Collage

Forstjórar hafa hækkað um 398 þúsund – Afgreiðslufólk á kassa um 86 þúsund

Launahæsti starfshópurinn á Íslandi eru forstjórar. Heilarlaun þeirra eru 1.818 þúsund krónur að meðaltali á mánuði. Verðbréfasalar fylgja fast á hæla þeirra. Launahækkun forstjóra frá árinu 2014 í krónum talið er hærri en heildarlaun lægst launuðust hópa landsins.

Heild­ar­laun for­stjóra og aðal­fram­kvæmda­stjóra fyr­ir­tækja og stofn­ana á Íslandi voru að með­al­tali 1.818 þús­und krónur á mán­uði í fyrra. Þau hafa hækkað um 398 þús­und krónur frá árinu 2014. Sú hækkun er sama krónu­tala og starfs­menn í umönnun og aðstoð við sér­fræð­inga í heil­brigð­is­greinum og félags­þjón­ustu fá í heild­ar­laun á mán­uði, og 14 þús­und krónum hærri en mán­að­ar­leg heild­ar­laun kvenna sem vinna í slíkum störf­um. Þetta er meðal þess sem mál lesa út úr nýjum tölum sem Hag­stofan birti um laun lands­manna á fimmtu­dag.

heild­ar­laun eru öll laun ein­stak­lings­ins, þ.e. reglu­leg heild­ar­laun auk ýmissa óreglu­legra greiðslna s.s. orlofs- og des­em­ber­upp­bót­ar, ein­greiðslna, ákvæð­is­greiðslna og upp­gjörs vegna ­upp­mæl­inga. Heild­ar­laun allra full­vinn­andi launa­manna voru að með­al­tali 706 þús­und krónur á mán­uði í fyrra. Þau hafa hækkað um 25 pró­sent frá árinu 2014.

For­stjórar hækk­uðu um 15 pró­sent á einu ári

Launa­hæsti starfs­hóp­ur­inn á Íslandi eru for­stjórar og stjórn­endur stærri fyr­ir­tækja og stofn­ana. Þeir voru með, líkt og áður sagði, 1.818 þús­und krónur á mán­uði í heild­ar­laun.

Laun þeirra hafa hækkað um 28 pró­sent frá árinu 2014. Í fyrra hækk­uðu þau um 15 pró­sent á einu ári. Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um miklar launa­hækk­anir for­stjóra skráðra félaga og fyrir­tækja í opin­berri eigu fyrr á þessu ári.

Hlutfallstölur og krónur í veskið

28 prósent launahækkun frá 2014 skilar forstjórum 398 þúsund viðbótarkrónum að meðaltali á mánuð.i

33 prósenta launahækkun frá 2014 skilar verðbréfasölum 387 þúsund viðbótarkrónum að meðaltali á mánuði.

26 prósent launahækkun frá 2014 skilar starfsfólki í barnagæslu 74 þúsund viðbótarkrónum að meðaltali á mánuði.

27 prósent launahækkun frá 2014 skilar afgreiðslufólki í dagvöruverslunum 86 þúsund viðbótarkrónum að meðaltali á mánuði.

25 prósent launahækkun allra hópa frá 2014 skilar öllum fullvinnandi einstaklingum 142 þúsund viðbótarkrónum að meðaltali á mánuði.

Karlar sem gegna slíkum yfir­manns­stöðum eru mun hærra laun­aðir en kon­ur. Heild­ar­laun þeirra á mán­uði í fyrra voru 1.994 þús­und krónur en kvenna 1.426 þús­und krónur á mán­uði. Laun karl­for­stjóra eru því 40 pró­sent hærri að með­al­tali en laun kvenna sem gegna slíkum störf­um. Þar munar 568 þús­und krónum á mán­uði.

Gefur vel að miðla verð­bréfum

Næst launa­hæsti starfs­hóp­ur­inn á Íslandi virð­ist vera sá sem sinnir störfum sem tengj­ast ráð­gjöf og sölu verð­bréfa. Sam­kvæmt tölum Hag­stof­unnar sinna konur ekki því starfi. Karl­arnir sem það gera voru þó að með­al­tali með 1.564 þús­und krónur í heild­ar­laun á mán­uði á árinu 2017. Laun þeirra hafa hækkað um 33 pró­sent frá árinu 2014.

Læknar og dóm­arar hafa það líka fínt, líkt og þeir sem sinna sér­fræði­störfum tengdum flug­um­sjón. Og laun þeirra hafa hækkað skarpt á und­an­förnum árum.

Fyrir dóm­ara­störf greidd­ust að með­al­tali 1.478 þús­und krónur á mán­uði árið 2017. Þau laun hafa hækkað um 31 pró­sent frá árinu 2014. Sér­fræði­læknar voru með 1.469 þús­und krónur á mán­uði í fyrra og höfðu hækkað um 30 pró­sent á þremur árum.

Sér­fræð­ingar við flug­um­sjón voru með 1.484 þús­und krónur á mán­uði í fyrra og höfðu hækkað um heil 46 pró­sent frá árinu 2014.

Æðstu emb­ætt­is­menn ríkis og sveita­stjórna lepja heldur ekki dauðan úr skel. Heild­ar­laun þeirra á mán­uði árið 2017 voru 1.358 þús­und krón­ur, eða 39 pró­sent hærri en þau voru árið 2014. Þar munar auð­vitað mestu um launa­hækk­anir t.d. stjórn­mála­manna sem ákveðnar voru af kjara­ráði og opin­ber­aðar á kjör­dag árið 2016.

Umönnun og afgreiðsla borgar illa

Sú starfs­stétt sem er með lægstu heild­ar­launin eru starfs­menn sem sinna barna­gæslu. Þeir voru með 359 þús­und krónur í heild­ar­laun í fyrra. Árið 2014 voru þau laun 285 þús­und krónur og hafa því hækkað um 26 pró­sent á tíma­bil­inu. Sú hækkun hefur skilað starfs­stétt­inni 74 þús­und nýjum krónum í budd­una. Til sam­an­burðar hafa laun for­stjóra hækkað um 398 þús­und krónum á tíma­bil­inu. Þeir voru með 1.135 þús­und krónum meira í laun á mán­uði en starfs­menn við barna­gæslu árið 2014 en í fyrra var mun­ur­inn orð­inn 1.459 þús­und krón­ur.

Starfs­fólk sem sinnir umönnun og aðstoð við sér­fræð­inga í heil­brigð­is­greinum og félags­þjón­ustu eru með litlu minni laun en barna­gæslu­stétt­in, eða 398 þús­und krónur á mán­uði í fyrra. Þau laun hafa hækkað um 26 pró­sent á síð­ustu þremur árum, eða um 82 þús­und krón­ur.

Afgreiðslu­fólk í dag­vöru­versl­unum var með 409 þús­und krónur á mán­uði árið 2017, eða 27 pró­sent meira en það var með árið 2014. Það skilar fólk­inu á kass­anum 86 fleiri þús­und­köllum í heild­ar­laun á mán­uði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar