Þriðjungur landsmanna er ekki í þjóðkirkjunni

Íslendingum sem skráðir eru í þjóðkirkjuna fækkar enn. Það sem af er ári hafa rúmlega þúsund fleiri sagt sig úr henni en gengið í hana. Alls standa nú um 120 þúsund landsmenn utan þjóðkirkjunnar.

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, við þingsetningu Alþingis.
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, við þingsetningu Alþingis.
Auglýsing

Alls fækk­aði Íslend­ingum sem skráðir eru í þjóð­kirkj­una um 1.069 á fyrstu sex mán­uðum árs­ins 2018. Annar hver lands­maður sem breytti skrán­ingu sinni í trú- eða lífs­skoð­un­ar­fé­lagi ákvað að ganga úr þjóð­kirkj­unni. Þetta kemur fram í tölum frá Þjóð­skrá um breyt­ingar á slíkum skrán­ing­um.

Um er að ræða breyt­ingar sem eru mjög í takt við það sem átt hefur sér stað hér­lendis á und­an­förnum árum. Í byrjun árs 2009 náði fjöldi þeirra lands­manna sem skráðir eru í þjóð­kirkj­una met­tölu, en þá voru 253.069 lands­menn í henni. Frá þeim tíma hefur þeim fækkað jafnt og þétt og eru nú 233.146. Það þýðir að fjöldi þeirra sem skráðir eru í þjóð­kirkj­una hefur dreg­ist saman um 19.923 frá árs­byrjun 2009. Á því tíma­bili hefur Íslend­ingum fjölgað um 33.708, en þjóð­kirkj­unni hefur mis­tek­ist að ná þeim fjölda til sín líka. Sam­an­lagt eru hafa því tæp­lega 54 þús­und Íslend­ingar ákveðið að ganga ekki í þjóð­kirkj­una á síð­ast­liðnum árum. Alls standa nú um 120 þús­und lands­menn utan þjóð­kirkju.

Hlut­falls­lega hefur þeim sem vilja vera í kirkj­unni einnig fækkað mik­ið. Árið 1998 var 90 pró­sent þjóð­ar­innar í henni. Í dag eru 66 pró­sent þjóð­ar­innar þar inni, eða tveir af hverjum þremur lands­mönn­um.

Auglýsing

Mik­ill flótti í fyrra

Mik­ill flótti var úr þjóð­kirkj­unni í fyrra, þegar þegnum hennar fækk­aði um 3.019 á alm­an­aks­ár­inu. Þorri þess hóps sagði sig úr henni á síð­ustu þremur mán­uðum árs­ins 2017, eða 2.246 alls.

Það er næst­­mesti fjöldi sem hefur sagt sig úr kirkj­unni á einu ári. Metið var sett á árinu 2010, þegar ásak­­anir um þöggun þjóð­­kirkj­unnar yfir meintum kyn­­ferð­is­­glæpum Ólafs Skúla­­son­­ar, fyrr­ver­andi bisk­­ups, voru settar fram. Þá fækk­­aði um 4.242 í þjóð­­kirkj­unni á einu ári.

Lík­lega má leita skýr­inga á hinum mikla fjölda úrsagna í fyrra í því að Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, biskup Íslands og leið­togi þjóð­kirkj­unn­ar, rataði tví­vegis í fréttir á síð­ustu mán­uðum árs­ins 2017 vegna mála sem þóttu umdeild.

Fyrst sagði hún í sam­tali við Morg­un­­blaðið að henni þætti ekki sið­­ferð­is­­lega rétt að stela gögnum og fara á bak við fólk til að afhjúpa mál og leiða sann­­­leik­ann í ljós. Þessi ummæli féllu í sam­hengi við lög­­­bann sem Sýslu­­mað­­ur­inn á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu hafði sam­­þykkt gagn­vart fjöl­miðla­­fyr­ir­tækj­unum Stund­inni og Reykja­vík Media, vegna birt­ingar þeirra á fréttum sem unnar voru úr gögnum úr gamla Glitni.

Síð­ara málið sem kom upp var í des­em­ber, þegar kjara­ráð ákvað að hækka laun Agn­­esar um tugi pró­­senta. Heild­­ar­­laun hennar eftir hækk­­un­ina eru 1.553.359 krón­­ur. Hækk­­­unin var auk þess aft­­­ur­­­virk til 1. jan­úar 2017, sam­­­kvæmt úrskurð­in­­­um. Um ára­­mót fékk því bisk­­up ein­greiðslu fyrir síð­­­asta árið en sú upp­­­hæð nam 3,3 millj­­­ónir króna.

Hækk­­unin kom í kjöl­far bréfs sem biskup sendi kjara­ráði þar sem ýmis rök voru færð fyrir því að hún ætti að fá launa­hækk­­un. Sér­­stak­­lega var til­­­greint að biskup greiddi nú húsa­­leigu fyrir afnot af emb­ætt­is­­bú­­stað sem henni er skylt að búa í. Í Frétta­­blað­inu þann 28. des­em­ber var greint frá því að leigan fyrir bisk­­ups­­bú­­stað­inn, sem er 487 fer­­metra hús í mið­­borg Reykja­vík­­­ur, væri tæp­­lega 90 þús­und krónur á mán­uði.

Kostar á fimmta millj­arð á ári

Til­veru­réttur þjóð­kirkj­unnar er tryggður í stjórn­ar­skrá lands­ins. Þar segir að hin evang­el­íska lút­­erska kirkja skuli vera þjóð­­kirkja á Íslandi og að rík­­is­­valdið eigi bæði að styðja hana og vernda. Auk þess er í gildi hið svo­­kall­aða kirkju­jarð­­ar­­sam­komu­lag frá árinu 1997, sem í felst að þjóð­­kirkjan afhenti rík­­inu um 600 jarðir til eignar en á móti átti ríkið að greiða laun 138 presta og 18 starfs­­manna Bisk­­ups­­stofu.

Í krafti þessa fær þjóð­­kirkja umtals­verða fjár­­muni úr rík­­is­­sjóði. Þaðan er til að mynda greitt fram­lag til Bisk­­ups Íslands, í Kirkju­­mála­­sjóð og Jöfn­un­­ar­­sjóð sókna. Sam­tals er áætlað að þessi upp­­hæð verði 2.830 millj­­ónir króna í ár. Til við­­bótar fær þjóð­­kirkjan greidd sókn­­ar­­gjöld í sam­ræmi við þann fjölda sem í henni er. Ætla má að sú upp­­hæð verði um 1.750 millj­­ónir króna í ár. Sam­tals mun rekstur þjóð­­kirkj­unnar því kosta tæp­­lega 4,6 millj­­arða króna í ár. Þá er ekki með­­talið rúm­­lega 1,1 millj­­arðs króna fram­lag til kirkju­­garða.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar