þrýstingi í heimsóknum) í því skyni að fá hælisleitendur til að fallast á flutning til heimalandsins. Þessum lögum var um margra ára skeið ekki beitt en árið 2015 breytti ríkisstjórnin  þeim og lagði jafnframt áherslu á að reynt yrði í auknum mæli að beita lögunum. Hælisleitendum í sömu stöðu og íraski Kúrdinn hafði fjölgað mikið í Danmörku og ollu yfirvöldum áhyggjum. Kostnaðurinn var einnig verulegur, á sólarhring um það bil 1.500 krónur (ca. 25 þús. ísl.) á hvern einstakling. Eitt mikilvægt atriði vantaði hinsvegar, og vantar enn, í áðurnefnd lög. Tímamörk. Hversu lengi lögreglan geti haldið hælisleitanda, sem neitar heimflutningi, í fangelsi.

Auglýsing

Lögmaður kærir

Lögmaður íraska Kúrdans kærði fangelsisúrskurðinn og eftir að Landsréttur hafði úrskurðað að ekkert væri athugavert við hina löngu fangavist og heimsóknir lögreglunnar, fékkst leyfi til að áfrýja málinu til Hæstaréttar Danmerkur. Dómur Hæstaréttar féll fyrir nokkrum dögum og þar var dómi Landsréttar snúið við og fyrirskipað að íraski Kúrdinn skyldi þegar í stað látinn laus úr fangelsinu. Í dómsniðurstöðu Hæstaréttar segir að fangelsun af þessu tagi skuli að jafnaði ekki vara lengur en sex mánuði, nema sérstakar ástæður komi til, þá geti hún varað í tólf mánuði til viðbótar, semsagt samtals átján mánuði. Þessum sérstöku ástæðum væri ekki til að dreifa í tilviki íraska Kúrdans og þess vegna skyldi honum sleppt úr fangelsinu, án tafar. Maðurinn er þó ekki frjáls ferða sinna, nema að takmörkuðu leyti, því honum er gert skylt að búa í Sandholm flóttamannabúðunum á Sjálandi. Hvert framhaldið verður er á þessari stundu óljóst.

Sandholm búðirnar eru ætlaðar til tímabundinnar dvalar en margir þeirra sem þar búa hafa verið þar árum saman. Að jafnaði dvelja um fimm hundruð manns, fjölskyldur og einstaklingar, í Sandholm.

Dómsniðurstaðan mikilvæg

Lögreglan hefur ekki tjáð sig um niðurstöðu Hæstaréttar, það hafa danskir ráðherrar ekki heldur gert. Lögmaður íraska Kúrdans hefur hinsvegar sagt að dómsniðurstaðan sé mjög mikilvæg og hafi fordæmisgildi í mörgum sambærilegum málum. Þarna sé skýrt kveðið á um að lögreglan geti ekki haldið fólki í fangelsi mánuðum og árum saman í þeim tilgangi að ,,mýkja það“ einsog lögmaðurinn komst að orði. Lögmenn nokkurra annarra hælisleitenda sem sitja í Ellebæk útlendingafangelsinu hafa þegar farið fram á að skjólstæðingar þeirra verði þegar í stað fluttir í Sandholm búðirnar. Lögreglan hefur ekki viljað upplýsa um fjölda þeirra sem eru í sömu stöðu og áðurnefndur íraskur Kúrdi en danskir fjölmiðlar telja þá vera á sjötta hundrað, þar af um helmingur frá Íran.

Yfirvöld ráðþrota

Eins og staðan er standa dönsk yfirvöld ráðþrota. Tilraunir þeirra til að senda hælisleitendur, sem synjað hefur verið um landvist, heim bera lítinn árangur. Margoft hefur verið farið með hælisleitendur í sendiráð viðkomandi lands í Kaupmannahöfn í því skyni að fá viðkomandi til að samþykkja heimflutning. En hælisleitendur, sem flúið hafa heimalandið, gefa lítið fyrir loforð sendiráðsmanna og neita heimflutningi.  Inger Støjberg, ráðherra innflytjendamála í dönsku ríkisstjórninni er mjög ósátt við að ,,sitja uppi með þetta fólk“ einsog hún orðar það en þrátt fyrir tillögur hennar og annarra, gerist ekkert. Hælisleitendur, telja sig fanga aðstæðnanna, þeirra eina von er að fá landvistarleyfi, sem dönsk yfirvöld vilja ekki veita. Og þar við situr.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar