Sautján aðstoðarmenn verða á þingi

Til stendur að auka enn frekar aðstoð við þingflokka og þingmenn en í henni felst m.a. hærra framlag vegna rekstrar og kaupa á sérfræðiþjónustu. Þingmaður Pírata telur breytingarnar vera til batnaðar.

Alþingi
Auglýsing

Aðstoð­ar­menn þing­flokka og þing­manna verða sautján við lok þessa kjör­tíma­bils, það er einn til aðstoðar fyrir hverja þrjá þing­menn, sem ekki eru ráð­herrar eða gegna stöðu for­seta Alþing­is. Þetta kemur fram í svörum skrif­stofu­stjóra Alþingis við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um stöð­una á efl­ingu Alþing­is.

Í stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­flokk­anna kemur fram að styrkja eigi lög­gjaf­ar-, fjár­stjórn­ar- og eft­ir­lits­hlut­verk Alþingis á kjör­tíma­bil­inu með auknum stuðn­ingi við nefnd­ar­starf og þing­flokka.

Í fjár­laga­frum­varpi fyrir þetta ár var bætt við þremur stöðum sem aug­lýstar verða á næst­unni, stöður þjóð­hag­fræð­ings, lög­fræð­ings með sér­þekk­ingu á eft­ir­lits­störfum og lög­fræð­ings sem á að efla laga­skrif­stofu þings­ins, en sú styður við æðstu stjórn þings­ins, nefndir og ein­staka þing­menn sem vinna að gerð þing­mála.

Auglýsing

Ekki sama leið farin og fyrir hrun

Helgi Bernódusson Mynd: AlþingiÞá er í bígerð að auka enn fremur aðstoð við þing­flokka og þing­menn. Í svari Helga Bern­ód­us­sonar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans kemur fram að ekki verði farin sama leið og fyrir hrun. Þá hafi verið sjö stöðu­gildi til aðstoðar við þing­menn af lands­byggð­inni. Þannig sé aðstoðin hugsuð fyrir þing­flokk­ana en ekki ein­staka þing­menn.

Í þess­ari auknu aðstoð felst að fram­lag til þing­flokka vegna rekstrar þeirra sjálfra og kaupa á sér­fræði­þjón­ustu verður hækkað um 20 millj­ónir um það bil, úr rétt tæpum 52 millj­ónum í um 72 millj­ónir og segir Helgi að áætl­unin sé reyndar þegar farin af stað. „Enda­markið sem næst á næsta ári er að fjár­veit­ingar til þessa liðar verði komnar í það sama að raun­gildi og þær voru áður en nið­ur­skurður á þeim hófst árið 2009.“ Fjár­hæðin mun svo taka við­bót­ar­hækkun um 35 millj­ónir króna á næsta ári. Hækk­unin frá 2017 verður þá orðin 55 millj­ónir og fjár­hæðin komin úr 52 millj­ónum í 107 millj­ón­ir.

Gjör­breytir afkomu þing­flokk­anna

Reiknað er með að sex til átta stöður bæt­ist við á næsta vetri en áætl­unin gerir ráð fyrir að á næstu árum verði aðstoð­ar­menn sem nemur þriðj­ungi af tölu þing­manna sem ekki eru ráð­herr­ar, það er sam­tals 17 stöðu­gildi.

Unnið er nú að því að und­ir­búa reglur og skipu­leggja hvernig þess­ari aðstoð verður hag­að, en ljóst er að taka verður bæði til­lit til hvers þing­flokks og svo stærðar hans, og þar með sinna öllum þing­mönn­um. Ráð­herrar hafa þegar aðstoð­ar­menn, sumir fleiri en einn, en líka for­menn flokka sem eiga ekki aðild að rík­is­stjórn.

„Auð­vitað gjör­breytir þetta afkomu þing­flokk­anna og mögu­leikum þeirra til starfs­manna­halds og kaupa á sér­fræði­þjón­ustu. Ef þetta er ekki liður í að efla Alþingi að þessu leyti þá er ég á villi­göt­u­m,“ segir Helgi.

Tví­mæla­laust jákvæð þróun

Björn Leví Gunnarsson Mynd: Birgir ÞórBjörn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, segir í sam­tali við Kjarn­ann að hingað til hafi aðstoð­ar­menn eða rit­arar þing­flokka verið starfs­menn þings­ins sem flokk­arnir hafi sótt um að fá.

Nú sé verið að breyta þessu á þann veg að flokk­arnir geta ráðið þessa aðstoð­ar­menn sjálf­ir. Nokkrir flokkar hafa þegar ráðið rit­ara með þessum hætti og að sögn Björns Levís hefur flokkur Pírata verið einn af þeim. Þau hafi fengið að ráða starfs­mann fyrr en áætlað var, þótt tækni­lega séð sé hann starfs­maður þings­ins vegna þess að enn er ekki form­lega búið að breyta fyr­ir­komu­lag­inu. Hann segir að rit­ar­inn, sem starf­aði fyrir flokk­inn áður, hafi farið í fæð­ing­ar­or­lof og óþægi­legt hefði verið að fá nýjan starfs­mann á vegum þings­ins í aðeins nokkra mán­uði.

Björn Leví telur þetta tví­mæla­laust vera jákvæða þróun og segir hann að svona eigi fyr­ir­komu­lagið einmitt að vera. Að þing­flokkar eigi að geta ráðið aðstoð­ar­menn sína sjálf­ir. „Eins og allir vita er dag­skráin algjör handa­hlaup,“ segir hann og bætir því við að oft gangi mikið á á þing­inu. Hann veltir því líka fyrir sér hvort þetta sé nóg til að létta undir með störfum þings­ins og segir að það verði ein­fald­lega að koma í ljós.

Fram­lög til stjórn­mála­flokk­anna hækkuð um 127%

Stjórn­mála­flokk­arnir sjálfir fengu einnig tölu­verða inn­spýt­ingu við lok síð­asta árs, þegar til­laga sex af átta flokkum sem sæti eiga á Alþingi um að hækka fram­lög rík­is­sjóðs til þeirra um 127 pró­sent, í 648 millj­ónir króna árlega var sam­þykkt.

Tveir flokkar skrif­uðu ekki undir til­lög­una, Píratar og Flokkur fólks­ins. Rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir þrír fá sam­tals 347,5 millj­ónir króna úr rík­is­sjóði og fram­lög til þeirra hækka um 195 millj­ónir króna. Stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir fá 300,5 millj­ónir króna, sem er 137 millj­ónum króna meira en þeir hefðu fengið ef fram­lögin hefðu ekki verið hækk­uð.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar