Undir 60 prósent landsmanna skráðir í þjóðkirkjuna

Alls hafa 2.310 manns yfirgefið þjóðkirkjuna á tíu mánuðum. Nú eru fjórir af hverjum tíu landsmönnum ekki í henni. Kaþólikkum fjölgar hins vegar hratt, enda fleiri Pólverjar á Íslandi en íbúar í Garðabæ.

Þjóðkirkjan er hluti af íslenska ríkinu.
Þjóðkirkjan er hluti af íslenska ríkinu.
Auglýsing

Hlutfall þeirra Íslendinga sem skráðir eru í þjóðkirkjuna er í fyrsta sinn komið niður fyrir 60 prósent. Í nýjum tölum frá Þjóðskrá kemur fram að 59,4 prósent landsmanna séu nú í kirkjunni, eða 270.190 manns. Um er að ræða alla skráða einstaklinga, óháð búsetu og ríkisfangi. Því eru nær öruggt að hluti þeirra sem skráðir eru í þjóðkirkjuna búi erlendis.

Þjóðskrá segir að alls hafi 2.310 manns gengið úr þjóðkirkjunni frá því í byrjun desember 2017 og fram að síðustu mánaðamótum.

Sú fækkun er mjög í takti við það sem átt hefur sér stað á síðustu misserum. Undir lok síðustu aldar voru til að mynda um 90 prósent landsmanna skráðir í þjóðkirkjuna. Á almanaksárinu 2017 fækkaði til að mynda þegnum þjóðkirkjunnar um 3.019. Þar af sögðu 2.246 sig úr henni á síðustu þremur mánuðum þess árs. að er næst­­mesti fjöldi sem hefur sagt sig úr kirkj­unni á einu ári. Metið var sett á árinu 2010, þegar ásak­­anir um þöggun þjóð­­kirkj­unnar yfir meintum kyn­­ferð­is­­glæpum Ólafs Skúla­­son­­ar, fyrr­ver­andi bisk­­ups, voru settar fram. Þá fækk­­aði um 4.242 í þjóð­­kirkj­unni á einu ári.

Auglýsing

Ekki eins talning

Hagstofa Íslands birtir einnig tölur um skráningu í trúfélög. Sá munur er þó á tölum hennar annars vegar og Þjóðskrár hins vegar að tölur Hagstofunnar ná einungis yfir einstaklinga sem skráðir eru með búsetu hérlendis, á meðan að tölur Þjóðskrár byggja á skráningu í Þjóðskrá, óháð búsetu og ríkisfangi.

Þess vegna eru t.d. 270.190 manns skráðir í þjóðkirkjuna samkvæmt tölum Þjóðskrár en 234 þúsund manns voru skráðir í hana í byrjun árs samkvæmt Hagstofu Íslands. Þá er það hlutfall skráðra sem eru í þjóðkirkjunni lægra hjá Þjóðskrá en það er hjá Hagstofu Íslands.

Kaþólikkum fjölgar hratt með fjölgun Pólverja

Flestir þeirra sem standa utan ríkiskirkjunnar eru utan trú- og lífsskoðunarfélaga, eða rúmlega 28 þúsund manns. Þeim fjölgaði um 1.974 frá 1. desember 2017. Hlutfallslega fjölgar mest í kaþólska söfnuðinum, eða um 2,8 prósent. Alls bættust 530 manns við hann. Þá aukningu má rekja beint til gríðarlegrar aukningar á fjölda erlendra ríkisborgara sem flytja til Íslands frá löndum þar sem kaþólska kirkjan er sterk, t.d. Póllandi.

Þann 1. jan­úar 1998 bjuggu 820 ein­stak­lingar sem fæddir voru í Pól­landi á Íslandi. Í lok árs 2017 voru þeir orðnir rúm­lega 17 þús­und og fjölgaði um 3.234 á því ári einu saman. Það eru fleiri en búa í t.d. Garðabæ. Fjöldi þeirra sem annað hvort eru fæddir í Pól­landi eða eru pólskir rík­is­borg­arar en búa á Íslandi hefur því 21faldast á 20 árum.

Mest fækkun varð á meðal félagsmanna í trúfélaginu Zuism, sem vakti athygli á sínum tíma fyrir að ætla að endurgreiða meðlimum sínum sóknargjöld en síðar urðu miklar deilur um yfirráð í félaginu sem endaði með því að fyrrverandi öldungaráð Zúista hvatti meðlimi eindregið til að skrá sig úr félaginu. Alls fækkaði zúistum um 148 í fyrra, eða um 7,2 prósent, og eru nú 1.900.

Stjórnarskrárbundinn rekstur

Til­veru­réttur þjóð­kirkj­unnar er tryggður í stjórn­ar­skrá lands­ins. Þar segir að hin evang­el­íska lút­­erska kirkja skuli vera þjóð­­kirkja á Íslandi og að rík­­is­­valdið eigi bæði að styðja hana og vernda. Auk þess er í gildi hið svo­­kall­aða kirkju­jarð­­ar­­sam­komu­lag frá árinu 1997, sem í felst að þjóð­­kirkjan afhenti rík­­inu um 600 jarðir til eignar en á móti átti ríkið að greiða laun 138 presta og 18 starfs­­manna Bisk­­ups­­stofu.

Í krafti þessa fær þjóð­­kirkja umtals­verða fjár­­muni úr rík­­is­­sjóði. Þaðan er til að mynda greitt fram­lag til Bisk­­ups Íslands, í Kirkju­­mála­­sjóð og Jöfn­un­­ar­­sjóð sókna. Sam­tals er áætlað að þessi upp­­hæð verði 2.830 millj­­ónir króna í ár. Til við­­bótar fær þjóð­­kirkjan greidd sókn­­ar­­gjöld í sam­ræmi við þann fjölda sem í henni er. Ætla má að sú upp­­hæð verði um 1.750 millj­­ónir króna í ár. Sam­tals mun rekstur þjóð­­kirkj­unnar því kosta tæp­­lega 4,6 millj­­arða króna í ár. Þá er ekki með­­talið rúm­­lega 1,1 millj­­arðs króna fram­lag til kirkju­­garða.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar